Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 COSPER Bolla af jurtatei! inn! Laknir hvaða töflur voru það sem þér gáfuð manninum mín- um? HÖGNI HREKKVÍSI ■**5 e 1981 McNaught Synd , Inc. HANN VIIL TAKA WTT JEM ÖREK-AKYN / * AÖur en óvildar- mönnum er trúað Björn Halldórsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Eg get ekki lengur setið á mér að andmæla þeim dæmalausa og að okkar dómi furðulega áróðri, sem nú að undanförnu hefur mátt lesa í dagblöðum borgar- innar um hina ágætu ferða- skrifstofu Samvinnuferðir/ Landsýn. Fyrir hönd fjölskyldu minnar er mér mjög ljúft að lýsa hér með því gagnstæða yfir. Við höfum átt þess kost að njóta ágætra starfskrafta þeirrar skrifstofu og verið mjög ánægð. Við höfum farið til Júgóslavíu og Italíu og notið mjög svo ágætrar þjónustu bæði hér heima og ekki síður þegar út var komið undir leiðsögn, hæfustu leiðsögu- manna. Vil ég hér koma á framfæri okkar besta þakklæti til forráðamanna skrifstofunnar fyrir lipra og góða þjónustu. Hver er tilgangurinn með þessum upphrópunum? Fólki hefur orðið tíðrætt um „maíferðina" svokölluðu á sl. ári. Um alla Evrópu var veðurfar þá með því versta sem komið hafði, því miður, um áraraðir, og fóru ítalir ekki varhluta af því. Að sjálfsögðu setti það „strik í reikninginn" og nærri má geta, hvort heimamenn hafi verið undir það búnir, og því fór sem fór. En skrifstofan tók á sig sökina og bætti úr, eins og fram kom í fjölmiðlum, eftir því sem í hennar valdi stóð. Ég get einnig látið mér detta í hug að þar sem þá var verið að „nema land“, ef svo má að orði komast, hafi þeir sem vildu vita mátt búast við að því gátu fylgt ófyrirsjáanleg óhöpp, sem flestir reyndu að bæta úr sameiginlega, en ekki að hrópa um alla heimsbyggðina! Ég get mjög vel skilið, að þeir sumardvalargestir, sem að sjálf- sögðu hafa búist við góðri og ánægjulegri dvöl á frægri sólar- strönd, hafi ekki verið hressir í bragði, en ég er jafnviss um að það hafa forráðamenn viðkom- andi ferðaskrifstofu ekki verið heldur. Til þess er samkeppnin of mikil um þær fáu sálir, sem vilja og geta notið þeirrar ánægju sem fólgin er í velheppn- aðri sólarlandadvöl. En hver er svo tilgangurinn með þessum upphrópunum nú, ári seinna? Það fæ ég ekki skilið, og svo er um fleiri. Veit að um lægra verð er að ræða Hvað varðar samning þann, sem Samvinnuferðir/Landsýn gerðu við hið danska flugfélag og þann samanburð sem gerður hefur verið á verði og sýnist sem verið sé að reyna að mistúlka, langar mig að spyrja, hvort ekki getið verið um að ræða einhvern aðstöðumun. Eða hafa gagnrýn- endur kynnt sér það? Einnig veit ég að um lægra verð er raunverulega að ræða, og væri vel ef væntanlegir dvalar- gestir kynntu sér það, áður en þeir trúa óvildarmönnum ferða- skrifstofunnar. Eftir að hafa kynnst þjónustu þessarar ferða- skrifstofu, veit ég að þar er lagt kapp á að öll þjónusta sé vel og samviskusamlega af hendi leyst. Og sem betur fer er það reynsla allra þeirra sem ég þekki. Vil ég hér með nota tækifærið og koma á framfæri okkar bestu þökk- um.“ ■ Ömurlegur aðbúnaður og algjört skipulagsleysi Ein óánægð skrifar: „Mig langar til að taka undir orð Riminifara sem skrifar þér 7. apríl, Velvakandi góður. Ég var ein af þeim sem létu blekkj- ast af ótímabærum fagurgala Samvinnuferða síðastliðið vor, því miður. Jafn ömurlegan að- búnað og algjört skipulagsleysi af hálfu ferðaskrifstofu get ég varla hugsað mér. Ekki hægt að kvarta við neinn Við vorum í u.þ.b. 30 manna hóp, sem var „parkerað" fyrir riorðan Rimini-borg, og vorum við algjörlega einangrtið frá hin- um 200, sem voru fyrir sunnan. Þar af leiðandi urðum við útund- an með alla þjónustu frá ferða- skrifstofunni. Það átti að heita svo, að fararstjóri væri til við- tals í einn klukkutíma 5 daga í viku, en það var ekki nærri alltaf sem hann mætti á staðinn. Þá var ekki hægt að kvarta við neinn, nema Itala nokkurn sem talaði ekkert nema sitt móður- mál, utan nokkur orð í ensku, sem enginn annar skildi. Sjaldan notið eins vel ferðalýsingar! íbúðin sem okkur var úthlutað var með heils árs skít, eða jafnvel tveggja ára, kóngulóar- vefur í öllum hornum, óhrein gluggatjöld o.s.frv., í einu orði sagt ógeðsleg. Skipulagsleysið lýsir sér t.d. í því að okkur var boðið upp á þrjár skoðunarferð- ir, allar í sömu vikunni (við vorum þó í þrjár vikur). Þar af var okkur einu sinni troðið með Þjóðverjum og Frökkum, af því að ekki var pláss fyrir okkur „norðan-menn“ í rútunum sem fluttu stóra hópinn, er bjó fyrir sunnan Rimini. Og það get ég sagt þér, Velvakandi góður, að sjaldan hef ég notið eins vel ferðalýsingar og fróðleiks um land og þjóð eins og í þeirri ferð! Við höfðum að- eins ítalann Þetta er nú reynsla mín af Samvinnuferðum. Ég veit að flestir sem voru í þessari ferð fengu allt að 50% af því sem ferðin kostaði endurgreitt þegar komið var heim, þ.e. fólkið sem hafði einhvern til að kvarta við. En við höfðum aðeins Italann. Þess vegna þurftu Samvinnu- ferðir ekki að borga okkur til baka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.