Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 17

Morgunblaðið - 26.04.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981 49 Rætt vid Jakob Magnússon hljómlistarmann sem ekki sjást lengur aka um göturnar." — Er eitthvað ákveðið með sýningar á þessum myndum? „Sjónvarpið hefur sýnt á þess- um myndum áhuga. Við sýndum þær forráðamönnum þess áður en við lögðum meira fé í að fullgera þær. Þættirnir fjórir, íslendinga- þættirnir og Brasilíuþátturinn, verða sennilega allir sýndir hér á þessu ári.“ „Saga sem slæðist inn i gamla Tívolí“ Þriðja myndin sem Jakob á hlutdeild í gengur nú undir nafn- inu Tívolímyndin. Það er kvik- myndafélagið Óðinn sem sér um gerð þeirrar myndar. Jakob var spurður hvernig framkvæmdum við þá mynd miðaði. „Við höfum áætlað að hefja myndatökur í sumar en líklegt er að það dragist um eitt ár. Þor- steinn Jónsson verður leikstjóri, tónlistin sem er ný er þegar fullunninn og handritið er svo til fullunnið. Þorsteinn tók við hand- riti sem hafði þróast með okkur í marga mánuði og er hann nú að skrifa endanlegt kvikmyndahand- rit upp úr því. Þetta verður söng- og gleðimynd. Þrátt fyrir nafnið verður þetta ekki kvikmynd um gamla Tívolí í Vatnsmýrinni. Heldur er þetta saga sem slæðist þangað. Við notum þetta nafn, Tívolí, núna en ég er ekki viss um að myndin komi til með að bera það nafn.“ — Hvenær verður þessi mynd tilbúin til sýninga? „Við ráðgerðum að hefja sýn- ingar á myndinni hér á landi á næsta ári og höfum góðar vonir um að koma henni einnig til Þýskalands og Skandinavíu. Ef vel tekst til kemur til greina að tvöfalda talið, setja inn á enskt tal og sýna í Bandaríkjunum og Englandi." I sjónvarpsþáttum hjá NBC — Við snúum nú talinu að Önnu og spyrjum frétta af henni? „Hún hefur nú hafið að leika í sjónvarpsþáttum hjá NBC sjón- varpsstöðinni. Síðustu tvö árin hafa verið heldur niðurdrepandi fyrir hana. Eftir að hún lék í kvikmyndinni American Graffiti stóð henni til boða að leika í öðrum myndum, aðallega fyrir sjónvarp. Hún hafði tekið að sér hlutverk í einni slíkri og var byrjuð að æfa þegar leikarasam- tökin komu inn í dæmið og stöðvuðu hana vegna þess að hún hafði ekki atvinnuleyfi sem leikari heldur sem fyrirsæta. Það er stór munur þar á og var útilokað fyrir hana að fá þessu breytt. Núna loksins eftir tvö ár, mikinn lög- fræðingakostnað og læti hefur hún fengið atvinnuleyfi sem leik- ari. A föstudegi fékk hún leyfið og á þriðjudegi var hún farin að leika. Það er kannski svolítið kald- hæðið að sjónvarpsþættirnir eru um innflytjendur í Bandaríkjun- um nú á dögum og þá erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Þættirnir eru þó í mjög léttum dúr, ég hef séð þann fyrsta og fannst hann mjög skemmtilegur. Anna er kjarnakvenmaður sem ekki gefst upp þótt á móti blási.“ Kraftur í Islendingafélaginu — Jakob Magnússon hefur starfað mikið fyrir íslendingafé- lagið í Los Angeles, er m.a. ritstjóri Gusts, blaðs sem félagið gefur út. Hvernig gengur starf- semi félagsins? „Það er álíka straumur Islend- inga í Los Angeles nú og var til Kaupmannahafnar fyrir 100 ár- um. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur sest þar að, annað hvort við nám eða vinnu um stundarsakir eða til langdvalar og margir fleiri eru að búa sig til farar. Islend- ingafélagið er því orðinn mjög líflegur og skemmtilegur félags- skapur. Það hefur gengið vel að halda félaginu gangandi og við höfum fengið margar heimsóknir frá Islandi. Eitt það skemmtilegasta sem hefur verið gert er blaðið Gustur sem hefur fengið mjög góðar undirtektir og áskrifendum fjölg- ar ört. Fyrst í stað var blaðið skrifað aðeins á ensku en nú kemur það út bæði á ensku og íslensku. Við höfum hugsað okkur að fara nú út í breytingar á blaðinu, stækka það og fjölga tölublöðum. Blaðið kemur nú út ársfjórðungslega en við höfum jafnvel hugsað okkur að gera það að mánaðarriti, en það verður ekki gert fyrr en á næsta ári. Gustur er nú prentaður í 6000 eintökum en það eru 50.000 íslendingar eða menn af íslensku bergi brotnir í Anna Björnsdóttir Bandaríkjunum svo við reiknum með að fjölga eintökum fljótlega í 10.000. Öllum er að sjálfsögðu velkomið að skrifa í blaðið og við hvetjum fólk til að senda okkur efni. Hljómleikaferð um Bandaríkin og Evrópu Þegar þetta viðtal birtist er Jakob á hljómleikaferðalagi um Bandaríkin ásamt hljómsveit sem er skipuð Bandaríkjamönnum. 21. mars sl. lagði hann upp í ferðina, byrjaði á San Diego en hélt síðan m.a. til Seattle, San Fransisco, Portland, Los Angeles, Arizona og New York. „Við förum þaðan til íslands um miðjan maí og höldum hljómleika í Háskólabíói. Héðan förum við um Evrópu, Holland og fleiri lönd. — Okkur Islendingum hættir við að hafa minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum. Þurfum vlð þess á tónlistarsviðinu? „Nei, alls ekki. Það er auðvitað ósköp eðlilegt að í 200 milljón manna þjóðfélagi séu fleiri snill- ingar en í 200 þúsund manna þjóðfélagi, svo maður beri saman Island og Bandaríkin. En ég held að það séu hlutfallslega jafn margir hæfileikamenn hér og þar. svo mikil að það eru aðeins nokkrir útvaldir sem fá að gefa út plötur og spila opinberlega. — Það er þá kannski meira afrek sem þú hefur unnið en mann grunar? „Ég hef eytt þremur árum af ævi minni í að komast inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Þetta er bara spurning um tíma og vinnu, ég Iít ekki á þetta sem afrek í sjálfu sér. Ef ég hefði eytt 3 árum hér heima á íslandi í eitthvað annað liti ég á það sem hliðstætt afrek, hvort sem það hefði verið að byggja fjárbú eða stofna leigubílastöð." „Áhuginn er fyrst - og fremst“ — Það má skilja af máli þínu að dægurtónlist sé viðurkennd listgrein í Bandaríkjunum. „Það er náttúrulega allt annað viðhorf til þessarar tegundar tón- listar í Bandaríkjunum en hér á Islandi. Þar er hún spiluð í hundruðum útvarpsstöðva allan daginn. Klassisk tónlist er einnig hátt skrifuð en dægurtónlist virð- ist einhvern veginn standa fólkinu nær, er stærri hluti af þeirra menningu. Um leið er kannski þeirra menning alþýðumenning, eða lágmenning eins og þeir kalla það hér.“ — Við höfum nú rætt all margt sem þú hefur á prjónunum. Hvernig vinnst þér tími til að sinna öllum þessum verkefnum? „Það þarf fyrst og fremst áð hafa áhuga á því sem maður er að gera og áhuginn ljáir manni kraft- inn. Flest þessara verkefna eru langtímaverkefni, ég vinn við eitt þeirra um tíma og sný mér svo að því næsta. Ég tek mér góðan tíma til að vinna mitt verk, ég hef ekki áhuga á verkefnum sem eru fljót- unnin en gefa aðeins af sér peninga." rmn Jakob Magnússon Munurinn liggur kannski í plötu- gerð. Fyrir þá sem vinna í Banda- ríkjunum eru meiri möguleikar á virkilega góðum hljóðfæraleikur- um, upptökustúdíóum, útsetjur- um, höfundum og plötufyrirtækj- um. Hins vegar hafa komið út plötur hér sem allt eins gætu hafa komið út þar, t.d. nýja platan með Mezzoforte svo ég taki dæmi. Þetta er fyrst og fremst spurning um aðstöðu. En það er annað sem spilar mikið inn í og gefur t.d. Banda- ríkjamönnum mikið forskot. Þar úir og grúir af skólum fyrir jazz- og rokkhljómlistarmenn. Þar geta þeir lært sitt fag en þurfa ekki að læra einhverjar gamlar prelúður eftir nótum. Þeir læra að spila upp úr sér, læra að semja og læra að spila nútímatónlist. Mínir jafn- aldrar þar hafa t.d. verið í námi allt frá því þeir voru smástrákar og lært nákvæmlega það sem þeir eru að fást við. Þeir sem hafa viljað læra eitthvað hér heima hafa fram að þessu þurft að fara einhverja þurra erfiða leið gegn- um eitthvert torf sem þeim kannski hundleiðist. Þó virðist einhver breyting vera að eiga sér stað núna. Mér skilst að FÍH- skólinn sé opnari í þessu sam- bandi, sé með nýjar hugmyndir til að örva í mönnum „improvisasjón- hæfileikann" sem hefur orðið al- gerlega útundan hérna. Það skipt- ir miklu máli í þeirri tónlist sem ég er að fást við að geta „improvis- erað“, bæði þegar maður er að semja og eins þegar maður spilar. Maður verður að geta spilað af fingrum fram þangað til eitthvað gerist." — Hér heyrir maður oft um geysilega samkeppni á sviði dæg- urtónlistar í Bandaríkjunum. Ér það svo? „Því verður ekki neitað. Að því leyti er betra að vera tónlistar- maður á Islandi en í Bandaríkjun- um. Menn fá miklu fleiri tækifæri hér til að koma sér á framfæri, bæði á plötum og á tónleikum. I Bandaríkjunum er samkeppnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.