Morgunblaðið - 25.04.1981, Qupperneq 17
orðið „fundamentalismi"): annað
leggur trú til grundvallar, hitt
leggur vísindi til grundvallar.
Ef trúin er skoðuð sem grunnur-
inn, þá eru vísindin oft talið góð
og gild svo lengi sem þau hrófla
ekki við trúnni, reyna ekki að
leysa hana af hólmi eða koma í
hennar stað.
Ef vísindin eru skoðuð sem
grunnurinn, þá er litið á trúna
sem vanþróuð vísindi eða sem
viðleitni til að gera sér ljós
fyrirbæri sem vísindin hafa ekki
enn megnað að ná tökum á eftir
öruggum leiðum.
Dr. Björn Björnsson, prófessor
í guðfræði, fjallaði um Trú og
stjórnmál og hafði m.a. þetta að
segja:
Ég hefi áður hreyft þeirri hug-
mynd, að fyrsta skrefið gæti verið
að efna til umræðna um þjóðmál
innan safnaða kirkjunnar. Þar
væru hinir ýmsu þættir þessara
mála, efnahagsmál, húsnæðismál,
félagsmál, uppeldis- og skólamál,
ræddir í ljósi kristilegrar lífsskoð-
unar. Á grundvelli slíkrar um-
ræðu innan safnaðanna gæti risið
þjóðmálahreyfing kirkjunnar.
Hreyfing kirkjunnar manna,
óbundin flokkspólitískum viðmið-
unum, sem skipar í öndvegi
manngildishugsjón kristinnar trú-
ar. Á þessum vettvangi má kirkj-
an gjarnan koma fram sem þrýsti-
hópur, sem þrýstir á hið pólitiska
valdakerfi í nafni mannúðar og
umhyggju fyrir náunganum.
Þór Magnús-
son, þjóðminja-
vörður flutti er-
indi um Kirkju-
list fyrri alda
og sagði í upp-
hafi síns erind-
is:
Það, sem varðveitt er af kirkju-
list fyrri alda á íslandi, er sumt af
innlendum toga spunnið, en hitt er
þó miklu meira, sem erlent er, eins
og vænta má. Tengsl kirkjunnar
við útlönd voru afarmikil á mið-
öldum, kirkjan er alþjóðleg stofn-
un og því lætur að líkum, að gripir
hennar hafi verið steyptir meira
eða minna í sama mót. Þeir voru
við það miðaðir að notast við
helgihald kirkjunnar, sem var
fastákveðið og lítt breytilegt frá
einu landi til annars.
Dr. Guðmundur Magnússon,
háskólarektor, flutti erindi um
Trú og markaðsskipulag og sagði
þá m.a.
Eftirtektarvert er að bæði í
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
17
ríkjum sem kennd eru við frjáls-
hyggju og skipulagshyggju mynda
trúfélög mótvægi á ýmsum sviðum
gegn skaðlegum áhrifum aukinna
ríkisafskipta. Þannig eru það helst
trúfélög sem reka einkaskóla á
Vesturlöndum eftir að menntun
varð að samneyslu. Á ég þá
aðallega við grunnskóla- og fram-
haldsskólastig. Er það áreiðanlega
til að örva heilbrigða samkeppni á
þessu sviði. I Póllandi hefur kirkj-
an orðið það afl sem helst getur
fengið einhverju áorkað til að
auka frelsi einstaklinga og sam-
taka. í félagsmálapakka þar í
landi var samið um messur á
sunnudögum og mér er sagt að
Pólverjar hafi sent Bresjnef
kirkjutónlist í afmælisgjöf.
ÖÁrni Berg-
mann, ritstjóri,
fjallaði um Trú
og sósíalisma
og sagði i lok
erindis sins:
Kristni og sósíalismi eru veiga-
mikill þáttur þeirra vona sem
mannkynið á kost á. Báðar þessar
vonir hafa verið misnotaðar herfi-
lega af valdhöfum. Og þeir sem
telja sig kristna og/eða sósíalista
hafa sjálfir brugðist þessum von-
um sem þeir kölluðu sínar: þeir
hafa afneitað þeim í verki, með
sljóleika, með kröfuleysi til sjálfra
sín, með því að gera sér trú og
hugsjón að ókeypis aðgöngumiða
að auðveldum lausnum. Og á
meðan er beðið eftir því að haninn
gali í þriðja sinn. Okkar tími kann
mörg ráð til að láta öll ljós
slokkna, og því fara þeir með þarft
mál sem beita sér fyrir því að
þessar vonir tvær njóti nokkurrar
birtu hvor af annarri.
Jón Sigurðsson,
ritstjóri nefndi
erindi sitt,
Kristni og is-
lensk þj()ð-
menning og
sagði m.a.
Kristnir menn verða sjálfir að
axla ábyrgðina á því að margir
telja að kristni sé aðeins falin í
hefðbundinni prestþjónustu og
eigi ekki að vera til óþæginda um
fram það. Það er einnig sök
kristinna manna að margir álíta
að þeir telji sig „betri og vand-
aðri“ en aðra, eða að um kristni
verði aðeins fjallað með geistlegu
orðfæri. Að sama skapi er það
þeirra sök að margir álíta að
menningarmál, skáldskapur, bók-
menntafræði, söguskoðun og þjóð-
menning sé kristninni óviðkom-
andi og á annarra færi.
Hér hefur því verið haldið fram
að í þessu ástandi felist hætta
íslenskri þjóðmenningu og þjóð-
erni. Samkvæmt þessu er það
mikilvægasta menningarverkefnið
framundan að snúa af þessari
braut. Á ný verður að leggja
áherslu á kristinn sið sem undir-
stöðu þjóðmenningarinnar og
kristnar mælistikur verður á ný
að bera við menningarleg og
fræðileg viðfangsefni til þess að
varpa ljósi á íslenskt þjóðerni og
glæða sjálfsskynjun og sjálfs-
skilning þjóðarinnar.
Gunnlaugur
Stefánsson,
fyrrv. alþingis-
maður flutti er-
indi sem hann
kallaði Kirkja
og alþingi og
sagði i sínum
lokaorðum:
Eðli málsins samkvæmt hlýtur
það að vera í hróplegri mótsögn
við grundvöll og eðli fagnaðarer-
indisins að kirkjan selji ríkisvald-
inu ákvörðunarvald í mikilvæg-
ustu skipulagsmálum sínum.
Kirkjunni ber í framtíðinni að
leggja á það megináherslu í við-
ræðum við ríkisvaldið að hún fái
fullt forræði og fulla sjálfsstjórn í
málum sínum. Öðruvísi getur hún
ekki kallast virkur samverkaaðili í
sístæðri sköpunarbaráttu Guðs.
Gunnlaugur A. Jónsson, biaða-
maður fjallaði um Kirkjuna og
heimsmálin og sagði m.a.
Það eru aðstæðurnar á hverjum
stað sem segja kirkjunni til um á
hvern hátt kærleikanum verður
best þjónað og kærleikurinn er
ratvís á réttu leiðina.
Það er því tæpast við því að
búast að kirkjan í heild sinni móti
ákveðna stefnu til heimsmálanna.
Hún verður ekki rifin upp úr
umhverfi sínu og aðstæðum.
Dæmi þessa sjáum við í tregðu
kaþólska safnaðarins í Kína til að
hafa samband við páfagarð þar
sem Vatíkanið viðurkennir stjórn
Formósu.
Guðrún Jónsdóttir, geðlæknir
flutti ítarlegt erindi um Kirkju
og geðheilsu og sagði m.a.:
Lítum fyrst á hugsanleg skaðleg
áhrif kristinna siðareglna. Þeir,
sem sannfærðir eru um skaðsemi
þeirra, halda því fram, að krist-
indómsfræðsla og kristin siðfræði
leggi áherslu á persónu-
leikafyrirmyndir, sem séu óheppi-
legar fyrir geðheilsu einstaklings-
ins í okkar menningarumhverfi.
Og síðan segir:
Vissulega á að gefa þessum
hugsanlegu þáttum gaum, en þá
verður líka að minnast þess, að
hreint fræðilega séð eru a.m.k.
jafnmargar jákvæðar hliðar á
kristnu siðgæði og kristnu upp-
eldi. Sé trúarsannfæring, traust á
Guði og Frelsaranum fyrir hendi,
þá skapar fullvissan um að „vera í
Herrans hendi", á hverju sem
gengur öryggi, frið og hugarró ...
Og enn segir:
Kenning biblíunnar um mann-
inn gefur að mati margra óvenju
raunsæja og raunsanna mynd af
manninum, bæði okkur sjálfum og
þeim, sem við umgöngumst. Er
betri regla til í samskiptum
manna en feist í Lúkas 6. kap., 31.
versi? „Og eins og þér viljið, að
aðrir menn gjöri yður, það skuluð
þér sömuleiðis þeim gjöra."
Dalla Þórðardóttir, guðfræði-
nemi. kallaði sitt erindi Kona og
kirkja og sagði m.a.:
Kvennaguðfræði er jafnréttis-
guðfræði, stefnir að því að hver
fáist við það sem henni eða honum
fellur best. Guð líkir sér bæði við
karla og konur. Eins er um okkur,
öll höfum við til að bera bæði það
sem kallast kvenlegt og karlmann-
legt þannig að ekki eru öll störf
þannig að aðeins annað kynið geti
gegnt þeim. Siðvenja og manna-
setningar eiga ekki að standa í
vegi fyrir því að ein persóna fái að
njóta þess sem Guð hefur skapað
hana til. Þessa verðum við sífellt
að minnast að í Kristi er ekki
mannamunur, karl og kona eru
jöfn.
hrn § Sr. Jón Einars-
111-1^, f son. fjallaði um
.■ít Kirkju og ríki
og sagði m.a.:
Það er skoðun mín, að þjóð-
kirkjufyrirkomulag hæfi best ís-
lenskum aðstæðum, enda hafa
tengsl þjóðar og kirkju verið mjög
náin og sterk í gegnum aldirnar.
Hins vegar þarf að kveðja skýrar
á um réttarstöðu kirkjunnar
gagnvart ríkinu. Nauðsynlegt er
að efla og auka frumkvæði og
sjálfstæði kirkjunnar og gera
henni kleift, bæði stjórnunarlega
og fjárhagslega, að þjóna betur
þeirri þjóð, sem hún ber ábyrgð á
og er kölluð til að flytja fagnaðar-
erindi.
son, Skálholts-
B* rektor. flutti er-
1 indi um Endur-
unnar og sagði
Við erum í nokkrum mæli heim-
ilislaus, nútímafólk. Samfélag
fyrri tíðar er í upplausn, og annað
hefur ekki komið í þess stað. Hér
er kirkjan kölluð til verka. Gerum
hvern söfnuð að heimili, þar sem
ekki er látið sitja við helgihaldið
eitt, heldur finna einstaklingar sig
stadda í hópi vinveittra liðveislu-
manna, sem hjálpast að i lífsbar-
áttunni, hreinsa nagla og ganga í
ábyrgð hver fyrir annan, sitja við
sjúkrabeð og gleðjast á góðri
stundu.
Sigurður A.
Magnússon rit-
höfundur, flutti
lokaerindi
ráðstefnunnar
og sagði þá
meðal annars:
Ég er ekki hingað kominn til að
boða tiltekna trú, enda hef ég
fyrirhitt á ferðum mínum víðsveg-
ar um heim fólk af ólíkum trúar-
brögðum sem stóð í sama innilega
og persónulega sambandi við sinn
guð eins og heittrúaðir kristnir
menn standa í við Krist eða
heilaga þrenningu. Hinsvegar er
ekki óeðlilegt að í kristnu landi,
jafnvel þó það sé kannski bara
nafnkristið, sé minnt á þann stóra
þátt sem kristin trú hefur átt í
mótun vestrænnar menningar al-
mennt og íslenskrar sögu sérstak-
lega.
Þegar við lítum okkur nær fer
ekki hjá því að við sjáum hvílíku
Grettistaki íslenska kirkjan lyfti í
menningarefnum. Hún var ekki
einasta undirrót og aflvaki þeirrar
gullaldarmenningar sem við erum
stoltust af, heldur bar hún uppi og
nærði íslenska menningu um níu
hundruð ára skeið og vann meðal
annars það afrek að varðveita
tunguna frá þeim örlögum sem
tunga Norðmanna hreppti, auk
þess sem hún hafði frumkvæði um
að gera íslendinga læsa og skrif-
andi fyrsta allra þjóða. Er þá
ótalið það þrekvirki að hughreysta
þjóðina og telja i hana kjark á
þeim myrku öldum þegar vonlaus-
ast mátti virðast að reyna að
halda uppi mannlífi í landinu.
Þeim sem fara niðrandi orðum
um kirkju og kristni sést gjarna
yfir þá mikilvægu staðreynd, að
margar þær hugmyndir og hug-
sjónir sem við virðum hæst í
mannlegum samskiptum eru
runnar beint upp úr jarðvegi
kristninnar sem aftur átti sinni
hugmyndlega bakhjarl í gyðing-
dómi. Vil ég þar einkum nefna
hugsjónir kærleika, miskunnsemi,
umburðarlyndis, jafnréttis, rétt-
vísi og bræðralags.
Tíðindalaust í fóstrudeilunni:
„Ef ekki semst fyrir mánaða-
mót, þá loka barnaheimilin44
— segir
Björgvin
Guðmundsson
„ÞAÐ IIEFUR ekkert gerst
ennþá í fóstrudeilunni, en það
stendur til að halda samninga-
Spellvirkjar í
Sundhöllinni
ÓBOÐNIR gestir lögðu leið
sina inn um glugga Sund-
hallarinnar í Reykjavík að-
faranótt fimmtudags og
föstudags og unnu þar mikil
spellvirki.
Þarna er um að ræða tvær
stúlkur og fjóra pilta og
braut fólkið hurðir, gerði
stykki sín víðsvegar og olli
talsverðu tjóni. Lögreglan
kom að fólkinu aðfaranótt
föstudagsins og tók það í sína
vörslu.
fund eftir helgina,“ sagði
Björgvin Guðmundsson, for-
maður launamálanefndar
Reykjavíkurborgar, þegar
hann var inntur eftir stöðunni i
deilu fóstra við Reykjavikur-
borg, en sem kunnugt er hafa
fóstrur sagt upp störfum og
hætta þann 1. maí, hafi samn-
ingar þá ekki tekist.
„Það eina sem gerst hefur að
undanförnu er það að ég hef átt
óformlega fundi með formanni
starfsmannafélagsins og rætt
við fulltrúa fóstranna í samn-
inganefnd starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. Á þessum
fundum hefur verið skipst á
upplýsingum til þess að hægt sé
að auðvelda samningana þegar
þeir fara aftur í gang," sagði
Björgvin.
„Ef samningar hafa ekki náðst
fyrir 1. maí getur borgin ekkert
gert," sagði Björgvin aðspurður,
„vegna þess að borgarstjórn
felldi á sínum tíma að fram-
lengja uppsagnarfrest þeirra
fóstra sem fastráðnar eru. Eini
möguleikinn fyrir borgina til að
halda einhverjum barnaheimil-
um gangandi hefði verið sá að
nýta sér þá heimild og jafnframt
að fá heimiid til þess að nota
ófaglært fólk í auknum mæli. En
þessi leið er lokuð vegna þess að
uppsagnarfresturinn var ekki
framlengdur. Ef ekki semst fyrir
mánaðamótin, loka barnaheimil-
in, en við vonum ennþá að þetta
leysist fyrir mánaðamót,“ sagði
Björgvin.
Talið frá vinstri:
Sitjandi: Einar S. Ingólísson, framkvæmdastjóri GÍ, Sveinn Indriða-
son, formaður GÍ, Geir Magnússon, fjármálastióri SÍS.
Standandi: Sigurður II. Ólafsson. gjaldkeri GI. Magnús Tryggvason.
formaður fjáröflunar- og líknarnefndar Lionsklúbbsins Freys.
Bernhard Petersen, formaður Lionsklúbbsins Freys, og Jón Þorsteins-
son. yfirlæknir.
Gigtarfélagið fær stórgjöf
nrT k Drt’i a n .
GIGTARFÉLAG íslands hefur
fest kaup á 3ju hæð hússins að
Ármúla 5, til stofnunar gigtlækn-
ingastöðvar. Seljandi var Sam-
band islenskra samvinnufélaga.
Stórgjöf Lionsklúbbsins Freys
til Gigtarfélags íslands átti mik-
inn þátt í að gera þessi kaup
möguleg. Formaður klúbbsins,
Bernhard Petersen, og formaður
fjáröflunar- og líknarnefndar,
Magnús Tryggvason, voru við-
staddir undirskrift kaupsamn-
ingsins og færðu Gigtarfélagi ís-
lands þar að gjöf kr. 125.000.00.
Áður hafði Verslunarmannafé-
lag Reykjavíkur gefið 80 þúsund
krónur til þessara húsnæðiskaupa
og félagið Vinahjálp, handavinnu-
klúbbur hafði gefið 115 þúsund
krónur til tækjakaupa í þetta
húsnæði.
Fjölmargir aðrir hafa stutt fé-
lagið til þessara kaupa, þó í lægri
upphæðum sé.
Stjórn Gigtarfélags íslands
þakkar öllum þessum góðu gefend-
um og væntir þess, að þessi kaup
marki tímamót í sögu gigtlækn-
inga á íslandi.