Morgunblaðið - 26.03.1981, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
COSPER
Svona ({pnKur ckki hér i safn-
inu!
HÖGNT HREKKVlSI
Morssending-
um var hœtt vegna
aukins kostnaðar
- segir Hörður Vilhjálmsson íjármálastjóri
VIÐ HÖFUM boðist til að senda
" Harrita fréttir í Gufunes og
„a hnr liúki hlutverki
Æ: *ð fcJ2*srtír'-
"gSSXSSSL.. mV-
i málastjóri Ríkisútvarps.ns í sant-
völ l-l-A- —
sendingum. Þa ýtti
ákvörðun að senda frettir ut a
stuttbylgjum, að settur hafð. ver.ð
upp nýr stuttbylgjuaendir í Gufu
nesi. Hann scnd.r ut með mjog
mikilli orku ok v.ð hofum haft
spurnir af því. að send.nuar fra
ólafur J. Sveinsson
Sanngjörn og eðlileg krafa sjómanna:
Morse-fréttir verði sendar
eins og verið hefur í 52 ár
Ólafur J. Sveinsson skrifar:
„Morse-fréttir til íslenskra
skipa eru eins nauðsynlegar
fyrir sjómenn eins og blaðið
okkar heim á hverjum morgni.
Skipafélögin greiða sjón-
varps- og útvarpsgjald af
hverju skipi til íslenska ríkis-
ins. Þess vegna teljum við
sjálfsagt að skipin fái í staðinn
þjónustu sem þau geta treyst á,
hvar sem þau eru stödd á hafinu
eða í höfnum erlendis og þar er
morsið öruggasta aðferðin fyrir
þau skip sem hafa loftskeyta-
menn. Önnur skip sem ekki
hafa loftskeytamenn hafa oft
samband í hafi við loftskeyta-
menn og fá fréttir frá þeim.
Starfsmenn TFA hafa annast
þessar morse-sendingar ásamt
með sinni vinnu án þóknunar
frá fyrstu tíð og hafa ánægju af,
enda allir áður starfað á skipum
og vitað hversu mikils virði
morse-fréttir eru sjómönnum.
Þessar morse-fréttir fara svo í
gegnum sjálfvirkar vélar út á
öldum ljósvakans á fjórum
senditíðnum samtímis, svo ein-
falt er það að koma morse-
fréttum til skipa.
Oft það eina sem þeir
frétta að heiman
Hvernig má það vera að
„morse-sendingum var hætt
vegna aukins kostnaðar" eins og
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri segir í Morgunblaðinu 17.
mars sl.
Þegar morse-pressan kemur í
setustofur skipverja á skipun-
um bíða þeir þess með eftir-
væntingu að frétta eitthvað frá
skerinu okkar íslandi, eins og
menn bíða heima hjá sér eftir
Mogganum; þar má oft segja að
litlar fréttir séu góðar fréttir.
En það eru fleiri en íslenskir
sjómenn sem bíða eftir morse-
fréttum. Á nokkrum erlendum
skipum starfa íslenskir loft-
skeytamenn. Einnig eru íslensk-
ir loftskeytamenn í ísrael og
víðar. Allir þessir aðilar taka
morse-fréttir og segja að það sé
oft það eina sem þeir frétta að
heiman.
Oft kemur það fyrir þegar
skip okkar, sem loftskeytamenn
hafa, eru samtímis í höfnum
erlendis með öðrum íslenskum
skipum sem ekki hafa loft-
skeytamenn, að sjómenn frá
þeim koma um borð til þess að
fá morse-pressuna. Einnig
koma íslendingar sem búsettir
eru erlendis til þess að fá
nýjustu fréttir. Svo má geta
þess hér að sjómenn á sumum
skipum safna morse-fréttum
um borð og færa vinum sínum
þegar komið er í erlenda höfn.
Vaktaskiptavinna
og truflanir
Ríkisútvarpið segir: Nú eru
daglegar fréttir sendar ut á tali
á stuttbylgjum kl. 18.30 til 20.00
og þessar fréttir eru nóg fyrir
ykkur. Ef við skoðum þetta
nánar kemur annað í ljós. Þeir
sjómenn sem sigla til Ameríku
hafa lítið gagn af þessum frétt-
um. Þar kemur til greina að
tímamismunur á íslandi og
Ameríku er mikill, svo sjómenn
sem þar eru staddir hafa litla
möguleika á að hlusta á útvarp-
ið. Svo ber líka að geta þess að
allir sjómenn vinna vakta-
skiptavinnu, og hafa þess vegna
ekki alltaf færi á að hlusta.
Einnig eru oft miklar truflanir
á þessum tíðnum og sendistöð
Reykjavíkurútvarps ekki sterk.
Á Evrópusiglingum eru líka
miklar truflanir á útvarpsbylgj-
um Reykjavíkur. Þar er einnig
fyrir hendi vaktaskiptavinna
sjómanna, svo að vandamálin
verða þau sömu.
Ekki hægt aÖ fall-
ast á skýringar
fjármálastjórans
Svo ber þess að geta að sum
skipanna eru með gömul við-
tökutæki og hafa ekki skilyrði
til þess að móttaka talið með
góðum árangri. Þegar búið er að
stilla frá aðalmóttakara út í
hátalarakerfi skipsins, oft
marga hátalara, verður talið
óskýrt, og þulir ekki allir heppi-
legir fyrir góðan árangur í
móttökutækjum skipanna.
Eg sem þessar línur skrifa
hefi starfað 52 ár við morse-
starfið og er þessu því mjög
kunnugur bæði til sjós og lands.
Morse-fréttir er hægt að heyra
þrátt fyrir nokkrar truflanir.
Það er ekki hægt að fallast á
skýringar fjármálastjórans.
Auraleysi stofnunarinnar er
ekki hægt að tengja svo sjálf-
sagðri þjónustu þess og Lands-
síma íslands við íslenska sjó-
mannastétt.
Þess má að lokum geta að
allar siglingaþjóðir senda
morse-fréttir til skipa sinna.
Það er eðlileg og sanngjörn
krafa íslenskra sjómanna að
morse-fréttir verði sendar eins
og verið hefur síðastliðin 52 ár
eða lengur.“
Þessir hringdu . .
Jöfnuður: já,
skrefagjald: nei
Jón ögmundur Þomóðsson lög-
fræðingur hringdi og kvað nauðsyn-
legt að leiðrétta þann grundvall-
armisskilning sem örlað hefði á,
jafnvel hjá nokkrum Alþingis-
mönnum, að leggja verði skrefa-
gjald á venjuleg innanbæjarsímtöl
um land allt til að jafna símnotkun-
arkostnað landsmanna. Hafði hann
eftirfarandi að segja:
— Af hálfu hinna mörgu and-
stæðinga skrefagjaldsins, sem telja
verður óeðlilegt gjald á málfrelsi
íslendinga, hefur verið bent á að
fara megi hefðbundna, eðlilega
gjaldskrárbreytingarleið að jafnað-
armarkmiðinu, m.a. með hækkun
umframsímtala bæjarbúa í landinu.
Jafnframt yrði langlínuskrefið
lengt. Þar sem þessi leið jöfnuður:
já, skrefagjald: nei — er eina leiðin
sem svo til allir landsmenn —
bæjarbúar sem aðrir — eiga að geta
sameinast um er ástæðulaust að
fara óeiningarleið í málinu. Eða eru
Jón
Ögmundur
Þormóðs-
son
Alþingismenn ársins 1981 ekki
sammála þeirri skoðun Alþing-
ismanna ársins 1000, undir forystu
Þorgeirs Ljósvetningagoða, að frið-
ur og eining í landinu sé nokkurs
virði? Því verður veitt athygli
hvaða stjornmálamenn beita sér
fyrir því, strax eða síðar, að ákveðið
verði að fara leið einingarinna. út
úr núverandi ógöngum.