Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 3 Þorvaldur Garðar Krístjánsson: Vinnubrögð orkuráð- herra eru ámælisverð Stjórnarskipun Orkustofnunar án laga- ákvæða, deildarskipting án reglugerðar I>orvaldur Garðar Kdstjáns- son (S) veittist hart að Hjörleifi Guttormssyni. orkuráðhcrra. fyrir vinnubröKð við skipun stjórnar Orkustofnunar með SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur nú undirritað samninga um smíði á 5 vertíðarbátum o« fleiri slíkir munu vera á döfinni. Enn er þó beðið tilskilinna leyfa og smíði þeirra þvi ekki hafin. þeim hætti að orkaði tvimælis, lagaleKa séð. I»á taldi Þorvaldur að ráðhcrra hcfði heldur ekki staðið rétt að verki varðandi deildaskiptinKU stofnunarinnar. Bátarnir eru tvenns konar, 160 lesta og 230 og verða búnir tækjum til neta-, línu- og botn- vörpuveiða, en Slippstöðin telur sig geta smíðað nokkur slík skip á 2 til 3 árum. Þorvaldur Garðar vitnaði til Orkulaga nr. 58/1976, sem m.a. fjölluðu um tvær stofnanir á sviði orkumála: Orkustofnun og Raf- magnsveitur ríkisins. Lögin hefðu ekki kveðið á um sérstaka stjórn fyrir þessar stofnanir, sem heyrðu undir orkuráðuneytið, en heimil- uðu deildaskiptingu að undan- genginni setningu reglugerðar þar um. Þegar RARIK var sett sérstök stjórn 1974 var það gert með sérstökum lögum, sagði Þorvald- ur, og þannig hefði einnigt átt að standa að verki nú. í þessu tilfelli stendur ráðherra hinsvegar að deildaskiptingu Orkustofnunar, án þess að gefa fyrst út reglugerð þar um, svo sem orkulögin kveða á um, og skipar stofnuninni auk þess sérstaka stjórn án lagasetn- ingar þar um, vitandi um frum- varp sem er í umfjöllun Alþingis og kveður á um þingkjörna stjórn hennar. Alþingi hefur ekki verið svo mikið sem kunngjört um hina bréfskipuðu stjórn Orkustofnun- ar, sem ráðherra stendur að. Vitnaði Þorvaldur Garðar til Stjórnarfarsréttar Ólafs Jóhann- essonar, varðandi stjórnarathafn- ir af þessu tagi, sem og vinnu- bragða í orkuráðuneyti og á Al- þingi er RARIK var sett stjórn með sérstakri löggjöf Alþingis. Taldi Þorvaldur Garðar vinnu- brögð ráðherra í hæsta máta ámælisverð þó hann vildi ekki staðhæfa að þau vörðuðu ógild- ingu. Hjörleifur Guttormsson, orku- ráðherra, sagði m.a. að ríkisend- urskoðun hefði hafið könnun á stjórnsýslukerfi og innra skipu- lagi Orkustofnunar 1979, sam- kvæmt heimild í Ólafslögum, en starfshópur á vegum ráðuneytis- ins, sem fjallað hafi áframhald- andi um málefni stofnunarinnar, hefði m.a. lagt til að henni væri sett stjórn með þeim hætti sem nú væri orðið. Alþingi gæti að sjálf- sögðu mælt fyrir um aðra skipan eftir sem áður. Nánar verður sagt frá þessu máli á þingsíðu Mbl. síðar. Páskafrí Alþingis til 27. apríl nk. Þingmenn héldu í Páska- frí síðdegis í gær eftir að hafa sett tvenn lög: 1) um olíugjald til fiskiskipa og 2) lánsfjárhcimildir rikisstjórn- ar 1981, borið fram fyrir- spurnir til forsætisráðherra um „hjöðnun verðbólgu“ (Lárus Jónsson) og til land- húnaðarráðherra um fram- kvæmd þingsályktunar frá 1978 um visindalega rann- sókn á lifnaðarháttum æðar- fugls (Sigurlaug Bjarnadótt- ir). hlýtt á svör ráðherranna og fjallað um þau í umræðu. I>á fór og fram utandag- skrárumræða um skipan iðn- aðarráðherra á sérstakri stjórn yfir Orkustofnun (sjá frétt þar um í Mbl. i dag). Ráðgert er að Alþingi komi saman á ný til starfa mánu- daginn 27. apríl nk. Slippstöðin hefur gert samn- inga um smíði 5 vertíðarbáta Að sögn Gunnars Ragnars, for- stjóra Slippstöðvarinnar hefur verið samið um smíði þriggja báta fyrir Vestmanneyinga, einn mun fara til Friðþjófs hf. á Eskifirði og annar til Kaldbaks á Grenivík. Friðjón Þórðarson um Sementsverð- hækkunarmálið: Gef engar yfirlýs- ingar „ÉG GEF engar yfirlýsingar í því máli. það er allt i athug- un,“ sagði Friðjón Þórðarson. er Mbl. spurði hann um gang sementsverðshækkunarmals- ins, en eins og komið hefur fram i fréttum bar Friðjón skilaboð um leyfisveitingu ríkisstjórnarinnar til hækk- unar sements, þrátt fyrir að lögboðið leyfi frá Verðlags- ráði væri ekki fyrir hendi. Ekki vildi Friðjón tjá sig að neinu öðru leyti um málið og er Mbl. spurði hann hvað gerst hefði ef málið hefði verið kært af hendi Verðlagsráðs sagði hann: „Þeir eiga það við viðsk- iptaráðherra. Hann er þeirra yfirmaður." — Er ágreiningur innan rík- isstjórnarinnar um málið? „Nei. Það er það ekki beint. Málið er bara þannig vaxið," sagði hann að lokum. Tilboð opnuð í viðgerð Sig- urbárunnar Lægsta tilboðið frá Slippstöðinni TILBOÐ i viðgerð Sigurbárunnar VE. sem strandaði á Skógarfjöru fyrir skömmu. voru opnuð i gær og átti SlippstfWiin á Akureyri lægsta tilboðið, en enn hefur ekki verið ákveðið hvaða tilboði verður tekið. Það er Björgun hf. sem býður verkið út, en fyrirtækið keypti skipið á strandstað og kom því til hafnar í Reykjavík. 4 tilboð bárust i verkið og eins og áður segir var tilboð Slipp- stöðvarinnar lægst, 320 þúsund doll- arar, eða rétt rúmlega 2,1 milljón. Önnur tilboð sem bárust voru frá Stálvík hf., rúmlega 2,2 milljónir, Stálsmiðjunni, tæpar 2,8 milljónir og frá skipasmíðastöðinni Herði, rúm- lega 3.1 millión. Dagleg notkun Palmolive með olivuolíu heldurhúðinni mjúkri og ferskri. Olivuolían gengur inn í húðina og kemur í veg fyrir að hún þorni. Palmolive með ljúfri angan er svo mild, að hún hæfir jafnvel viðkvæmustu barnshúð. Láttu Palmolive verða hluta af daglegri snyrtingu þinni. Paimolive er annað og meira en venjuleg sápa. Ný óþekkt tilfinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.