Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 15 Minnispeningur Önnu Borg frá Stokkhólms- vikunni 1932 Dagana 14.—19. september, árið 1932, var haldin íslensk vika í Stokkhólmi. Sáu Norræna fé- lagið og félagið Svíþjóð-Ísland um þessa menningarviku. Var mjög til dagskrár vandað og komu fyrirlesarar, skáld og listamenn utan af íslandi. Að- sókn var mikil og vakti þessi menningarvika mikla athygli í Svíþjóð. Því skrifa ég svo um þessa menningarviku, að í tilefni af henni var sleginn minnispen- ingur, sem er mesta fágætur, en hefir þó fengist í endursláttu til skamms tíma. Ég eignaðist þó um daginn minnispening þann, sem Anna Borg, leikkona og föðursystir mín fékk þarna. Ás- geir Ásgeirsson, þáverandi for- sætisráðherra, opnaði listsýn- inguna hinn 14. september og flutti síðar á menningarvikunni 2 fyrirlestra. Sigurður Nordal, Einar Arnórsson og Guðmundur Finnbogason landsbókavörður fluttu fyrirlestra. Skáldin Gunn- ar Gunnarsson, Davíð Stefáns- son, Halldór Kiljan Laxness og Kristmann Guðmundsson lásu upp. Haraldur og Dóra Sigurðs- son léku á hljóðfæri og sungu. Glímuflokkur úr Ármanni sýndi íslenska glímu eitt kvöldið. Síð- asta kvöld vikunnar var hátíða- kvöld í Óperunni. Þar var flutt íslensk tónlist sem Páll ísólfsson stjórnaði. Anna Borg las upp íslensk kvæði og María Markan söng. Þótti þessi íslenska vika hafa tekist með afbrigðum vel. íslandsvikan í Stokkhólmi ár- ið 1932 var fyrir marga hluti stórmerk frumraun. Þarna var verið að kynna íslenska nútíma menningu fyrir Svíum, með sterku átaki. Við, sem höfum starfað að útflutningsmálum, vitum að fátt kynnir betur ís- Anna Borg sem Fjallkonan 17. júni 1948. Myndin er tekin i Alþingisgarðinum. lenskar framleiðsluvörur erlend- is en menningarviðburðir svip- aðir þeim, sem varð í Stokk- hólmi. íslensk menning er besta söluaflið fyrir íslenskan þorsk, rækjur, ullarvörur, íslensk hús- gögn, iðnaðarvörur hvers konar og svona mætti lengi telja upp allar framleiðsluvörur okkar lands. Islensk menning hefir síðar verið kynnt erlendis, bæði austan hafs og vestan. Þótt ekki sé alltaf auðvelt að sjá árangur svona kynningarstarfs skila sér fljótlega, megum við ekki gleyma því, að Róm varð ekki byggð á einum degi. Stokkhólmsvikan 1932 þótti slíkur menningarviðburður, að hið þekkta sænska fyrirtæki Sporrong sló minnispening úr eir af þessu tilefni. Þessi fagri minnispeningur rifjar upp löngu liðinn atburð í íslenskri menn- ingarsögu, þar sem Svíum var sýnt fram á að ísland væri ekki bara framleiðandi á heimsins bestu síld, heldur væri einnig menningarþjóð. I bók Halldórs Laxness „Skáldatími" er kafli undir heit- inu „Mínúta í Stokkhólmi". Þar sem þessi kafli fjallar að hluta um upplestur Önnu Borg frænku minnar, sem átti peninginn góða, hefi ég fengið leyfi höfund- ar til að birta þann hluta, sem fjallar um upplestur Önnu Borg. önnur endurminníng mín úr þessum áfángastað er ólíkrar náttúru þó hún beri í sér lærdóm sem einnig er runnin af rökum skáldskaparins. Af íslenskum bókmentum sem voru uppi hafð- Minnispeningur tsiandsvik- unnar i Stokkhólmi 1932. Spor- ong hefur ekki upplýsingar um hve margir peningar hafa verið slegnir i frum- og endursláttu. eftir RAGNAR BORG ar á viku þessari í Stokkhólmi 1932 hygg ég fátt hafi verið mjög markvert. Þó var þar farið með eitt kvæði eftir íslendíng, varla meiren mínúta á leingd, en svo vel var á haldið, eða kanski öllu heldur svo rétt, að mér fanst sem nú hefði ég loks feingið forskrift að ljóði sem fyrir margra hluta sakir væri algert. Ég kannaðist reyndar við kvæðið og hafði stundum heyrt það súngið með geðugu lagi, en þarna heyrði ég það loks í flutníngi sem því var samboðinn. Þetta er ástakvæði á dönsku eftir Jóhann Sigurjónsson, yrk- isefnið um gestinn ókunna í þúsundasta sinn. Ég bið afsök- unar þó ég prenti það upp í þessum óskilda texta einsog það leggur sig: Han kom en sommeraften den farende svend. Hans stolte hvide Kanxer }ex kender let ilten. Endnu hörer je« de hovslax i mit hjerte. JeK vandede hans xanKer. jex klappede dend ltend. jeK kyssed den til afsked som en keer ok Kammel ven. Endnu hörer jeK de hovslaK I mit hjerte. Ok siden kom der manKe baade unKe ok smukke mvnd, men InKen havde öjne som den farende svend. endnu hörer jeK de hovslaK i mit hjerte. Þarna kemur aftur til sögunn- ar „kínverska aðferðin" einsog í kvæðum Jóhanns Jónssonar — og eftilvill var það hann sem hafði vanið mig við svona skáldskap: segja hið „undur- samlegasta" (sem Ibsen svo kall- ar í Nóru) með því að fella alt undan nema þá drætti sem virðast tilviljunin sjálf; og óend- anleikann. Hér er brugðið upp skyndimynd af hvíta hestinum og svipleiftri af augnaráði ókunna gestsins; og auðvitað stúlkan. Hún sækir vatn í skjólu og brynnir hestinum, kyssir hann síðan á múlann; og gestur- inn er farinn. Hófatak; og sagan er öll; saga heillar ævi — í miðjum óendanleikanum. Aðal- atriðið má aldrei segja með orðum, því um leið og það er sagt, þá er það ekki leingur til; eða réttara sagt: orðið til — og óendanleikinn á enda. Hver var sá er kendi mér að skilja þetta smákvæði Jóhanns Sigurjónssonar og gaf mér þann lykil að ljóðmælum sem hefur dugað mér um sinn? Hún var úng íslensk leikkona björt yfir- litum, ég held ekki einusinni þrítug, og gekk fram í tígulegum alþýðleik sem er einkennilegur fyrir Island, með blæ af upphaf- inni kvenlegri góðvild í fasi og máli. Mér fanst hún vera ímynd þeirrar íslenskrar konu sem er ort um í þulu og danskvæði. í tempraðri mjúklega áblásinni framsögn hennar fanst mér sem mælt væri úr instum djúpum hins íslenska ljóðs — þó kvæðið væri ort á dönsku. Þessi kona hét Anna Borg. Ég sá hana oft á síðan leika stór hlutverk á kon- únglega leiksviðinu í Kaup- mannahöfn þar sem hún átti heima, ein af leikstjörnum Norð- urlanda. Þó sá ég hana umfram alt og sé enn í opinberun þessar- ar mínútu í Stokkhólmi haustið 1932. ER KOMINN AFTUR Nýr framdrifinn KADETT sem farið hefur sigurför um Evrópu. '0 VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900 (HALLARMÚLAMEGIN) Þl ALGLÝSIR t'M ALLT LAN'D ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR 1 MORGtMBLAÐlNt VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í %*** At’GLYSIMiA- SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.