Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 21 Yngstu keppendurnir, Brynja Hrönn og systir hennar Hildur ösp. Þær eru frá Akureyri. Yngstu keppendurnir voru aðeins 4 ára „ÞETTA ER ægilega gaman og spennandi," sögðu systurnar Brynja Hrönn og Hildur Ösp Þorsteins- dætur, en þær voru yngstu keppendurnir að þessu sinni á Andrésar andar-leikunum. Brynja Hrönn er fjögurra ára en Hildur fimm ára. Þær ætluðu báðar að keppa fyrir heimabæ sinn, Akureyri, í svigi og stórsvigi. Að eigin sögn hafa þær verið á skíðum síðan þær voru tveggja ára gamlar. Þær systur voru mjög brattar og báru sig vel og ánægjan skein út úr andlitum þeirra. Þetta var greinilega skemmtilegt. „Ætla að verða betri en stóra systir“ Sigurvegarinn í stórsvigi stúlkna, 8 ára flokki, María Magnúsdóttir, fyrir miðju, með móður sinni Sólveigu og Birni bróður sínum sem er 5 ára. — sagði sigurvegarinn í stórsvigi í 8 ára flokki stúlkna SIGURVEGARI í stórsvigi í flokki 8 ára stúlkna varð María Magnúsdóttir Akureyri. María er systir hinnar kunnu skíðastúlku Hrefnu Magnús- dóttur. María hafði nýlokið keppni er Mbl. spjallaði við hana. — Mér gekk nú mun betur í fyrri ferðinni en þeirri síðari. Brautin var ekki erfið en svolítið hörð, sagði María. Ég reyni að fara í fjallið á skíði á hverjum degi ef ég mögulega get, til að æfa mig. Ég byrjaði að keppa á skíðum þegar ég var fimm ára gömul, og ég stefni að því að verða betri en Hrefna systir mín. Svig finnst mér vera skemmti- legra en stórsvigið. Ég á eftir að keppa í stórsviginu og ætla að reyna að sigra í því líka, sagði þessi bráðefnilega og unga skíðakona. „Ætla að vera reiður í seinni ferðinni“ — Stórkostlegt að fá að taka þátt í svona skíðamóti, sögðu Siglfirðingarnir FYRRI ferðinni í stórsvigi í flokki 9 ára var að ljúka og tveir myndarlegir piltar stóðu við markið og ræddu sín á milli möguleika sína í keppninni og hvernig þeim hafði gengið í fyrri ferð. Þetta voru þeir Ari Sig- urðsson og Haukur Ómars- son frá Siglufirði. Þeir voru sammála um það að þeim hefði gengið bærilega vel í fyrri ferðinni, þrátt fyrir að brautin hefði verið nokkuð hörð og töluverður skari í henni. — Þeir félagar sögðust æfa vel, á Siglufirði væri góð aðstaða til skíðaiðkana. Þeir sögðust hafa keppt mikið og báðir voru sam- mála um að alpagreinar væru skemmtilegri en nor- rænu greinarnar. — Það er mjög gaman að keppa hér á Andrésar- leikunum. Það er stórkost- legt fyrir unga krakka að fá tækifæri til að keppa á svona stóru móti, sagði Haukur. — Aðalatriðið er að vera með og njóta ánægjunnar. En að sjálfsögðu reynum við að sigra, bætti Ari við. Þeir voru sammála um að í Hlíðaríjalli væri skiðaaðstaðan eins góð og hugsast getur verið hér á landi. Þegar blaðamaður Mbl. spurði þá um möguleika þeirra í stórsviginu sagði Ari: Ég ætia að vera reiður í seinni ferðinni og keyra eins vel og ég get í gegnum portin. — Það ætla ég líka að vera og keyra á fullri ferð og taka mikla áhættu, sagði Haukur. Svo voru þessir ungu skíðamenn farnir af stað og keppnisskapið og kraftur skein út úr andlitum þessara myndarlegu og geðþekku pilta frá Siglufirði. Siglfirðingarnir Ari Sigurðsson og Hauk- ur ómarsson. 9 ára gamlir. ætluðu að standa sig vel i síðari ferðinni í stórsvig- Ljósm. Þórarinn. Ellert Jón Þórarinsson fær sér hressingu á milli ferða með móður sinni. Þessi tröllahjón voru ekki meðal keppenda á leikun- um en vöktu hins vegar mikla at- hygli hjá ungu kynslóðinni, þar sem þau renndu sér á skíðum. „Skíðaíþróttin skemmtilegust46 ELLERT Jón Þórarinsson, 7 ára gamall Akureyringur, hafði nýlok- ið fyrri ferðinni í stórsviginu í sínum flokki og sat nú í fangi móður sinnar og fékk sér hress- ingu. Nokkur bið var hjá keppend- um á milli ferða enda voru keppendur allt að 70 í sumum flokkunum. Það var því gott að fá heitan kakósopa og hvíla sig í fanginu á mömmu á milli ferða. ýkja erfið. Ég hef keppt töluvert á skíðum og ætla mér að halda því áfram. Ég stunda fótbolta, sund og leikfimi en skíðaíþróttin er skemmtilegust, sagði Ellert. — Eg er í KA, sagði Ellert, nokkuð stoltur á svip. Eg hef æft vel fyrir þessa keppni, mér gekk allvel í fyrri ferðinni, en ætla samt að bæta mig í þeirri síðari. Það er mikið harðfenni í brautinni en að öðru leyti er hún ekki svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.