Morgunblaðið - 26.04.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1981
55
21 árs og’ stjómar
elztu lúðrasveitiraii
Kk hcf eÍKÍnleKa lagt stund á
tónlist með einhverjum hætti
allt frá því að ég man fyrst eftir
mér. Á sjöunda ári fór ég i
Rarnamúsikskóiann og lærði
þá á píanó hjá Halldóri Har-
aldssyni. Siðar stundaði ég nám
við Tónlistarskóla Garðabæjar
og lærði píanóleik hjá Gisla
Magnússyni. Ég var svo 10 ára
þegar ég fór að læra á trompet
hjá Páli P. Pálssyni í Hljóm-
skálanum — ég var hjá honum
i fimm ár og það var einmitt þá
sem ég fór að fikta við básún-
una.
Þannig fórust Oddi Björnssyni
orð í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins en hann tók í
byrjun þessa árs við stjórn elztu
lúðrasveitar landsins, Lúðra-
sveitar Reykjavíkur. Hann er
aðeins 21 árs en þykir hafa sýnt
óvenjulega hæfileika í sínu tón-
listarnámi, — sérstaklega í bás-
únuleik, en undanfarin ár hefur
hann snúið sér alfarið að því
hljóðfæri.
Rætt við Odd
Björnsson sem
tók við stjórn
Lúðrasveitar
Reykjavíkur
í janúar sl.
frá þeim, þar sem mér var boðin
skólavist. Ég fer því utan i haust
og verð þarna við nám næstu
fjögur árin, en ætlunin er að
ljúka BA-prófi við skólann.
Nei, ég held varla að ég
ílendist erlendis — maður endar
sjálfsagt alltaf hér heima hvað
sem maður tekur annars fyrir.
Talið berst að Lúðrasveit
Reykjavíkur. I lúðrasveitinni
leikur faðir Odds, Björn r.
Einarsson sem er okkar þekkt-
asti básúnuleikari. á baryton-
horn og reyndar leikur föður-
bróðir hans, Guðmundur R.
Einarsson einnig með hljóm-
sveitinni.
— Já, það hefur leitt til þess
að við höfum séð hvorn annan
oftar en ella, feðgarnir", sagði
Oddur og hló við. Ég leitaði
reyndar langt yfir skammt þeg-
ar ég var að telja upp kennara
mína hérna áðan — faðir minn
hefur verið kennari minn í
básúnuleik undanfarin tvö ár og
ég hefði varla náð þeirri færni
sem ég hef ef ég hefði ekki notið
tilsagnar hans. Hann hefur
geysimikla reynslu í básúnuleik
— hefur m.a. leikið með sinfón-
íuhljómsveitinni allt frá því að
hún tók til starfa.
Mér hefur líkað mjög vel að
starfa með Lúðrasveit Reykja-
víkur. Allir meðlimir hljóm-
sveitarinnar eru mjög áhuga-
samir — enda er þetta áhuga-
starf, við erum allir ólaunaðir
sem að lúðrasveitinni stöndum.
Þegar ég tók við lúðrasveitinni
voru komin í hana skörð t.d.
vantaði tréhljóðfæri. Ég hef
reynt að bæta úr þessu og hef
fengið ungt og áhugasamt fólk
úr Tónlistarskólanum til að leika
með okkur. Ég held að segja
megi að hún sé nú tiltölulega vel
skipuð.
Við æfum nú af fullum krafti
fyrir hljómleikaferð sem við
munum fara til Vestmannaeyja
á Hvítasunnunni. Það er svo föst
venja að við spilum á 17. júní og
eins þegar jólatréð er sett upp á
Austurvelli. Þá hefur heimsókn
á Landspítalann á jólum og
páskum verið fastur liður hjá
Lúðrasveit Reykjavíkur síðast-
liðin 50 ár og aldrei brugðist.
Fyrir utan ýmis tilfallandi verk-
efni er nokkur vinna að æfa upp
prógröm fyrir útvarpið. Þar eig-
um við fastan tíma á gamlárs-
kvöld og útvarpið hefur alltaf
sýnt því áhuga að fá frá okkur
efni þannig að það fer mikið
eftir því hve duglegir við erum
að æfa hversu mikið heyrist til
okkar í útvarpinu, sagði Oddur
að lokum.
þann fjölda sem kom hér til að
fá hann til að árita bókina var
mjög mikið um að menn hringdu
utan af iandi og pöntuðu áritað-
ar bækur.
Þessi bók selst mjög mikið —
og ég hef orðið var við að margir
kaupa bókina fyrst og fremst til
að sýna samstöðu með Korchnoi
og því málefni sem hann berst
fyrir. Til þess að árita bækurnar
ver Korchnoi hinum mjög svo
nauma frítíma sínum — hann
lítur á þetta sem þátt í baráttu
sinni fyrir því að fjölskylda hans
fái að fara frá Sovétríkjunum."
Oddur Björnsson við stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur
ffclk ff
fréttum
Vilja sýna
samstöðu
með
Korchnoi
+ STÓRMEISTARINN Viktor
Korchnoi áritaði bók sína
„Fjandskák“ í Bókhlöðunni við
Laugaveg síðastliðinn miðviku-
dag frá kl. 15 til 16. Að sögn
Eyjólfs Sigurðssonar í Bókhlöð-
unni áritaði hann hátt í 300
eintök á þessum klukkutíma.
„Það var svo sannarlega mikið
um að vera hérna hjá okkur
meðan Korchnoi stóð hér við,“
sagði Eyjólfur. „Fyrir utan allan *
l.jósmynd Emilia.
Viktor Korchnoi áritar bók sína
„Kjandskák“ i Bókhloðunni við
Laugaveg.
— I Tónlistarskólann í
Reykjavík fór ég svo 13 ára og
byrjaði þá aftur í píanónámi hjá
Halldóri Haraldssyni. Þá hóf ég
einnig nám í slaghljóðfæraleik
sem leiddi til þess að ég fór til
Bandaríkjanna árið 1978 og var
þar í eitt ár við nám í Berkley
College of Music í Boston. Þar
kynntist ég mörgum básúnist-
um, bæði kennurum og nemend-
um. Árið eftir ákvað ég svo að
snúa mér alfarið að básúnunni
og hóf nám hjá Don nokkrum
Sanders, sem er þekktur básúnu-
leikari og vann fyrsta sætið á
alþjóðlegu básúnukeppninni í
Prag 1978.
Ég kom svo heim á síðasta ári
og innritaðist í básúnukennara-
deild Tónlistarskólans í Reykja-
vík en þaðan útskrifaðist ég í
vor.
Hyggurðu svo á frekara
nám?
— Já, ég sótti um skólavist í
New England Conservatory of
Music í Boston í vetur og þreytti
þar inntökupróf í byrjun marz.
Ég var með þaulæft prógram
sem ég átti að Ieika fyrir dóm-
nefnd skólans en það var ekki
fyrr en daginn sem ég tók
inntökuprófið að ég komst að því
að 25 aðrir myndu þreyta prófið
en aðeins þrem yrði hleypt inn.
Ég gerði alls ekki ráð fyrir því
að ég slyppi og afskrifaði skól-
ann eiginlega — þar til fyrir
nokkrum dögum að ég fékk bréf
í frystihúsi
+ ÞESSI mynd var tekin í Grindavík fyrir páska í
aflahrotunni miklu sem enn sér ekki fyrir endann á og
sýnir hún starfsfólk Ilraðfrystihúss Þórkötlustaða hf.
þar sem það hefur gert örstutt hlé á vinnu til að slappa
af og sieikja sólskinið. Það veitti heldur svo sannarlega
ekki af, því um þessar mundir var lítið um frí — unnið
var sleitulaust alla daga, jafnt sunnudaga sem aðra,
enda landburður af fiski. Annar frá vinstri er
Guðmundur Jónsson verkstjóri í Ilraðfrystihúsi Þór-
kötlustaða hf. Grindavik en aðra sem á myndinni eru
kunnum við því miður ekki að nafngrcina.
Ljósm. Olafur Rúnar