Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 7

Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRIL 1981 39 Það gæti verið ákaflega árangursríkt að ráðast á hafnarborg með sýklaVopnum ... ef skilyrðin eru hagstæð (SJÁ: Sýklahernaður) SKOÐANIR Við erum ekki alein í alheiminum Líf og jafnvel menningarþjóð- félðg finnast að ollum líkindum á öðrum hnöttum, segir í skýrslu, sem visindamenn hafa sett saman fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en hún verður lögð fyrir aðra ráð- stefnu SÞ um rannsóknir og friðsamlega nýtingu geimsins, sem haldin verður í ágúst á næsta ári í Vín í Austurríki. Höfundar kaflans, sem fjallar um leit að „viti bornum verum á öðrum hnöttum", eru 15 vísinda- menn frá Bandaríkjunum, Sovét- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Ungverjalandi, Japan, Indónesíu og Indlandi. Að þeirra sögn er ekki ólíklegt að álykta sem svo, að frumstætt líf hafi þróast af líf- rænum efnasamböndum í frum- höfum jarðar, sem síðan hafi getið af sér flóknari lífsmyndir og þar á meðal manninn. Visindamennirnir víkja að því, að Víking-geimförin tvö, sem Bandaríkjamenn sendu til Mars árið 1976, hafi ekki fundið nein merki um líf, en þeir telja þó, að líf geti fundist annars staðar á Mars, sem er sá hnöttur í sólkerfi voru, sem líklegastur er talinn til að fóstra lifandi verur, ef jörðin er undanskilin. Vísindamennirnir einskorðuðu sig þó ekki við sól- kerfið eitt, heldur létu hugann reika um alla Vetrarbrautina og sögðu m.a.: „Það er mjög líklegt, að líf hafi kviknað á reikistjörnum annarra sólna í Vetrarbrautinni og í al- heiminum, á sama hátt og það upphófst á jörðunni. Það er einnig trúlegt, að það hafi gengið í gegnum ýmis stig líffræðilegrar þróunar og öðlast skynsemi eins og menn skilgreina hana.“ Vísindamennirnir benda á, að sumar sólir kunni að vera 20 milljarða ára gamlar, en okkar sól er hins vegar aðeins 4,5 milljarða ára og því segja þeir, að „menn- ingarþjóðfélög á öðrum hnöttum geti verið milljónum ára eldri en menning jarðarbúa". Að þeirra sögn tæki geimferð í leit að slíku Liklega skást að ná sambandi með útvarpssendingum menningarþjóðfélagi að öllum lík- indum þúsundir milljóna ára og þess vegna væri „miklu árangurs- ríkara að leita þess með því að fylgjast með útsendingum eða útvarpssendingum, sem frá því bærust". Vísindamennirnir telja, að besta aðferðin til að finna aðrar viti bornar verur sé að fylgjast grannt með örbylgjutíðnisviðinu og merkjum, sem „annaðhvort væru send beinlínis til að koma á sambandi við hugsandi verur á öðrum hnöttum eða notuð í þágu viðkomandi menningar eingöngu". Höfundar skýrslunnar láta þess getið, að „sumir hafi af því áhyggjur, að skilaboð frá há- þróuðu þjóðfélagi geti valdið því, að mönnum finnist lítið til síns eigin samfélags koma“ og haft aðrar neikvæðar afleiðingar. „En mennirnir eru frjálsir að því að láta sem vind um eyru þjóta skilaboð frá framandi verum, sem þeim geðjast ekki að,“ segja þessir vísu menn. „Þeim ber engin skylda til að svara. Á hinn bóginn gæti slíkt samband komið öllu mann- kyni að afar miklu gagni. Það gæti lokið upp fyrir mönnum fortíð og framtíð alheimsins, útskýrt grundvallarlögmál efniseindanna, hornsteins og byggingarefnis allra hluta, og sýnt mönnum fram á ný líffræðileg sannindi. Menn kynnu að geta átt sam- ræður við fjarlæga og djúpúðga vitringa um æðstu gildi viti bor- inna vera og þjóðfélaga þeirra og e.t.v. orðið þátttakendur í sam- starfi, sem næði um alheim allan.“ - WILLIAM N. OATIS ÞJÓÐRÁÐ „Viltu vera með mér“ scgir lítill snáði við lélaga sinn. „Nei, ég get það ekki, en ég kem aftur eftir viku,“ cr svarið sem hann fær. Og sá. er þannig svaraði, er barn fráskilinna foreldra, sem býr bíeði hjá föður sinum og móður, þótt þau búi hvort í sínum bæjarhluta. Barnið er cinfaldlega eina viku hjá hvoru foreldranna og skiptir um dvalarstað um helgar. Þetta fyrirkomulag er nefnt sam- eiginlegt forræði og það ryður sér nú mjög til rúms í Bandaríkjunum. Ástæðan er m.a. sú, að feður taka stöðugt ríkari þátt í uppeldi barna sinna og komi til skilnaðar vilja þeir fá að gegna veigameira hlutverki gagnvart þeim en að hitta þau um helgar. Ein hjón af hverjum fimm í Kaliforníu, sem slíta samvistum, kjósa nú að hafa sameiginlegt for- ræði fyrir börnum sinum. Sam- kvæmt því hafa báðir foreldrarnir jafnan lagalegan rétt og bera sam- eiginlega ábyrgð á ákvörðunum, er snerta líf barna þeirra. Oft hafa þau sameiginlegan bankareikning vegna þarfa barnsins og yfirleitt á barnið tvö heimili og dvelst jafnlengi á hvoru þeirra. EÞIOPIA Þrælkaðir í hel á „sam- yrkjubúum“ Ekkert lát virðist á flóttamanna- straumnum frá Eþiópíu inn í Súd- an og raunar hefur hann ekki verið meiri í annan tíma. Þvi valda einkum nauðungarvinnubúðirnar, sem Eþiópiustjórn hefur komið á fót og kallar samyrkjubú, og mikil striðsátök i Tigray-héraði. Flestir flóttamannanna eru fólk, sem flúið hefur samyrkjubúin svo- kölluðu nálægt bænum Humera, en einnig eru í þeirra hópi liðhlaupar úr hernum og bændur, sem nú eiga hvergi höfði sínu að halla vegna bardaganna milli stjórnarhersins, sem nýtur stuðnings Rússa, og skæruliða Tigray-manna. Sá ráðherra í Eþíópíustjórn, sem fer með málefni samyrkjubúskapar- ins, tók svo stórt upp í sig nú fyrir skemmstu að kalla hann „mesta árangur byltingarinnar", en flótta- fólkið hefur aðra sögu að segja. Gebre Amiak Asebeha, sem er 24 Til skiptis hjá mömmu og pabba MÓÐIR OG BARN. Bæði svelta og eiga i rauninni hvergi skjól i hinni striðshrjáðu Eþiópiu. ára gamall, komst við illan leik til landamærabæjarins Gedaref í Súd- an eftir 18 klukkustunda ferð frá Humera. Þegar hann náði áfanga- stað voru fötin hans í henglum, fæturnir illa útleiknir eftir eggja- grjótið og að öðru leyti var auðséð á Gebre, að hann hafði átt illa ævi. Um 40% hjónabanda í Bandaríkj- unum enda með skilnaði. Það var óhjákvæmilegt að finna heppilegra fyrirkomulag á uppeldismálunum én það sem lengi tíðkaðist, sem sé, að móðirin sæi um allt nema helgarnar. Breyttir fjölskylduhættir i Banda- ríkjunum hafa og valdið því, að meira en helmingur kvenna í Banda- ríkjunum sem eiga börn undir 18 ára aldri, sinna störfum utan heimilis. Þessar konur vilja ekki fyrirgera réttindum sínum gagnvart börnun- um, ef til skilnaðar kemur. Þær vilja heldur ekki bera alla ábyrgð á þeim. Og í raun réttri voru flestir komnir á þá skoðun, að hið hefðbundna fyrir- komulag væri gengið sér til húðar. „Sameiginlegir krakkar" eins og átta ára gamall drengur kallar sjálfan sig og sína líka, virðast yfirleitt ánægð með þessa nýju skipan. En sálfræðingar vilja brýna fyrir foreldrum að skilja greinilega á milli uppeldishlutverks síns og vandamála í hjónbandinu. Séu þeir ekki færir um þetta, gæti fyrirkomu- lag, er byggir á sameiginlegu forræði foreldra, valdið börnum þeirra háskalegum sálrænum örðugleikum og öryggisleysi. - ANTIIEA DISNEY „Á hverjum degi hófum við vinnu klukkan sex að morgni og hættum ekki fyrr en klukkan hálfsjö á kvöldin fyrir utan matartímann. Þeir brýndu það stöðugt fyrir okkur, að við skyldum ekki reyna að sleppa. Þeir sögðu, að við værum umkringd- ir skriðdrekum. Fólkið var allt veikt og deyjandi. Margir fengu aðeins einn kornmat- arbolla, sem átti að duga þeim í þrjú mál, og gátu þess vegna varla staðið á fótunum. Ef menn gátu hins vegar ekki unnið, fengu þeir engan mat, þannig að sumir unnu þar til þeir duttu niður dauðir." Frásögn Gebres er dæmigerð fyrir hundruð manna, sem streyma inn í Súdan frá samyrkjubúunum við Humera. Starfsmenn ýmissa hjálp- arstofnana halda því fram, að Eþíópíustjórn gefi fólkinu í nauð- ungarvinnubúðunum, eða samyrkju- búunum svokölluðu, mat, sem hún hefur komist yfir frá alþjóðlegum hjálparstofnunum, en þó ekki meira en svo, að það rétt dugir til að draga fram lífið. Tilgangurinn með sam- yrkjubúunum sé hins vegar sá að framleiða sem mest korn sem greiðslu fyrir vopnasendingar Sovét- manna. - GAYLE SMITH HÓTELMENNING Svik og prettir í fínu umhverfi Michael Nicod heitir uppáfinn- ingasamur og óhræddur breskur félagsfræðingur, sem um nokk- urt skeið sigldi undir fölsku fiaggi til að kynnast lífi og starfi hótelþjóna, og þá einkum þeirri hliðinni, sem allajafna snýr ekki að gestunum. Nicod réðst sem þjónn á sex bresk hótel til að geta af eigin raun sagt frá bellibrögðum þjón- anna og taugastríðinu sem gjarna er háð milli þjónanna og gesta þeirra, og frá þessari reynslu sinni segir hann í lítilli bók, sem nýlega kom út, en seinna á þessu ári er von á annarri með ítarlegri upp- lýsingum. Að sögn Nicods var það rétt eins og sjálfsagður þáttur í starfsþjálf- un hans á hótelunum, sem hann nafngreinir ekki, að vinnufélagar hans kenndu honum klækina og bellibrögðin, sem þeir beittu gest- ina þegar þeir sáu sér færi á, og oft var hann furðu lostinn yfir því sem fram fór á bak við slétt og fellt yfirborðið. Einn þjón nefnir Nicod, sem hafði það fyrir sið að næla sér í köku úr veitingaborði hótelsins, skera hana í sneiðar og selja hana síðan í veitingasalnum. Andvirð- inu stákk hann í eigin vasa. Verulegir þjófnaðir eru þó fátíðir, segir Nicod, og ekki á færi ann- arra en þeirra, sem öllum hnútum eru kunnugir. Hins vegar var að að bera fingur að nefinu. meira en nóg um það, sem Nicod kallar „smávegis sviksemi" eins og t.d. það að smyrja örlítið á reikn- inginn, gefa rangt til baka, hafa drykkinn einfaldan eða rúmlega það þegar hann á að vera tvöfald- ur eða þynna hann jafnvel með vatni. Þá eru ekki veisluhöldin síður ábatasöm: 12 vínflöskur eru kannski pantaðar á eitt borð en reyndin er sú, að fæstir taka eftir því hvort aðeins 11 eru afgreiddar um kvöldið. Nicod komst að því, að besta aðferðin til að komast upp með dálitla hvinnsku án þess að eftir væri tekið væri að vera nógu stimamjúkur og ómissandi í aug- um gestanna og gleyma því aldrei, að framkoman og útlitið verða að vera í lagi. Ein fyrirmælin hljóð- uðu á þessa leið: „Þú mátt aldrei bera fingur að nefinu, aldrei fara höndum um hárið, aldrei strjúka þér um hökuna ... og alltaf að bera þig eins og þú værir Karl Bretaprins." „Þú ert í hlutverki þrælsins," sagði einn kennara Nicods, „og þú verður að læra að haga þér ekki eins og lávarður.” í bók sinni segir Nicod, að það hafi verið sama hve hótelið hafi þótt fínt, þjónunum hafi alltaf fundist sem þeir væru varla mannlegar verur. „Til að bæta sér þetta upp og létta aðeins á leiðindunum fara þeir að líta niður á viðskiptavinina og nota sitt eigið tungutak til að lýsa þeim.“ Fáir vinnufélaga Nicods töldu það yfirleitt nokkurt leyndarmál og því síður óheiðarlegt sem þeir höfðust að. Einu sinni heyrði hann samtal þjóns á einu fínu hótel- anna og veitingastjórans, sem var að spyrjast fyrir um týnda flösku. „Nú, þú veist ósköp vel að ég nappa einu og öðru ... Ég veit, að þú veist það jafn vel og ég... en ég geri það ekki þegar þýðingar- mikill gestur á i hlut... eða, ef ég geri það, þá geri ég það þannig, að það er ekki minnsta hætta á, að það komist upp.“ - GEORGE BROCK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.