Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 1

Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 91. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Biggs er kominn til Brazilíu Rio do Janciro. 24. april. — AP. BREZKI lestarræninKÍnn Ronald Bíkks kom i daií til Brazilíu á ný, 40 döKum eítir að honum var rænt ok hann fluttur til Barba- dos. þar sem hann átti yfir höfði sér að verða framseldur til Bret- lands. Hæstiréttur Barbados ákvað i Kær. að Bíkks skyldi látinn laus ok flauK hann þá þeKar aftur til Brazilíu. Á fluKvellinum í Rio de Janeiro tók sex ára gamall sonur Biggs fagnandi á móti honum. Biggs sagði við komuna til Brazilíu að hann vonaðist til þess, að þeir sem rændu honum yrðu framseldir til Brazilíu og dæmdir þar fyrir verknaðinn. John Miller, forstjóri brezks öryggisgæzlufyrirtækis, sem fékk greitt fyrir að ræna Biggs á dögunum, sagði í dag, að hann samgleddist Biggs innilega. „Þetta mál var aldrei persónulegt okkar í milli, við gerðum aðeins það, sem við fengum greitt fyrir,“ sagði Miller í viðtali við brezka blaðið Sun. Lestarræninginn Ronaid Biggs setur Mike son sinn, sem er 6 ára, á háhest á flugvellinum i Rio de Janeiro við komuna þangað i gær. (Símamynd AP). Fellur sænska ríkisstjórnin? Stokkhólmi. 24. april, frá Gudfinnu RaKnarsdóttur. fréttaritara Mbl. FELLUR sænska stjórnin á lof- orðum sinum um að lækka skatt- ana? Þetta er spurning, sem margir spyrja sig í dag eftir viðræður stjórnarinnar og jafnað- armanna um skattamál. Það var i febrúar, sem stjórnin lofaði að lækka skatta á síðustu þénuðu krónunni fyrir alla laun- þega, svo jaðarskattar yrðu ekki hærri en 50%. Undanfarnar vikur hefur stjórnin setið að samning- um með jafnaðarmönnum og nú virðast miðflokkurinn, þjóðar- flokkurinn og jafnaðarmenn nokkuð á sama máli, en hægri fiokkurinn tekur algera afstöðu gegn þeim tillögum, sem fyrir lÍKKja. Tillögurnar fela í sér, að aðal- skattalækkanirnar verða ári seinna en upphaflega hafði verið lofað og koma til framkvæmda 1984 og 1985 en eingöngu verður um minni háttar lækkun að ræða 1983. Skattatillagan í núverandi mynd er í stórum dráttum lík upphaflegri tillögu jafnaðarmanna, og er þar m.a. gert ráð fyrir minnkuðum frádráttarmöguleikum. Gösta Bohman, efnahagsmála- ráðherra, leiðtogi hægri manna, sagði í dag, að skattatillagan hefði marga galla, sem flokkurinn gæti ekki sætt sig við og bæri þar hæst frádráttarreglurnar. Einnig væru það svik við kjósendur að seinka lækkununum. Palme, leiðtogi jafnaðarmanna, lýsti í dag ánægju sinni yfir því, hve mikið tillit stjórnin hefði tekið til tillagna jafnaðarmanna. Stjórn- arflokkarnir munu taka endanlega afstöðu til skattamálsins á þing- flokksfundum á þriðjudag, en ekki er talið líklegt að hægri flokkurinn hviki frá afstöðu sinni. Fálldin forsætisráðherra hefur lagt mikið upp úr því að ná samstöðu á þingi um þetta mál, en hvort hann er reiðubúinn að fórna ríkisstjórninni fyrir stuðning stjórnarandstöðunnar er óvíst. Dragi hægri flokkurinn sig úr stjórninni fellur hún og boða verð- ur til nýrra kosninga. Suslov komínn til Moskvu eftir skyndif und í V ars já Varsjá. 24. apríl. — AP. SOVEZK sendinefnd undir íor- ystu Mikhail Suslovs, helzta hug- myndafræðings sovézka komm- únistaflokksins, hélt i dag heim frá Varsjá, eftir að hafa átt viðræður við pólska ráðamenn. Ekkert var látið uppi af opin- berri hálfu um umræðuefni Susl- ovs og Pólverja, en fundur verður i miðstjórn pólska kommúnista- flokksins nk. miðvikudag og er þá búizt við að linurnar skýrist. Málgagn pólsku stjórnarinnar, Trybuna Ludu, sagði í dag í fyrsta sinn, að viss „öfgaöfl" væru áhrifamikil innan Samstöðu, hinnar frjálsu verkalýðshreyf- ingar í landinu. I fréttablaði Samstöðu sagði í dag að aukinn ágreiningur væri innan samtak- Mikhail Suslov anna, en þar eru stjórnvöld jafn- framt vöruð við því að reyna að færa sér hann í nyt. Nýjar viðræður Samstöðu og ríkisstjórnarinnar um ýmis laga- leg atriði er varða m.a. aðgang Samstöðu að fjölmiðlum munu fara fram í næstu viku. Vestrænir fréttaskýrendur benda á að í frásögnum PAP, hinnar opinberu fréttastofu Pól- lands, af viðræðum Suslovs og pólskra ráðamanna í gær hafi hvergi verið gefið til kynna að horfið yrði frá þeim umbótum, sem Samstaða hefur haft for- göngu um. I fréttum PAP kom fram að Suslov hafi lýst ánægju með viðleitni Pólverja til að hafa hemil á ástandinu, en bent er á að Bolfast, London. 24. april. AP. Öfgasinnaðir mótmæl- endur á Norður-írlandi sögðu í dag að til borgara- stríðs gæti komið þar, gripu kaþólskir menn til ofheldis ef Bobby Sands, einn leiðtoKa írska lýð- veldishersins (IRA), létist af völdum hungurverk- fallsins. sem hann hefur verið í undanfarna 55 daga. Talsmaður mótmælendanna sagði að rúmlega 50 þúsund vopn- um búnir menn myndu taka til sinna ráða gegn írska lýðveldis- hernum gripu þeir til ofbeldis vegna Sands. IRA-menn hafa hót- að öllu illu látist Sands. Tveir fulltrúar í mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins, Dani og Norðmaður, komu í dag til London að ósk ættingja Sands til að kynna sér mál Sands. Búizt er við að þeir haldi síðan til Belfast, kanni aðstæður í fangelsinu þar_ sem Sands er í haldi, og ræði við hann. hann hafi ekki sagst vera viss um að þeir réðu við það. PAP-fréttastofan greindi frá því í dag, að um 216 þúsund félagar í pólska kommúnista- flokknum, eða 7% félaga, hefðu sagt sig úr honum eða verið reknir á undanförnum sex mánuðum. Engar skýringar voru gefnar á þessu. Blóðugu borgar^stríði hótað á Norður-írlandi Atlantamorðin: Lögreglan leitar ungs blökkumanns Atlanta. 24. april. AP. LÖGREGLAN í Atlanta leit- ar nú að 21 árs gömlutn blökkumanni. Jimmy Payne að nafni. sem hugsanlega er talinn tengjast barnamorð- unum tiðu þar i borg. Mannsins er leitað á grundvelli framburðar konu einnar, sem telur sig hafa séð til Payne í nágrenni sex þeirra staða, þar sem lík hinna myrtu fundust. Að sögn lögreglunnar er vitni þetta ekki „mjög trú- verðugt", en mannsins er engu að síður leitað og aðrar ráð- stafanir hafa verið gerðar til að sannreyna framburð kon- unnar. Iieagan aflóttir kornsölubanni WashinKton. 24. apríl. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti ákvað í dag að aflétta kornsölu- banni af Sovétríkjunum. en það var sett á af fyrirrennara hans eftir innrás Sovétríkjanna í Afg- anistan fyrir 16 mánuðum. í yfirlýsingu Reagans vegna máls- ins sagði, að kornsölubannið hefði lagt ósanngjarnar byrðar á herðar bandariskra bænda. Hann varaði Sovétmenn við þvi að misskilja ákvörðun sina, Banda- ríkin fordæmdu innrásina i Afg- anistan jafn harðlega og fyrr og myndu staðfastlega mæta ásælni Sovétmanna um allan heim. Ekki er búizt við að Sovétmenn muni festa kaup á bandarísku korni þegar í stað, þótt banninu hafi verið aflétt. Sovézka frétta- stofan Tass sagði í dag, að korn- sölubannið hefði engin áhrif haft í Sovétríkjunum, en hins vegar al- varlega skaðað bandaríska hags- muni. Bannið hefði einnig sýnt, að Bandaríkin væru óáreiðanleg í viðskiptum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.