Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
það hefur verið túlkað á
liðnum öldum og á okkar
tímum.
En hvað segir þá Biblí-
an um konuna? Er ekki
Gamla testamentið saga
réttlausra kvenna og
segir ekki Nýja testa-
mentið að konur eigi að
vera undirgefnar og
þegja á safnaðarsam-
komum?
Þessu er sífelldlega hald-
ið fram. En þegar Guð
skapaði þau Evu og Adam
skapaði hann þau jöfn og
gaf þeim sama verkefnið,
að stofna fjölskyldu og
rækta jörðina. Hann skipti
ekki með þeim verkum,
setti hvorugt yfir hitt.
Þessi miklu en eiginlega
gleymdu boð Guðs er að
Ég heyristundum talað um kvennaguðf ræði.
Varla er það eftir uppskrift frá Jafnrétt-
isráði að sérstök guðfræði sé fyrir konur.
finna í 1. Mós. 1.28. Fólk
kýs miklu frekar að vitna í
orðin í 1. Mós. 3.16 um að
maðurinn eigi að drottna
yfir konunni. Þau orð eru
sögð eftir syndafallið þeg-
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
er sóknarprestur i Þykkvahæ.
Hún situr i framkvæmda-
nefnd Lúterska heimssam-
bandsins, og hefur fjallað
mikið um kvennaguðfræði á
þeim vettvangi. Hér heima
stýrir hún kraftmiklum um-
ræðuhópi um þetta efni.
inni, hann gerði konur og
karla jöfn.
Jesús talaði við konur,
sem ekki var siður karla,
hann talaði meira að segja
við þær um trúna og gerði
þær að lærisveinum, sem
ferðuðust með honum eins
og sést í upphafi 8. kafla
Lúkasarguðspjalls. Hann
gaf þeim að nýju rétt í
hjónabandi en þær mátti
áður reka að heiman fyrir
Þakka þér fyrir spum-
inffuna og haföu sæl eða
sæll spurt Mér þykir vænt
um að þú skulir fitja upp á
þessu efni, það gefur mögu-
leika á að kynna það stutt-
lega hér í þættinum. Ég
tengi spumingu þína fleiri
spumingum sem ég hef
heyrt sem ganga í sömu átt.
Ég er þess fullviss að
kvennaguðfræði eins og öll
góð guðfræði fær miklu
þokað í rétta átt.
Kvennaguðfrœði miðar i
stuttu máli að því að rann-
saka stöðu konunnar í Bi-
bliunni, í kirkjusögunni, í
nútímanum, í heimspeki,
bókmenntum og öðrum trú-
arbrögðum og víðar má
leitafanga.
Hvers vegna hefur
kvennaguðfræði
orðið til?
Vegna þess að konur hafa
lengst af verið undirokaðar
og þörf var og er enn á
miklu átaki til að rétta hlut
þeirra. Allt það mikla og
margvíslega, sem sagt hef-
ur verið um hæfileikaskort
kvenna, hefur vitanlega
haft djúp áhrif. Því allt,
sem er sagt, hefur áhrif.
Öld eftir öld hefur verið
klifað á því að konur væru
miklu minna virði en karl-
ar, þess vegna ættu þær að
hafa minni réttindi, ef þá
nokkur, og vera undirokað-
ar, vera þjónustur karla.
Þeim var að vísu hrósað
fyrir móðureðlið en oft til
að halda þeim í skefjum,
binda þær við heimilið svo
þær færu ekki að vilja
skipta sér af öðru. Og þessi
framkoma hafði mikil
áhrif. Því allt, sem er gert,
hefur áhrif. Margt það fólk,
sem heldur fram og lifir
eftir þeirri kenningu að
konur séu minna virði en
karlar og eigi að vera þeim
undirgefnar, hefur bæði
fyrr og síðar vitnað í Biblí-
una. En kvennaguðfræðin
spyr:
Eru þessar
hugmyndir runnar
frá Biblíunni?
Napóleon sagði að konur
væru eign karlmanna til
þess að fæða þeim börn.
Hann hefði raunar getað
fengið þá hugmynd hjá
kirkjufeðrunum, gömlu
guðfræðingunum í kirkj-
unni, en hann hefði allteins
getað fengið hana hjá Ar-
istótelesi eða Plató, sem
sögðu að konur væru í eðli
sínu óæðri en karlar. En
hann hefur þessar hug-
myndir ekki úr kristinni
trú. Þegar fólk ber Biblíuna
fyrir því að konur séu
minna virði en karlar leyfir
það sér að skýra hana út
frá hugmyndum heiðinnar
heimspeki. Kvennaguð-
fræðin leitast einmitt við
að skilja hvað Guð segir
raunverulega um konuna í
orði sínu, óháð því hvernig
Börnin mín, héðan i frá eruð
þið ekki tvær persónur heldur
aðeins ein.
Já, en séra Jón, hvort okkar
erum vlð?
ar Eva og Adam höfðu
brotið boð Guðs og farið
sínar eigin leiðir. Israels-
þjóðin, sem Gamla testa-
mentið er skrifað um, lifði
eftir því en bar ekki gæfu
til að lifa eftir boðunum,
sem Guð gaf við sköpunina.
Konur voru þar svo að
segja réttlausar. En þá
gerðist kraftaverkið.
Jesús kom og hann gerði
rétt kvenna þann, sem Guð
hafði gert hann í sköpun-
svo sem ekkert. Hann kaus
þær til að vera fyrstu
vitnin um upprisuna, kon-
ur, sem ekki voru taldar
vitnisbærar í þjóðfélaginu.
Vegna þessa segir Páll
postuli í Gal. 3.27 að enginn
munur sé á rétti kvenna og
karla. Þessi orð voru stór-
kostleg sprenging og hlutu
að vekja hneyksli og skelf-
ingu en fögnuð hjá öðrum.
Þessi orð eru miklu athygl-
isverðari en það, sem hann
segir um undirgefnina eða
það að konur skuli þegja á
safnaðarsamkomum og
gera þau í raun að engu. En
vegna þess hvað mikið er
vitnað til þeirra orða skul-
um við ræða þau nánar.
Orðin um undirgefnina
standa í Ef. 5.21 og víðar.
Þegar dýpst er skyggnst
boða þau gagnkvæma und-
irgefni hjóna og undirgefni
beggja við Guð. Þau skyldu
lesin með það í huga, sem
Jesús sagði, að sá, sem vilji
drottna, skuli þjóna. Það
gefur þeim gjörsamlega
nýja merkingu.
Viðvíkjandi því, sem seg-
ir um að konur skuli þegja
á safnaðarsamkomum, er
vitað að konur töluðu ein-
mitt á samkomum, sem
Páll hélt, svo kannski er
Páll að banna konum að
skvaldra, skiptast á upp-
skriftum eða þá að vera
alltaf að grípa fram í með
spurningum.
hún tekur að tala um móð-
ureðli Guðs, rekur þær
myndir í Biblíunni, sem
Guð dregur upp af sér sem
móður, heldur því fram að
Guð sé allt eins móðir og
faðir, talar um foreldra
okkar á himnum.
Er kvennaguðfræðin
þá sérstök guð-
fræði fyrir konur?
Nei, fjarri því. Hún er
skrifuð og lesin og rædd
jafnt af konum og körlum
þótt konur skipi sér þéttar
um hana. Þær halda um
hana þing og námskeið og í
Genf starfa tvær miðstöðv-
ar fyrir kvennaguðfræði,
bæði á vegum Lúterska
heimssambandsins og Al-
kirkjuráðsins, og víða um
heiminn er mikið, athyglis-
vert og skemmtilegt starf
unnið. Við hér á íslandi
tökum þátt í því starfi.
Mikið kapp er lagt á að
fræða konur kirkjunnar og
þjálfa þær og hjálpa þeim
til að skilja sjálfar sig í
ljósi Biblíunnar og móta líf
sitt eftir því. Til þess þarf
mikinn kjark og það gefur
bæði körlum og konum
nýja ábyrgð og nýtt frelsi.
Því má segja að kvennaguð-
fræði miði að því að hvetja
konur og karla til að finna
og njóta þess jafnréttis,
sem þau eru sköpuð til og
blátt áfram skipað að lifa í.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Þegar ég fer að lesa
Biblíuna með það í huga að
kanna hvað raunverulega
stendur þar um konur, óháð
þeim útskýringum, sem
hefur verið haldið að
biblíulesendum, verð ég oft
og einatt undrandi á því að
hafa ekki betur séð hvernig
Biblían býður jafnrétti
kvenna og karla.
I Galatabréfinu stendur:
Til frelsis frelsaði Kristur
okkur, standið því föst og
látið ekki aftur leggja á
ykkur ánauðarok. Það er
mikil sorgarsaga hvernig
kirkjan tók aftur á sig
ánauðarok misréttis milli
karla og kvenna. Líklega
gerði hún það vegna þess að
hún hafði ekki kjark til að
lifa í meira siðgæði, meira
frelsi en fólk utan kirkj-
unnar, sem lifði eftir öðrum
hugmyndum.
I orðunum, sem ég vitn-
aði til síðast, breytti ég
dálítið til. Ég skrifaði ekki
eins og raunar stendur:
Standið því fastir. Kvenna-
guðfræðin hvetur sífellt til
að nota ekki karlkyns-
myndir, sem bæði eru í
ávörpum og frásögnum,
heldur breyta þeim svo þær
eigi bæði við konur og
karla. Þetta vekur oft
mikla athygli, bæði gleði og
reiði, og hefur með tíman-
um tilætluð áhrif. Reiðastir
verða þó andstæðingar
kvennaguðfræðinnar þegar
Ilvaö er kvennaffuðfræði?
]H BS m m H H m H m m m H m H m H m H!