Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 „ÞAÐ ER ÁGÆTT Að BÚA HÉR í GARÐINUM" Fjóla Svavarsdóttlr „Þegar á allt er litið er prýðilegt að vinna hér“ Rætt við Fjólu Svavarsdóttur starfs- stúlku hjá Fiskverk- unarstöð Asgeirs hf. — Ég hef unnið hér síðan i fyrrasumar og það hefur yfir- leitt verið töluverð vinna nema þá helzt um siðustu jól — þá var lítið að gera á timahili. Mér likar starfið sæmilega og er að hugsa um að vera hér áfram i sumar. Að visu er þetta dálitið þung vinna og sum af þeim störfum sem við vinnum dálitið erfið — en þegar á allt er litið líkar mér prýðilega að vinna hér, sagði Fjóla Svavarsdóttir starfsstúlka i Fiskverkunarstöð Ásgeirs hf. i Garði á Suðurnesj- um. Hún vinnur þar i saltfisk- verkun og það var mikið sem lá fyrir af óunnum fiski er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við starfsfólk fiskverkunar- stöðvarinnar. — Það verður unnið til kl. 12 í kvöid, sagði Fjóla — það hefur verið ansi mikil vinna hér síð- asta mánuð, oft unnið til kl. 10 á kvöldin og líka unnið á laugar- dögum. Já, maður verður auðvit- að oft ansi þreyttur þegar svona mikið er unnið — en fólk sækist samt eftir næturvinnunni og mætir betur í hana heldur en dagvinnuna. Maður verður að vinna yfirvinnu ef maður á að hafa einhverjar tekjur að ráði. Mér finnst kaupið hér ágætt en það mætti alveg vera hærra — það er alveg hægt að lifa á átta tíma vinnu. Það eru margar konur í Garðinum sem vinna í fiskvinnslustöðvunum hálfan daginn og passa svo börnin hve fyrir aðra þegar þær eiga frí — og þær eru held ég nokkuð ánægðar með það kaup sem þær hafa. Fjóla á heima í Sandgerði þannig að hún er aðkomumaður í Garði. Ég spyr hana hvernig henni líki að búa þar. „Það er alls ekki svo lítið um að vera hér í Garðinum — það eru böll hér í samkomuhúsinu um helgar og svo er alltaf hægt að skreppa í bíó eða á aðrar skemmtanir inn í Keflavík ef maður hefur áhuga fyrir því. Það hefur líka sína kosti að búa hér — maður eyðir t.d. áreiðan- lega minni peningum heldur en ef maður ætti heima í Reykjavík. Þó það mætti auðvitað vera meira félagslíf þá líkar mér ágætlega að búa hérna og gæti alveg hugsað mér að setjast hér að. „Fyrirtækið gengur vel og útlitið er alls ekki svo slæmt“ Rætt við Ólaf Ágústs- son, framkvæmda- stjóra, Fiskverkunar- stöðvar Ásgeirs hf. Það eru fjórir bátar sem leggja upp hjá okkur og við vinnum aflann i saltfisk og skreið. Hér vinna nú 25 manns og það hefur verið töluvert að gera að undanförnu. Það hefur verið sæmilegur afli i vetur en tíðarfarið hefur spillt mikið fyrir þar til núna fyrir páska. Ég get ekki annað sagt en rekstur fyrirtækisins hafi geng- ið sæmilega, sagði ólafur Ág- ústsson, framkvæmdastjóri Fiskverkunarstöðvar Ásgeirs hf. i Garði. ólafur hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins allt frá þvi að það var stofnað árið 1964. óiafur býr á Seltjarnar- nesi og ekur þaðan i Garðinn og heim aftur nálega á hverjum degi — hann segir að það komist upp i vana og sé alls Guðjón Arngrimsson „Miklu betra en að vinna í frystihúsi“ ist að við höfum verið afskiptir á þessu svæði á undanförnum ár- um hvað varðar lánafyrirkomu- lagið. Við erum hér með gamla báta og smáa — það er orðið mjög aðkallandi að endurnýja bátaflotann hér, og þá er ég að tala um endurnýjun en ekki stækkun. Þá hefur verðbólgan verið söm við sig og það hefur leitt til þess að við höfum átt í fullu fangi að greiða af lánum — það væri mjög til hagsbóta fyrir fyrirtæk- in ef hægt væri að lækka þessa vexti. Hér hjá fyrirtækinu hafa ýmsar framkvæmdir setið á hak- anum af þessum sökum. Við þurfum t.d. að stækka húsnæðið hérna — það er allt of lítið miðað við þá vinnslu sem hér fer fram — og það verður líklega ráðist í það innan skamms. Þá væri einnig æskilegt að auka og endurnýja vélakost og einnig að bæta aðbúnað og vinnuaðstöðu starfsfólksins, en til þess hafa ekki verið peningar. Afköstin eru mjög misjöfn — þessa dag- ana eru unnin hér frá 20 til 40 tonn af fiski, það fer mest í saltfisk en það sem telst annars flokks af aflanum fer í skreið. Söluhorfur eru mjög góðar í saltfisknum núna og það er talið að það séu líka góðar horfur með sölu á skreið. Það er því eins og ég sagði engin ástæða til að vera svartsýnn á framtíðina, sagði Ólafur að lokum. „Það er allt í lagi að eiga frí eitt og eitt kvöld“ — Fólkið hér í Garöinum vinnur flest i fiski — þeir sem ekki sækja vinnu inn i Keflavik eða eitthvað annað, sagði Signý Hermannsdóttir, sem vinnur i saltfiskverkun hjá Fiskverkun- arstöð Ásgeirs hf. Það er ágætt að búa hér i Garðinum — það er kannski dálítið dauflegt hérna, en þó eru oftast böll hér i samkomuhúsinu um helgar og svo er stutt að fara inn í Keflavik á bió og aðrar skemmtanir. Nei, ég vildi ekki eiga hér heima til langframa — það skeður aldrei neitt hérna — ég held, að það hljóti að vera skemmtilegra að eiga heima í borg eða stærri bæ. Það er enginn framhaldsskóli hér og þeir, sem vilja halda áfram, verða að fara í gagn- fræðaskólann í Keflavík eða á heimavistarskóla — flestir fara á heimavistarskóla og ég held, að krakkarnir séu ekkert óánægðir með það. Flestir fara á Skóga, að Reykjum eða í skólann á Reykjanesi við Djúp. Það er auðvitað dýrara en að sækja skóla að heiman frá sér, en ég Rætt við Signýju Her- mannsdóttur, starfs- stúlku hjá Fiskverk- unarstöð Ásgeirs hf. heid, að það hljóti að vera miklu skemmtilegra að fara á heima- vistarskóla heldur en að vera í gagnfræðaskólanum í Keflavík. Hvernig finnst þér að vinna hér í Fiskverkunarstöðinni? — Mér finnst þetta ágæt vinna, en hún er dálítið erfið, þegar mikið er að gera og lengi unnið. Mér finnst þetta miklu betra en að vinna í frystihúsi og hef hugsað mér að vinna hérna eitthvað áfram. Þó gæti ég ekki hugsað mér að vera í þessu starfi til frambúðar, en hvað ég tek fyrir er ég alveg óráðin í ennþá. Mér finnst, að kaupið, sem við höfum hérna, sé alveg sæmilegt, en mætti auðvitað vera hærra. Vinnuaðstaðan er ekki alveg nógu góð — en þetta er þó allt í lagi eins og það er og forráða- menn fyrirtækisins hafa reynt að bæta úr því sem kvartað hefur verið yfir. En hvað er með þorpið sjálft — er það að stækka? — Já, byggðin hér fer heldur vaxandi. Það hafa verið stofnuð hér ný fyrirtæki á undanförnum árum og það er töluvert um, að ungt fólk setjist hér að. Ég held, að fólk sé yfirleitt ánægt með að eiga hér heima. Ólafur Ágústsson ekki leiðinlegt, maður geti ver- ið að velta ýmsu fyrir sér á leiðinni og þannig fari timinn alls ekki til spillis. — Það er ekki gott að spá í framtíðina og bezt að segja sem minnst, sagði Ólafur. Annars er þetta allt í nokkuð föstum skorð- um hjá okkur og við höfum alltaf haft nóg hráefni — og sé ekki neina ástæðu til svartsýni. Þetta fyrirtæki gengur vel og útlitið er alls ekki slæmt í dag. Okkur hefur hins vegar fund- Maður verður að vísu dálítið þreyttur á þessari vinnu til lengdar, en ég set það ekki fyrir mig. Ég var í saltfisknum í vetur og fannst það skemmtileg og fjölbreytt vinna, enda hafði ég ekki unnið við það áður — þessi vinna hér í skreiðinni finnst mér ekki eins skemmtileg. Hvað kom til að þú komst hingað suður í vinnu? — Það var einn vinur minn sem benti mér á að fara hingað — hann vann hér í fyrravetur og hafði vel upp. Mér hefur líka fallið ágætlega við að vinna hér — það er til dæmis miklu betra en að vinna í frystihúsi. Aðbúnaðurinn hér er ágætur en þó ekki alveg nógu góður. Það var til dæmis mjög kalt hér i vetur. Þeir voru að reyna að bæta úr því með olíuofnum, en það dugði bara hvergi nærri til. Svo er auðvitað fleira, sem mætti nefna, en það hefur alltaf verið fullur hugur hjá forráð- amönnum fyrirtækisins að bæta úr því sem fundið hefur verið að. Hvernig kanntu við að búa hér í þorpinu? — Mér finnnst ágætt að vera hér. Það er töluvert félagslíf hér að vetrinum, en mætti auðvitað vera meira. Það eru alltaf öðru hverju dansleikir hér í sam- komuhúsinu og stutt að fara inn í Keflavík, ef mann langar til að lyfta sér upp. Ég gæti alveg hugsað mér að setjast hér að — ég myndi að minnsta kosti frek- ar búa hér en fyrir norðan. Hefurðu hugsað þér að vinna áfram hér í Fiskverkunarstöð- inni? — Ekki í sumar. Ég hætti líklega um miðjan maí og fer þá heim í Bjarnarfjörð — fer þar að vinna í frystihúsi og eins að hjálpa til við búskapinn hjá föður mínum. Ég kem svo vænt- anlega aftur hingað í haust og vinn hér næsta vetur. Rætt við Guðjón Arn- grímsson starfsmann hjá Fiskverkunar- stöð Ásgeirs hf. — Ég er búinn að vinna hér siðan i haust og þetta hcfur verið sæmilegt, sagði Guðjón Arngrimsson, sem vinnur i skreiðinni hjá Fiskverkunar- stöð Ásgeirs hf. Hann á heima á Odda í Bjarnarfirði, Stranda- sýsiu, en segir, að fyrir norðan sé ekki mikið um vel launaða vinnu yfir veturinn. — Mér hefur þó ekki fundist nógu mikil vinna hér, en það hefur lagast núna síðustu vik- urnar, — þá hefur yfirleitt verið unnið fram eftir kvöldi og eins um helgar. En er ekki bæði erfitt og leiðinlegt að vinna svona lengi? — Nei, ég vil helzt fá að vinna sem mest. Það er allt í lagi að eiga frí svona eitt og eitt kvöld, en mér finnst líka ágætt að vinna. Maður hefur heldur alls ekki nógu mikið upp úr því að vinna 10 tíma. Signý Hermannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.