Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, tiAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 33 ASSOCIATED PRESS Bandarísk tilræði eru „sér á parti“ Hussein hefur Hfad af fleiri tilræði en nokkur annar; hér er hann ásamt konu sinni, Elisabeth Halaby TILRÆÐIÐ við Ronald Reagan Bandarikjaforseta á dögunum var verk „einfara“, sem er truflaður á geði og skaut forset- ann af persónulegum ástæðum. Fyrri tilraunir til að ráða forseta Bandarikjanna af dög- um á siðustu tiu árum hafa sömuleiðis verið verk einfara. Aftur á móti hafa næstum öll banatilræði við erlenda leiðtoga verið af pólitiskum toga eða átt rætur að rekja til stjórnarbylt- inga. Þetta kemur fram í könnun sem fréttastofan AP hefur gert í kjölfar tilræðisins við Reagan. Af fjörutíu forsetum Bandaríkj- anna hafa fjórir verið myrtir í embætti og þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum á síð- astliðnum sex árum. Flestir leiðtogar hafa verið ráðnir af dögum í Afghanistan á síðustu tíu árum (þrír forsetar, apr. 1978, sept. 1979 og des. 1979). Banatilræði hafa einnig átt sér stað í eftirtöldum lönd- um; Líberíu (forsetinn, apríl 1980), Suður-Kóreu (Park forseti, okt. 1979), Indlandi (gegn Indiru Gandhi 1977 og tvö síðar, öll misheppnuð), Bangladesh (Muji- bur Rahman 1975), Filippseyjum (1972, átta sinnum það ár gegn Marcos forseta, öll misheppnuð), Spáni ( Carrero Blanco forsætis- ráðherra 1973), Kýpur (tvö mis- heppnuð gegn Makariosi), Chile (1973 gegn Salvador Allende, þótt ýmsir segi hann hafa fyrir- farið sér), Jórdaníu (rúmlega 12 misheppnuð gegn Hussein kon- ungi síðan 1953), Saudi-Arabíu (1975, Feisal konungur), Norð- ur-Jemen (forsetinn og bróðir hans myrtir 1977, arftaki hans nokkru síðar). Dr. Shervert Frazier, einn af höfundum skýrslu bandarísku vísindaakademíunnar um hugs- anlega tilræðismenn, segir að fjöldi tilræða í Bandaríkjunum sé ekki óvenjulegur, en afleiðing menningarþátta sem séu ein- stæðir. Hann sagði, að í Bandarikjun- um væru minni menningarlegar hömlur á ofbeldi, þar væri hefð fyrir því að „taka lögin í sínar hendur“ og þar gæti þeirrar tilhneigingar að gera forsetann persónulega ábyrgan fyrir vandamálum, því að bandarískir stjórnmálamenn gerðu sér far um að komast í persónulegt samband við kjósendur. „í Bandaríkjunum ferðast frambjóðendur um og segja elsku vinur við alla. Ef kjósend- ur halda að hann sé persónu- legur vinur, getur líka verið að þeir haldi að hann sé persónu- legur óvinur." Frazier segir, að líklegustu tilræðismennirnir séu „einhleyp- ir, einangraðir og eitthvað trufl- aðir“. Það á einnig mikinn þátt í tilraunum til að myrða forseta í Bandaríkjunum, að þar er auð- velt að kaupa byssur. Meðal landa, þar sem engin banatilræði hafa átt sér stað á síöustu tíu árum, eru Bretland, Kína, Sovétríkin, Portúgal, Malaysía, Japan, Kenya, Tanz- anía, Noregur, Danmörk, Sví- þjóð, Suður-Afríka, Tyrkland, Singapore, Holland, Grikkland, Sviss og Vestur-Þýzkaland. í öllum þeim Evrópulöndum, sem talin voru, eru strangara eftirlit með byssum og skotfær- um en í Bandaríkjunum. í Suð- ur-Afríku geta hvítir menn auð- veldlega orðið sér úti um byssur, en verða að skrá þær hjá lög- reglu. í Malaysíu varðar lífláti að hafa skotvopn eða skotfæri undir höndum, þótt þar sé mikið af hryðjuverkamönnum. Byssulög í Kenya og Tanzaníu eru sniðin eftir brezkri fyrir- mynd og kveða á um skráningu. Kínverjar mega ekki eiga skammbyssur, en veiðirifflar eru leyfðir á sumum svæðum. Ströng byssulög eru í Singapore og Japan og skammbyssur eru bannaðar i Japan. Hjónaminning: Pálína Guðmundsdótt- ir og Jón Þórðarson Fædd fi.júlí 1920. Dáin 8. desember 1979. Fæddur 21. september 1917. Dáinn 27. marz 1981. Hinn 27. f.m. lézt að Sjúkrahúsi Patreksfjarðar Jón Þórðarson, Urðagötu 20, eftir langvarandi vanheilsu. Kona hans, Pálina Guðmunds- dóttir, lézt 8. desember 1979. Þau stofnuðu til búskapar 10. des. 1943. Bjuggu þau ávallt á Patreks- firði og bæði voru fædd þar. Foreldrar Jóns voru þau Þórður I. Jónasson, fæddur að Arnórs- stöðum, Barðaströnd, en ólst að miklu leyti upp í Haga í sömu sveit, og Guðlaug Jónsdóttir, frá Skarði á Skarðsströnd. Foreldrar Pálínu voru þau Guð- mundur Guðmundsson, verka- manns og sjómanns, Magnússonar og Ingibjörg Magnúsdóttir, bónda að Hnjóti, Arnasonar, Pálssonar. Þau hjón eignuðust þrjú börn; Sævar, kvæntur Birnu Jónsdóttur, en hann fórst með bát sínum hinn 11. desember 1974. Leikni, málara- meistara, kvæntur Auði Kristins- dóttur. Hann var á yngri árum mjög hneigður fyrir íþróttir, sér- staklega sund og vann mörg afrek á því sviði. Aldísi, símastúlka, gift Haraldi Karlssyni, póstafgreiðslu- manni. Sjórinn varð aðalstarfsvett- vangur Jóns eins og flestra Vest- firðinga. Strax og hann hafði aldur til byrjaði hann sem togara- sjómaður. Síðar tók hann til við sjómennsku á bát ásamt mági sínum, Kristni Guðmundssyni, en hann er látinn fyrir allmörgum árum. Voru þeir mágar skip- stjórnarmenn þar. Eftir lát Krist- ins stofnaði Jón fiskverkunarstöð og starfaði við hana, meðan heilsa leyfði. Einnig starfaði hann sem ferskfisksmatsmaður um árabil ásamt störfum við eigið fyrirtæki. Er heilsa tók að þverra seldi hann fyrirtækið og hætti matsstörfum og vann síðan sem verkamaður síðustu árin. Jón var ákaflega hreinskiptinn og heiðarlegur, lét ekki hlut sinn, ef hann vissi að hann hefði á réttu að standa. Hann var sérstakur vinur vina sinna. Mjög tóku þau hjón nærri sér er sonur þeirra, Sævar, fórst á bezta aldri. Má með vissu segja að þá hafi orðið þáttaskil í lífi þeirra. Jón var mjög heppinn og fengsæll á sínum skipstjórnarárum, og þóttust allir í góðu skiprúmi hjá þeim mágum. Enda var þar sama skipshöfn árum saman. Eg vil nú, að leiðarlokum, þakka þessum kæru hjónum órofa tryggð við mig og mína. Ég veit að heimkoma og endurfundir hafa verið blessunarrík. öllum aðstandendum þeirra votta ég dýpstu samúð, og bið þau minnast þess, að minningu um gott fólk getur enginn frá manni tekið. .Vor rfi stuttrar stundar rr Htrfnd til Drottins fundar. að hfvra llfg oa liding dóm. En mannsins sonar mildl »kal máttux xtanda i rildi. Hán boAaat oea i enKÍlsróm." <E.B.) Trausti Arnason Minningarorð: Guðmundur Björns- son útgerðarmaður Hinn 29. marz lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Norðfirði Guðmundur Björnsson, útgerðar- maður á Stöðvarfirði, 61 árs að aldri. Guðmundur var fæddur 15.. marz 1920 í Felli i Breiðdal. Foreldrar hans voru Árni Björn Guðmundsson, bóndi þar, og kona hans, Guðlaug H. Þorgrímsdóttir, ljósmóðir. Guðmundur var alinn upp hjá frænda sínum, Birni Guðmunds- syni, bónda í Bakkagerði í Stöðv- arfirði, og Þóreyju Jóhannsdóttur konu hans, en þeim hjónum varð ekki barna auðið. Mér er tjáð af kunnugum að Guðmundur hafi alizt þar upp við mikla ástúð og umhyggju sem einkabarn. Að lokinni skólagöngu í heima- sveit sinni, Stöðvarfirði, fór hann til náms í Héraðsskólann að Laug- arvatni og síðar í Samvinnuskól- ann og lauk þaðan brottfararprófi. Að námi loknu hóf Guðmundur störf hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga. Árið 1960 stofnaði hann síldar- söltunarstöðina Steðja h/f í félagi við kaupfélagið og fleiri aðila á Stöðvarfirði og gerðist þar fram- kvæmdastjóri. Fyrirtæki þetta rak mikla síldarsöltun í fjölda ára. Þá var hann einn af hvata- mönnum að stofnun síldarverk- smiðjunnar á staðnum og gerðist einnig framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Útgerð rak Guðmund- ur einnig um árabil. Hann var í fjölda ára í stjórn Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og átti sæti í stjórn Síldarútvegsnefndar og í Verðlagsráði sjávarútvegsins sem fulltrúi félagsins. Hann tók þátt í mörgum samn- inganefndum í sambandi við síld- arsölur, bæði hér heima og erlend- is. Guðmundur Björnsson var fé- lagslyndur maður. Hann átti sæti í hreppsnefnd í mörg ár, var formaður skólanefndar og um tíma formaður stjórnar Kaupfé- lags Stöðfirðinga og Ungmennafé- lags Stöðfirðinga svo nokkuð sé nefnt. Þegar helztu fyrirtæki Stöðfirð- inga á sviði útgerðar og fisk- vinnslu voru sameinuð á síðasta áratug, gerðist Guðmundur skrif- stofustjóri hins nýja fyrirtækis og gegndi því starfi er hann lézt. Guðmundur kvæntist Rósu Helgadóttur frá Kirkjubóli í Stöðvarfirði og bjuggu þau þar við rausn allan sinn búskap. Þau eignuðust sjö mannvænleg börn- Það mun hafa verið á fyrrihluta sjöunda áratugsins að kynni okkar Guðmundar hófust. Hann var þá í forystusveit síldarsaltenda á Austurlandi og valinn af þeim til ýmissa trúnaðarstarfa eins og áður er sagt. Ég varð þess fljótt var í samstarfi okkar hve athugull og tillögugóður maður Guðmund- ur var. Dugnaður hans og ósér- hlífni vöktu sérstaka athygli okkar samstarfsmanna hans. Ég minnist Guðmundar Björns- sonar sem góðs drengs og góðs vinar og flyt aðstandendum hans samúðarkveðjur. Gunnar Flóvenz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.