Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
+ Eiginmaöur minn og faöir, HERMANN HAKONARSON, Bólataóarhlíó 36, lést í Borgarspítalanum aö kvöldi 24. marz. Ragnheiöur 1. Magnúsdóttir, Ingibjörg Hermannsdóttir.
t Útför BERGSTEINS S. BJÖRNSSONAR, Selvogagötu 3, Hafnarfiröi, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði í dag fimmtudaginn 26. marz kl. 2. Aöstandendur.
+ Útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Kríuhólum 4, áöur Brimhólabraut 37, Vestmannaeyjum, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. mars kl. 4.30 e.h. Fyrir hönd aöstandenda, Þóröur Rafn Guöjónsson.
+ Móöir okkar, GUÐRUN INGVARSDOTTIR frá Markarskaröi, veröur jarösungin frá Breiöabólstaöarkirkju í Fljótshlíö, laugardag- inn 28. marz kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, börnin.
+ Stjúpfaöir okkar, GUÐMUNDUR J. JÓHANNESSON, Míöbraut 32, Seltjarnarnesi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. mars kl. 15.00. Jóhannes Björgvinsson, Ásgeir Björgvinsson, Sigurður Björgvinsson, Hjördís Jónsdóttir.
+ Ástkærar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför UNNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Laugarnestanga 87, Reykjavík. Leífur Jónsson, Margrét Þórarinsdóttir, og aörir aöstandendur.
+ Þökkum samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUORUNAR EINARSDÓTTUR. Sigríöur Gísladóttir, Sveinn Gíslason, María Lúisa Gíslason, Guólaug G. Best, John Best,
+ Innllegar þakkir fyrir samúöarkveöjur viö andlát og útför ÞORSTEINS BRANDSSONAR, fv. vélstjóra. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Sigrún Pudelski, Eggert Kristinsson, Paul Pudelski.
+ Alúöar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför konu minnar, ‘móöur, tengdamóöur, dóttur, systur og ömmu, LILLÝAR MAGNÚSDÓTTUR. Oddgeir Karlsson, Sveinn Oddgeirsson, Guólaug Albertsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, systkini og barnabörn.
Kveðjuorð:
Halldór Sigur-
jónsson flugvirki
Fæddur 4. desember 1917.
Dáinn 6. mars 1981.
Kveðja frá FluKvirkjafélagi ís-
lands
Halldór Sigurjónsson, flugvirki,
lést 6. mars sl. eftir langvarandi
veikindi, og var jarðsettur 17.
sama mánaðar.
Með honum er fallinn í valinn
einn af elstu flugvirkjum þessa
lands og brautryðjandi á ýmsum
sviðum iðnar sinnar.
Hann nam flugvirkjun árin
1943—44 á „Spartan school of
aeronautics" í Tulsa, Oklahoma í
Bandaríkjunum.
Að námi loknu hóf hann starf
hjá Loftleiðum, þá nýstofnuðu, og
var fyrsti flugvirki þess félags, svo
og yfirflugvirki.
Starfaði hann hjá Loftleiðum og
síðar Flugleiðum allt til dauða-
dags.
Ungur að árum starfaði Halldór
mikið innan skátahreyfingarinnar
svo og Svifflugfélags Isiands. Er
árin liðu tók flugið meir og meir
hug hans allan, og kom að því, að
hann gerði það að atvinnu sinni,
sem að framan greinir.
Atti hann sinn þátt í uppbygg-
ingu Loftleiða og mæddi mjög á
þrautseigju hans og útsjónarsemi
í tæknimálum hin fyrstu og erfiðu
uppbyggingarár.
Var þá fátt um flugvirkja hér á
landi, og gerði Halldór sitt til þess
að hvetja menn til náms í þeirri
iðn, svo og með beinni kenslu á
eigin spýtur.
Verður seint að fullu þökkuð
framtakssemi og framsýni hans í
þeim efnum og eldmóður við
uppbyggingu flugvirkjastarfsins í
heild hér á landi.
Atti hann mikinn þátt í því, að
Flugvirkjafélag íslands var stofn-
að, og var þar einn af stofnmeð-
limum.
Á starfsævi sinni átti Halldór
mjög mikið við kennslustörf, þá
fyrst og fremst í tækni og örygg-
ismálum. Kenndi hann á hinum
fjölmörgu námskeiðum innan
Loftleiða allt til ársins 1972.
Kennari var hann hjá hinum
ýmsu flugskólum, er starfað hafa
hér á landi gegn um árin, svo og
prófdómari í flugvirkjun hjá
Iðnskóla Islands, er flugvirkjun
var kennd þar.
Halldór hafði yndi af því að
miðla öðrum af þekkingu sinni, og
gerði það af þeirri innlifun og
áhuga, að hver maður hlaut að
hrífast og auðgast þar af.
Er hann lét af starfi yfirflug-
virkja Loftleiða, tók hann við
forstöðu deildar þeirrar, er sá um
flughandbækur og prentsmiðju fé-
lagsins og gegndi því starfi til
dauðadags.
Listfengni Halldórs, bæði í
starfi og utan, hefur ætíð verið
rómuð meðal þeirra, er til þekktu.
Notaði hann þessa sérgáfu sína
óspart í þágu Loftleiða, og síðar
Flugleiða, á hinn margvíslegasta
hátt gegnum árin. Hannaði hann
m.a. merki Loftleiða í upphafi,
eins og flestum er kunnugt, svo og
margt annað, er smekkvísi og
listfengni þurfti til.
í mörg ár var hann starfandi í
rannsóknarnefnd flugslysa, skip-
aðri af stjórnvöldum. Starf hans
þar einkenndist ætíð af ósérhlífni,
áhuga og þekkingu á fluginu og
öllu, er því kom við.
Vill Flugvirkjafélag íslands
með þessum fátæklegu orðum
minnast Halldórs Sigurjónssonar,
flugvirkja, og þakka honum hið
mikla framlag, er hann átti til
framgangs og uppbyggingar stétt-
ar okkar innan flugsins.
Vottum við eiginkonu hans,
börnum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð við fráfall
þessa mæta manns.
Flugvirkjafélag íslands.
Bergsteinn S. Björnsson
Hafnarfirði - Minning
í dag verður jarðsettur Berg-
steinn S. Björnsson fyrrum vikt-
armaður í Hafnarfirði. Bergsteinn
var borinn og barnfæddur Hafn-
firðingur og bjó reyndar alla sína
ævi á sama stað, að Selvogsgötu 3.
Þar fæddist hann hinn 6. júlí 1912
og þar lést hann hinn 18. marz sl.
Bergsteinn var sonur hjónanna
Guðbjargar Bergsteinsdóttur frá
Fitjamýri undir Eyjafjöllum og
Björns Bjarnasonar frá Hlíð í
Garðahverfi. Var Bergsteinn eina
barn Guðbjargar, en þrjár dætur
átti Björn af fyrra hjónabandi,
þær Ragnheiði, Guðrúnu og Elínu,
sem allar eru á lífi. Fyrri kona
Björns, Þóra Sigurðardóttir, lézt
frá dætrum sínum ungum.
Bergsteinn gekk í barnaskóla í
Hafnarfirði og einn vetur stund-
aði hann nám í Flensborg. Síðan
lauk hann prófi frá Iðnskólanum í
Hafnarfirði. Framan af stundaði
hann ýmisskonar verkamanna-
vinnu, rak síðan um hríð fiskbúð,
sem Björn faðir hans hafði komið
á fót að Selvogsgötu 3. Flestir
kynntust þó sjálfsagt Bergsteini
sem viktarmanni á bryggjunni í
Hafnarfirði en því starfi gegndi
hann af mikilli samvizkusemi um
árabil, eða þar til hann varð að
láta af því af heilsufarsástæðum
fyrir rúmum áratug. Bergsteinn
átti reyndar við vanheilsu að
t
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kleppsvegi 34,
er lózt þann 20. marz, veröur jarösungln trá Fossvogskirkju
föstudaginn 27. marz kl. 10.30.
Bjarni Guömundsson,
Jófríöur Guðjónsdóttir, Árni Jón Baldursson,
Baldur Guöjón Arnason,
Bjarni Jóhann Árnason,
Bjarki Þór Árnason.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
FRIÐRIK GUÐMUNDUR JÓN GUDMUNDSSON,
múrarameistari,
Hlaöbrekku 7, Kópavogi,
veröur jarösettur frá Aöventkirkjunni föstudaginn 27. marz kl.
10.30.
Margrét Siguröardóttir,
Rakel Jónsdóttir, Kristján Guömundsson,
Karl Valgeir Jónsson, Hrafnhildur Konréösdóttir
og barnabörn.
stríða allt frá barnæsku. Sólarex-
em dæmdi hann til þess að byrgja
sig innan dyra, þegar aðrir nutu
sólar og seinna á ævinni varð
hann oftar en einu sinni fyrir
frekari heilsufarsáföllum.
Bergsteinn var félagslyndur
maður og félagslega sinnaður.
Strax unglingur gerðist hann ötull
jafnaðarmaður og allt til seinustu
ára starfaði hann af áhuga í
Alþýðuflokknum í Hafnarfirði.
Flyt ég honum þakkir okkar fé-
laga hans í Alþýðuflokknum fyrir
ánægjulegt samstarf. Þá tók hann
mikinn þátt í starfi Kvæðamanna-
félagsins. Yndi hafði Bergsteinn
af bókum og bókalestri, enda átti
hann allmikið af bókum og las
mikið meðan heilsan leyfði. Annað
tómstundagaman hans vakti þó
ekki síður athygli. Það var stofu-
blómarækt hans. Þeir sem gengu
hjá húsi hans komust ekki hjá því
að dást að gróskumiklum blómum
sem fylltu alla glugga. Þegar hann
lézt, hafði hann þegar undirbúið
vorið með því að koma til blóma-
græðlingum.
Bergsteinn kvæntist ekki. Hann
hélt bú með móður sinni í 22 ár,
eftir að Björn faðir hans lézt, eða
fram til ársins 1964. Grannar
þeirra, ættingjar og vinir hafa það
sérstaklega á orði hve einstaklega
góður Bergsteinn hafi verið móður
sinni og annast hana af mikilli
umhyggju. Kemur það vel heim og
saman við þá góðvild og gæzku,
sem einkenndi öll viðhorf Berg-
steins eins og við mörg kynntumst
honum.
Ég flyt ættingjum og vinum
Bergsteins innilegustu r.amúðar-
óskir á þessari kveðjustund.
Kjartan Jóhannsson