Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 41 „Verðbólgan farin að ráða okkur... Ómar Ólafsson „4 daga vinnuvika til reynslu hér“ Rætt við Ómar Ólafsson, prentara í Kassagerðinni „DaKVÍnnulaunin duga hvorxi til að framfleyta f jölskyldunni en hér i KassaKerðinni er talsverð eftirvinna hjá okkur prenturum. Konan vinnur úti ok það i sjálfu sér veitir ekkert af því en auðvit- að fer það eftir hvað fólk vill láta eftir sér. Ék lifi K<)ðu lífi, en éK verð líka að hafa fyrir þvi,“ saKði Ómar ólafsson, prentari í Kassa- Kerð Rcykjavikur í samtali við Mbl. i vikunni. „Fólk verður auðvitað að haga seglum eftir vindi; of margir flaska á því að leggja of mikið undir. Ég kann vel við starf mitt hér í Kassagerðinni. Vinnuaðstaða hér er með ágætum og nýlega tókum við upp breytt vinnufyrir- komulag. Skömmu fyrir páska tókum við prentararnir upp fjögurra daga 40 stunda vinnuviku. Við vinnum frá mánudegi til fimmtudags, byrjum kl. 7.30 og hættum kl. 17.15. Þetta nýja fyrirkomulag er til reynslu í sumar hér í fyrirtækinu. Mér finnst það koma vel út og vona að þetta gangi. Ég held að þetta sé framtíðin. Svo gæti jafnvel farið, að fjögurra daga vinnuvika verði tekin upp í allri verksmiðjunni," sagði Ómar Ólafsson. „Ástandið óbærilegt fyrir þá sem eru að koma sér upp heimili“ Ásmunda Ólafsdóttir Rætt við Ásmundu Ólafsdóttur „VIÐ erum nú bara tvö hjónin, dóttir okkar er farin að heiman. Tekjurnar eru þolanlegar ef mað- ur er þurftalitill; en ég held að ástandið sé óbærilegt fyrir þá sem eru að koma sér upp hcimili og eru að hyggja. — hreint óhæriiegt,“ sagði Asmunda ólafs- dóttir, en hún starfar í öskjudeild Kassagerðar Reykjavikur. „Við hér í Kassagerðinni erum yfirborguð og því er ég með hátt í fimm þúsund krónur á mánuði. Hér hef ég starfað í 20 ár. Aðstaðan hér hefur mikið breyst á þessum árum og sífellt hafa verið að koma ný og ný tæki. Mér finnst aðstaðan til fyrirmyndar um margt en hávaðinn hefur aukist með þessum nýju tækjum og veldur streitu, er ég smeyk um. Þegar ég hóf störf, var stelpan okkar um fermingu og í .skóla og býsna þröngt var hjá okkur. Þá stóðum við líka í að byggja og öll okkar laun fóru í það. Eins og ég segi, þá hefst þetta með sparnaði. Ég reyni að kaupa eins hagstætt til heimilisins og kostur er. Reyni að kaupa í stærri skömmtum fremur en smot* hverju sinni því það er hagsta ara. En dýrtíðin er gífurleg o, verðlag hækkar stöðugt. Við þessar aðstæður hefur launamismunur í þjóðfélagi okkar stöðugt verið að aukast. Láglauna- fólkið hefur orðið undir. Þrýsti- hóparnir innan launþegahreyfing- arinnar hafa, með því að koma í kjölfar aðalkjarasamninga, tekist að fá hærra í sinn hlut. Þá er ríkisbáknið orðið svo mikið, að það tekur sífellt meira í sinn hlut; frá almúganum," sagði Ásmunda Ól- afsdóttir. TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARÐAR Tónleikar Forskólans veröa í Bæjarbíói laugardaginn 2. maí kl. 11. f.h. Vornámskeið Forskóladeildar (meö blokk- flautur) veröa 11. til 28. maí. Innritun hafin. Skólastjóri. Leirlistamaóur kynntur Nýr listamaöur kynntur í verzluninni í Hafnarstræti 3S Borghildur Oskarsdóttir. Sýningin er opin á venjulegum verzlunartíma. íslenzkur Heimilisiðnaöur, Hafnarstræti. HEFURÞU Það nýjasta frá Lundi Handsaumaöar ekta mokkasíur meö léttum ilstuöningi og tágripi. (í Danmörku ganga þeir undir nafninu „Fodposer“ ísl. þýðing Fótaskjóöur. Vegna þess hve mjúkir og þægilegir þeir eru. Hvítt Beige Blátt Svart Stæröir 35—39 35—39 35—46 40—46 Verö 299.- Verndið ffæturna Vandið skóvalið Póstsendum samdægurs Domus Medica S. 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.