Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 36

Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 Minning: ^ Karólína Arnadótt ir Böðmóðsstöðum Fædd 20. nóvember 1897. Dáin 25. mars 1981. Karólína Arnadóttir, húsfreyja að Boðmóðsstöðum í Laugardal, andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 25. f.m. á 84. aldursári. Útför hennar fer fram í dag. Kveðjuathöfnin verður í Skál- holtskirkju, en jarðsett að Miðdal í Laugardal. Þegar ég sest niður til að setja á blað nokkur minningarorð um tengdamóður mína, Karólínu á Böðmóðsstöðum, þá er mér nokkur vandi á höndum, þvi fáu af því, sem ástæða væri til að færa í letur í sambandi við uppruna hennar og lífshlaup, verður komið fyrir í minningargrein. Þegar maður horfir á eftir samferðamanni inn í hið óþekkta, þá streyma fram í hugann minn- ingar frá samfylgdinni. Sumar þeirra eru að vísu óljósar, eins og í hálfgerðri þoku. En inn á milli koma fram í hugann atburðir, sem maður sér ljóslifandi fyrir sér, sumir þeirra löngu liðnir. Ef til vill koma þeir ekki fram í réttri röð, eins og þeir gerðust, heldur hver atburður út af fyrir sig, og það sem á einhvern hátt við þá er tengt. Þessi leiftur geymast í undirvit- undinni og streyma fram í hug- ann, hvert af öðru, er menn standa í svipuðum sporum og ég stend nú í. Þetta er líkast því að skoða gamlar ljósmyndir. Þessar minn- ingar eru margar, ná yfir 34 ára tímabil, og því af mörgu að taka. Það eru 34 ár síðan ég kom fyrst að Böðmóðsstöðum. Ég kom þang- að með unnustu minni til að sjá æskustöðvar hennar og kynnast tilvonandi tengdafólki. Það hafa orðið miklar breyt- ingar í þjóðlífi okkar síðan þessi för var farin, ekki síður í Laugar- dalnum en annars staðar á land- inu. Ég held það væri hollt fyrir uppvaxandi kynslóð að reyna að kynna sér, hvernig það líf var og iífsaðstaða, sem afar þess og ömmur bjuggu við, og bera það saman við allsnægtaþjóðfélagið í dag. — Eru menn yfirleitt ánægð- ari með hlutskipti sitt nú en þá, þrátt fyrir hin miklu umskipti, sem orðið hafa á þessu tímabili? Breytingin er mikil og allur samanburður því erfiður. En þeir sem kvarta og kveina nú og telja sjálfum sér og öðrum trú um, að kjör sín séu bág og mikla allt fyrir sér, hvað lítið sem á móti blæs, eru þeir líklegir til að hafa reynst færir um að lifa við þau skilyrði, sem voru víðast hvar í landinu, þegar afar og ömmur þeirra voru í blóma lífsins? Hefur þetta fólk gert sér grein fyrir, hve mikið við eigum að þakka feðrum okkar og mæðrum, öfum okkar og ömmum, fyrir þann arf, sem þau létu eftir sig og við njótum nú ávaxtanna af? Sú kynslóð sem Guðmundur og Karólína á Böðmóðsstöðum til- heyrðu, tók við landinu í því ástandi, að sama og engar varan- legar framkvæmdir voru til. Hin- ar raunverulegu framfarir hófust ekki fyrr en á þessari öld. Þeir sem fæddust á síðasta tug síðustu aldar hafa lifað allt framfaraskeið þjóðarinnar, hafa séð þjóðina rísa upp úr sárri fátækt og komast í tölu þeirra þjóða, sem búa við mesta velmegun. Mér er nær að halda, að ekki sé auðvelt að finna þess dæmi frá öðrum þjóðlöndum, þar sem breytingin og uppbygg- ingin hefur orðið eins mikil og hér á landi á síðustu áratugum. Hér hafa gerst mörg ótrúleg ævintýri, og að baki þeim ævintýrum eru margar hetjusögur, sem ekki hafa enn verið skráðar, en komandi kynslóðir þurfa að læra af og hafa að leiðarljósi. Slíkar sögur gerðust í Miðdals- koti og á Böðmóðsstöðum, og auðvitað mikið víðar um land allt. Foréldrar Karólínu voru Guð- rún Jónsdóttir, fædd í Ranakoti efra, og Árni Guðbrandsson, fæddur í Vatnagarði á Landi. Móðir Árna var Sigríður Ófeigs- dóttir, hreppstjóra á Fjalli á Skeiðum. Guðrún og Árni í Mið- dalskoti áttu 14 börn og komust 11 þeirra til fullorðinsára. 1. Margrét Sigríður, f. 12. júní 1884, dó barnlaus. 2. Ingigerður, f. 27. febrúar 1886, hennar maður var Auðbergur Vigfússon. 3. Stef- án, f. 21. júní 1887, hans kona var Guðlaug Pétursdóttir frá Tuma- koti í Vogum. 4. Ingibjörg f. 27. apríl 1889, hennar maður var Magnús Þorkelsson frá Smjördöl- um i Flóa. 5. Guðbrandur, f. 3. mars 1895. Drukknaði 1916. 6. Jónína, f. 26. september 1896. Drukknaði 1924. 7. Karólína, f. 20. nóvember 1897. 8. Kristín, f. 3. nóvember 1899, hennar maður var Eyjólfur J. Brynjólfsson frá Mið- húsum í Biskupstungum. 9. Ing- veldur, f. 11. febrúar 1901, hennar maður var Vígmundur Pálsson frá Lækjarbotnum í Mosfellssveit. Hún er nú ein lifandi af þessum stóra systkinahópi. 10. Finnbogi, f. 18. mars 1902, hans kona var Sigríður Ólafsdóttir frá Arnarfelli í Þingvallasveit. 11. Kristinn, f. 26. nóvember 1903. Dó 1923 úr lungnabólgu. 12. Sigurður, f. 26. nóvember 1903, tvíburabróðir Kristins. Dó nokkurra vikna gam- all. 13. ófeigur, f. 17. febrúar 1906. Dó 1908. 14. Rakel, f. 3. júní 1908. Dó sama ár. Miðdalskot var ekki stórbýli. Því er það ekki skiljanlegt nútíma mönnum, hvernig var hægt að koma upp svo stórum barnahóp við þær aðstæður, sem þar voru þá. Systkinin í Kotinu, eins og það var kallað í daglegu tali, voru marghert með erfiðisvinnu, sem nánast var oft á tíðum hreinn þrældómur, til að sjá fjölskyld- unni farborða. Og þó, eða ef til vill þess vegna, náðu þau góðum þroska til líkama og sálar. Ég kynntist töluvert tveimur systkinum Karólínu, þeim Stefáni og Kristínu. Þau eru mér bæði mjög minnisstæð og höfðu til að bera mikla mannkosti. Sérkenni þessara systkina var óvenjulegur frásagnarhæfileiki, þó Stefán bæri þar af að þessu leyti. Ég hef engum manni kynnst, sem sagði jafn vel frá liðnum atburðum. Nú eru liðin 34 ár síðan ég heimsótti í fyrsta sinn Karólínu og Guðmund á Böðmóðsstöðum. Þar var vor í lofti, sunnanþeyrinn hjalaði við brumhnappa skógarins og fyrstu sumargestirnir voru komnir í Laugardalinn. Ferð okkar sóttist seint fram dalinn eftir malarlausum mold- argötunum. Skillandsá var þá óbrúuð og í miklum vexti. En yfir ána komumst við, og um kvöldið á áfangastað, eftir miklar tilfær- ingar og talsverða eftirvæntingu. Við vorum tæpar þrjár klukku- stundir frá Laugarvatni að Böð- móðsstöðum. — Ég var kominn heim til foreldra unnustu minnar í fyrsta skipti, öllum ókunnugur. Margt var það sem mér kom á óvart, og hef ef til vill aldrei skilið. En eitt duldist mér ekki. Á þessu heimili hafði gerst merkileg saga. Hér fæddust 15 systkini á 17 árum. Fjórtán þeirra ólust hér upp, og báru þess engin merki, að þau hefðu búið við kröpp kjör. Þvert á móti. Alty benti til hins gagnstæða. Þroski og annað at- gervi þessa stóra systkinahóps var síst lakara en á þeim bæjum, þar sem börnin voru fá og efnin nóg. Klæðnaður heimilisfólksins, hús- næði og búnaður þess báru vott um nýtni, hugvit og nægjusemi. Kreppuárin á fjórða áratugnum þrengdu mjög að alþýðu þessa lands, jafnt til sjávar og sveita. Flestir áttu fullt í fangi með að sjá sér og sínum farborða, þó ekki væri þeir barnmargir. í lok áratugarins barst mæði- veikin í Laugardalinn og hjó hún stórt skarð í fjáreign þeirra á Böðmóðsstöðum. Það var erfiðasta áfallið, sem Karólína og Guð- mundur urðu fyrir á sínum bú- skaparárum. Mörgum var það ráðgáta, hvernig Böðmóðsstaða- hjónin fóru að því á þessum árum að afla nægra fanga handa stóra hópnum sínum. Þá voru að jafnaði 18 til 19 manns í heimili á Böðmóðsstöðum. Ekki voru þá greiddar fjölskyldubætur eða ann- ar stuðningur veittur barnmörg- um fjölskyldum. Ekki fengu gam- almennin tvö neinn ellilífeyri. Alls þess, sem fjölskyldan gat veitt sér, varð hún að afla sjálf með ein- hverjum hætti. En hvaða skýringar voru þá á því, að þetta tókst hér á þessari afskekktu jörð, sem var þá langt frá alfaraleið, vegalaust og án tækni nútímans? Eða var það meðal annars þess vegna? Ég vissi, að sjóðandi hverinn, sem er rétt neðan við bæinn, var notaður til að hita hann upp. — Ég vissi einnig, að Brúará og Hagaós gátu verið gjöful, en slík veiði var erfið og tímafrek, og ekki árennilegt fyrir einyrkja með hjálp hálfvaxinna barna að sækja þangað fanga. Enda reyndi mjög á snarræði og karlmennsku Guð- mundar í þessum veiðiferðum, og óvíst að aðrir hefðu farið í hans spor. Margar sagnir hef ég heyrt af fangbrögðum hans við Brúará, bæði í veiðiferðum og einnig er hann ferjaði fólk yfir ána. Oft munaði mjóu að illa færi, en alltaf bar hann sigur af hólmi, stundum með óskiljanlegum hætti að ann- arra dómi. En þrátt fyrir þessi hlunnindi jarðarinnar þurfti annað og meira að koma til, svo það sé skiljanlegt okkar samtíð, hvernig þau hjónin, með aðstoð móður Guðmundar, fóru að því að koma upp þessum stóra barnahópi við þær aðstæður, sem voru á Böðmóðsstöðum á þessum árum. Á því heimili mun lítið hafa verið rætt um 40 stunda vinnu- viku, hvað þá mánaðarorlof. Eftir að hafa staðið með orfið og hrífuna frá morgni til kvölds, var oft íarið með netin í ána. Og þá varð svefntíminn ekki alltaf lang- ur. Og þegar Karólína fór ekki með í veiðiferðina fór hún að gera við fatnað eða skó, á meðan hún beið með tilreidda hressingu handa þeim, sem leituðu fanga í Brúará. Stundum gerði hún flat- brauð, svo hún gæti verið lengur á engjunum næsta dag. Og þó vinnudagurinn væri orðinn lang- ur, þá var ekkert gauf á henni við brauðgerðina. Aldrei hef ég séð eins mikinn handflýti eins og við brauðgerðina hjá Karólínu, og hef ég þó oft séð t.d. síld saltaða af vönum stúlkum. Lífsbaráttan var hörð hjá hjón- unum á Böðmóðsstöðum, en fjöl- skyldan var vinnusöm, samhent og samtaka, og lyfti þess vegna því Grettistaki að afla þess, sem með þurfti hverju sinni. Karólína og Guðmundur eignuð- ust15 börn: 1. Guðbrandur, f. 16. maí 1919, d. 12. júlí sama ár. 2. Guðbjörn, f. 16. júní 1920, kvæntur Herdísi Guðmundsdóttur. 3. Ólafía, f. 29. ágúst 1921, gift Guðmundi Krist- jánssyni. 4. Aðalheiður, f. 18. des. 1922, gift Jóni Einarssyni. 5. Kristrún, f. 2. apríl 1924. 6. Jóna Sigríður, f. 11. maí 1925, gift Árna Sigfússyni. 7. Valgerður, f. 10. janúar 1927, gift Ólafi H. Pálssyni. 8. Lilja, f. 19. júlí 1928, gift Ingimundi Einarssyni. 9. Fjóla, f. 19. júlí 1928, gift Stefáni Val- geirssyni. 10. Njáll, f. 9. september 1929, ókvæntur. 11. Ragnheiður, f. 29. mars 1931, ekkja, hennar maður var Jón H. Jörundsson, skipstjóri, drukknaði 1962. 12. Árni, f. 13. júní 1932, kvæntur Erlu Erlendsdóttur. 13. Guðrún, f. 18. júní 1933, d. 20. apríl 1974, hún var gift Walter H. Jónssyni. 14. Herdís, f. 14. september 1934, gift Vilhjálmi Sigtryggssyni. 15. Hörð- ur, f. 30. janúar 1936, kvæntur Maríu Pálsdóttur. Afkomendur Karólínu og Guð- t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, LILJA GUDMUNDSOOTTIR, Skúlagötu 80, andaöist á Landspítalanum 2. apríl. Alfreö Jónsson, Sigríður Kristinsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Magnús Sveinbjörnsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Oddur Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar. ÁSGERÐUR SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Hellíssandi, Skólabraut 35, Saltjarnarnesi, lést í Landspítalanum 1. apríl. Börnin. t Bróöir okkar, KJARTAN ÞÓROARSON, f.v. loftskeytamaður, andaöist aö Hrafnistu 2. apríl sl. Jaröarförin auglýst síöar. Erlendur Þórðarson, Ragnheiður Lílja Lennon, Halldór Þóröarson. t Útför ELÍASAR KÆRNESTED PALSSONAR fer fram frá ísafjaröarkirkju mánudaginn 6. apríl nk. kl. 14. Aöstandendur. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, HARALDUR BACHMANN, Selfossi, veröur jarðsunginn frá Selfosskirkju þriöjudaginn 7. apríl kl. 2. Margrét Jónsdóttir, íris Bachmann, Skarphéöinn Sveinsson, Elín Bachmann, Höröur Bergsteinsson, Olafur Bachmann, Hrafnhildur Jóhannsdóttir og barnabörn. t Útför móöurbróöur míns, BJÖRNS BERGMUNDSSONAR, Nýborg, Vestmannaeyjum, veröur gerö frá Landakirkju í dag laugardaginn 4. apríl kl. 2. Fyrir hönd ættingja. Birna Berg. Alúöarþakkir t fyrir samúð og vináttu viö andlát og útför konu minnar. GUÐBRANDÍNU TÓMASDÓTTUR. Fyrir hönd barna okkar og annarra ættingja, Ottó Guðjónsson. ATHYGLI skaL vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.