Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 „Flestir bera sig vel þrátt fyrir óhemju aukavinnu44 Þorvarður Jónsson (t.v.) og Lárus F. Sigurðsson í kerskála álversins. 1 m „Það er nóg kaup að hafa fyrir mikla vinnu“ „Það skal ég segja þér, að hér er ákaflega gott að vera og aðbúnaður ákaflega góður,“ sagði roskinn maður en hress, Bjarni Einar Bjarnason í sam- tali við Morgunblaðið í álverinu í vikunni. Bjarni er starfsmaður í steypuskála álversins, hefur starfað í álverinu frá byrjun, eða ellefu ár í vor. „Og ekki hef ég fundið á mér neina breytingu frá byrjun, hef ekki orðið fyrir barðinu á mengun, sem ýmsir ótilkvaddir menn segja að hér sé“. „Við erum búnir að vera hér margir frá upphafi, vorum um 60 sem náðum tíu ára starfsaldri á 'síðastliðnu vori,“ sagði Bjarni, en í álverinu öllu starfa um 700 manns, að jafnaði. í steypuskála er fljótandi málmurinn leiddur í mót ýmiss konar og steyptur í stengur eða hleyfa til útflutn- ings. Þar starfa 14 menn á hverri vakt þegar allt er í fullum gangi, og standa menn jafnan átta tíma vaktir. „Það er hvatningarvinna, sem við stundum hér,“ sagði sam- starfsmaður Bjarna, Friðrik Sig- urðsson. „Það vinnufyrirkomu- lag sem hér ríkir er hvetjandi á allan hátt, og aðbúnaðurinn og kjör okkar einnig. Hér er mikið fyrir menn gert,“ sögðu þeir félagar og nefndu í því sambandi ýms dæmi. „Það fer að vísu alltaf við hvað er miðað, hver afkoma manna er“, sögðu Friðrik og Bjarni og sögðust þeir báðir komast vel af með þær tekjur sem þeir hefðu fyrir störf sín í álverinu. „Það er hins vegar ljóst, að margir þeir sem hér hafa at- vinnu, stunda jafnframt óhemju aukavinnu hist og her. Sumir fara m.a. á sjó fríum sínum. Hér ávinna menn sér mikil frí með meiri starfstíma og álagsvinnu á almennum frídögum og hátíðum. Og þótt aðstæður og umsvif hvers og eins séu að sjálfsögðu misjafnlega mikil, og menn leggi á sig misjafnlega mikla auka- vinnu, þá sýnist okkur sem samstarfsmenn okkar beri sig flestir vel,“ sögðu þeir Friðrik og Bjarni, „og það þrátt fyrir það að íslendingar séu þeirrar náttúru að vilja alltaf meira og meira," skaut Bjarni að. Það var sama hvað drepið var á í samtalinu, þeir félagarnir voru alltaf jafn hressir í bragði. Þannig sögðu þeir ástæðulaust að ergja sig lengur út af þróun efnahagsmála og þvíumlíku, það væri sama hvað gert væri, flest- allar aðgerðir virtust ekki bera tilætlaðan árangur, þótt allt gæti ef til vill endað með ósköp- um áður en langt um liði. Þá sögðust þeir báðir hafa átt auðvelt með að laga sig að gjaldmiðilsbreytingunni í vetur og engu undan að kvarta í því sambandi, en flestir viðmælend- ur okkar voru ekki jafn ánægðir með breytinguna og þeir. Þó sögðust þeir öðru hverju, einkum fyrst um sinn, hafa borið saman við gömlu krónuna. „En okkur dylst það ekki, að verðlag hefur hækkað talsvert við gjaldmiðils- breytinguna, og þrátt fyrir verðstöðvunina,“ sögðu Bjarni og Friðrik að lokum. Morgunhlaðsmenn lögðu leið sína í álverið við Straumsvik i vikunni og tóku þar tali starfs- menn víðs vegar á svæðinu, og hugmyndin var að rabba við þá um líf þeirra og störf og afkomu. nú á tímum verðstöðvunar, verð- hækkana, vísitöluskerðinga, verðbóta kaupmáttarrýrnunar o.þ.h. í austari kerskálanum voru tveir ungir menn að undirbúa svokallaða kerskiptingu. en með reglulegu millibiii er skipt um kcrin sem álið er framleitt i. Ungu mennirnir heita borvarður Jónsson og Lárus F. Sigurðsson. Hafði Þorvarður að mestu orð fyrir þeim félögum. Þeir félagar sögðust hafa starf- að í rúmt ár í álverinu, hefðu lokið bóklegu iðnnámi, en biðu eftir að komast á samning til að geta haldið áfram iðnnámi. Þeir sögð* ust vera starfsmenn í svokallaðri kersmiðju, þar væri ekki unnin vaktavínna, heldur dagvinna, en jafnan gæfist kostur á talsverðri yfirvinnu. „Þaðer auðvitað alltaf nóg kaup að hafa fyrir nóga vinnu, og ef mikil yfirvinna fellur til, þá eru laun okkar býsna drjúg, því er ekki að neita,“ sögðu þeir Þorvarð- ur og Lárus. „Það er alveg Ijóst, að við erum á betri töxtum en verkamenn á almennum -vinnumarkaði, ef svo má að orði komast, það hefur náðst í gegn með samningum og samstarfi allra aðilja. Okkar afkoma er af þessum sökum tiltölulega góð, en samt virðist tónninn alls staðar vera sá sami, eins og oft áður, jafnt hér sem annars staðar. Það bera allir sig illa.“ Það kom fram í spjallinu, að þeir Þorvarður og Lárus eru ekki fjölskyldumenn og hafa ekki lagt út í fjárfestingar vegna stofnunar heimilis, og því eru þeir ekki skuldum vafnir, hafa því úr meiru að spila og meira afgangs en fjölskyldufeður sem eru að eignast eigið húsnæði. Þessir ungu og hressilegu menn voru að því spurðir hvernig þeim gengi að halda taktinn við þjóð- málin, aðgerðir í efnahagsmálum, nýja krónu og fleira í þeim dúr. „Það virðast allir frekar daufir og menn gera sér ekki lengur grillur út af því þótt kaup þeirra sé skert i stórum stíl, þótt verðlag hækki og kaupmáttur launa rýrni," sagði Þorvarður. „Það hefur víst verið verðstöðv- un hér í mörg ár, voru þeir að segja um daginn. Samt hefur allt hækkað og allt heldur áfram að hækka. Nú bölva menn ekki leng- ur öllum þessum hækkunum, þeir reikna sjálfkrafa með þeim. Og nýja krónan, maður veit ekki hvort hún á eftir að verða til góðs eða ills, og það má um það deila hvort gjaldmiðilsbreytingin eigi eftir að hafa tilætlaðan árangur. Það er allavega ljóst að margir hafa átt erfitt með að átta sig á breytingunni, og það fara margar sögur af því að vörusalar hafi notað tækifærið og ruglinginn, sem breytingun hafði í för með sér, til að hækka vörur sínar stórlega í þeirri von að ekki yrði eftir því tekið. Tökum sem dæmi, að vara, sem kostaði 23.000 gamlar krónur ætti að kosta 230 krónur eftir breyt- ingu. Það hefði verið tiltölulega auðvelt að hækka verðið í t.d. 280 krónur án þess að flestir tækju eftir því, upphæðirnar eru af ólíkum stærðargráðum og saman- burður á gömlu og nýju gengi gerir fólk jafnvel ruglaðra í rím- inu. Það eru sagðar margar sögur af því að hinir ýmsu aðilar hafi notað gjaldmiðilsbreytinguna til að hækka vörur sínar á þennan veg,“ sögðu þeir félagar að lokum. Friðrik Sigurðsson (t.v.) og Bjarni Einar Bjarnason. Veitt sænsk konungsorða ÞANN 18. marz síðastlið- inn var Sigurjóni Sæ- mundssyni, ræðismanni Svía á Siglufirði veitt orðan „Riddari hinnar kon- unglegu Norðurstjörnu", sem veitt er af Svíakonungi fyrir vel unnin störf og dygga þjónustu í þágu Sví- þjóðar. Orðuveitingin fór fram að heimili sænska sendi- herrans á íslandi frú Ethel Wiklund að viðstöddum nánustu ættingjumi og starfsmönnum sendiráðs- ins. Sigurjón Sæmundsson hefur verið ræðismaður Svía á Siglufirði frá árinu 1968. Kór Langholtskirkju með sjónvarpsgátur KÓR Langholtskirkju er nú að æfa fyrir hljómplötuupp- tökur og söngferð til Banda- ríkjanna og Kanada í ágúst nk. Til fjáröflunar hefur ver- ið ákveðið að hjóða sjónvarps- áhorfendum í getraunaleik, sem nefndur er Sunnudags- gátan. Sunnudagsgátan fer þannig fram að þrjá síðustu sunnu- dagana í maí birtist í auglýs- ingatíma sjónvarpsins, strax eftir fréttir og veðurfregnir, gáta sem áhorfendum gefst kostur á að svara á þar til gerða miða sem boðnir verða til kaups vikuna 10. til 17. maí. Dregið verður úr innsendum réttum lausnum 10. júní og þegar að drætti kemur verða miðarnir hlutaðir í sundur og dregið sérstaklega um hverja lausn. Þannig hefur sá sem er með einn lið réttan einn mögu- leika á vinningi, á meðan sá sem hefur þrjár réttar lausnir hefur þrjá möguleika á vinn- ingi auk þess sem þrjár réttar lausnir gefa möguleika á fjórða liðnum réttum og þar með fjórða vinningnum. Vinningar fyrir hverja hinna þriggja lausna eru: 1) Bíll af Lancia 112A gerð. 2) Pioneer hljómflutningstæki. 3) Pioneer hljómflutningstæki og fyrir aukareitinn: 1) Bíll af Lancia 112A gerð. 2) 3ja vikna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.