Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 2
„Við vorum reknir í einn dag en höfðum okkar fram“ „ÞETTA ER BESTA VINNAN:“ Guðmundur Valdimarsson, Jón Gislason, óttar Jónsson og Vilhjálmur Matthíasson hengja upp skreið vestur á ísafirði. Fjórir táningar og bílstjóri þeirra teknir tali Inni á Ilauganesi fyrir botni Skutulsfjarðar, voru fjórir frísk- ir ungir menn að hengja upp ufsa í skreið. I»rír þeirra sogðust vera húnir að vinna hjá Norðurtang- anum samfleytt í tæp tvö ár eða síðan þeir hættu í gagnfra'ða- skólanum sá fjórði var í vélskól- anum í vetur en vinnur þarna milli skólaanna. Þeir segja að það sé lang best að vera í útivinnu. þeir hafa einhvern bón- us fyrir þetta. en mest hefst þegar landað er úr togaranum Guðbjarti. sem er í eigu Norður- tangans. Ef við höldum okkur vel að verki þá getum við haft 300 krónur á tímann í lönduninni. Ef við fáum bæði löndun og vinnu á laugardegi þá höfum við svona 3500 krónur yfir vikuna, það er ágætt. Það er verst hvað þessi togari er mikil fiskifæla segir einn þeirra. Ef hann fiskaði almennilega væri kaupið mikið meira. Aðspurðir um frekara nám sögðu þeir þremenn- ingarnir einum rómi að sennilega færu þeir bara í framhaldsnám í Norðurtanganum og hlóu glatt. Við höfðum töluverð samskipti við verkalýðsfélagið í vetur. Við vildum fá aðgang að borðsalnum í Guðbjarti á meðan við erum að Matthias, bilstjóri hjá Norður- tanganum samfleytt i 15 ár hlust- ar ekki á reglugerð um 10 tima hvild. landa, en ekki að þurfa að sitja í sloppageymslunni á meðan við drukkum kaffið. Það varð heilmik- ið uppistand, við fórum í verkfall, en verkalýðsfélagið gat ekkert hjálpað okkur. Við vorum allir reknir en ráðnir aftur daginn eftir. En nú höfum við aðgang að kaffistofu á höfninni. Það er helvítis vitleysa þetta með 10 tíma hvíldina, segir Ottar Jónsson, þetta dregur úr tekju- möguleikum okkar, áður fengum við næturvinnukaup ofan á dag- vinnukaupið ef unnið var 10 tíma. Þeir eru ánægðir með þetta slæg- ingarmennirnir, en við kærum okkur ekkert um þetta. Matthías Vilhjálmsson er bíl- stjóri á fiskbílnum. Hann hefur verið í því starfi samfleytt í 15 ár. Hann sagðist ekki hlusta á þessa vitleysu um hvíldartímann og sagðist vinna eins og hann væri vanur ef þess þyrfti með. Við ætlum ekki í kröfugöngu 1. maí, við hefðum heldur farið í skrúðgönguna með skátunum á sumardaginn fyrsta segir Vil- hjálmur Matthíasson, okkur finnst bara að verkalýðsfélagið geri það lítið fyrir mann. Þeir tóku til dæmis allt of mikið af okkur í félagsgjöld í fyrra, en það gengur ekkert að fá það endur- greitt, segir Óttar. Þeir kepptust við að hengja upp skreiðina til að afla gjaldeyris- tekna fyrir þjóðina og voru ekkert óánægðir með að aðrir nytu af- rakstursins af útflutningstekjun- um, en þeim þótti það hart að mega ekki ráða því sjálfir hversu mikið þeir leggðu á sjálfa sig í verðmætasköpuninni og til að tryggja sína eigin afkomu. „Þetta er kommúnista- dagur fyrst og fremst“ í Holtahverfi sunnanverðu hef- ur risið á fáun árum hverfi fjölbýlishúsa, sem öil erg byggð af sama hyggingaverktakanum. Eiríki og Einari Val sf. Þar sem bygging þessara húsa, virðist hafa gengið óvenju fljótt, þótti fréttamanni Morgunblaðsins ástæða til að kynnast lítillega starfi sem að byggingunum hafa unnið. Jón Steinar Ragnarsson verka- maður var að koma ofan af þaki nýjustu blokkarinnar og var hann tekinn tali. „Eg er búinn að vinna hér í u.þ.b. 14 mánuði, hef her- bergi í kjallara einnar blokkarinn- ar, en borða út á herkastala. Það er hálfgert skítakaup í þessu ef miðað er við afkomu. Þó borga þeir hérna töluvert yfir samninga. Mér finnst vikukaupið alltaf end- ast skemur og skemur fram eftir vikunni. Annars er mjög gott að vinna hérna, þeir eru rausnarlegir og mjög þægilegir í umgengni. Ég hef aldrei þurft að hafa Rætt við Jón Stein- ar Ragnarsson, far- andverkamann og Þóri Sigurðsson, húsasmíðanema afskipti af verkalýðsfélaginu hérna og þeir hafa aldrei haft samband við mig. Eina sem ég veit af þeim er að þeir hirða eitthvað að kaupinu mínu í hverri viku. Þessi nýju næturvinnulög gera bara illt verra. Það minnkar næturvinnan, en það er nú einmitt hún sem við lifum á. Mér finnst að langur vinnutími hafi aldrei skað- að hvorki mig né nokkurn annan sem hérna vinna. Þó að verka- menn kjósi að vísu forystu verka- lýðshreyfingarinnar þá er það nú svoleiöis i reynd að þeir tala aldrei við okkur um þau málefni sem mestu varða". Nú birtist á þakbrúninni Þórir Sigurðsson húsasmíðanemi og blandar sér í samræðurnar. „Fyrir okkur er ekkert gert, við erum ekki aðilar að launþegasamtökun- um, og verðum því að sjá um okkur sjálfir. Okkur var að vísu boðin þátttaka í nýstofnuðu sveinafélagi húsasmiða á Isafirði, en samkvæmt lögum er okkur það óheimilt, svo við lærlingarnir hér létum það vera. Það skiptir okkur heldur engu máli, því við gerum sjálfir samninga við okkar yfir- menn og höfum aldrei þurft að kvarta undan þeim. Það hefur ekkert verið haft samband við okkur um þessa nýju vinnuvernd- arreglugerð og við förum ekkert eftir henni. Þegar álíka vandamál koma upp og mikið þarf að vinna höldum við allir fund um málið, þar sem gert er út um hlutina þannig að allir séu ánægðir. Okkur finnst sko alls ekki verra að eiga þá Eirík og Einar Val að sem viðsemjendur en Alþýðusamband Jón Steinar: Kaupið endist alltaf styttra og styttra fram í vikuna. Vestfjarða, því hér fáum við yfirleitt allt sem við förum fram á. „Við viljum", sagði Jón Steinar, „að hver vinnustaður sé samnings- aðili, þannig að þetta sé meira í okkar höndum“. Þeir félagarnir voru að iokum spurðir að því hvort þeir færu í kröfugöngu 1. maí. Jón Steinar: „Nei þetta er orð- inn áróðursdagur hernámsand- stæðinga og kommúnista yfirleitt og ég vil ekki vera með í þeim mislita hópi.2 Þórir: „Eg held að einn og einn Þórir: „Einn og einn maður fer ekki í kröfugöngu." maður geti ekki farið í kröfu- göngu. Það hefur ekkert samband verið haft við okkur hvorki frá verkalýðsfélagi né öðrum um eitt- hvert ákveðið mál sem á að koma fram, en ef okkur fyndist að það væri verið að berjast fyrir okkur þá færum við sennilega í göng- una.“ „Þetta er kommúnistadagur fyrst og fremst,“ segir Jón Stein- ar, „og það eru síðustu mennirnir til að hafa okkar hagsmuni í huga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.