Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 22

Morgunblaðið - 25.04.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 Apríl í Paris: Chirac í öðru sæti? ÓVENJUGÓÐ frammistaða Jacques Chiracs, borgarstjóra gaullista í París, i siðustu skoðanakönnun- um fyrir fyrri umferð frönsku forsetakosninganna á morgun hefur valdið þremur helztu keppinautum hans áhyggjum ok vakið áhu«a á annars litt spennandi kosningabaráttu. En eigi að siður er þvi enn spáð að Valery Giscard d’Estaing forseti sigri og fái um 25% atkvæða, jafnaðarmaðurinn Francois Mitterand verði annar með um 23% og Chirac og kommúnistinn Georges Marchais bítist á um þriðja sætið og fái milli 15 og 20 af hundraði atkvæða hvor. Andstæðingar Chiracs hafa keppst um að halda þvi fram að barátta hans sé vonlaus, þótt sjálfur hann hafi haldið þvi fram að hann sé í þann veginn að hnekkja öllum spádómum um úrslitin, að bilið milli hans og hinna frambjóðendanna minnki óðum og að hann hafi góða möguieika á því að ná efsta eða næstefsta sæti í fyrri umferð- inni. Þetta hefur Mitterand kall- að „hreinan áróður", kommún- istar spá því að Chirac hafni í fjórða sæti og stuðningsmenn Giscard d’Estaings segjast ekki vera í nokkrum vafa um að forsetinn og Mitterand verði í tveimur efstu sætunum. „Breyting án áhættu“ Vonir Chiracs byggjast á góð- um undirtektum sem sá boð- skapur hans hefur fengið á ferðum hans um landið, að hnignun Frakklands verði ólæknandi ef Giscard verði við völd sjö ár í viðbót. Tillögur Mitterands muni leiða til efna- hagshruns og hann muni leiða kommúnista til öndvegis því hann geti ekki verið án þeirra. Lausnin sé að kjósa Chirac og velja „breytingu án áhættu". Astæðan til þess að hann muni sigra sé sú „að Frakkar vita að á milli leiðar óvirkrar jástefnu (Giscards) og leiðar ævintýra- stefnu (Mitterands)... er þriðja leiðin, leið raunsæis og átaks", sagði hann á fundi á fimmtudag. Chirac er viss um að hann muni sigra þar sem Giscard hafi farið of seint af stað og sé of bjartsýnn á að honum takist að vinna það upp. En Chirac telur þá bjartsýni ekki á rökum reista þar sem hann hafi unnið á sitt band þá kjósendur sem Giscard biðli til. Chirac hefur áður sett strik í reikninginn í kosningum. Gisc- ard átt sigur sinn á Mitterand í forsetakosningunum fyrir sjö árum því að þakka, að Chirac sneri allt í einu baki við fram- bjóðanda gaullista, Jacques Chaban-Delmas. Chirac var for- sætisráðherra Giscards í tvö ár, en hætti í illsku. Þegar hann hafði stofnað gaullistaflokkinn RPR bauð hann sig fram til borgarstjóra í París gegn fram- bjóðanda Giscards og sigraði. Nú leggur hann sig allan fram um að fella forsetann, sem hann tryggði kosninguna 1974. Á kosningaferðum sínum hef- ur Chirac sagt áhorfendum sín- um að hann muni hleypa nýju blóði í efnahagslífið til að skapa atvinnu og létta skattabyrði smáfyrirtækja. Hann hefur heit- ið vernd gegn erlendri sam- keppni í Austur-Frakklandi, þar sem kreppa ríkir í vefnaðarvöru- iðnaði, og hann hefur sagt bænd- um að gefa ætti Bretum kost á því að segja sig úr Efnahags- bandalaginu. Stefna Chiracs í efnahagsmálum gengur í ber- högg við allt það sem Raymond Barre forsætisráðherra hefur reynt að gera síðastliðin fimm ár. í stað sparnaðarráðstafana til að halda niðri framfærslu- kostnaði vill hann skattalækk- anir og gengishækkun til að útrýma atvinnuleysi. Barre vísar efnahagstillögum Chiracs á bug með fyrirlitningu og kallar þær „hálfbakaðan reaganisma". Gaullista- keppinautar Vonir Chiracs væru betri ef hann ætti ekki í höggi við tvo hæfa keppinauta úr herbúðum gaullista, Michel Debré, fyrrver- andi fo—- 'tisráðherra De Gaull- es 1 fðingja, og Marie- Franc„ Garaud, fyrrverandi ráðunaut Pompidous forseta, þótt þau muni fá sáralítið fylgi í kosningunum. Debré hvetur til þjóðarvakn- ingar í anda De Gaulles og nýtur stuðnings gamalla og tryggra félaga hershöfðingjans, sem líta á Chirac sem uppskafning. Hann nýtur einnig fylgis stuðnings- manna Giscards, sem telja að hann yrði auðveldur andstæð- ingur forsetans. En samkvæmt skoðanakönnunum fær Debré innan við þrjá af hundraði at- kvæða og hart hefur verið Iagt að honurn að draga framboð sitt til baka. Frú Garaud var valdamesta kona Frakklands í forsetatíð Pompidous og eftir dauða Pompidous hafði hún töluverð áhrif á skjólstæðing hans, Jacques Chirac. Afbrýðisemi leiddi til þess að hún hætti störfum og hún hvarf sjónum í tíu ár, þótt hún héldi áfram að beita áhrifum sínum að tjalda- baki. Nú segir hún skoðanir sínar opinskátt og telur sig geta lyft kosningabaráttunni á æðra svið með því að knýja hina frambjóðendurna til að horfast í augu við óþægileg sannindi. Hún sakar keppinauta sína um linku við kommúnista og gegndarlausa eyðslu í kosningabaráttunni á tímum efnahagskreppu. Giscard kvíðinn Giscard hefur fylgt þeirri stefnu gagnvart Chirac að forð- ast að vekja athygli á honum. Hingað til hefur Chirac ekki verið nefndur á nafn í kosn- ingaræðum Giscards. Styrkleiki Chiracs hefur orðið til þess að Mitterand hefur hvatt vinstri- sinnaða kjósendur til að eyði- leggja ekki atkvæði sín með því að kjósa frambjóðendur, sem enga von hafi um að ná kjöri, og valdið þeim ugg í herbúðum Giscards að léleg frammistaða í fyrri umferð muni draga úr sigurmöguleikum hans í síðari umferðinni í maí. Fylgisaukning Chiracs sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur yfirleitt verið talin stafa af því, að fylgi Giscards hafi minnkað. En ef Chirac tekst ekki að komast í aðra umferð, eins og við er búizt, þótt staða hans hafi batnað, mun hann aðeins líta á það sem tímabundið áfall. Gaull- istar eru sannfærðir um að Giscard lendi í vandræðum ef hann sigrar og ef Mitterand sigri verði uppgjör við kommúnista óhjákvæmilegt. Hvort heldur gerist mun Chirac bíða átekta tilbúinn að grípa þau tækifæri sem bjóðast, en ýmsir spá því að núverandi stöðugleiki í frönsk- um stjórnmálum sé aðeins logn á undan nýju fárviðri. (AP, Observer). Chirac & frú á kosningafundi Röskun á tónleikum sov ézku Fílharmoníunnar Tókíó dýrasta Lundim. 21. aprii. — AP. /ESTIR stuðningsmenn sovézka andófsmannsins Anatoli Shchar- anskys trufluðu tónleika sem stóðu yfir. þar sem Fílharmoníuhljóm- sveit Moskvu var að leika í gær- kvöldi. Hrópaði fólkið „Frelsið Shcharansky“ og var þarna aðal- lega um að ra-ða ungmenni. Voru þau fjarlægð úr salnum. en til nokkurra ryskinga kom. en hljóm- sveitarstjórinn Kitaenko gaf tón- listarmonnum hendingu um að gera ekki hlé á leik sínum. Úti fyrir tónleikasalnum efndu um þrjátiu konur af gyðingaættum til andófs, en það fór friðsamlega fram og kom ekki til neinna átaka. Tucson. Arizona. 24. april. AP. TALSMAÐUR First National Bank of Arizona. sem var rændur um helgina. sagði i dag. að ýmislegt henti til að ránið hefði verið skipulagt „innanfrá“. Ekkert hefur gengið né rekið með að upplýsa hankaránið. sem mun hið mesta i Bandarikjunum. 3,3 milljónir doll- ara í reiðufé. Logregluyfirvöld neit- Tekið er fram í frétt AP, að eftir að fyrstu ungmennin höfðu verið leidd út, hafi áhorfendur fagnað mjög leik hljómsveitarinnar, en þeg- ar næsta verk hófst, Klassíska sin- fónían eftir Prokofiev hafi fleira tekið við, og einnig þá hafi hljóm- sveitin haldið leiknum áfram þótt ófriðlegt væri í salnum. Þá voru einnig látin í ljós mót- mæli við það að sovézka stjórnin hefur neitað Veronicu Rostropovitsj, systur sellóleikarans fræga, um ferðaleyfi frá Sovétríkjunum og Rostropovitsj sagði nýlega í viðtali að systir hans væri eins og gísl í landi sínu. uðu i kvöld að segja að einhver grunaður væri í sigtinu og sömu- leiðis fengust þau ekki til að staðfesta áleitnar fréttir um að ránið væri að einhverju leyti runnið undan rifjum bankastarfsfólks. Ræningjarnir voru grímuklæddir og komu akandi á bíl sem þeir höfðu málað í litum símaviðgerðarbíls. Veður víða um heim Akureyri 3 skýjaó Amsterdam 7 snjókoma Aþena 24 heióskírt Barcelona 13 alskýjaó Berlin 6 heiöskírt BrUssel 9 heióskírt Chicago 9 heiðskírt Denpasar 31 heióskírt Dublín 9 skýjað Feneyjar 10 rigning Frankfurt 7 skýjaó Faereyjar 1 rigning Genf 15 heiðskírt Helsinki 3 heióskírt Hong Kong 26 heiðskírt Jerúsalem 33 heíóskírt Jóhannesarborg 20 heiöskírt Kaupm.höfn 4 skýjaó Kairó 37 skýjaó Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 17 heióskírt London 9 skýjaó Los Angetes 27 skýjaó Madrid 12 heióskírt Majorka 14 skýjaó Malaga 19 léttskýjaö Mexicoborg 26 heíóskírt Miami 27 •kýjaó Moskva 2 bjart Nýja Delhi 38 heióskírt New York 10 skýjaó Osló 4 heióskírt París 12 heiðskírt Perth 29 skýjað Reykjavík 3 léttskýjaö Ríó de Janeiro 349 heióskírt Rómaborg San Francisco 23 heióskírt vantar Stokkhólmur 6 snjókoma Sydney 29 heióskírt Tel Aviv 36 heiðskírt borg í Gení. 24. april. AP. TÓKÍÓ hefur „endurheimt” sæti sitt sem dýrasta borg heims, en siðasta ár var Lagos i Nígeríu metin enn dýrari. Lagos er nú i öðru sæti, siðan koma Buenos Aires, London og Osló. Þar á eftir eru nefndar til Abidjan, Stokkhólmur, Helsinki, Vínar- borg, Zúrich og Genf. Fyrir tveimur árum voru svissnesku SOVÉTRÍKIN hafa óskað eftir því að viðræðum um skiptingu Bar- entshafs verði frestað til haustsins, en þessar viðræður áttu að halda áfram í Osló i byrjun maí. í erindi Sovétmanna kemur fram, TYRKNESKA stjórnin hcfur skorað á írönsk yfirvöld að tryggja betri og öruggari vernd við tyrkneska sendiráðið í Teher- an í kjölfar mjög mikilla ócirða scm kom til í gær. írönsk stjórn- völd kváðust hafa áhyggjur af atburðinum og létu að þvi liggja að þau myndu gera sitt til að slíkt endurtæki sig ekki. heimi borgirnar tvær taldar mun dýr- ari. Þessi könnun er gerð árlega. Upplýsingum er safnað með því að útbúin er verzlunarkarfa, sem í er tiltekið magn matar, drykkjar- fanga, hreinlætisvara, heimilis- tækja og búnaðar, fatnaður o.fl. sem nauðsynlegt þykir til almenns heimilishalds. að ástæðan fyrir ósk þeirra sé sú, að þeir hafi lokið eigin undirbúningi vegna málsins. í Osló telja ráða- menn, að ástæðan fyrir beiðni Sovétmanna sé sú, að þeir vilji bíða eftir lokum Genfarfundar hafrétt- arráðstefnunnar, sem hefst í byrjun ágúst. Fjórir menn af armenskum ætt- um ruddust inn í sendiráðið, brutu þar glugga og rifu og tættu áður en lögregla hafði þá á brott með sér. Þeir voru í hópi nokkur þúsund Armena sem hafði uppi hróp og köll fyrir utan sendiráðsbygging- una. Kváðust þeir vera að mót- mæla fjöldamorðum á Armenum í Tyrklandi árið 1915. Varað við brotsjóum? Oslo. 24. apríl. frá Jan-Erik NORSKA veðurstofan er nú að kanna, hvort unnt sé að gefa út sérstakar viðvaranir til sjófar- enda um hættu á brotsjóum við norsku ströndina. Rannsóknir hafa sýnt að á 24 stöðum við ströndina er sérstök hætta á brotsjóum og þar hafa farizt 25 skip síðastliðin 10 ár. Sjóslysa- nefndir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að í flestum þessara tiifella hafi brotsjóir riðið yfir skipin áður en þau fórust og kemur það heim og saman við framburð skipverja, er komizt hafa af. Norskir sjómenn og út- gerðarmenn hafa tekið mjög vel hugmyndum veðurstofunnar um að gefa út viðvaranir um brotsjói. Var ránið í Arizona skipulagt „innanfrá“? Viðræðum um Bar- entshaf seinkað Osló. 24. apríl. frá fréttaritnra Mb!.. Jan-Erik Lauré. Tyrkir vilja meiri vernd í Teheran Ankara. 24. aprfl. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.