Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Samkór Self oss heldur tónleika UM ÞESSAR mundir er að hefjast lokaátak vetrarstarfs Samkórs Seifoss, eftir þrotlausar æfingar, allt frá 20. okt. sl. en æfingar hafa verið tvisvar i viku frá þeim tíma. Fyrsti konsert kórsins verður á annan dag páska kl. 16 i íþróttahöll Gagnfræðaskólans á Selfossi. Þá verður konsert að Flúðum i Hrunamannahreppi 24. april og að Félagslundi i Gaulverjabæjar- hreppi 30. april. # .... Efmsskrá er fjölbreytt. M.a. óperukórar, t.d. Sigurkórinn úr óperunni Aida og Fangakórinn úr óperunni Nabucco, eftir G. Verdi. Einnig verða flutt lög eftir stjórnandann, Björgvin Þ. Valdi- marsson og lög eftir tvo kórfé- laga. Undirleikari kórsins er Geir- þrúður Bogadóttir, en auk hennar leika undir fjórir blásarar úr Tónlistarskóla Selfoss. Alr<a.VslNCiASIMI\N ER: £7^. 22480 JlUrgunblabib Gagnrýnin í blaðinu í gær um einþáttungana, sem sýndir eru á Litla sviði Þjóðleikhússins, er eftir Ólaf M. Jóhannesson en ekki Jó- hann Hjálmarsson eins og missagt var. Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistökum. mz 1 * ' 1 ... r.* ,Þegar þú þarft að kippa í gang hjá vini þínum' Olían LLSUPERPUUS ,sem er eins og sniðin fyrir íslenskar aðstæður! Nýja fjölþykktarolían frá Shell tekur langt fram þeim kröfum, sem bifreiöaframleiö- endur hafa sett um gæöi og endingu olíu fyrir nýjustu gerðir bílvéla. Shell Super Plus myndar níðsterka húö, sem verndar slitfleti vélarinnar allan eðli- legan notkunartíma olíunnar. Vél varin með Super Plus endist lengur og þarfn- ast síður viöhalds. Eiginleikar Shell Super Plus hæfa tíðum hitasveiflum íslenskrar veðráttu. Fjöl- þykktareiginleikar Super Plus gera gangsetningu auðvelda í kulda, og veita hámarksvernd við mesta álag, t.d. þegar kippa þarf í gang hjá kunningja. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast mikinn þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áður gert. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir ,,SHELL“ vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.