Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
Jarðborinn Narfi
f astur á 800 m dýpi
Ríkisstjórnin heimilar 6% hækkun á unnum kjötvörum, en Verðlagsráð um 8%:
Verðlagsstjóri neitar
að gefa út slíka hækkun
Gengur í berhögg við gildandi lög, segir Þorsteinn Pálsson, sem sæti á í Verðlagsráði
Ljósm. Emilía.
Sáttafundur með flugmönnum
Sáttasemjari boðaði fulltrúa flunmanna FÍA hjá Fluiíleiðum og
fulltrúa Flugleiða á sinn fund í gær vegna verkfallsboðunar
flugmanna er taka á giidi 10. apríl. Að sögn Kristjáns
Egilssonar, formanns FIA, kom ekkert markvert fram á
fundinum og hefur annar fundur ekki verið boðaður og sagði
hann flugmenn því halda sinu striki með verkfallsboðunina ef
ekki hefði fundist lausn áður.
Akureyri 3. april.
BORSTENGUR jarðborsins
Narfa festust fyrir nokkru á 800
m dýpi í borholu á Svaibarðseyri
og hefur gengið illa að losa þær.
Ef það tekst ekki er holan í húfi
og sennilega ónýt, sem yrði mikið
áfail fyrir hreppsbúa.
Jarðborinn Narfi lauk fyrir
nokkru því verki, sem honum var
ætlað við Kröfluvirkjun og þá var
hann fluttur til Svalbarðseyrar
þar sem hann átti að halda áfram
að bora holu, sem hann hafði verið
að bora fyrir Hitaveitu Sval-
barðsstrandarhrepps, áður en
hann fór að Kröflu.
Holan er orðin 1269 m djúp, en
henni er ætlað að verða 1600 til
1700 metrar og gefa jarðfræðingar
góðar vonir um að á því dýpi muni
fást heitt vatn. Fyrir um hálfum
mánuði vildi svo illa til, að
borstengurnar festust á 800 m
dýpi. Brátt var vinnu hætt við
tilraunir til að losa stengurnar,
enda fór þá í hönd mikill illviðra-
kafli. Starfsmenn fóru í leyfi og
Guðmundur Björns-
son látinn
GUÐMUNDUR Björnsson út-
gerðarmaður frá Stöðvarfirði
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Neskaupstað siðast i mars, en
hann var fæddur í Breiðdal 15.
mars 1920 og var því liðlega 61
árs.
Guðmundur Björnsson bjó og
starfaði allan sinn aldur á Stöðv-
arfirði. Rak hann m.a. bókaversl-
un undir sinu nafni til dauðadags.
Þá rak hann síldarsöltunarstöðina
Steðja á síldarárunum og fór síðar
út í útgerð og gerði út bátinn
Álftafell. Síðar keypti útgerð hans
skuttogarann Kambaröst. Á árinu
1977 voru sameinuð fiskverkun-
arfyrirtæki á Stöðvarfirði undir
nafninu Hraðfrystihús Stöðvar-
fjarðar hf. og vann Guðmundur
seinni árin á skrifstofu fyrirtækis-
ins.
tíminn var notaður til að útvega
fallhamar, sem fékkst hjá Vega-
gerð ríkisins.
Nú í vikunni kom fallhamarinn
svo norður og í gær var hann
látinn slá ofan á stengurnar. Við
það losnuðu þær svo mikið, að
hægt var að snúa þeim. Þá tókst
að ná upp hér um bil 200 metrum
af stöngum og festa i hinum sem
eftir voru, en eins og er gengur
mjög treglega að losa þær. Þó eru
menn nú ekki mjög svartsýnir á að
það takist á næstu dögum.
Hér er mikið í húfi fyrir hrepps-
búa á Svalbarðsströnd, því að
holan er orðin dýr og menn vilja
helst ekki hugsa þá hugsun að hún
verði ónýt af þessum sökum. Þar
að auki munu þetta vera einu
borstengurnar, sem fylgja Narfa,
þannig að hann yrði óstarfhæfur
um ófyrirsjáanlegan tíma, ef ekki
tekst að ná þeim upp.
Nú fást úr holunni 2 sekúndu-
lítrar af 40 gráða heitu vatni, en
Hitaveitan á Svalbarðsströnd hef-
ur einnig 7 sekúndulítra af 53
gráða heitu vatni úr annarri holu.
Þörf mun vera á minnst 10
sekúndulítrum í viðbót handa
hreppnum miðað við núverandi
byggð og sennilega aukningu
hennar á næstu árum. Ef steng-
urnar nást upp er ætlunin að
rýmka holuna og fóðra niður á 250
m dýpi áður en frekari dýpkun
holunnar verður haldið áfram.
Sv.P.
Ríkisstjórnin breytti á fimmtu-
dag ákvörðunum verðlagsráðs,
sem ráðið hafði samþykkt fyrir
alllöngu. Þessi afstaða rikis-
stjórnarinnar hefur það i för með
sér að Georg Ólafsson verðlags-
stjóri telur sér ekki fært að
afgreiða verðhækkun á unnum
kjötvörum, þar sem hann telur
sig ekki hafa umboð til þess að
framkvæma annað en ákvarðanir
ráðsins. Því hækka unnar kjöt-
vörur ekki að sinni, en hækkun á
far- og farmgjöldum i innan-
landsflugi er um 6%, svo og taxti
leigubifreiða.
Verðlagsráð hafði fyrir all-
nokkru heimilað hækkun á innan-
landsflugi um 6%, hækkun á taxta
leigubíla um 6,6% og hækkun á
vínarpylsum um 7,3%, kindabjúg-
um um 8%, kindakæfu um 8,1%,
og hækkun á kjötfarsi um 8,2%.
Við ákvörðun verðlagsráðs var
hækkunin höfð í algjöru lágmarki
og var t.d. álagningu haldið
óbreyttri í krónutölu við hækkun-
ina, sem ekki hefur verið gert
lengi. Þrátt fyrir þessa ákvörðun
verðlagsráðs, heimilaði ríkis-
stjórnin aðeins 6% hækkun.
Startgjald leigubifreiða hækkar
nú úr 20 krónum í 21 krónu, sem
er 5% hækkun, en síðan hækkar
taxtinn þannig að hækkun verður
að meðaltali um 6% og tekur hún
gildi í dag.
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að hann teldi sig ekki geta
gefið út hækkunina á unnum
kjötvörum, þar sem hann liti svo á
að ríkisstjórnin gæti aðeins sam-
þykkt eða hafnað ákvörðunum
verðlagsráðs. Hún gæti ekki
breytt þeim. Því taldi hann sig
ekki hafa umboð til þess að
afgreiða 6% hækkun á unnum
kjötvörum.
„Að mínu mati er það alveg
ljóst, að þessi ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar gengur algerlega í
berhögg við gildandi lög. Sam-
kvæmt lögunum er það einungis
hlutverk ríkisstjórnarinnar, að
samþykkja eða synja ákvörðunum
Verðlagsráðs," sagði Þorsteinn
Pálsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands íslands,
en hann á sæti í Verðlagsráði, í
samtali við Mbl.
„Ef ríkisstjórnin hins vegar
ætlar að taka upp þessa starfs-
hætti, þá sýnist mér eðlilegt að
öllum erindum verði beint til
ríkisstjórnarinnar þegar á frum-
stigi og hún taki að sér hlutverk
Verðlagsráðs að fullu og öllu. Ég
sé ekki að Verðlagsráð geti starfað
undir svona kringumstæðum,"
sagði Þorsteinn ennfremur.
Það kom ennfremur fram hjá
Þorsteini, að ítrekað hefði verið
reynt að fá fund í ráðinu í heila
viku, en það ekki tekizt.
„Þá hefur ríkisstjórnin einhliða
látið stöðva framkvæmd á svokall-
aðri 5—15 reglu gagnvart iðnaðin-
um, sem er alveg gagnstætt
ákvörðunum Verðlagsráðs, en sú
regla byggir á því að varðandi
ákveðinn hluta iðnaðarvara, má
Verðlagsstjóri heimila hækkanir á
bilinu 5—15%. Verðlagsráð hefur
ekki tekið neina ákvörðun um að
Lone Pine-skákmótið:
íslendingarnir
i miðjum hópnum
FIMMTA uinferð Louis Statham-
skákmótsins í Lone Pine í Kali-
forniu i Bandaríkjunum var tefld
1 fyrradag og sagði Jóhann Hjart-
arson, einn islensku skákmann-
anna, i samtali við Mbl. i gær, að
þeim hefði öllum gengið illa.
Guðmundur Sigurjónsson og
Jón L. Árnason töpuðu sínum
skákum, en Jóhann náði jafntefli.
Hafa þeir Guðmundur og Jóhann
2 vinninga og Jón L. hálfum betur.
Efstur er Korchnoi með 4 1/2
vinning og í öðru sæti Seiravan
með 4 vinninga. Sjötta umferð
verður tefld á morgun.
Er keldusvín-
ið útdautt?
ALLT ÚTLIT er fyrir að keldu-
svinið sé orðið útdautt hér á
landi, en fuglsins hefur ekki
orðið vart um skeið i Skaftafells-
sýslum þar sem aðalheimkynni
hans hafa verið hérlendis.
Ævar Petersen hjá Náttúru-
fræðistofnun tjáði Mbl., að ekki
væri vitað með vissu hver væru
afdrif keldusvínsins, en svo virt-
ist, sem það væri útdautt og væri
þar byggt á upplýsingum manns
er kunnugur væri staðháttum
eystra og hefði fylgst nokkuð með
fuglinum. Keldusvínið hefur verið
farfugl, en hann er einnig að finna
á Norðurlöndunum.
afnema þessa reglu, þvert á móti
var út frá því gengið að hún yrði
áfram þrátt fyrir endurútgefin
verðstöðvunarlög. Ég lít á þetta
sem í meira lagi vafasama aðgerð
af hálfu ríkisstjórnarinnar," sagði
Þorsteinn ennfremur.
Aðspurður sagði Ásmundur
Stefánsson, forseti Alþýðusam-
bands íslands, sem sæti á í
Verðlagsráði, að hann væri sam-
mála þeirri túlkun Verðlagsstjóra,
að ríkisstjórnarinnar væri að
samþykkja eða hafna, en ekki
ákveða verð. Ásmundur sagði, að
þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar,
án nokkurs samráðs við Verðlags-
ráð, kæmi nokkuð á óvart, en hann
vildi ekki tjá sig nánar á þessu
stigi, þar sem hann hefði ekki haft
nákvæmar fréttir af þvi ennþá.
Um 28 þúsund gestir á „Auto 81“
Um það bil 28 þúsund manns höfðu litið inn á bilasýninguna,
sem nú stendur yfir i Sýningahöilinni við Bíldshöfða í
Reykjavík, en Hafsteinn Hauksson. framkvæmdastjóri sýn-
ingarinnar kvaðst búast við um 50 þúsund gestum í aílt.
Sýningin er opin í dag frá kl. 13 til 22, en henni lýkur á
morgun og verður hún ekki framlengd, þar sem búið er að
ráðstafa húsnæðinu. Um helgina koma fram ýmsir skemmti-
kraftar, m.a. Baldur Brjánsson, Trad-kompaniið og Stjúp-
bræður undir stjórn Jóns Stefánssonar.
„Rakalaus ósannindi“
- segir Hallvarður Einvarðsson
„ÞETTA eru auðvitað rakalaus
ósannindi og ég furðu lostinn
að slíkar sögur skuli verða til,“
sagði Hallvarður Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóri þeg-
ar Mbl. spurði hann um frétt
Helgarpóstsins í gær um harð-
ræði rannsóknarlögreglu-
manna i garð manns, sem var i
yfirheyrslum vegna frímcrkja-
stuldsins hjá Seðlabankanum.
Bæði siðdegisblöðin tóku frétt-
ina upp i gær og hjá Dagblað-
inu var hún aðalfrétt.
í fréttum blaðanna sagði að
maðurinn hefði verið yfirheyrð-
ur í 13 klukkustundir stanzlaust
eða 7 klukkustundum lengur en
heimilt er samkvæmt lögum.
Þar segir ennfremur að maður-
inn hafi verið berháttaður við
yfirheyrslu og skipað í sturtu.
Að því búnu hafi hann verið
lagður nakinn á trébekk, yfir-
heyrslum haldið áfram og einni
og einni spjör hent í manninn.
„Þessi rannsókn var undir
minni umsjón og það var farið í
einu og öllu eftir fyrirmælum
réttarfarslaga um lögreglu-
rannsókn brotamála. Það hefur
margt misjafnt verið sagt um
lögreglumenn um dagana í blöð-
um en þetta er fyrir neðan allt.
Þetta mál er gott dæmi um það
hvernig lygar verða til og þeim
viðhaldið með því að endurtaka
þær nógu oft,“ sagði Hallvarður
Einvarðsson að lokum.