Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981 KJARVALSSTAÐIR Eiríkur Smith sýnir Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning Eiríks Smith í austursal Kjarvals- staða. Þar sýnir hann 114 verk, olíumálverk og vatnslitamynd- ir og einnig 20 litteikningar úr þjóðsögum. Sýningin stendur til 10. maí. Eiríkur Smith við tvær mynda sinna á Kjarvalsstöðum. FRÍKIRKJUVEGUR 11 Sýning KetUs framlengd MálverkasýninK Ketils Larsens að FríkirkjuveKÍ 11 hefur verið IramlenKd til sunnudajtskvölds. Sýninguna nefnir Ketill „Stef frá öðrum heimi“ og er hún 10. einkasýning hans. Þar sýnir hann 60 myndir, olíu- og akrílmyndir, og einnig nokkrar myndir málaðar á stein. Opið er frá kl. 14—22 í dag og á morgun. Ketill Larsen með eina mynda sinna. Skúli R. Hilmarsson og Sigfús Aðalsteinsson í hlutverkum sínum í „Lofti“, sem leikklúbbur Menntaskólans i Kópavogi sýnir i kvöld í Kópavogsleikhúsinu (Félagsheimili Kópavogs). Sýnir söng- leikinn Loft LEIKKLÚBBUR MK í KVÖLD sýnir leikklúhbur Menntaskólans i Kópavogi söngleikinn „Loft“ eftir Odd Björnsson og hefst sýningin í Kópavogsleikhúsinu kl. 20.30. Leikstjóri er Sólveig Halldórs- dóttir, Ijósahönnuður Lárus Björnsson og stjórnandi ljósa Egill Árnason. Aðalleikcndur eru Þór H. Ásgeirsson, sem leikur Djöfsa, Skúli R. Hilm- arsson. sem leikur Loft, Guð- rún, Gunnarsdóttir, sem leikur Disu, Hulda Björnsdóttir, sem leikur móður og Sigfús Aðal- steinsson sem leikur H.A. Aðrir leikendur í Lofti eru Þóra Guðmundsdóttir, Guðjón Reynisson, Stefán Guðleifsson, Sigríður Ása Richardsdóttir, Þóra S. Jónasdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Brynja Júlíusdóttir og Ingibjörg Ingvarsdóttir. Einnig á mikinn þátt í sýning- unni 20 manna kór undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar, sem einnig hefur samið mörg lag- anna, og jasshljómsveit undir stjórn Sigurðar Jónssonar. Auk þess spilar strengjakvartett undir í nokkrum laganna. „Loftur" fjallar um tilraunir ungs manns til að bjarga mannkyninu á þann hátt að nota hið illa til góðs. Þegar honum verða ljós mistök sín, reynir hann að bæta fyrir þau. NORRÆNA IIÚSIÐ Fyrirlest- ur um barna- og unglinga- bækur Á mánudagskvöld heldur Gunn- ar Jakobsen, deildarstjóri við Kennaraháskóla Danmerkur, fyrirlestur í Norræna húsinu og talar um barna- og unglingabæk- ur og hefst hann kl. 20.30. Gunnar Jakobsen er staddur hér á landi í boði Norræna hússins og Kennaraháskóla íslands. Hann er kennari að mennt, en hefur skrifað mikið um barnabækur og m.a. gefið út bókina „Moderne dansk bernelitteratur" 1975. Einnig hefur hann mikið haft með málefni skólabókasafna að gera og sent frá sér bókina „Skolebibliotek — et mediacenter" 1970. Hann heldur fyrirlestur um skólabókasöfn í Gunnar Jakobsen. Kennaraháskólanum, stofu 301, í dag, laugardaginn 25. apríl, og hefst hann kl. 13.00. Eru allir velkomnir. Þá mun Gunnar Jakob- sen halda fyrirlestur fyrir stúd- enta á 2. og 3. ári og fjallar sá fyrirlestur einnig um skólabóka- söfn. Háskólafyrirlestur um ensk-íslenska orðabók í dag flytur Heimir Áskelsson, dósent 1 ensku, opinberan fyrirlest- ur á vegum heimspekideildar Há- skóla tslands og hefst hann kl. 15.00 i stofu 101 i Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Um ensk- íslenska orðabók" og er hinn síðasti af fjórum fyrirlestrum, sem kennar- ar heimspekideildar flytja nú á vormisseri um rannsóknir og fræði í deildinni. Óllum er heimill aðgangur. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Alltaf uppselt á Skorna skammta í kvöld verður Ofvitinn i 154. sinn á sviðinu i Iðnó, en annað kvöld er það revían Skornir skammtar eftir þá Jón Hjartar- son og Þórarin Eldjárn. Þetta er tólfta sýning á Skornum skömmtum og má segja að leikurinn hafi hitt í mark, því að uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu til þessa. Á myndinni eru þeir Gísli Halldórsson og Kjartan Ragn- arsson í einu söngatriða reví- unnar. A usturbœjarbíó sýnir Angelu meö Sophiu Loren Um þessar mundir sýnir Aust- urbæjarbio bandariska mynd, Angela, með Sophiu Loren. Leik- stjóri Boris Sagal. Myndin fjallar um unga konu sem býr í verkamannahverfi í Montreal í Kanada. Hún elur son fimm mánuðum áður en maður hennar kemur heim frá vígstöðv- unum í Kóreu og hann heldur að einhver annar hafi gert henni barnið. Hann leitar til ráðamanns í undirheimunum og fær hann til liðs við sig til þess að taka barnið frá Angelu. Tuttugu og þremur árum seinna hittast mæðginin aftur — án þess að vita um skyldleika sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.