Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
43
„Geysilegur munur á kjörum
sænskra kennara og íslenskra44
Ljósm. Kristján.
Spjallað við
Sigurð Símonar-
son, kennara
— Ilvenær er maður ánæjfð-
ur með launin?, ansaði Sijfurð-
ur Simonarson þejfar blaðamað-
ur spurði hann hvort kennarar
væru ekki bærilega sáttir við
launin sín. Sigurður er kennari
við Æfinjfaskólann, æfinjfa-
kennari svo kallaður ojf i hálfu
starfi sem yfirkennari. Mbl.
átti stutt spjall við Sijfurð.
— í tilefni lsta maí, sagði
hann, get ég tiltekið ýmislegt
sem kennarar hafa fengið lag-
fært í kjarasamningum seinni
ára, en ég get svo sem líka nefnt
mörg réttlætismálin fyrir okkur,
sem á þessum lsta maídegi 1981
eiga enn langt í land. Og kennar-
ar og aðrar þær stéttir þjóðfé-
lagsins sem vinna að heilsu-
gæslu- og uppeldismálum eru
lágt launaðar, miðað við þær
menntunarkröfur og starfskröf-
ur sem gerðar eru til starfsins.
En það hefur ýmislegt áunnist
í síðustu kjarasamningum. Við
höfum til dæmis fengið nokkra
leiðréttingu á kennsiuskyldu eft-
ir því á hvaða stigum grunnskól-
ans er kennt. Og svokallað 3ja
mánaða „sumarfrí" er nú orðið
skilgreint sem hluti af ársvinnu
kennara: 160 klst. hafa kennarar
unnið af sér skólaárið á undan,
með lengri vinnuviku en al-
mennt gerist, og 160 klst. eru
ætlaðar til undirbúnings kennsl-
Eins og sést af skrifborðinu
hafa yfirkennarar í mörgu að
snúast, og það þurfti að beita
fortölum svo Sigurður fengist
til að líta upp frá vinnu sinni
og spjalla við blm.
unni næsta skólaár. Þá er eftir
einn mánuður í sumarfrí. Þetta.
er nú skýrt tekið fram í kjara-
samningum, en það er enn langt
í land að fólk almennt geri sér
þetta fyllilega ljóst. Og ein
ástæða þess, að kennarar eru svo
lágt launaðir, er kannski þessi
útbreiddi misskilningur varð-
andi þrjá sumarmánuði.
Eg er nýlega kominn úr Sví-
þjóðarför, þar sem ég hef verið
við framhaldsnám á annað ár, og
það sló mig við heimkomuna í
febrúar síðastliðnum, hvílíkur
geysilegur munur er á kjörum
kennara í Svíþjóð og á íslandi.
Ég held það sé óhætt að fullyrða,
þau séu þriðjungshærri kenn-
aralaunin þar, heldur en hér-
lendis. Þar er 2ja mánaða tími
milli skólaára og kennarar skila
þess vegna færri stundum viku-
lega heldur en hérna, sem er
mjög æskilegt, svo menn séu
ekki yfirkeyrðir af of löngum
starfsdegi.
Jú, maður lifandi, það er alltaf
nóg að berjast fyrir, og raunar
synd hversu mikil orka kennara
hefur farið í að vinna fyrir
bættum kjörum, á meðan ýmsar
umbætur í skólamálum sitja á
hakanum.
En því má bæta við, að
ákveðnir hópar Htennara hafa
beinlínis verið útundan, ef svo
má sej(ja, í samningum síðustu
ára. Kennsluskylda æfingakenn-
ara hefur til dæmis ekkert
breyst frá því er þeir voru fyrst
ráðnir fyrir 10—12 árum og enn
eru þeir í sama launaflokknum.
Fastráðnir æfingakennarar
kenna all flestir jöfnum höndum
við Kennaraháskólann og Æf-
ingaskólann og taka þátt í að
skipuleggja og fylgjast með æf-
ingakennslu og þeir hafa flestir
hverjir mikla starfsreynslu að
baki og hafa einnig aflað sér
aukinnar menntunar á sviði upp-
eldis- og kennslufræða. Það má
segja að þeir séu tengiliður milli
kennslunnar og hins fræðilega
hluta kennaranámsins. Æf-
ingakennarar búa semsé við
óbreytta kjarasamninga frá
upphafi, og það er kennurum
orðin stór spurning hvort það
borgi sig fyrir þá fjárhagslega
að gerast æfingakennarar. Ef
ekki verður þarna einhver breyt-
ing, þá verður mjög erfitt að fá
menn til þessara starfa í fram-
tíðinni, sem er afar slæmt, því
æfingakennarar eru mjög nauð:
synlegur hlekkur í kennara-
menntuninni.
Nei, ég þori nú ekki að segja til
um að hljóðið í kennurum sé
almennt gott, sagði Sigurður og
seig á honum brúnin. Kennarar
margir hverjir eru uggandi, ekki
útaf launum, heldur útaf við-
horfum til skólastarfsins. Til
dæmis í Reykjavík, þá er það
tilhneiging yfirvalda að nota til
þess öll tiltæk ráð að lækka
kennslukostnað á hvern nem-
anda, og slíkt hlýtur náttúrulega
að bitna á nemendunum.
Að sjálfsögðu er það eðlilegt
að menn grípi til sparnaðar-
ráðstafana, þegar þannig árar,
en slíkt bitnar engu að síður
fyrst og síðast á börnunum. Og
hvað sem öllum sparnaði líður,
þá má skólastarfið aldrei verða
ómanneskjulegt. Sumir segja
þetta tilfinningasemi, að gera til
dæmis veður útaf hugsanlegum
flutningi barna milli skóla-
hverfa, en eins og einn góður
skólamaður orðaði það fyrir
nokkrum árum, þá geta skyn-
semi og tilfinningasemi vel farið
saman, sagði Sigurður Símonar-
son, kennari.
Kaffisöludagur Kven-
félags Grensássóknar
NÚ Á sunnudaginn 3. maí
verður kaffisöludagur Kven-
félags Grensássóknar og
hefst kaffisalan kl. 3.00 í
Safnaðarheimilinu við Háa-
leitisbraut.
Kaffisöludagurinn er hátíð-
isdagur hér í sókninni. Hann
er árviss vorboði eins og
blessuð lóan, sem við fögnum
með einlægum huga og eftir-
væntingu í hjarta á hverju
vori.
Kvenfélagið stendur nú í
stórræðum, en það er, að
safna fé til þess að gefa
Grensáskirkju blýinnlagt, lit-
nægir að minna á kirkju-
klukkurnar og silfurbúnað til
notkunar við altarissakra-
menti o.fl. Og það verður
mikill fengur í þessari gjöf,
bæði er birtan stundum of
mikil í salnum og svo verður
fegurðarauki af glerinu.
Ég vil fyrir hönd safnaðar-
ins hér í Grensássókn þakka
Kvenfélaginu fyrir þessa
veglegu gjöf og aðrar gjafir á
liðnum árum og þann hlýhug,
sem ég veit að fylgir þeim til
kirkjunnar. Guð blessi ykkur
og starf ykkar allt.
að gler frá Danmörku í rúð-
urnar í kór kirkjunnar. Þetta
er mikil gjöf og dýr og er
glerið væntanlegt alveg á
næstunni.
Þær eru nú orðnar margar
gjafirnar frá Kvenfélaginu og
Ég vil svo hvetja allt fólk í
Grensássókn og alla aðra vel-
unnara Grensárkirkju að fjöl-
menna í kaffisöluna, sem
verður nk. sunnudag 3. maí og
hefst hún kl. 3.00.
Ilalldór S. Gröndal.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Grunnur. Ert þú svona óheppinn aö hafa notaö ónýta málningu? Nú er lokiö
hörmungartímabili í þessu efni, sem kostaö hefur íslenskt þjóöfélag milljaröa á
milljarða ofan. GALV-A-GRIP er níösterk grunnmálning, sem bítur sig fasta í járn,
galvan-járn og ál. Sjá skýrslu:
löntœknistofnun Islands Technologica! Institute of lceland Magnús Þórdarson Prófun á viöloöun ýmissa málningartegunda viö zinkhúöaö járn. Grunnefni: Mélning: Terpentínu Vióloöun kg/cm' % eftir á grunnfleti
1. Zinkhúöaö járn (þvegið) roöabr. vinnuvélalakk * 0 0
2. — — — — — 0 0
3. — _ — — — 0 0
4. — — — Hempalín Wascoad 0 0
5. — — — Ðit ætigrunnur 7.7 0
6. — — — — — 6.1 0
7. — — — Oxydrautt kraftlakk 3.8 0
8. — — — — — 3.1 0
9. — — — Galvangrip 3.8 90
10. — — — — 3.8 95
11. — — — — 7.7 95
7. Zinkhúöaö járn (veöraö) — eftir 1 mánuö/i 15.3 97
8. — — — — — 2 — 23.0 97
9.0 — — — — — 2 — 23.0 97
10. — — — — — Vi — 7.7 30
11. — — — — — 1 — 13.8 40
12. — — — — — 1 — 13.8 60
Lím hefur hvergi slitnaö af tröppunum. Gaivangrip og zinkkrómat slitna í sjálfu sér og þaö sem eftir er á grunnfleti er jafnt dreift yfir flötinn.
Yfirmálun. Protec-
tive coating er sér-
staklega veðrunar-
þolin og endingar-
góö og hentar því
vel viö okkar veöur-
far.
DAP
M. THORDARSON
Box - 562 121 R.
Sími 13567.
DAP