Morgunblaðið - 26.04.1981, Síða 1

Morgunblaðið - 26.04.1981, Síða 1
Sunnudagur 26. apríl Bls. 33—64 „Næst fer lömunin upp í höfuð og þá dey ég“ Sumar í Tyrol Nú býr hann í litlu samfélagi, líkt sjávarþorpi, þar sem allir þekkja hvern annan og tala um hvern annan. Þegar gestir koma fara þeir engan veginn varhluta af eftirtekt, því hér cr lítið annað að gera en fylgjast með nýjum andlitum. Dagarnir líða hver af öðrum, tilbreytingalausir og langir. Að fara út fyrir þorpið er viðburður, gullnar stundir sem allir hlakka til. Það var nokkuð annað hérna áður fyrr, hugsaði Ilaraldur og hugur hans flaug frjáls, óþvingaður og hraðfleygt yfir þau 23 lönd sem hann hafði heimsótt, áður en örlögin sýndu sinn svip og Byrðarnar eru líkamir þeirra Haraldur sat í hjólastólnum sínum frammi á gangi og hlúði að blómunum sem hann hafði byrjað að safna í horni forstof- unnar fyrir 8 árum. Þorpið hans Haralds heitir Hátún 12 og það er ólíkt öðrum þorpum, því hér bera allir heimamenn byrðar, hvert sem þeir fara, stöðugt. Byrðarnar eru líkamir þeirra. Þeir heppnustu geta gengið við hækjur, aðrir ferðast um þorpið í hjólastólum, enn aðrir komast hvergi. Byrðarnar hafa hlekkjað þá við rúmin. Hér er enginn þorpslækur, ekki einu sinni sjávar- eða sveit- arilmurinn sem fyllir önnur þorp. Nei, í hvítkölkuðu, sótt- hreinsuðu þorpi Haralds eru það aðeins blómin sem vísa líf. I horni forstofunnar eru sýnis- horn af Edensgarði. Það er undarlegt að sjá hann þarna innanum gljáfægð gólfin og háa hvíta veggina. Eins og vin í miðri eyðimörk. Haraldur elskar blómin og eins og til að sýna gagnkvæmar tilfinningar spretta þau kraftleg og lífleg upp nakta veggina. breyttu allri tilveru hans. Ilann lærdi blómaskreytinj;ar En hann veit líka að blómin eru eins og börn. Maður verður að sýna festu. Haraldur beygði sig að burknanum sem var orðinn latur í vexti og sagði ákveðinni röddu: „Ef þú ferð ekki að haga þér eins og al- mennilegur burkni þá fleygi ég þér“. Þá tók burkninn við sér og óx jafnvel þéttari og hærri en nábúar hans. Einu sinni var Haraldur ákveðinn í að opna blómabúð. Það var framtíðardraumur hans. Jú, hann átti líka fleiri drauma, en þessi var hérumbil orðinn að raunveruleika. 24 ára var hann búinn að læra blómaskreytingar í Rósinni. Eftir það fór hann í Flóru og vann þar í 10 ár. Hann var búinn að vinna sér nafn. Haraidur var kominn vel á veg með að uppfylla þennan draum, en þá umsnérist lífið. Ok ætlaði að dansa í gegnum lífið Þangað til lá framtíðin rósum prýdd á bjartri breiðgötu. Hann Akróbatik í Tjarnarkaffi ætlaði einnig að dansa í gegnum lífið. Og það var þegar orðinn veruleiki. Haraldur renndi hjólastólnum áfram og bauð mér inní herberg- ið sitt nr. 501. Það var að sjálfsögðu prýtt blómum, en þar voru einnig ísaumaðir púðar, handavinna Haralds, og margir fallegir munir. Þetta var líkt og að vera kominn heim til ömmu. Skrítið, hugsaði ég, að það skuli vera ólíkt karlmanni að geta búið svo fagurlega um sig. En Haraldur var heldur ekki nein dæmigerð gróf karlmannstýpa. Gæti það verið að einhversstað- ar hafi umhyggju og kvenleika verið ruglað saman? Nei, hann var alls ekki kvenlegur, bara fínlegur. Svolítið brothættur. Ég bað hann að sýna mér myndir af sér ungum. Hann benti mér á tvö albúm uppi á hillu. Ekki gat hann teygt sig í þau sjálfur, Iíkaminn, byrðin sá til þess. Á myndunum sá ég einnig fíngerðan mann, en umhverfið var allt annað. Hér stóð hann á framtíðarveginum. Ungur, glæstur og alltaf í dansstelling- um. Sýndi ballett í Þjóðleikhúsinu „í hvaða hlutverki ertu þarna?" spurði ég. „Þessi mynd er tekin þegar ég dansaði í Romeo og Julia, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Ég byrjaði að dansa þar sem at- vinnumaður á 19. ári. Og þessi hérna er tekin úr Kátu ekkjunni og þessi er frá Kysstu mig Kata. Þar lék ég bæði og dansaði. Já, og þessi hérna er frá Sumar í Tyrol.“ „Varstu alinn upp við dans?“ „Nei, ég var nú ekki beinlínis hvattur til að læra neitt sérstakt og þá síst af öllu ballett. Pabbi sem var sjómaður og foringi Djöflagengisins, hafði ekki mik- ið álit á þessu sprikli mínu. Karlmaður i ballett! Ég var álitinn eitthvað skrítinn. En þetta var atltaf í mér. Ég var sídansandi sem barn. Þegar ég var í Gaggó átti ég tvær vinkon- ur sem dönsuðu ballett í Þjóð- SJÁ NÆSTU SÍÐU Texti: Lilja K. Möller Viðtal við Harald Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.