Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
Sextíu manna kór Lang-
holtskirkju æfir nú Messías
Hándel undir stjórn Jóns
Stefánssonar, en verkið
verður frumflutt 11. apríl í
Reykjavík. Fyrir skömmu
brá kórinn sér í æfingabúðir
að Flúðum og var allsnarleg
lota tekin þar í söngmennt-
inni, en slegið bæði á létta
strengi og hina háalvarlegu
sem fylgja flutningi þessa
kunna tónverks.
Það var rífandi stemmn-
ing á staðnum og naut hið
áhugasama kórfólk sín vel að
Flúðum, enda aðstaða þar
hin ákjósanlegasta fyrir
slíkt starf. Söngur var í
fyrirrúmi eins og gefur að
skilja og stóðu söngæfingar
yfir í allt að 9 kiukkustundir,
þar af átta klukkustundir
samfellt í eitt skipti. Kór
Langholtskirkju mætti á
staðinn á föstudagskvöld, en
til Reykjavíkur var komið
aftur á sunnudag til þess að
taka þátt í guðsþjónustu í
Langholtskirkju.
Hluti kórfélaganna.
Æfingum bæði kvöldin lauk með kvöld-
vöku og á aðalkvöldvökunni síðara kvöldið
var flutt óperan La Go Hem eftir samkomu-
lagi og var hún flutt með miklum tilþrifum
við fádæma undirtektir, en samkvæmt
efnisskrá kvöldvökunnar var hér um að
ræða frumútgáfu af systuróperu La Bo-
héme. Þá var fluttur fjöldi heimatilbúinna
skemmtiatriða, m.a. söng karlakórinn
Stjúpmæður en þar var á ferðinni kvenna-
blómi kórsins sem þótti karlakórinn Stjúp-
bræður vera orðnir alláberandi innan aðal-
kórsins. Fluttu Stjúpmæður sýnishorn af
efnisvali Stjúpbræðra og urðu þeir síðar-
nefndu mjög taugaóstyrkir eftir túlkun
Stjúpmæðra enda brá þar fyrir dúndrandi
hetjutenórum og kontrabössum en umfram
allt brást fyrsti tenór ekki fremur venju.
í spjalli við kórfélagana sögðu þeir að
ferðir í æfingabúðir reyndust mjög vel, því
þá gæfist betri tími en oft í erli hversdags-
ins til þess að nota vel allar stundir og
einnig sköpuðust betri kynni meðal kórfé-
laga. Kváðu viðmælendur okkar að slíkar
ferðir væru á við mánaðaræfingu.
Kváðu þau þessa ferð í æfingabúðir gera
það að verkum að kórinn stæði klár á öllum
atriðum þremur vikum fyrir tónleika og því
væri unnt að einbeita sér að fínpússning-
unni. Þau sögðu að ýmsir hefðu spáð
hraklega fyrir kórnum að hefja ekki æfingar
á tónverkinu fyrr en um miðjan janúar, en
þau sögðu að starfið hefði gengið mjög vel,
góð stemmning á öllum æfingum og mikið
unnið enda væri í kórnum fólk sem hefði
langa reynslu í tónlist og fengi mikið út úr
þróttmiklu starfi þar sem unnið væri
markvisst.
Jón Stefánsson stjórnandi.
Kórfólkið tók sumt börn sín með í
æfingabúðirnar og þarna er ein hnát-
an.
Veislumaturinn á aðalkvöldvökunni
undirbúinn með viðeigandi tilþrifum
af matreiðslumeistara norðursins,
Gunnlaugi Snævar.
Aðalfundur Sparísjóðs vélstjóra:
Innlánsaukn-
ing 69,1%
Eigið fé jókst um 52,8%
Aðalfundur Sparisjóðs vél-
stjóra var haldinn að Borgartúni
18, laugardaginn 21. marz sl. Á
fundinum flutti formaður stjórn-
ar sparisjóðsins, Jón Júlíusson,
skýrslu stjórnarinnar fyrir árið
1980 og Hallgrímur G. Jónsson,
sparisjóðsstjóri, lagði fram og'
skýrði ársreikning sparisjóðsins.
Síðast liðið ár var Sparisjóði
vélstjóra mjög hagstætt og lagð-
ist þar á eitt góð innlánsaukning
og prýðileg afkoma, sem hafa
styrkt stöðu sparisjóðsins veru-
lega.
Innistæðuaukning á síðasta ári
var 69,1% og voru heildar inni-
stæður í árslok 3.864,8 milljónir
króna. Hlutdeild sparisjóðsins í
innlánsfé sparisjóðanna í landinu
var í árslok 6,4%. Tæplega helm-
ingur innlánanna voru almenn
spariinnlán. Veruleg aukning
varð á bundnum innlánum, en þó
ekki eins mikil og við var búist,
þar sem í júlímánuði var tekinn
upp nýr innlánsflokkur, sem ber
fulla verðtryggingu samkvæmt
lánskjaravísitölu. Binditími þess-
ara innlána var ákveðinn 2 ár og
fengu þau því dræmar undirtekt-
ir sparifjáreigenda. I árslok
námu innistæður á þessum reikn-
ingum aðeins 2,3% af spariinn-
lánum sparisjóðsins. Nýlega var
binditíminn styttur í 6 mánuði og
á rúmlega einum mánuði hafa
innistæður á reikningum þessum
í sparisjóðnum þrefaldast.
Utlán Sparisjóðs vélstjóra juk-
Frá aAalfundl SparisJóAa vélatJAra. Jón JúlluttHon formaAur stjórnar I ræóustól. Tll vinstrl Hallgiimur Jónsson, sparlsjóAsstjórl.
ust um 67,8% á árinu og námu
þau í árslok alls 2.508 milljónum
króna. Vaxtaaukalán eru nú
stærsta útlánaform sparisjóðs-
ins, en verðtryggðum lánum hef-
ur einnig fjölgað mikið. Hins
vegar hefur hlutdeild víxla
minnkað verulega og var hún á
síðasta ári aðeins um 28% heild-
arútlána á móti tæplega 90%
aðeins 5 árum áður, eða 1976.
Innistæða Sparisjóðs vélstjóra
hjá Seðlabanka íslands nam í
árslok 1.221,8% milljónum króna
og hafði hún hækkað frá fyrra ári
um 79,2%. Lausafjárstaða á
viðskiptareikningi sparisjóðsins
var traust á árinu.
Rekstrarafkoma sparisjóðsins
var mjög góð og nam hagnaður til
ráðstöfunar samkvæmt rekstrar-
reikningi 198,6 milljónum króna.
Alls nam eigið fé sparisjóðsins í
árslok 531,2 millj. kr. og hafði
aukist frá fyrra ári um 52,8%.
Stjórn Sparisjóðs vélstjóra var
endurkjörin, en hana skipa Jón
Júlíusson, formaður, Jón Hjalte-
sted og þriðji stjórnarmaðurinn,
sem kjörinn er af borgarstjórn
Reykjavíkur, Emanúel Morthens.
(Fréttatilkynnlng.)
Ow-
1