Morgunblaðið - 26.03.1981, Side 47

Morgunblaðið - 26.03.1981, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 47 Landsleikur í körfuknattleik í kvöld Tekst að sigra Finna? — ráða þeir við Pétur Guðmundsson ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik mætir finnska iandslið- inu i LauKardalshöllinni í kvöld kl. 20.00. Leikur iiðanna er sá fyrsti af þremur sem hér fara fram að þessu sinni. íslenska iandsiiðið hefur æft alveg sér- staklega vel undanfarnar vikur þar sem liðið er að undirbúa sig fyrir c-heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Sviss í apríl. Það verður því fróðlegt að sjá hvern- ig liðið stendur sig í kvöld. Lið Finna er geysilega sterkt og verður erfitt viðfangs. Fjórir leikmenn Finna eru yfir tvo metra og hafa leikið yfir 100 landsleiki. Helstu stjörnur finnska liðsins eru þessir leik- menn. Erkki Saarsto, stigahæsti leik- maður í finnsku deildinni í ár, með 26,5 stig að meðaltali í leik. Antti Zitting, tók flest fráköst í finnsku deildinni í ár, með 17 fráköst í leik. Risto Ligneli. stigahæsti leik- maður í landsleikjum sl. 3 ár, með 24 stig að meðaltali í leik. Reijo Penttila. var valinn „efni- legasti leikmaðurinn" í finnsku deildinni í ár. í íslenska landsliðinu eru þrír leikmenn yfir tvo metra og á þeim kemur mikið til með að mæða. Þeir eru Pétur Guðmundsson sem er 2,18 m, Jónas Jóhannesson 2,02 m og Símon Ólafsson sem er 2,01 m. Nái íslenska liðið upp góðri baráttu í leiknum er ekki nokkur vafi á því að leikur liðanna verður jafn og skemmtilegur á að horfa. Þá má segja að þeir þrír leikir sem framundan eru séu nokkur mæli- stika á getu íslenska liðsins, en erfið verkefni eru framundan. Heiðursgestur á leiknum í kvöld verður Axel Gíslason fram- kvæmdastjóri skipadeildar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. - þr. England tapaði Quini fannst í gærkvöldi Spænska knattspyrnustjarnan Enrique Quini sem rænt var fyrir 24 dögum síðan fannst í gær- kvöldi. Lögreglan hafði upp á ræningjum hans í Zaragoza. Þar var hann hafður í haldi í kjall- araholu. Quini var við góða heilsu og sagðist vera tilbúinn að leika með liði sínu, Barcelona, gegn Real Madrid á laugardag. Þá var hann ánægður með sigui Spánar gegn Englandi. í GÆRDAG var tilkynnt í Belgiu að þjálfari Standard, Ernst Hap- pel, myndi hætta hjá félaginu og taka við þjálfun hjá Hamborg SV. I stað hans hefur verið ráðinn fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, Raymond Gothals. SPÁNN sigraði England 2—1 í vináttulandsleik i knattspyrnu sem fram fór á Wembley-leik- vanginum í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 2—1. Það var Jcsus Satrustcgui sem skoraði sigur- mark Spánar á 32. mínútu leiks- ins. Glcn Iloddle skoraði mark Englands. 72.000 áhorfendur sáu lcikinn sem var sá fyrsti sem England tapar á Wembley síðan Ron Greenwood tók við liðinu haustið 1977. Holland sigraði Frakkland 1—0 i landsleik i knattspyrnu i Þá mun vera ljóst að þeir tveir leikmenn sem muna koma með Ásgeiri Sigurvinssyni til íslands i stjörnuleik Vals sem fram fer 17. júní verða hinir frægu leik- menn Standard. Dardene og Ta- hamata. gærkvöldi. Leikur liðanna var i undankcppni IIM. Mark Hol- lands skoraði Muhren á 47. mín- útu með þrumuskoti rétt utan vitateigs. Hollenska liðið átti mun meira í leiknum sem fram fór í Rotterdam að viðstöddum 60.000 áhorfendum. Skotland og Norður-írland gerðu jafntefli 1 —1 á Ilampden Park. Leikur liðanna var í und- ankcppni IIM. Staðan í hálflcik var 0—0. Á 70. mínútu skoraði Billy Ilamilton fyrir íra en að- eins fimm mínútum síðar jafnaði John Wark metin fyrir Skota. Júgóslavía sigraði Búlgaríu 2—1 í vináttulandslcik í knattspyrnu í gærkvöldi. Landslið Belgíu sigraði lið írlands 1—0 I undankeppni HM í knattspyrnu i gærkvöldi. Sigur- mark Belgiu kom ekki íyrr en á 88. minútu leiksins. Það var Jan Ceulemans sem skoraði. Leikur- inn fór fram á Ileizel-leikvangin- um i Brússel. Landslið Belgíu hefur nú forystu i sinum riðli með 9 stig eftir 5 leiki, og á góða möguleika á að komast i loka- keppnina á Spáni. Tahamata mætir í stjörnuleikinn Pétur Guðmundsson fær ásamt félögum sinum erfitt verkefni við að glima i kvöld er landsliðið leikur gegn Finnum. Arnesen til Valencia Danski landsliðsmaðurinn i knattspyrnu, Frank Arnesen, skrifaði i gærdag undir samning við spænska stórliðið Valencia. Mun Arnesen fara til Spánar i lok yfirstandandi keppnistima- bils og leika með hinu nýja félagi frá og með næsta hausti. Samn- ingurinn er til þriggja ára. Arnesen hefur leikið með hol- lenska liðinu Ajax frá því árið 1975. Hefur hann allan tímann þótt vera með betri leikmönnum hollensku deildarinnar og jafnan skorað mikið af mörkum þrátt fyrir að hann leiki oftast sem tengiliður. Valencia mun hins veg- ar hafa keypt kappann til þess að fylla skarð Mario Kempes, sem fór nýlega heim til Argentínu. Frétta- skeyti AP hafði eftir Arnesen, að hann fengi ekki jafn háar tekjur hjá Valencia og hjá Ajax, en gæfumuninn í samningum þessum hefði gert, að hann hefði lengi haft áhuga á því að leika á Spáni og því fórnaði hann fúslega dálít- illi tekjuskerðingu. MALLORKA ATLANTIK býður viku, tveggja vikna og þriggja vikna ferðir til Mallorka og er fyrsta ferð um páska. Boðið er uppá gistingu í nýju og glœsilegu íbúðarhóteli, ROYAL PLAYA DE PALMA, sem var tekið í notkun í maí 1980. Royal Playa stendur við hina hreinu ogfallegu strönd, Playa de Palma, um 8 kílómetra austan við höfuðborgina Palma. Tvímcelalaust er Royal Playa eitt glæsilegasta og best búna íbúðarhótel, sem íslendingum stendur ttl boða í sumar. PÁSKAFERÐ Við bjóðum ótrúlega ódýra 18 daga páskaferð til Mallorka. Gist er á hinu glæsilega íbúðahóteli Royal Playa de Palma. Verð frá kr. 4.970,- Nánari upplýsingar og myndir fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. Apríl 15. BROTTFARAR- DAGAR Maí 2. 26. Júní Júlí Agúst Sept. 5. 16. 23. 7.14.28. 4. 18.25. 8. 15.29. OTCCfcVrMC FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhusinu Hallveigarstig 1. Simar 28388 og 28580. ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA VÖRUSÝNINGAR - SÉRHÓPAR - EINSTAKLINGSFERÐIR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.