Morgunblaðið - 26.03.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 26.03.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 35 Ingibjörg Helgajlóttir Stykkishólmi - Attræð Vorið 1921 flutti til Stykkis- hólms, stór fjölskylda. Helgi Eiríksson, bakari, kona hans. Sesselja Arnadóttir og 7 börn. Þau voru glæsileg í sjón og reynd. Fluttu til Reykjavíkur eftir fárra ára dvöl í Hólmin- um. Ingibjörg var elst af systkinunum. Hún kom aftur sem eiginkona Sigurðar Ág- ústssonar, kaupmanns og síð- ar alþingismanns. Hún var sínum ágæta eiginmanni trygg og öruggur lífsförunaut- ur í blíðum og stríðum straum lífsbaráttunnar. Ingibjörg er yndisleg húsmóðir, glöð og hógvær tekur hún enn á móti gestum. Fjölmargir komu á heimili þeirra hjónanna. Á móti öllum var tekið með sama kærleika og gestirnir fundu að þeir voru velkomnir. Húsmóðirin bar fram veitingar af hjartans lyst. Að miðla öðrum var þessum ágætu hjónum unun. Þegar heilsa Sigurðar tók að bila stundaði eiginkonan hann eins og best verður óskað, hughreysti hann og hjúkraði. Þegar þessari lífsbaráttu lauk stóð Ingibjörg og stendur enn líkust stórri eik í skógi, sem ber af sér kulda og storma vetrarnæðings. Þegar Sigurð- ur andaðist sýndu fjölmargir vinir þeirra hjóna að þeir með hluttekning tóku þátt í hennar stóru sorg. Það áfall var einn- ig þeirra missir. Ég þekki Ingibjörgu vel og veit að nú þakkar hún Guði allt, sem henni hefur mætt á liðinni tíð. Ævistarf þessara frábæru hjóna var uppbyggt á bjargi og heppnaðist vel. Þeim til ólýsanlegrar hamingju og fjölda manns til hjálpar og blessunar. Þótt Sigurður hafi verið kallaður burt úr þessum heimi halda störf hans áfram að blómgast og bera ávöxt. Ágúst einkasonur þeirra og Rakel hans ágæta kona, halda ótrauð áfram að byggja við góðar og traustar undirstöður. Gleði og hamingja Ingibjargar í ellinni er að eiga og njóta þessara hjóna og barna þeirra. Þegar ég í dag hugsa með innilegu þakklæti til Ingi- bjargar Helgadóttur, koma fram í hug minn margar fagrar ógleymanlegar myndir frá samveru okkar. Hún er mín elskulega vinkona. Við vitum báðar að Guð er kærleikur. Sesselja Konráðsdóttir. sem Alþingismenn dreifbýlisins lifa og starfa í meginhluta ársins. Þetta var megininntak þess sem Sigurður Óskarsson, framkvæmd- astjóri Verkalýðsfélagsins Rang- æings og varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi, hafði að segja um atvinn- umál dreifbýlisins á ráðstefnu Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins. Sigurður er hér og hefur oft áður verið harðorður um þróun þessara mála. Eflaust eru ein- hverjir honum ósammála og telja full djúpt í árina tekið, en ljóst er að greinar hans um þessi mál hafa vakið á Suðurlandi alvarlega um- ræðu um atvinnumál héraðsins. Þá hafa samtök sveitarfélaga á Suðurlandi, sýslunefnd Rangár- vallasýslu, Alþýðusamband Suð- urlands o.fl. tekið einarðlega und- ir þessar skoðanir Sigurðar á þróun vinnumarkaðsmála. í lok ráðstefnunnar var eftirfar- andi ályktun samþykkt: Ráðstefna um atvinnumál hald- in á vegum Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksihs 7. mars 1981 ályktar: Stuðla ber að aukinni nýtingu auðlinda landsins og fjölbreyttara atvinnulífi svo öllum landsmönn- um séu tryggð störf við sitt hæfi. Því marki verður best náð með því að efla hina hefðbundnu atvinnuvegi, en stórauka jafn- framt uppbyggingu þeirra at- vinnugreina, sem byggja á orku fallvatna okkar og jarðvarma. Stórbæta þarf nýtingu á hvers- konar innlendum hráefnum. Kjarasamningar skulu vera á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins og við gerð þeirra leitað leiða til starfshvatningar og hagræðingar og ævinlega tryggt að dagvinnu- tekjur einstaklings nægi til sóma- samlegrar framfærslu meðalfjöl- skyldu. Samhjálp skal tryggja svo eng- inn þegn landsins þurfi að líða skort eða fara á mis við þjónustu í elli eða sjúkdómum. dráttur síðustu mánuði hefur ver- ið meiri en búast mætti við og allar líkur bendá til þess að þessi samdráttur haldi áfram, enda styður síðasta könnun ótvírætt þá skoðun. í þeirri könnun sem gerð var fyrir síðasta ársfj. 1980 sýnir niðurstaða að fyrirtæki með 74% mannaflans (nettó) teljast verk- efni vera of lítil. í heild virðast verkefni vera minni nú en á sama árstíma á undanförnum árum. Á sama tima í fyrra töldu fyrirtæki með 59% mannaflans (nettó) að fyrirliggjandi verkefni væru of lítil, og á árinu 1978 voru fyrir- tæki með 57,9% mannaflans (nettó) sama sinnis. Eftirfarandi yfirlit sýnir verk- efnastöðuna eftir greinum: Helstu ástæður fyrir verkefna- skorti eru fjárskortur byggjenda, og þar af leiðandi lítil eftirspurn svo og óhagstætt veðurfar. í verk- starfsemi eru aðrar ótilgreindar ástæður einnig taldar mikilvægar og vegur þar að líkindum þyngst sú mikla árstiðarsveifla sem er í flestum verklegum framkvæmd- um, ekki síst hinum opinberu. Samkværpt framansögðu og þeim tölum, sem ég hef hér rakið er þegar fyrir hendi greinilegur samdráttur, og sýnilegt að sá samdráttur heldur áfram nema eitthvað sérstakt sé gert. Nú á síðustu árum virðist mér þróun byggingarmála færast meira í átt að betri nýtingu eldra húsnæðis og greinilegt að nokkur fjöldi byggingarmanna hefur haft vinnu við endurnýjun og breyt- ingar á slíku húsnæði. Vafalaust verður þessi vinnumarkaður tals- vert stór á næstu árum, enda er slík uppbygging eflaust sú hag kvæmasta fyrir þjóðfélagið í heild. Samhliða þessu þurfa þó opinberir aðilar að huga betur að þeim stýrimöguleikum, sem þeir hafa til að jafna út óæskilegar sveiflur í þessari starfsemi. Þetta er hægt bæði með breyttri stefnu í lóðaút- hlutunum, röðun framkvæmda og frjálsu fjármagnsstreymi. (Ræða á ráðsteínu um ástand og horfur í atvinnu- málum.) FYRIRLIGGJANDI VERKEFNI ERU (%) AtvinnuKroín Of litil Of mikil HæfileK Verktakastarfsemi 94.1 0.0 5.9 Húsasmíði 43.9 0.0 56.1 Húsamálun 31.6 4.9 63.5 Múrun 68.6 0.0 31.4 Pipulagning 43.3 0.0 56.7 Rafvirkjun 47.9 0.0 52.1 Dúkalagning 34.5 0.0 65.5 ALLAR GREINAR 74.7 0.7 24.6 Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar! Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 1. apríl. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hadeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af vöðvabólgum. Vigtun - kaffi. mæling - sturtur - Ijós - gufuböö Júdódeild Armanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. T' Landsmálafélagið Vörður — Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi boða til almenns stjórnmálafundar um Virkjunarmál í Valhöll við Háaleitisbraut í kvöld, fimmtu- daginn 26. marz kl. 20.30. 1. Ræður framsögumanna (um 1 klst.) 2. Fyrirspurnir og umræöur. Framsögumenn: Pálmi Jónsson, landbúnaðarráöherra, Steinþór Gests- son og Sverrir Hermannsson, alþingismenn og Jónas Elíasson, prófessor. Fundarstjóri Haraldur Blöndal. Pálmi Sverrir Steinþór Haraldur Jónas Landsmálafélagid Vöröur Félag sjálfstædismanna í Hlída- og Holtahverfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.