Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 16

Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 Jakob Magnússon hljómlistarmann kann- ast flestir við. Hann gerði garðinn frægan m.a. sem hljómborðsleikari með Stuð- mönnum og bresku hljómsveitunum White Backman Trio og Long John Baldrey and the River Band. Fyrir þremur árum flutti hann til Kaliforníu og komst á samning hjá útgáfufyrirtæk- inu Warner Brothers eftir að hafa dvalist í Bandaríkjunum í rúmt ár. Þá gaf hann út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum, Special Treatment. Á þeirri plötu eru lög eftir Jakob einungis leikin á hljóðfæri. Hann leikur sjálfur á hljómborð en aðrir hljóðfæraleikarar eru bandariskir. Nú vinnur Jakob að útgáfu nýrrar plötu sem hefur einnig að geyma lög eftir hann sjálfan og eru hljóðfæraleikarar þeir sömu og á fyrri plötunni. Jakob er giftur Onnu Björnsdóttur sem er eftirsótt fyrirsæta í Kaliforníu auk þess sem hún hefur lagt fyrir sig kvikmyndaleik. Hún lék eins og menn muna í bandarísku kvikmyndinni „American Graffiti41 sem sýnd var hér á landi fyrir um það bil ári. Fyrir skömmu var Jakob staddur hér á landi, m.a. vegna upptöku sjónvarpsþáttar. Þótt hann dveldi hér aðeins tæpa viku gaf hann sér tíma til að spjalla við blaðamann um átörf sín og konu sinnar og fleira. Jakob var fyrst spurður nánar út í nýju plötuna. Sagan aí „Hann lendir fyrir tilviljun á vegum ferdaskrifstofu á bandarískri ferdamannaströnd.“ Jakobi Segiil- Maímússyni í máli og myndum „Þessi plata er að mörgu leyti nýnæmi á bandaríska plötumark- aðinum," sagði hann. „Á annarri hliðinni er einungis tónlist leikin á hljóðfæri en á hinni er jafnframt söngur. Þetta er auk þess ein af fyrstu plötunum sem hugsuð er einnig sem videoplata. í Banda- ríkjunum er nú, eftir tilkomu videosnældanna og videoplatn- anna, að eiga sér stað bylting. Nú er það ekki aðeins tónlistin sem skiptir máli í plötuútgáfu heldur og að myndefni fylgi með. Fram að þessu hefur engin hljómsveit eða tónlistarmaður gert það sem við erum að reyna að gera, video- plötu með heilli frásögn. Enn hefur ekkert verið ákveðið hvort videoplatan kemur út en þó eru miklar líkur til þess. Ef af því verður mun Warner Brothers einnig sjá um þá útgáfu. Efnisþráðurinn er í gamansöm- um tón, íslenskur galgopahúmor. Þar segir frá fyrirbæri sem nefn- ist Jack Magnet. Hann er fæddur á hinum magnaða Arnarstapa á Snæfellsnesi og er gæddur þeim óvenjulega hæfileika að geta laðað að sér allt málmkennt. Hann verður ekki var við þennan hæfi- leika fyrr en hann lendir fyrir tilviljun á vegum ferðaskrifstofu á bandarískri ferðamannaströnd sem heitir Redneck Riviera. Þar festist hann við ljósastaura og stöðumæla, allt sem er úr málmi. Hann vekur von bráðar athygli stór-mógúls frá Las Vegas sem drífur unglinginn með sér þangað og kemur honum á framfæri sem hinn „Incredible Jack Magnet". Jack auðgast ofboðslega á þessu á skömmum tíma og tileinkar sér bandaríska háttu og yfirleitt allt það sem gerir Bandaríkjamenn frábrugðna öðrum þjóðum. Auð- inn setur hann í iðnfyrirtæki sem bera nafn hans. Fyrirtækin fram- leiða tyggigúmmí, spray alls kon- ar, líkjör og sokka. Þá stofnar hann trúarbrögð, Magnetologie, sem eru samansull úr vinsælustu trúarbrögðum og heimspekikenn- ingum. I skrautsölum Las Vegas laðar Jack að sér hálsfestar, nælur og eyrnalokka og borðbúnað ýmiss- konar. Vekur þetta mikla athygli og hrifningu Kananna. En eftir því sem árin líða, maginn stækkar og hárum fækk- ar, virðist sem segulmagn Jacks fari dvínandi. Eftir 25 ár af hinu ljúfa lífi í Las Vegas er svo komið að Jack getur í mesta lagi laðað til sín einn léttan eyrnalokk. Undir- tektir áhorfenda fara dvínandi og svo fer að Jack er farinn að sýna listir sínar í búllum í úthverfun- um. Þetta veldur honum þungum áhyggjum og hann leitar til sál- fræðings og ýmiss konar sérfræð- inga. Eftir miklar rannsóknir tekst sérfræðingunum að rekja orsakir segulmáttarins til uppruna Jacks, Arnarstapa, sem er eins og menn vita einn af þremur mögnuðustu stöðum á jörðinni. Ástæðan fyrir því að mátturinn fer dvínandi er sú að Jack hefur dvalið of lengi fjarri heimahögum og honum er ráðlagt að halda heim til að hlaða sig á ný. Jack tekur þessum ráðleggingum og heldur heim. En þá er illt í efni því Arnarstapi hefur verið leigður út til vísinda- rannsókna í 25 ár og er afgirtur. Jack gamli verður þvt að sætta sig við örlög sin og til að hafa í sig og á leikur hann í saumaklúbbum, á fundum kvenfélaga og í giftinga- veislum til æviloka." — Þessi efnisþráður plötunnar kemur fram í textum, myndum á plötuumslaginu og auðvitað einnig á videoplötunni ef hún verður gefin út. Jakob vann að gerð myndarinnar fyrir plötuna hér heima og leikur hann sjálfur Jack Magnet, allt frá vöggu til grafar. Myndir af Jakobi sem barni tók afi hans, Jakob Frímannsson á Akureyri fyrir 24 árum. Aðrar myndatökur fóru fram í Los Ang- eles og Reykjavík. Kvikmynd um íslendinga í Brasilíu Jakob hefur ásamt konu sinni snúið sér æ meira að kvikmynda- gerð. „Tónlist og kvikmyndir eru til- tölulega skyld fyrirbæri," sagði hann. — Ein þeirra kvikmynda sem Jakob vinnur nú að er um Brasilíu og íslendinga þar í landi. „Við fórum á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu á sl. ári þeirra erinda m.a. að grafast fyrir um afdrif þeirra íslendinga sem flýðu til Brasilíu af völdum óæris í kringum 1865. Þetta voru fyrstu Vesturfararnir ef frá eru taldir þeir sem fóru til Utah. í Brasilíu fundum við fjölda íslendinga sem við kvikmynduð- um í sínu rétta umhverfi auk þess sem við leituðumst við að sína Brasilíu í sem réttustu ljósi. Þessi kvikmynd er nú að verða fullunnin en þetta er óskaplega mikið verk. Við erum bæði mjög önnum kafin og hlaupum í þetta þegar við höfum frí sem er ekki oft. Auk þess skaut önnur mynd upp kollinum þegar við vorum í miðju kafi með Brasilíukvikmynd- ina. Það er fyrsta litkvikmyndin sem tekin var á íslandi. Það var fyrir tilviljun að ég rakst á háldraðan mann af armenískum ættum sem hafði dvalið hér á landi á árunum 1943—1944 og tekið í hverjum mánuði eina litkvikmynd á filmur sem móðir hans sendi honum. Úr þessu varð 3lÆ tíma kvikmynd sem munaði minnstu að færi í hundana því gamli maðurinn er einstæðingur. Hefði hann fallið frá hefðu mynd- irnar hreinlega glatast. Því ákváð- um við að kaupa þær af honum meðan þess var kostur. í þessu myndasafni eru sömuleiðis fleiri hundruð litskyggnur. Við erum nú að klippa myndirn- ar til í þrjá þætti sem samtals taka um 2 tíma í sýningu. Þetta er mjög gott efni, stórkostleg heimild um Island á þessum árum. Þar sést m.a. Sveinn Björnsson forseti í miklum fagnaði á Hótel Borg í kringum hátíðahöldin 1944 og Ólafur Thors að flytja ræðu á Austurvelli. 'Þá eru myndir af glæstum íþróttamönnum á Mela- vellinum, allt stjórnarliðið horfir á þá og Pétur Pétursson útvarps- þulur kynnir. Einnig eru fnyndir úr nærliggjandi sveitum, af bú- skaparháttum all frumstæðum og tísku fólksins á þeim tíma, húsum sem nú eru löngu horfin og bílum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.