Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1981, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 18 VALKOSTIR I VIRKJUNARMALUM BLÖNDUVIRKJUN Virkjunrmál eru ofarlega á baugi, enda hefur iðnaðarráðherra lýst því yfir að, nú dragi að því að ákvörðun verði tekin um næstu framkvæmdir á því sviði. í umræðunni um virkjunarmálin ber þrjá nýja virkjunarkosti hæst; Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun. Morgunblaðið mun birta greinar um þessa virkjunarkosti hvern um sig og fer sú fyrsta hér á eftir; um Blönduvirkjun. Greinin er að meginefni byggð á kynningarbækl- ingi Rafmagnsveitna ríkisins og það efni birt með leyfi útgefanda, svo og meðfylgjandi kort. Forsaga Árið 1949 voru uppi ráðagerðir um virkjun Blöndu. Raforkumálastjóri lét þá maela land við Vatnsdalsá og Friðmundarvötn, og Pálmi Hannesson rektor athugaði gerð og skipan jarðlaga við ofanverða Blöndu og Vatnsdalsá að beiðni Sigurðar Thoroddsen verkfræðings. Engar áætlanir um virkjun munu þó hafa birst fyrr en á árinu 1957, og allt til ársins 1972 var ráðgert að virkja Blöndu og Vatnsdalsá saman niður í Vatnsdal við Forsæludal. Rannsóknir á virkjunarsvæði Blöndu hófust með vatnamælingum raforkumálastjóra í Blöndu 1949 og Vatnsdalsá 1948. Á árinu 1970 hóf Orkustofnun undir- búning að gerð yfírlitskorta af virkjunarsvæðinu og í framhaldi af því var unnið að jarðfræðirannsóknum. Á grundvelli þessara rannsókna var síðan gerð frumhönnun um virkjun Blöndu niður Blöndudal, sem lá fyrir vorið 1975. Var þar ekki gert ráð fyrir að nýta rennsli Vatnsdalsár. Strax komu fram ábendingar frá heimamönnum um að breyta fyrirkomulagi miðlunar, sem fyrirhuguð var við Reftjarnarbungu þannig, að spjöll á beitilandi yrðu sem minnst. Athugaðar voru ýmsar leiðir í þessu skyni, bæði með miðlun ofar á vatnasviðinu og með því að minnka ráðgert miðlunarrými. Hvorugt þótti þó álitlegt, þar sem stofnkostnaður á orkueiningu yrði mun meiri, og einnig færi eftir sem áður verulegt gróðurlendi undir vatn. Virkjunaraðilar töldu að rækta mætti upp örfoka land í næsta nágrenni væntanlegs miðlunarlóns og á þann hátt mætti bæta upp hið tapaða beitiland sem undir vatn færi. Mætti það heita sannað með tilraunum, sem starfsmenn hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefðu staðið fyrir. Með áðurnefndri frumhönnum frá árinu 1975 var ráðgert að virkja 314 m raunfallhæð frá inntaki í fallgöng austan í Selbungu niður í 90 m hæð y.s. í Blöndu. Virkjunin var talin hagkvæmasti kostur til orkuvinnslu, sem völ væri á, en meðal annars vegna andstöðu í héraði féllu vettvangsrannsóknir að mestu niður þar til sumarið 1977, að þær voru hafnar að nýju. Núverandi virkj- unarhugmyndir Samanburðarathuganir frá vorinu 1977 bentu til þess, að minni virkjun með inntaki í námunda við Gilsvatn kæmi mjög til greina í stað virkjunar frá Selbungu, og síðari rannsóknir hafa einkum miðast við það. I núverandi áætlun um virkjun Blöndu er gert ráð fyrir að nýta 277,5 m raunfallhæð frá stíflu skammt neðan við Gilsvatn niður í 125 m hæð y.s. í Blöndudal. Með tilhögun þessari, sem nefnd hefur verið virkjun við Eiðsstaði, verður orkuvinnsla nálægt 11 af hundraði minni en með virkjun frá Selbungu. Kostir hennar eru hins vegar einkum þeir, að áætlaður stofnkostnaður á orkueiningu er lægri og rekstur er betur tryggður með stærra inntakslóni og styttri skurði að inntaki. Ráðgerð er 20 Gl miðlun í inntakslóni virkjunarinnar neðan við Gilsvatn og 400 G1 miðlun við Reftjarnarbungu eða 420 G1 alls. Með miðlun þessari er áætluð orkuvinnslugeta nálægt 800 GWh/a og afl virkjunarinnar 177 MW, miðað við u.þ.b. 4500 nýtingarstundir á ári. Áðurnefnd 400 Gl miðlun við Reftjarnarbungu miðast við yfirfallhæ^ 478 m y.s. Við þá hæð fara undir vatn um það bil 56 km lands, sem að verulegum hluta er gróið. Beitargildi þess landsvæðis, sem ýmist fer undir vatn eða ekki, er talið aðgengilegt til beitar eftir gerð miðlunar- lónsins, hefur verið metið nálægt 2600 ærgildum, en eitt ærgildi telst beit fyrir eina á ásamt 1,4 lömbum. Gerðar hafa verið framkvæmdaáætlanir um byggingu Blönduvirkjunar. Þar er gert ráð fyrir, að byggingar- framkvæmdir taki rúm fjögur ár að loknum nauðsyn- legum undirbúningi. Núverandi andstaða gegn virkjun Blöndu beinist einkum gegn miðlun við Reftjarnarbungu, þar sem verðmætt beitiland fer undir vatn. Annað, sem talið er valda spjöllum á landi og nytjum þess, er að jökulvatni er veitt um Þrístiklu, Austara-Friðmundarvatn og Gilsvatn að inntakslóni virkjunarinnar, sem m.a. mundi spilla silungsveiði. Einnig fer nokkurt land undir inntakslónið. Áður hefur komið fram, að athugaðar hafa verið ýmsar leiðir til að draga úr áhrifum miðlunarlónsins á Stöðvarhús Blönduvirkjunar verður neðanjarðar, inni í Eld- járnsstaðahunRu, og verða göng- in inn að húsinu um einn kílómetri, en frárennslisgöngin 2,1 kílómetri. Á þessu þversniði sjást aðstæður greinilega, en hæðin frá inntaki niður á stöðv- argólf verður um 280 metrar. landnytjar. Því til viðbótar hafa komið fram ábendingar um breytta tilhögun virkjunar, þar sem einungis yrði miðlað og virkjað í Blöndugili. Áætlun um virkjun í Blöndugili með miðlun við Reftjarnarbungu var þáttur í samanburði mismunandi virkjunarkosta, sem gerður var, áður en ráðist var í frumhönnun árið 1975. Slík tilhögun þótti ekki koma til álita sökum kostnaðar. í þau rúmlega fjögur ár, sem aðalframkvæmdir við byggingu Blönduvirkjunar myndu standa yfir, má gera ráð fyrir, að 150—200 manns starfi að jafnaði við framkvæmdir. Starfsmönnum mun fara fjölgandi yfir sumarmánuðina, eftir því sem á líður, og verða flestir nálægt 500 á fjórða sumri. Að loknum framkvæmdum er gert ráð fyrir 6—10 fastráðnum starfsmönnum við virkjunina. Fleiri munu þó að jafnaði starfa tímabundið á virkjunarstað til eftirlits og viðhalds á mannvirkjum. Fyrirhugað er, að aðaluppskipunarhöfn við fram- kvæmdirnar verði á Skagaströnd, og þarf væntanlega að styrkja veginn þaðan til Blönduóss verulega. Vegna virkjunarinnar er ráðgert að leggja uppbyggðan veg úr Blöndudal að stíflustæðum við Reftjarnarbungu og Kolkuhól og vegna framkvæmda verður að gera veg þaðan suður fyrir fyrirhugað miðlunarlón. Þessi vegur mun tengjast núverandi Kjalvegi. Rannsóknir Vettvangsrannsóknir fóru fram á vegum Orkustofnun- ar árin 1973—1979, mest þó tvö síðustu árin. Stíflustæði, skurðleiðir, jarðgangaleiðir og stöðvarhússtæði hafa verið könnuð ítarlega. Boraðir hafa verið samtals nálægt 3200 m til könnunar á jarðlagaskipan. Auk þess hafa farið fram jarðeðlisfræðilegar mælingar og bergspennu- mælingar og ítarleg leit og rannsókn á byggingarefnum. Nauðsynlegum undirbúningi að verkhönnun er nú lokið. Rannsóknir á lífríki vatna og lífríki og nytjum heiðanna hafa farið fram. Að þeim hafa staðið auk Orkustofnunar, Veiðimálastofnun og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Náttúrugripasafnið á Akureyri annaðist náttúruverndarkönnun, sem gerð var árið 1976. Náttúruverndarráð hefur fjallað um fyrirhugaða Blönduvirkjun, og í umsögn sinni hefur það ekki lagst gegn virkjuninni. Helstu einkennistölur: Rennsli og miðlun 2 Vatnasvið virkjunar ................... 1522 ^m Meðalrennsli til virkjunar ............ 38,9 /S Flatarmál miðlunarlóns 2 við Reftjarnarbungu ..................... 56 km Nýtanleg miðlun við Reftjarnarbungu .... 400 GL2 Flatarmál inntakslóns .................... 5 km Nýtanleg miðlun í inntakslóni ........... 20 GL Veituleid Skurðir ........................ 3,5 km Vötn ........................... 8,5 km Lagfærður farvegur .............. 10,0 km Veita samtals ..................... 22 km Vatnsvegir og jard- göng virkjunar Inntaksskurður ............................ 1,3 km Fallgöng ...................................0,3 km Frárennslisgöng ........................... 2,1 km Vatnsvegir samtals ........................ 3,7 km Aðkomugöng ................................ 1,0 km Afl og orkuvinnsla Verg fallhæð .. Raunfallhæð ... Rennslisorka .. Orkuvinnslugeta Virkjað rennsli . Uppsett afl ... Árleg nýting .. .. 285 m 277,5 m .. 835 GWh/a .. 800 GWh/a . 72,9 m /s .. 177 MW 4520 h/a Helstu magntölur Gröftur lausra jarðlaga ................. 1.440.000 m3 Gröftur með rifjun ........................ 670.000 m3 Sprengingar ............................... 250.000 3 Heildarfylling í jarðstíflur ............ 2.170.000 m3 Steinsteypa ............................s.. 33.200 m, Mótasmíði .................................. 44.000 m3 Steypustyrkarstál ..................... 1.244.000 kg Stálfóðringar ............................. 455.000 kg Skýringar MW = Megawatt = 100 kW GWh = Gigawattstund = 1.000.000 kWh GWh/a = Gigawattstundir á ári G1 = Gigalítri = 1.000.000 m = 1.000.000.000 lítrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.