Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1981 Pétur Sigurðsson um stjórnarfrumvarp: þetta ganga á allar stefnur í þessum málum í V-Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndum. Virkja á framtak einstakl- inga og félagasamtaka - ekki slá á framréttar hendur Pétur Sigurðsson (S) gagnrýndi harðlega á Alþingi í vikunni ýmis atriði i framlögðu frumvarpi um heiibrigðis- og vistunarþjónustu aldraðra. Hann minnti á að i apríl 1979 hefði þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Magnús H. Magnússon, skipað nefnd áhuga- og fagmanna, til að endurskoða gildandi lög um dvalarheimili aldraðra. Þessi nefnd lagði mikla vinnu i verk sitt og náði samstöðu um niðurstöðu undir forystu landlæknis, sem beitti sér fyrir samræmingu sjónarmiða i nefndinni. Nefndin skilaði itarlegum tillögum um helztu þætti þessa máls, 1. april 1980, og ég hafði satt að segja búizt við að núverandi heilbrigðisráðherra hefði einhverja hliðsjón af þeirri miklu vinnu, gagnasöfnun hérlendis og erlendis og sameiginlegri niðurstöðu, sem viðkomandi áhuga- og fagmenn létu frá sér fara. En þetta virðist ailt hafa verið sett til hliðar. I frumvarpi ráðherra ræður ferð sjónarmið þeirra, sem ekki vilja sjá rekstrarlegan samanburð á stofnunum; ekki hafa rekstrar- legt aðhald frá stofnunum, sem reknar hafa verið og eru sem sjálfseignarstofnanir af einstakl- ingum eða samtökum, og sem I STUTTU MALI Sex þingsályktanir: virkjað hafa áhuga og framtak fólks til þjónustu við hina öldruðu, með árangri sem þjóðin öll þekkir. Að sjálfsögðu tekur núverandi ráðherra heilbrigðismála undir þetta sjónarmið því hann vill setja þessi mál öll undir miðstýringu eigin ráðuneytis, fjárfestingu, Stjórnsýslulög til aukins réttaröryggis Er Landhelgisgæzl- an olnbogabarn fjár- veitingavaldsins? Stjórnsýslulög til að auka réttaröryggi Alþingi samþykkti í fyrradag þingsályktun frá Ragnhildi Helga- dóttur (S), þess efnis, að ríkisstjórnin kanni hvort tímabært sé að sett séu hérlendis almenn stjórnsýslulög. Sérstök nefnd skal skipuð til að fjalla um málið og semja um það frumvarp, ef ástæða þykir til. Skýrsla og tillögur nefndarinnar verði lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en tveimur árum eftir samþykkt ályktunarinnar. Tillaga þessi var flutt til að tryggja réttaröryggi einstaklinga gagnvart ákvörðunum stjórnvalda og jafn- framt til að gera athafnir fram- kvæmdavaidsins skýrari og traust- ari. Almenn lög af þessu tagi eru til staðar í Noregi og Svíþjóð og umræð- ur fara fram í Danmörku og Finn- landi um hvort slík lög skuli þar sett. athugun á því eftir hvaða leiðum sé unnt að auka verulega frá því sem nú er innkaup ríkis, sveitarfélaga og stofnana og fyrirtækja þeirra, er leiði til eflingar íslenzks iðnaðar, og útboð verði notuð á markvissan hátt til að stuðla að iðn- og vöruþróun í landinu". Löggjöf, skipulag og varnir vegna snjóflóða og skriðufalla. Helgi Seljan (Abl), Árni Gunn- arsson (A), Stefán Valgeirsson (F), Sverrir Hermannsson (S) og Stefán Jónsson (Abl) fluttu tillögu, sem nú hefur hlotið samþykki sem þings- ályktun, og felur í sér að ríkisstjórn- in skuli beita sér fyrir að sett verði hið fyrsta heildarlöggjöf um skipulag varna gegn tjóni af völdum snjóflóða og skriðufalla. í tillögugreininni fylgir, hvern veg skal að undirbún- ingi staðið og henni fylgir löng og ítarleg greinargerð um efnisatriði. rekstur og jafnvel vistunina sjálfa á heimilin. Pétur Sigurðsson sagði ýmis atriði í frumvarpi ríkisstjórnar- innar, sem byggja mætti á, en sá rauði þráður, sem gengur gegn um alla kafla þess, að ganga á fram- tak og starf félagasamtaka og einstaklinga, drepa það í dróma, setja alla þætti þessarar þjónustu undir miðstýringu ráðuneytis, væri meir en varhugaverður. Síðan vék ræðumaður að ein- stökum efnisatriðum frumvarps- ins, sem skoða þyrfti vandlega í þingnefnd, s.s. ákvæðum um dval- arstofnanir, en þar virtist gengið fram hjá þeirri staðreynd að dvalarheimilin væru dýrari stofn- anir en íbúðir aldraðra, þótt sérhannaðar væru; og tekið sé út það skilyrði, að þessi heimili séu búin endurhæfingarstöðu, sem nú er til staðar á öllum slíkum heimilum, en það þjónar heilsu- farslegum markmiðum og kemur oft á tíðum í veg fyrir að viðkom- endur þurfi inn á enn dýrari stofnanir. En þessu er sleppt og ég get ekki séð annað en að í orðalaginu felist, að ráðherra leggi til, eða að óbeint sé verið að koma undir lagaákvæði um sjúkratryggingargjald og skyldu sjúkratrygginga til að greiða til ákveðinna stofnana, byggingum, sem út af fyrir sig eru góðra gjalda verðar, en hafa verið byggðar í allt öðrum tilgangi en sem dvalarheimili aldraðra. Það má segja um c-lið 11. gr. og þennan b-lið, sem ég var að vitna til, að lítið sé tekið fram um, hvers skuli krefjast af hjúkrunarheimil- um og um langdvalardeild er ekki getið sérstaklega, heldur hjúkrun- arheimili til langdvalar og ekki getið um nein skilyrði til þess, hvað þurfi til slíkrar nafngiftar. Ég vil benda þingdeild og þing- nefnd á að nú liggur fyrir þinginu frumvarp, sem varðar sérhannað- ar byggingar fyrir aldraða og öryrkja, sem ég er fyrsti flutn- ingsmaður að, enda nauðsynlegt að setja í lög ákvæði hér um. Þá gagnrýndi Pétur að útiloka eigi að gildandi lög og reglur um sjálfseignarstofnanir, um fjölda manna í stjórn o.fl., fái að gilda áfram, en hér sé stefnt að erfið- leikum í stjórnun. — Ennfremur að ellimálanefndir, sem ráðherra skipar, skuli hafa úrskurðarvald ekki einungis um nývistanir á sjálfseignarstofnunum, heldur til- flutning milli eininga. Taldi hann Þá vék Pétur að 20. greininni. Hann sagði ekki hægt að ætlast til að aðilar, sem safnað hefðu fé, fengið að láni af eigin sparifé úr eigin sjóðum og beitt sér fyrir ákveðinn hóp manna, eins og sjómannasamtökin hafi gert, haldi slíku áfram, eftir að búið væri að taka úr þeirra hendi getuna til að ráðstafa þessum þeirra eigin húsakosti. Hann benti á að tekizt hefði með miklu átaki að fá aðila í verkalýðshreyfing- unni til að leggja hendur að lausn þessa vandamáls. Nú í morgun hefði formaður eins stærsta stétt- arfélags í Reykjavík skýrt sér frá að félag hans hygðist hjálpa sjómannasamtökunum með 25 milljóna gkróna framlagi. Dags- brún hefði gefið 5 m.g.kr. Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur hafi nýlega samþykkt á aðalfundi sín- um að byggja dvalar- og hjúkrun- arheimili fyrir aldraða verzlunar- menn. Það er varhugavert að slá á þessar hendur, sem vilja hazla sér starfsvettvang á þessu sviði, með því að stefna blint í „hreint ríkisapparat", alfarið stýrðu úr ráðuneyti Svavars Gestssonar. Samkvæmt frumvarpinu á að leggja niður Byggingarsjóð aldr- aðra en Framkvæmdasjóður aldr- aðra að taka við. Byggingarsjóður- inn hefur haft 40% tekna DAS- happdrættis. Ber að skilja þetta þann veg að happdrætti DAS eða sjómannadagsins hafi þá 100% teknanna til sinna afnota? Ef svo er, þá er það vel. Pétur gerði í lyktir máls síns grein fyrir landsfundarsamþykkt- um Sjálfstæðisflokks varðandi verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, sem m.a. varðar efni þessa frumvarps, og ályktunum mál- efnanefndar flokksins um sama efni. Spurði hann ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokks, hvort þeir teldu þetta stjórnarfrumvarp, lagt fram af Svavari Gestssyni, samræmast stefnu flokksins í þessum málaflokkum, stefnu; sem þeir hefðu sjálfir tekið þátt í að móta og fá samþykkta. Matthías Bjarnason: Rekstraraðstaða margra fyrirtækja geigvænleg Á að eyðileggja verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins? Fullnægjandi landhelgisgæzla Sama dag var samþykkt í Samein- uðu þingi þingsályktun frá Benedikt Gröndal (A) og Árna Gunnarssyni (A), þess efnis, að sérstök þingskipuð nefnd kanni, hversu mikla og hvers konar gæzlu 200 mílna efnahags- og mengunarlögsaga útheimtir og hvernig Islendingar eru í stakk búnir til að gegna því hlutverki á viðunandi hátt. Hver þingflokkur tilnefnir einn fulltrúa í nefndina, en dómsmálaráð- herra skipar formann hennar að auki. í umræðunni kom fram að land- helgisgæzlan sé að ýmsu leyti van- búin tækjakosti til að gegna hlut- verki sínu, og ýmsum hliðarverkefn- um. Afstaða stjórnvalda og almenn- ings til landhelgisgæzlunnar, sem verið hafi mjög jákvæð meðan hún stóð í stórræðum í þorskastríðum, hafi fljótlega breytzt og ekki til hins betra er landhelgissigrar vóru í höfn. Gæzlan þurfi hinsvegar að vera búin nauðsynlegum tækjakosti til að sinna vörzlu landhelgi, sem er sjö sinnum stærri en landið sjálft. Opinber innkaup á iðnaðarvörum Enn var samþykkt þingsályktun frá Eggert Haukdal (S), sem felur í sér „að ríícisstjórnin skuli beita sér fyrir því í samstarfi við Samband islenzkra sveitarfélaga, að fram fari Iðnaður á Vesturlandi Alexander Stefánsson (F), Friðjón Þórðarson (S), Davíð Aðalsteinsson (F), Skúli Alexandersson (Abl) og Eiður Guðnason (A) fluttu tillögu, sem nú er samþykkt sem ályktun Alþingis, um gerð áætlunar um iðnþróun á Vesturlandi. Rekstur félagsbúa Samþykkt hefur verið þingsálykt- un um aukinn stuðning við stofnun og rekstur félagsbúa, lítið eitt breytt frá upphaflegri gerð, en flutnings- maður var Þorbjörg Arnórsdóttir (Abl). Samþykktin felur í sér að sett skuli löggjöf um stofnun og rekstur félagsbúa. Þingsályktanir Þessar þingsályktanir, sem eru viljayfirlýsingar Alþingis, verða sendar ríkisstjórninni til fyrir- greiðslu. Nýlega fór fram umræða á Álþingi, að gefnu tilefni fyrirspurnar frá Guðmundi J. Guðmundssyni (Abl), hvort ráðherra myndi fylgja eftir tiltekinni þingsályktun — eða hún lenda í glatkistu, hvert gildi og þýðing þingsályktana væri. Það kom fram í svari Ragnars Arnalds, fjár- málaráðherra, að þingsályktanir, hverra framkvæmd hefði nokkurn kostnað í för með sér, gætu gist geymd nema að til kæmi fjárlaga- fjárveiting eða heimild til lánsfjárút- vegunar. ÁRIÐ 1976 voru mismunandi útflutningsgjöld á sjávarafurðir afnumin og sett á eitt gjald, 6% af fob-verði útflutnings. Vinstri stjórnin 1979 lækkaði gjaldið í 5% en hækkaði það nokkrum mánuðum siðar í 5,5%. Nú er enn lögð til breyting á þessu gjaldi, afturvirk, þvi hún á að gilda samkvæmt frumvarpi frá sl. ára- mótum. Samkvæmt frumvarpinu skal útflutningsgjald af frystum afurðum vera 4,5% en 10% af öðrum vinnslugreinum, s.s. skreið. Ég er andvígur þessari breyt- ingu, enda gengur hún þvert á markaða stefnu, samræmt út- flutningsgjald. Hér er einnig gengið þvert á tilgang laganna um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, en samkvæmt þeim lögum þá skal hver framleiðslugrein fyrir sig byggja upp og eiga sjálfstæða deild í sjóðnum. Mörg undanfarin ár hefur skreiðarmarkaðurinn verið mjög veikur, þó nú hafi úr rætzt. Tilgangur laganna um verðjöfnun- arsjóð var að hver framleiðslu- grein byggði upp varasjóð til að mæta verðsveiflum, sem ætíð koma. Með þessu frumvarpi er hinsvegar farin sú óheillaleið að taka kúfinn af þeim greinum, sem Matthias Bjarnason hagnast um stundarsakir, og færa yfir til annarra greina. Ég vara við þessum aðgerðum og tel þær stórhættulegar. Ég vil af þessu tilefni spyrja sjávarútvegsráð- herra, hvort það sé meining ríkis- stjórnarinnar að eyðileggja Verð- jöfnunarsjóðinn, koma í veg fyrir að hann geti gegnt því hlutverki að mæta verðsveiflum á erlendum mörkuðum í framtíðinni? Þó þetta mál líti sakleysislega út á papp- írnum þá stefnir það þó í að rífa niður það, sem byggt hefur verið upp á mörgum undanförnum ár- um með Verðjöfnunarsjóðnum. Hér er verið að skapa mjög varhugavert fordæmi. Vanda frystiiðnaðarins verður að vísu að mæta en það má gera með öðrum hætti. Og við hæfi væri að Alþingi fjallaði ítarlega um stöðu hinna ýmsu greina í sjávarútvegi, sem sjávarútvegs- ráðherra hljóp þó yfir í framsögu sinni. Það er vitað mál að bæði útgerð og fiskvinnsla velta á undan sér milljarða gamalkróna vanskilum, vegna undangengins taprekstrar. Þessi skuldastaða hefur ekki verið tekin inn í dæmið í framreikningum Þjóðhagsstofn- unar og spám fyrir yfirstandandi ár, þegar staða einstakra greina hefur verið metin, og þess vegna lítur rekstrardæmið betur út séð um gleraugu ráðherranna en þeirra, sem bera rekstrarlega ábyrgð á þessari undirstöðufram- leiðslu þjóðarbúsins. En það dugar ekki fyrir stjórnarherra að horfa fram hjá þeirri staðreynd að ástandið í mörgum fyrirtækjum sjávarútvegs er geigvænlegt, vegna þess mikla taprekstrar sem átt hefur sér stað, sérstaklega á árinu 1980. nivjfiotH iM:rj.i enn eu.ia ioi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.