Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981 53 Egilsstaðir 1. maí — Þegar flokkspólitísk sjónarmið foringjanna eru boðuð Vilhelm Benediktsson „Pólitískir toppar ráða ferðinni“ „1. MAÍ er í dag orðinn dagur til minningar um liðna verka- iýðsbaráttu. Verkalýðsbaráttan hefur raunveruleKa yfirgefið verkalýðinn. l>að eru einhverjir pólitískir toppar, sem ráða ferð- inni,“ sa«ði Sigurður Vilhelm Bcncdiktsson. iðnnemi á Egils- stöðum, í stuttu spjalli i vik- unni. „Verkalýðshreyfingin á að vera miklu faglegri og samning- arnir eiga að færast til fólksins á vinnustöðunum. Fólk yfirleitt hefur nú orðið lítil áhrif á launamál sín og kjarabaráttu. Forustan þarf að losna úr viðj- um pólitískra áhrifa. Eftir því sem manni er sagt, er ASI-þing ekkert annað en samningafund- ur pólitískra flokka um áhrif í verkalýðshreyfingunni," sagði Sigurður Vilhelm. 1. maí er dagur loforða en lítilla efnda „MÍN skoðun á 1. maí er sú. að hann sé ekki hinn sanni bar- áttudagur fyrir réttindum verkalýðsins hin siðari ár. Verkalýðshreyfingin hefur fall- ið I skuggann. 1. mai er dagur loforða en lítilla efnda,“ sagði Eirikur Elisson, verkamaður á Egilsstöðum, formaður Verka- lýðsfélags Fljótsdalshéraðs. „Verkalýðshreyfingin í mínum huga er faglega sterk en póli- tískt veik. Málefni verkalýðs- hreyfingarinnar eru alltof oft notuð þegar einhverjir aðilar þurfa að auglýsa sig til pólitísks framdráttar. Þeir sem eru í pólitík ættu ekki að vera í forsvari innan verkalýðshreyf- ingarinnar og ættu ekki að vera sjálfkjörnir þangað inn aftur ef pólitísk sól þeirra fölnar. Ég tel Eirikur Elísson að verkalýðshreyfingin sé mis- notuð af áðurnefndum aðilum. Þeir nota hana sem stökkbretti til pólitísks frama. Mönnum hefur jafnan gengið erfiðlega að þjóna tveimur herrum. „1. maí hér úti á landi er afskaplega venjulegur dagur. Öll smærri verkalýðsfélög fá boð- skapinn frá Lækjartorgi. Lands- byggðin kemur lítið nálægt heildarstefnumótun í kjara- málabaráttunni. Fólk utan Reykjavíkur vinnur langan vinnudag og hefur oft lítinn tíma til félagsmála. Þessi langi vinnudagur er afleiðing af því m.a. að forustan stendur slaklega í slagnum um hag láglaunafólksins í landinu, hugs- anlega vegna stöðu forustu- mannanna í landsmálapólitík- inni. Ég vona að í framtíðinni verði hægt að vinna þannig að málum, að nýir samningar séu jafnan tilbúnir þegar hinir eldri falla úr gildi svo ekki þurfi að koma til vinnustöðvunar. Verkföll eru dýr, þjóðfélaginu og verkalýð til ama.“ „Vegna kjaraskerð- inga hefur sigið á ógæfuhliðina hjá verkafólki“ „ÁÐUR fyrr var 1. maí til þess að auka stéttarvitund launa- fólks og efla baráttuþrek þess fyrir réttindum sinum. Undan- farin ár hefur 1. mai orðið eins konar afmælisdagur verkalýðs- hreyfingarinnar, þar sem fiokkspólitisk sjónarmið for- ingjanna eru boðuð,“ sagði Rúnar Pálsson, flugafgreiðslu- stjóri á Egilsstöðum. formaður Verslunarmannafélags Austur- lands. Rúnar Pálsson „Eins og staðan er nú orðin í iaunamálum verkalýðsins í land- inu virðist hinn upprunalegi tilgangur 1. maí vera í sjónmáli aftur. Nú þarf að taka upp faglega baráttu í málefnum verkalýðshreyfingarinnar og leggja á hilluna pólitíska tog- streitu, sem ríkt hefur innan hennar. Um kjaramálin er það að segja, að vegna síendurtekinnar kjaraskerðingar ríkisstjórnar- innar og óðaverðbólgu hefur mjög sigið á ógæfuhliðina hjá verkafólki. Þrátt fyrir öll hin fallegu orð um styttingu vinnuvikunnar er kjaramálunum nú þannig komið hjá launafólki, að það þarf að leggja nótt við dag til að afla tekna, svo að endar nái saman við framfærslu þess. Ég vil óska launþegum í land- inu til hamingju með daginn og vona, að íslenzk verkalýðshreyf- ing beri gæfu til að hafa hinar faglegu hugsjónir að leiðarljósi í komandi framtíð." Breiðholtsleikhúsið: Segðu pang Á SUMARDAGINN fyrsta frum- sýndi Breiðhoitsleikhúsið barna- leikritið SEGÐU PANG!! en það er nýtt, íslenskt verk, sem kunn- ugt er og fjallar um börn og afstöðu þeirra til sjónvarps og þess efnis, sem þar er borið á borð. Áhorfendur á frumsýningu tóku verkinu vel, og ekki voru undir- tektir síðri á næstu tveimur sýn- ingum, sem voru eins og frumsýn- ingin, í Fellaskóla í Breiðholti. Nú er afráðið, að halda með Segðu Pang!! út á land, og verður í fyrstu sýnt í nágrenni Reykja- víkur: á Akranesi, í Garðinum og víðar. Breiðholtsleikhúsið mun þó sýna á heimaslóðum um helgar, og verða sýningar alla laugardaga og sunnudaga í Fellaskóla kl. 15:00. • Leikarar í Segðu Pang!! eru tveir, þau Þórunn Pálsdóttir og Þröstur Guðbjartsson, leikstjóri er Jakob S. Jónsson, en höfundur laga og ljóða er Matthías Krist- iansen. Leikritið tekur um 50 mínútur í flutningi. Auk þess að sýna barnaleikritið Segðu Pang!! er Breiðholtsleik- húsið að æfa um þessar mundir nýja íslenska kabarettrevíu undir leikstjórn Sigrúnar Björnsdóttur, en höfundar eru þeir Þrándur Thoroddsen, sem skrifar leiktext- ann, og Atli Heimir Sveinsson, sem semur tónlistina við verkið. Höfundur dansa er Sóley Jóhanns- dóttir, en leikmynd og búninga gerir Hjördís Bergsdóttir. Æf- ingar eru vel á veg komnar, en áætlað er að frumsýna hina nýju kabarettrevíu um miðjan maí, og verða sýningar í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. (Fréttatilkynning). Kartöfluflögur Heildsölubirgdir: Agnar Ludvigsson hf Nýlendugötu 21 Sími 12134 3völuRaffi Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, halda sína árlegu kaffisölu í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 1. maí. Húsiö opnað kl. 14.00. Glæsilegar veitingar. Tískusýningar. Skyndihappdrætti. Stórglæsilegir vinningar, þ.á m. flugfarseölar, leikföng o.fl. Allur ágóöi rennur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.