Morgunblaðið - 25.04.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981
33
Þórdís Súna Pétursdóttir,
Valbraut 6.
Ferming f Landakirkju,
Vestmannaeyjum, sunnu-
daginn 26. apríl kl. 14.
Drengir:
Bernharö Ólason,
Hátúni 10.
Einar O. Hafsteinsson,
Höföawegi 35.
Einar F. Þráinsson,
Boöaslóö 5.
Gísli Hjartarson,
Dverghamri 33.
Guömundur Þ. Sveinsson,
Brekkugeröi 15.
Gunnar G. Leifsson,
lllugagötu 48.
Gunnar Júlíusson,
Hólagötu 22.
Hafsteinn Gunnarsson.
Kirkjubæjarbraut. 10.
Heimur Hallgrímsson.
Heiðarvegi 56.
Óskar Ö. Ólafsson,
Fjólugötu 5.
Sigmar Rafnsson
Brimhólabraut 25.
Siguröur Ö. Kristjánsson,
Hrauntúni 31.
Sigurjón Þorkelsson,
Hrauntúni 44.
Sigursteinn B. Leifsson,
lllugagötu 48.
Þorsteinn Sigurösson,
lllugagötu 39.
Stúlkur:
Ásta Ólafsdóttir,
Breiöabliksvegi 4.
Berglind H. Halldórsdóttir,
Sólhlíö 4.
Bryndís Bogadóttir,
Boöaslóö 25.
Bylgja D. Guðjónsdóttir,
Hólagötu 48.
Erna Sævaldsdóttir,
Hrauntúni 46.
Ester U. Ingimarsdóttir,
Helgafellsbraut 27.
Kristín Jóhannsdóttir,
Brekastíg 6.
Kristjana Þ. Ólafsdóttir,
Faxastíg 27.
Lilja D. Halldórsdóttir,
lllugagötu 41.
Sigríður Kristinsdóttir,
Brekkhúsi.
Sigrún Ágústsdóttir,
Hólagötu 23.
Sigrún Ómarsdóttir,
Hólagötu 28.
Snædís Stefánsdóttir,
Noröurgaröi.
Svanhvít Ingvadóttir,
Hrauntúni 41.
Fermingarbörn í ísa-
fjaróarkirkju sunnudaginn
26. apríl 1981.
Aöalsteinn Elíasson,
Brautarholti 1.
Baldur Trausti Hreinsson,
Engjavegi 16.
Brynh. Þóra Gunnarsd.,
Miötúni 14.
Friðgerður Guöný Ómarsd.,
Hjallavegi 14.
Guöm. Garöar Hrafnss.,
Hrannargötu 10.
Guörún Elísabet Baldursd.,
Uröarvegi 51.
Gyöa Björg Jónsdóttir,
Seljaiandsvegi 69.
Halla Björk Reynisdóttir,
Kjarrholti 7.
Halldór Benedikt Sverriss.,
Fjaröarstræti 4.
Höröur Albert Haröarson,
Eyrargötu 8.
Ingibjörg Rúna Jónsdóttir,
Minni-Hattardal.
Jakob Ólafur Tryggvason,
Uröarvegi 21.
Kristján Héöinn Gíslason,
Hlíöarvegi 23.
Kristján Andri Guðjónsson,
Uröarvegi 41.
Málfríöur Hjaltadóttlr,
Mjógötu 5.
Ólafur Ásberg Árnason,
Hlíöarvegi 33.
Sigríöur Lára Gunnlaugsd.,
Hafnarstræti 2.
Sigríöur Jakobsdóttir,
Túngötu 19.
Stella Hjaltadóttir,
Mjógötu 5.
Stefán Atli Gautsson,
Fagraholti 5.
Þóröur Kristinn Andrésson,
Fjarðarstræti 2.
Hermann Bridde bakarameistari:
Margeflum komrækt á Islandi
Kornið og
heimsbyggðin
Kornið er eitt mikilvægasta
næringarefni jarðarbúa. Ekki að-
eins í formi brauðs, heldur beinn
þáttur í framleiðslu mjólkur,
smjörs, eggja og margra kjötteg-
unda.
Kornið er því undirstöðufæða
okkar. Mesta fjárfesting í mat-
vælaiðnaði er í korni, og öllum
þáttum kornviðskipta í heiminum
frá ómunatið. Kornið er sú fæðu-
tegund sem geymist langbest sé
kornið ekki malað. Kornforðabúr-
um er komið upp í löndum sem
lúta góðri forystu og hafa efni a
slíkum geymslum.
Til marks um geymsluþol korns
við réttar aðstæður þá má geta
þess að fyrir nokkrum árum fundu
fornleifafræðingar litla korn-
geymslu í Egyptalandi sem er
talin vera mörg hundruð ára
gömul — og kornið var í ótrúlega
góðu ásigkomulagi.
Forn-Egyptar notuðu bygg 3300
árum f. Krist. Stórfyrirtækið Pur-
atos í Belgíu sem vinnur vörur
fyrir brauðgerðir lagði út stórfé
fyrir egypskan forngrip (gobelin-
veggteppi) ofið fyrir mörg hundr-
uð árum í Egyptalandi og sýnir
faraoa skammta korn til þegna
sinna. f þá tíð voru allar ræktan-
legar kornekrur í eigu faraoa og
korninu beitt sem stjórntæki. All-
ir sem fylgjast með heimsmálum
vita að Bandaríkin eru með korn-
sölubann á Sovétríkin vegna vopn-
aðs yfirgangs og afskipta af inn-
anríkismálum Afgana, og að Arg-
entína neitar að vera með í
kornsölubanninu.
Þeir íslendingar sem eru yfir
miðjan aldur minnast kornflutn-
inga Bandaríkjamanna til frjálpar
þjóðinni fyrstu árin eftir stríð
undir nafninu Marshall-aðstoð.
Án þessarar aðstoðar hefði orðið
ófremdarástand á íslandi. Nú í
upphafi umræðna um eflingu
komræktar á íslandi er hollt fyrir
okkur að vera minnugir þessara
mála hér að framan — og ekki síst
vegna þess að viðurkennt er að
bygg bjargaði fólki í Evrópu frá
algjöru hungri og vesöld meðan á
seinni heimsstyrjöld stóð og árin á
eftir.
Nú getur hver og einn spurt
sjálfan sig hvernig við séum stödd
stöðvist flutningar til landsins.
Svar mitt er, bíðum ekki eftir
hafnbanni, hefjumst handa strax
— og verum sjálfum okkur ávallt
næg með fóðurkorn og úrvalskorn
í gróf brauð.
Kornrækt á
norðurslóðum
Kornplantan bygg (Hordeum
distichum) er þekkt á norðurslóð-
um (Danm.) frá yngri steinöld
þ.e.a.s. 1000 árum f. Kr.
Talið er að ekki séu færri en 60
tegundir byggs ræktaðar í dag í
heiminum. Hordeum-byggplantan
mun eiga fyrstu upptök sín á
svæðinu sem afmarkast af Afgan-
istan og Kákasus og þrífst best í
þurrum jarðvegi.
Hveiti og hafrar eru þekktir frá
bronsöld en rúgkorn er ræktað í
Norður-Evrópu á járnöld.
Kornvísindamenn hafa náð góð-
um árangri í baráttu við kornsjúk-
dóma á seinni árum, svo ástæðu-
laust er að láta hugfallast þeirra
vegna. Talið er að frá því að Isiand
byggðist hafi verið ræktað korn í
landinu í misjafnlega miklum
mæli.
Helstu ræktunarsvæðin voru á
Norð-Austurlandi, í Skaftafells-
sýslum og við Eyjafjörð.
Kornræktun, sem landnáms-
menn fluttu með sér til íslands,
þjónaði hvorutveggja heima-
brauðgerð og fóðuröflun fyrir
nytjaskepnur. Fullvíst má telja að
ekki sé alfarið hægt að kenna
veðurfari um lélega framþróun í
kornrækt landsmanna.
Aðrar orsakir liggja þar að
baki, t.d. hefur í upphafi verið um
að ræða erfiðleika á jafnri útveg-
un sáðkorns og erfiðar ferðir milli
landshluta. Þegar tala má um að
viðskiptasambönd við önnur lönd
hefjist, hefst samkeppni um inn-
lent og erlent kornverð svo að
innlenda kornið bíður lægri hlut í
þeim vöruskiptaátökum sem við
getum nefnt svo í almennu tali.
Hveitikornið nær hylli almenn-
ings. Byggkornið, sem ræktað er í
landinu, dregst saman fyrir hinu
innflutta hveitikorni.
Iðnvæðing í matvælaiðnaði hef-
ir nú leitt af sér meltingar- og
sjúkdómseinkenni, sem felast í
skorti trefjaefna. Okkar ágætu
matvælafræðingar hafa marg-
sinnis skýrt frá þessum vaxandi
skorti í hinni daglegu fæðu iðn-
ríkja og að skjótra breytinga sé
þörf.
Lausnina er að finna í íslensku
korni, nýmöluðu, sem rétt er með
farið blandað í gróf brauð, og
brauðið síðan notað sem mæliein-
ing á daglega þörf fyrir trefjaefni.
íslenskir korn-
visindamenn
Undir vísindamannsheitið vil ég
nefna kornbóndann Eggert
ólafsson að Þorvaldseyri og þá
menntamenn, sem starfa að
Keldnaholti að kornrannsóknum.
Þekking og reynsla Eggerts
Ólafssonar og sérfræðinganna á
Keldnaholti á að vera undirstaðan
sem byggt skal á, þegar nýtt
kornræktartímabil hefst á íslandi,
ef vel á að fara.
Hversvegna spyr einhver, þá er
því til að svara, að korn er ræktað
hér á landi í dag.
Og ekki aðeins vegna þess, því
íslensku korni er blandað í gróft
brauð, sem þúsundir manna hafa
neytt á Stór-Reykjavíkursvæðinu
og þeirra á meðal eru alþingis-
menn og margir áhugasamir
bændur um kornrækt.
Einnig hefur íslensku korni
verið blandað í fóður fyrir minka
og erlent korn látið lönd og leið.
Þennan þátt hefur Friðrik H.
Bridde annast, en undirritaður
hefir séð um þann þátt er varðar
grófa brauðið, sem selt er undir
nafninu bændabrauð. Hvortveggja
sýnir að hér er um gott korn að
ræða, meðhöndlað eftir því hvað
gera skal við kornið hverju sinni.
Þegar talað er um eflingu korn-
ræktar í landinu er verið að tala
um stórmál, er skipta mun sköp-
um fyrir landbúnað, öryggi þjóð-
arinnar og mun spara stórar
fjárfúlgur í erlendum gjaldeyri.
Hefjumst handa
Ekki er nokkur vafi á því að
harðgerðar byggtegundir verða að
hafa forgang við eflingu korn-
ræktarinnar.
í landinu eru ekki til nægar
birgðir frá þeim stöðum sem nú
fást við ræktun korns, þ.e.a.s.
Þorvaldseyri og Sámsstöðum, svo
að dreifa megi til nýrra korn-
bænda, svo að kanna verður um
sáðkorn frá öðrum norðlægum
löndum eða landsvæðum hið
fyrsta.
Samstarf margra aðila er undir-
staða þess að vel takist til í
upphafi nýs korntímabils hjá
landbúnaðinum.
Fulltrúar væntanlegra notenda
kornsins verða að þinga saman
ásamt vísindamönnum og korn-
ræktarbændum. Þætti þessara að-
ila skal gefinn frekari gaumur hér
í þessari grein.
Loðdýraræktendur ættu að
stuðla að kornrækt. Byggkorn rétt
malað að grófleika bætir meltingu
minka til mikilla muna. Það er að
segja fóður skilar sér betur hvað
snertir vöxt og stærð dýranna.
auk þeirra efna sem í byggkorni
felast, og bæta heilsufar dýranna.
Þetta á einnig við um refi. Auk
þess eru byggstönglar þurrkaðir
hið ákjósanlegasta efni fyrir
hreiðurkassa og eru slikir stönglar
notaðir eingöngu erlendis.
Til dæmis leggur kornbóndi
fram stráin og fær í staðinn áburð
frá loðdýrabúunum á akurinn og í
námunda við skjólbelti. Talið er að
áburður frá loðdýrabúum sé hinn
besti til skógræktar m.a. í Noregi.
Eggja- og kjúklingabændur.
Svo til allt korn er flutt til
landsins fyrir þessa grein land-
búnaðar. Með því að rækta bygg-
korn má minnka innflutning á
korni og getur íslenskt korn hrein-
lega bjargað þessari atvinnugrein,
ef flutningar til landsins stöðvast
eða truflast um tíma. Ekki ættu
þessir aðilar að liggja á liði sínu,
kornrækt til framdráttar.
Svinarækt. Besta beikon og
svinakjöt er talið koma frá korn-
Hermann Bridde
myllusvínum, þ.e.a.s. svínabúum,
sem eru í föstum viðskiptum með
nýmalað korn. Hér gildir sama og
með kjúklingabændur að korn er
ein aðalfæðan fyrir svín, ef kjöt og
fita þeirra á að fara í gæðaflokk
fyrir neytendur. Ekki ættu þessir
aðilar að draga úr kornrækt á
íslandi.
Búfénaður og nautgripir. Ekki
þarf mikið að fjölyrða um kosti
þess að hafa við hendina korn-
geymslu frá eigin kornakri til
fóðurblöndunar fyrir nytjaskepn-
ur bænda, þeirra er mestur hagur-
inn $ kornrækt. Strá frá væntan-
legum kornökrum er hráefni til
t.d. þilplötugerðar og loðdýra-
ræktunar eins og að framan er
getið.
Trjárækt. Án skjólbelta verður
kornrækt mun erfiðari hér á landi
— því þéttari skjólbelti og korn-
reitir, því hagstæðara fyrir korn-
ið. Til að flýta fyrir skjólbeltum
ber að ýta upp görðum eins og
hálfs metra háum og planta í
garðana hraðvöxnum trjáplöntum
eftir að áburði frá loðdýrabúum
hefir verið komið í garðana.
Vegna tíðra vinda hér á landi er
stönglum byggkorns hætt, svo að
skjólbelti borga sig fljótt auk þess
sem þau fegra landið. Einn er sá
sjúkdómur, sem getur herjað á
kornstöngla og gerir þá veikari
fyrir vindum. Sjúkdómurinn nefn-
ist ercosporella á vísindamáli.
Ljóst er, hve skjólbelti eru bráð-
nauðsynleg, ef þessa sjúkdóms
gætir í korninu.
Hér hafa verið nefndir aðilar, er
nota korn við búskapinn, aðilar,
sem ekki má ganga framhjá, því
þeir eru m.a. væntanlegir kaup-
endur að korni auk brauðgerða.
Gróft brauð
Undirritaður hefir undanfarin
ár unnið með islenskt korn frá
Þorvaldseyri sem tilraunakorn til
blöndunar í kornbrauð, þ.e.a.s.
gróf trefjarik brauð. Eftir að þetta
íslenska korn hefir fengið með-
höndlun sem gengur undir nafn-
inu kornþvottur og er ævaforn
rússnesk aðferð við gróft korn til
manneldis er þetta korn hið ákjós-
anlegasta til blöndunar í gróf
brauð. Kornþvottur fer þannig
fram, að kornið réttmalað að
grófleika er sett í kalt vatn ásamt
skyri. Hefst nú melting á korninu
sem stendur i 12 tima. Að tólf
tímum loknum hefir kornið fengið
formeltingu, hefir dregið í sig
sýrðan vökvann og er nú í hinu
ákjósanlegasta ástandi til að
blandast öðrum efnum.
Dr. Alda Möller, c/o Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins,
rannsakaði þvegið korn frá brauð-
gerð minni og staðfesti að með
mælitæki, sem að nákvæmni
greinir eiturefni 0,05 mg í kg
korns, sé ekki að finna mælanleg
eiturefni. Auk þess staðfesti Der-
ek C. Mendell, c/o Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins um fæðu-
rannsóknir að Keldnaholti, að
prótein í íslenska korninu sé 9%
og tréni, eftir að það hefir verið
þvegið, sé 4,3%.
Vísindamenn í Gisen í Þýska-
landi hafa gefið upp að í korni séu
7 lífsnauðsynleg efni.
Á þeirra máli Rohfaser, Eiweis,
Kohlenhydrat, Niacin, Vitamin
B,2 Vitamin B,l, Eisen.
öll þessi efni eru vel kunn
brauðgerðarmönnum.
íslenskir brauðgerðarmenn
munu styðja við kornrækt á ís-
landi. Þeir skilja manna best hvað
er í húfi fyrir þjóðina, ef korn
skortir. Sé kornið viðurkennt frá
opinberum rannsóknastofum hér
á landi og malað undir forsjá
þeirra sjálfra, munu þeir blanda
íslenskt korn í þær brauðtegundir,
sem hver og einn telur heppilegt
fyrir sína viðskiptamenn.
Þar sem korn er mikilvægasta
fæðutegund jarðarinnar er rétt að
geta þess hvernig magnskiptin eru
áætluð á komandi uppskeru korn-
þjóðanna. Uppskera hveitikorns er
áætluð 180—200 milljón tonn.
Rúgkorn 50 milljón tonn. Bygg 70
milljón tonn. Hafrar 50 milljón
tonn. Loftþurrkað bygg, sem mun
henta best í upphafi ræktunarinn-
ar, mælist yfirleitt með 10%
eggjahvítu, 5,5% tréni, 15% vatn
og rest mölvi.
Gera má ráð fyrir, að þegar
skjólbelti verði nægjanlega há og
þétt og i ljós sé komið, hvar byggið
þrífst best, verði lengst, ætti að
vera óhætt að byrja hveitikorns-
ræktun í tilraunaskyni.
Búnaðarþing 1981
Ályktun Búnaðarþings 1981 til
stjórnar Búnaðarfélags íslands,
að hún beiti áhrifum sínum til
aukinnar kornræktar á íslandi, er
svo sjálfsögð að ekki ætti að þurfa
að draga framkvæmdir.
Árangur er ekki langt undan ef
rétt er farið að í upphafi. Reynsla
er þegar fyrir hendi i landinu og
hana ber að taka alvarlega og
koma saman þeim mönnum er
hafa umgengist íslenska kornið og
fulltrúa frá þeim aðilum, sem
notast hafa við erlent kornfóður.
Kornbóndinn verður að finna að
náist árangur, að þá séu til aðilar
í landinu, er vilja kaupa kornið,
sem hann hefir lagt í áhættu við
að rækta noti hann það ekki til
eigin þarfa.
Almannavarnir eins og þær eru
kallaðar ættu að vera hvetjandi að
kornrækt hefjist sem fyrst, vegna
gildis korns fyrir þjóðina með
tilliti til heimsmála í dag.
Núverandi búnaðarmálastjóri,
Jónas Jónsson, mun án efa hafa
frumkvæði að stofnun undirbún-
ingsnefndar að .nýskopun korn-
ræktar á íslandi".
Margefld kornrækt á íslandi er
öryggisatriði fyrir þjóðina og
ófyrirsjáanlegur styrkur fyrir ís-
lenskan landbúnað, er nú þarfnast
nýrra búgreina.
Hermann Bridde,
bakarameistari