Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1981 49 rölta um bæinn og það er heldur leiðigjarnt til lengdar. Ég vann áður í byggingaiðnaðinum hjá fyrirtækinu Aðalgeir og Viðar, en var sagt upp í janúar. Þá þótti mér hálft í hvoru gott að fá frí, því ég bjóst engan veginn við því að fá ekki vinnu í rúma 3 mánuði. Þetta aðgerðarleysi verður einnig til þess að maður er meira á ferðinni og eyðir því kannski meiri peningum, en ef maður hefði verið í vinnu. Ég fæ nú 124 krónur í atvinnuleysisbætur 5 daga vikunnar, sem eru rúmlega 1.200 krónur hálfsmánaðarlega og það rétt dugir til að halda bíl gangandi. Ég hef ekki orðið var við það, að bæjaryfirvöld hafi reynt að gera eitthvað til lausnar vandanum og veit reyndar ekki hvort þau eða einhver annar aðili geta gert nokkuð í svona málum. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég verð atvinnulaus og ég vildi ekki verða fyrir þeirri reynslu aftur. Þó að nú sé aðeins að birta yfir atvinnuástandinu, veit ég að enn eru víða erfiðleikar og ég tel mig heppinn, fái ég vinnu aftur hjá Aðalgeir og Viðari, eins og ég vonast til að verði um miðjan næsta mánuð.“ — Hii Valdimar Davíðsson Atvinnuleysi og oanægja með efnahagsaögerðir 64Veröstöövun bara oröin tóm44 Auður Guðjónsdóttir er trúnaðarmaður starfs- fólks hjá frystihúsi Útgerðarfélags Akureyrar og hefur unnið við snyrtingu á fiski þar í 16 ár. Hún sagðist kunna vel við þessa vinnu og efast um að hún fengi eitthvað, sem hún kynni betur við, ef hún breytti um. Hún sagðist kunna vel við fólkið, sem hún ynni með og vinnustaðurinn væri mjög góður. Starf hennar sem trúnaðarmaður sagði hún vera fólgið í því að sjá um að ekki væru brotnir samningar á starfsfólkinu og að réttindi og skyldur væru í heiðri hafðar. Þá væri einnig mikið að gera í bónusútreikningum og alls konar málum vegna hans. Mætti hækka dagvinnukaupiö um 50 til 60% og leggja bónusinn niður Hvernig gengur að lifa af laununum? „Dagvinnukaupið er allt of lágt, það væri nær að hækka það um 50% —60% og fella bónusinn niður. Það eru bara örfáar konur, þær hörðustu, sem geta tvölfaldað kaupið sitt með bónusvinnunni, en algengt er að konurnar hækki kaupið um 40 til 50%. En mér er illa við bónusinn, hann veldur mikilli streitu hjá starfsfólkinu, það þarf að hamast við vinnuna allan daginn ef eitthvað á að fást út úr honum og því er talsvert um atvinnusjúkdóma af hans völdum, aðallega vöðvabólgu. Það lifir enginn af því að vinna bara dagvinnu til þess er kaupið allt of lágt og því erum við að hamast þetta við bónusinn og yfirvinnuna." Auður Guðjónsdóttir Okkur er hegnt meö skatt- píningu fyrir aö vinna Hvernig koma skattarnir niður á ykkur? „Ég er ekki ánægð með störf verkalýðshreyfingar- innar, en ég veit að það er erfitt að fást við þessi mál, því mörg ljón eru í veginum. Hún hefur lítið getað gert fyrir okkur í skattamálum og því koma skattarnir mjög hart niður á okkur. Það liggur við að verið sé að hegna okkur fyrir að vinna og bjarga þannig verðmætum fyrir þjóðarbúið. Þessi atvinnu- vegur er undirstaða útflutnings í landinu. Þá finnst mér fáránlegt að vera að skerða vísitöluuppbætur á laun þeirra lægstlaunuðustu eins og okkur og mér hefur aldrei fundist eins erfitt að láta enda ná saman eins og nú, allar nauðsynjavörur til heimilisnota eru mjög dýrar og það er fráleitt að vera að tala um verðstöðvun, hún er bara orðið tómt. Mér finnst að verkafólk, sem hreinlega er neytt til þess að vinna yfirvinnu til að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið, ætti að fá eftir- og næturvinnu skattfrjálsa, í stað þess að laun fyrir hana fari nær öll í skattakistu ríkisins. Félagsmálapakkarnir koma mjög misjafnlega niður á fólki og koma alls ekki öllum til góða. Þess vegna væri það betra fyrir fólk að fá frekar beina kauphækkanir, ef þeim væri ekki alltaf skellt beint út í verðlagið. Hingað til hafa beinar kauphækkanir komið illa út vegna þess og hafa þannig eyðilagt árangurinn af samningum, þegar þær koma fram í verulega hækkuðu vöruverði strax að loknum samningum. Þess vegna hefur verið farið út í það að leysa vandamál þeirra lægstlaunuðustu með félags- málapökkunum og er það vissulega góðra gjalda vert.“ Launabiliö breikkar stööugt „Þá finnst mér fráleitt að verkalýðshreyfingin skuli alltaf vera látin ganga á undan í samningum með verkföllum og erfiðri baráttu, þegar hærra launuðu stéttirnar koma svo á eftir og heimta sömu prósentuhækkun og verkalýðshreyfingin fékk. Það er fráleitt, eins og ástandið er í dag, að hálaunastéttirn- ar skuli leyfa sér að fara fram á meira en þær hafa, þær hafa víst ábyggilega meira en nóg. Mér hefur heyrzt að verkalýðsforingjar tali alltaf um það fyrir hverja samninga að nú eigi laun þeirra lægstlaunuð- ustu að hækka hlutfallslega mest, en þegar til kastanna kemur er alltaf samið um prósentuhækk- un, sem gengur í gegnum alla launastiga og laun flestra landsmanna og þannig breikkar launabilið sífellt. Mér er næst að halda að þessar yfirlýsingar verkalýðsforingjanna séu hreinlega fals, aðeins til að friða okkur verkamennina. Mánaðarlaun okkar nú eru frá 3.915 krónur upp í 4.112 krónur fyrir dagvinnuna, enginn kemst hærra en það þó hann hafi unnið í áratugi og mér er það mjög til efs, að nokkur maður fengist í þessa vinnu, væri það ekki vegna bónussins, en þetta er þó auðvitað skárra en að vera atvinnulaus." - HG. Samhýli fyrir vangefna í Auöarstræti. Styrktarfélag vangefínna: Hús keypt fyrir þriðja sambýlið AÐALFUNDUR Styrktarfélags vangefinna var haldinn i Bjark- arási laugardaginn 28. marz síð- astliðinn. Formaður félagsins, Magnús Kristinsson, flutti skýrslu stjórnar og gat helstu verkefna þess á liðnu starfsári. í frétt félagsins segir, að hæst beri þar framkvæmdir við nýtt sam- býli fyrir vangefna hér í borg- inni, sem opnað var um miðjan september síðastliðinn. Dvelja þar 11 einstakiingar og starfa 5 þeirra á almennum vinnumark- aði, en 6 eru i vinnu og þjálfun i Bjarkarási. Félagið hefur að öllu leyti greitt kostnað við þessar framkvæmdir, en margar góðar gjafir hafa borist heimilinu. Þá gat formaður helstu verk- efna á þessu ári og nefndi í því sambandi framkvæmdir við nýtt heimili við Stjörnugróf, Lækjarás, sem væntanlega verður tekið í notkun með haustinu, svo og áform félagsins um að koma upp vísi að vernduðum vinnustað fyrir 10—12 einstaklinga. Þá gat formaður kaupa á hús- eigninni Háteigsvegi 6, en ætlunin er að koma þar upp þriðja sambýl- inu á næsta ári. Félagið rekur nú þrjú dagvistar- heimili og tvö sambýli hér í borginni. Stjórn Styrktarfélags vangef- inna er þannig skipuð: formaður: Magnús Kristinsson, forstjóri, varaformaður: Davíð Kr. Jensson, húsasmíðameistari, ritari: Ragn- heiður S. Jónsdóttir, húsmóðir, gjaldkeri: Árni Jónsson, forstjóri, meðstj.: Hafliði Hjartarson, verk. þj.stjóri. I varastjórn: Sigurður Garðarsson, versl.maður, Elísabet Kristinsdóttir, skólastj., Hilmar Sigurðsson, viðskiptafr., Gunn- laug Emilsdóttir, húsmóðir, Frið- rik Friðriksson, húsg.smiður. Fé- lagsmenn eru nú rúmlega 2100. Framkvæmdastjóri félagsins er Tómas Sturlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.