Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 3

Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 35 ég sko löngun til að skella mér út á gólfið! En ég get sagt þér, að ef ég hefði dansað einsog krakkar dansa núna, hefði mér eflaust verið fleygt út fyrir fyllirí". Og Halli hefði án efa getað sýnt þeim margt. Þegar hann hafði heilsu til, sýndi hann dans á skemmtunum út um allt land, tvist, akrobatic, rokk, allt sem þá var í tísku. En þó svo að Haraldur sé bundinn við hjóla- stólinn, er hann vel vitandi um lífið útávið. T.d. var hann að- stoðarmaður við leikstjórn Guð- rúnar Ásmundsdóttur á Rúm- rusk í Austurbæjarbíói. Að lifa á betli „Ég hef líka gaman af að klæða mig, kannski af því ég stundaði þannig vinnu. í tilefni af Rúmrusk, keypti ég mér alhvít föt, gallabuxur og bol. Daginn eftir flýtti ég mér að klæða mig í þessi föt, áður en læknir einn kæmi stofuganginn. Hann hefur sem aðalskemmtun að hreyta ýmsu í mig. Ég bjóst því við að hann spyrði hvort ég væri að klæðast hvítu til að þykjast vera læknir. Ég var alveg reiðubúinn með svarið: „Fleiri geta nú leikið lækna en þú“. En helvískur sagði ekki neitt. Þvílík vonbrigði. Það er verst að maður þarf að kaupa sér gallabuxur á víxlum. Með 300,00 krónur á mánuði verður maður að lifa á betli“. „Ha?“ „Já, það er alveg satt. í tryggingabætur fær maður heil- ar 300,00 krónur til að spila með. Af þessu þarf að kaupa föt, sígarettur, skemmtanir og allt fyrir utan mat og húsaleigu". Hann sýndi mér launamiðann sinn og satt var það, samkvæmt tryggingakerfi íslands er Har- aldur metinn á nýkr. 300,- mán- aðarlega. „Já, hvað skildi eitt stykki þingmaður vera metinn á?“ sagði hann og renndi stólnum í áttina að lyftunni. „En nú verð ég að fara og opna sjoppuna". Hann rekur litla sjoppu Haraldur rekur litla sjoppu í anddyri Hátúns 12. „Til að sitja ekki auðum höndum", segir hann. „Það er ekkert upp úr henni að hafa“. Við stóðum fyrir utan lyftuna og í þann rnund sem hún var að opnast þustu tveir ungir strákar í hjólastólum framhjá okkur. Þeir voru í eltingaleik. Galsinn var svo mikill að eitt blómið í horninu dansaði á gólfinu. „Strákasnar", tautaði Halli og ýtti sér inní lyftuna. Hann vildi hjálpa sér sjálfur. Fótalaus, handalaus, sjóndapur en hlæjandi kátur „Er gott að vera hérna?“ spuri ég á leiðinni niður. „Já, það er mjög vel hugsað um mann hérna. Ég vildi bara óska þess að samstaðan væri meiri. Það gæti eflaust verið mikið meira um að vera og einhvernveginn heimilislegra. Það væri t.d. ekki vitlaust að hjúkkurnar fleygðu þessum hvítu tuskum sínum og klæddust almennilegum fötum". Fyrir utan sjoppuna beið einn eftir kók og Prince Polo. Ég kvaddi þorp lamaðra og fatlaða og lífsglaða manninn sem gat átt von á dauðanum á hverri stundu. Skrítið, hgusaði ég. Maðurinn er fótalaus, handalaus og allt aö því blindur, en samt getur hann tekið á móti lífinu hlæjandi kátur. Það bjargar honum að vera húmoristi. Eflaust gæti svona þorp verið fullt af fjöri, líkst stóru heimili, lifandi og róstusamt ef það væri ekki fyrir þá hugsun að gera fötlun að helteknum alvarlegheitum. Aumingjagæska er nóg til að drepa tonn af húmori. Undanfarið hefur myndlistarfélag nemenda i Menntaskólanum við Hamrahlið staðið fyrir málverkasýn- ingu i þeim sal sem Miðgarður kailast og nemendur stunda nám sitt milli kennslustunda. Þar hangir nú mynd við mynd, olíuverk, vatnslitamyndir, teikningar, tússmyndir og er vonandi, að þessi listaverk öll hvetji nemendur til dáða i komandi próflestri. Ljósnn.: Emiiu Hafnarfjörður; Borgarafundur um skipulagsmál STEFNIR, félag ungra sjálfstseð- ismanna i Ilafnarfirði, efnir til almenns borgarafundar í Hafn- arfirði um lóða- og skipulagsmál mánudaginn 27. april, klukkan 20.30, í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði. Frummælendur á fundinum verða þeir Björn Hallsson, arki- tekt, og Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi. Á fundinum verða sýndar og skýrðar teikningar af skipulagi nýrra íbúðarsvæða í Norðurbæ og Setbergslandi. Fjall- að verður um framboð og verð- lagningu íbúðarlóða og fleiri atriði tengd skipulagsmálum i bænum. Að loknum framsöguerindum munu frummælendur svara fyrir- spurnum. Kjörinn bíll ársins í Bandaríkjunum 1981 DODGE ARIES / Æ I DODGE ARIES 1981 er einhver glæsilegasti framhjóladrifsbílinn sem nú er völ á, enda kom það engum á óvart að hann var kjörinn BÍLL ÁRSINS 1981 í Bandaríkjunum. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem CHRYSLER fær verðlaun fyrir f rábæran f ramhjóladrif inn fólks- bíl - árið 1978 hlaut DODGE OMNI sömu verðlaun. DODGE ARIES er nú fáanlegur með 4 cyl. 90 DIN hestafla vél, auk þess sjálf- skiptingu, vökvastýri og lúxusfrágangi í hólf og gólf. í alhliða akstri eyðir DODGE ARIES 9,4 I pr. 100 km., en á reynslubrautum verksmiðjanna aðeins 5,7 I. Undir vélarhlífinni leynist tölvu- búnaður sem stýrir eldsneytisneyslu og kveikjutíma. Það fer ekki á milli mála að DODGE ARIES er lítill bandarískur lúxusbíll frá CHRYSLER. Gæðin þekkja allir. Endinguna þekkja allir. Endur- söluverðið þekjýa^allir. K línan frá CHRYSLER - DODGE ARIES - er framtíðarbíll hinna kröfu- hörðu. DODGE ARIES er lúxuslausn í orku- kreppu. Fá þú þér lykilinn að lúxus- bílnum DODGE ARIES. W Wfökull hf, Ármúla 36 Sími: 84366 'V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.