Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981
64Sífellt dýrara
að Iifa46
Erna Magnúsdóttir hefur unnið hjá frystihúsi Útgerðar-
félags Akureyringa í 6 til 7 ár og sagðist hún kunna vel við
sig þar, enda hefði hún ekki verið þar allan þennan tíma
væri svo ekki.
Tímakaupið of lágt
Hvernig gengur að lifa af laununum?
„Það svona rétt gengur, ég er einstæð móðir og vinn því
yfirleitt aðeins hálfan daginn, en það dugir ekki og því vinn
ég stundum meira. Tímakaupið er of lágt, en bónusinn
bjargar miklu, ætli hann hækki ekki kaupið hjá okkur í
vélasalnum um 30%. Ég er ekkert sérstaklega skattpínd og
með því að vinna annað slagið allan daginn ná endar rétt
saman, en það er ekki um neinn afgang að ræða.“
Efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar einkennilegar
Hvað heldur þú að valdi þessu lága kaupi?
„Það er ekki gott að segja, ætli það megi ekki kenna
verkalýðshreyfingunni, ASI og ríkinu um þetta, það virðist
enginn skilja það að þessi atvinnuvegur er undirstaða
þjóðarbúsins og afurðir hans aðalútflutningsvara þjóðar-
innar, að minnsta kosti er kaupið ekki í samræmi við það.
Þá finnast mér kaupkröfur þeirra hæst launuðu vera
einkennilegar, en mikið vill vist meira, er það ekki. Það
virðist sem þeir sem minnst vinna, hafi mestu tekjurnar og
lægstu skattana, hvernig sem á því stendur.
Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar skil ég engan
veginn, frekar en hún sjálf að öllum likindum, kaupgjalds-
vísitalan er skert á nokkurra mánaða fresti og síðan eru
hækkanir geymdar þar til vísitalan hefur verið reiknuð út.
Annars fylgist ég iítið með pólitíkinni, mér finnst hún
leiðinleg, en ég veiti því svo sannarlega athygli að það
verður alltaf dýrara og dýrara að lifa, alveg sama hvaða
ríkisstjórn er við völd. Vörur og þjónusta hækka mun
hraðar en kaupið og þetta hefur sko ekki batnað með
myntbreytingunni."
- HG
64Atvinnuvanda-
mál mætti leysa
meö fiskmiðiun44
Gunnar Lorenzson er yfirverkstjóri frystihúss Út-
gerðarfélags Akureyringa og hefur unnið þar í 14 ár.
Hann sagði að þar hefði verið stöðug vinna í allan vetur
og nú væri unnið 10 tíma á dag. Frystihúsið tæki á móti
400 til 500 tonnum af fiski vikulega og væri hann
unninn i frystingu, skreið og salt. Hann sagði
ennfremur að miklar endurbætur hefðu verið gerðar á
húsinu undanfarin 4 ár og hefði það aukið afköstin
italsvert og bætt vinnuaðstöðu starfsfólksins verulega,
en í frystihúsinu vinna nú 260 til 270 manns og daglega
er hringt þangað og beðið um vinnu.
Skreidarmarkaðurinn fallvaltur
Hvernig lýst þér á þróun mála í fiskveiðum og á
fiskmörkuðum?
„Mér lýst illa á þessa þróun, bæði það hve mikið er
unnið í skreið og hvernig fiskurinn er nú verðlagður. Ég
tel það spor aftur á bak að hækka verð á 2. og 3. flokks
fiski, en ekki á 1. flokknum, það ætti að vera meiri
verðmunur á 1. flokki annars vegar og lægri flokkunum
hins vegar, þá myndu sjómenn vanda betur meðferð
fiskjarins og við fá betra hráefni til vinnslunnar.
Þá tel ég að nú sé of mikil áherzla lögð á
skreiðarverkunina, ég held að markaðurinn fyrir hana
sé mjög fallvaltur þar sem tíð stjórnarskipti eru í þeim
Afríkulöndum, sem við verzlum aðallega við og því
getur markaðurinn þar alltaf brugðist með stuttum
fyrirvara og við gætum átt það á hættu að sitja uppi
með miklar birgðir. Þá tel ég ekki heppilegt að draga úr
frystingunni á meðan við erum í samkeppni við
Kanadamenn á Bandaríkjamarkaðinum, það gæti orðið
til þess að framboð okkar yrði ekki nóg til að anna
eftirspurn og því gætum við misst markaðinn í hendur
Kanadamanna og allir hljóta að sjá hvaða afleiðingar
það gæti haft.“
Skrapdagarnir of marg-
ir og illa skipulagöir
Hvernig finnst þér stjórn fiskveiða hér við land?
„Henni er í ýmsu ábótavant og ég er ekkert bjartsýnn
yfir þeim mörgu skrapdögum, sem framundan eru, þeir
valda of miklum sveiflum í aflanum og erfiðleikum í
vinnslu hans. Það þarf að stjórna þessu betur og jafna
dögunum betur út. Eins og staðan er nú lendum við
venjulega með alla togarana á skrapið á sama tíma og
nú eru 105 skrapdagar eftir á hvert skip. Það væri
réttara að hafa tímabilin styttri og ekki eins
fastákveðin hvað tíma varðar eins og nú er. Þá gætu
togararnir tekið út dagana á hvaða tíma sem væri og
þyrftu ekki allir að vera á skrapinu á sama tíma.
Þá held ég að það sé tóm vitleysa að ætla að fjölga
togurum, það eykur bara vanda þeirra sem fyrir eru,
þess í stað mætti leysa atvinnuvanda ýmissa byggðar-
laga með fiskmiðlun sem byggja mætti mun meira á en
gert er nú. Þá gætu togarar landað hluta aflans á
þessum smærri stöðum, sem varla eru í stakk búnir til
að vinna úr heilum togarafarmi á nægilega skömmum
tíma til þess að koma í veg fyrir skemmdir á hráefninu.
Einnig mætti hreinlega aka aflanum á milli staða,"
sagði Gunnar. — HG
44Óskemmtileg
reynsla aö vera
atvinnulaus44
Það eru ekki allir sem hafa atvinnu þessa dagana, nú
eru meira en 100 manns atvinnulausir á Akureyri og
einn þeirra er Valdimar Davíðsson. Hann er 18 ára
gamall og hefur verið atvinnulaus frá því í janúar utan
eina helgi, sem hann vann í áburði, en hann býst við því
að fá vinnu aftur um miðjan næsta mánuð.
Fœ 124 krónur á dag 5 daga vikunnar
Er það ekki fremur óskemmtileg reynsla að vera
atvinnulaus?
„Jú, svo sannarlega, maður gerir ekkert annað en að
Úr bæjar- og héraðshókasafninu á Akrar
Akranes:
7,2% útlánaaukning h já saf ninu
BÆJAR- og héraðsbókasafnið á
Akranesi lánaði út 75.183 bindi
á árinu 1980 og er það 7,2%
útlánaaukning frá fyrra ári
segir í frétt frá safninu.
Fullorðnir safngestir voru alls
15.736 og fengu 39.565 bindi
lánuð heim eða til lestrar á
lesstofu safnsins, en fjöldi
barna var samtals 15.945 og
bókalán þeirra alls 35.618. Inni-
falið í þessum tölum eru bóka-
lán til skipshafna og einnig
talbækur til blindra og sjón-
skertra.
Samkvæmt þessum tölum
komu alls 31.681 gestir í safnið
árið 1980 og hefur lánþegum
fjölgað verulega frá árinu áður
eða alls 1658.
Bæjar- og héraðsbókasafn
Akraness þjónar íbúum Akra-
neskaupstaðar og íbúum sveit-
anna sunnan Skarðsheiðar,
samtals 5.730 íbúum og voru
útlán á hvern íbúa árið 1980 13,1
bindi.
Fjórar málverkasýningar
voru haldnar í safninu á árinu
1980.
Samkvæmt aðfangaskrá og
aðfanganúmerum var bókakost-
ur safnsins sl. áramót 25.277
bindi og rit. Afskrifaðar voru
262 bækur.
Aukning bóka og rita á árinu
urðu 906 bindi. Vakin er athygli
á því, að bókakaup hafa dregist
saman á árinu miðað við undan-
farandi ár, segir í fréttinni.