Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 12
ERLENDAR BÆKUR
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981
Einkennilegar sumar bækur
sem hefjast til vegs á metsölulist-
unum í útlöndum. Sophia’s Choice
kom út í Bandaríkjunum fyrir
fjórum árum og var þar í efsta og
efri sætum metsölulistanna svo
mánuðum skipti. Vegna þess hve
stór hún er og umfangsmikil lagði
ég ekki í að lesa haná fyrr en nú að
bókaútgáfan Lindhardt og Ring-
hof í Danmörku taldi ástæðu til að
gefa hana út þar í landi og sendi
til umsagnar.
Bókin hefur af ýmsum gagnrýn-
endum verið hafin til skýja, þeir
segja þetta sé ein helzta skáldsaga
áttunda áratugsins, ekki aðeins
hvað varðar texta hennar heldur
varðandi boðskapinn um vald hins
illa og hvernig valdið brýtur niður
einstaklinginn, sagt er að bókin sé
vitnisburður um sök og ábyrgð
mannsins. Aðrir tala um hversu
máttug hún sé og hún sé í reynd
tilraun sem gangi út á það hvað
skáldsagan sem form geti borið og
boðið og víst tefli höfundurinn
djarft — tilfinningalega, siðfræði-
lega og ég veit ekki hvað.
Að þessu sögðu er rétt að víkja
að því að sögusviðið er ódýrt
pensjónat í Brooklyn. Árið er 1947.
Stingo er ungur og bjartsýnn
höfundur, ættaður frá Virginiu,
hann er að reyna að skrifa sína
fyrstu bók. Hugmyndaflug hans
hlýtur verulega örvun þegar hann
kemst í kynni við Sophie, fallega
pólska stúlku sem býr með banda-
rískum vini sínum, Nathan, á
hæðinni fyrir ofan. Þegar þau
elskast ekki svo að allt ætlar um
koll að keyra, rífast þau og slást
svo að allt ætlar um koll að keyra.
Rifrildin eru jafnan vakin af því
hinu sama, sektarkennd, sem bæði
bera í sér: Sophie finnur til sektar
vegna þess að hún komst lifandi af
úr útrýmingarbúðum nazista í
Birkenau og Auschwitz (hún er
reyndar ekki Gyðingur) og Natan
vegna þess að hann sem banda-
rískur Gyðingur hefur lifað góðu
lífi í Bandaríkjunum samtíma því
að milljónum Gyðinga var útrýmt,
Gagnkvæmar ásakanir þeirra
verða til þess eins að auka á
samvizkukvöl þeirra og rekur þau
að lokum til sameiginlegrar af-
drifaríkrar ákvörðunar.
Það er þessa sögu sem Stingo er
að segja í bók sinni sem er upp á á
sjötta hundrað blaðsíðna með
smáu letri og ég þurfti að hafa
óendanlega mikið fyrir að klöngr-
ast í gegnum þetta meistara-
stykki. Jóhanna Kristjónsdóttir
Val,
Soffíu
eftir William Styron
Krufning
bandarískra
lífshátta
Dodge (Steindór Hjörleifsson).
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
BARN í GARÐINUM.
Höfundur: Sam Shepard.
Þýðing: Birgir Sigurðsson.
Lýsing: Daníel Williamsson.
Leikmynd og húningar: Þórunn
S. I>orgrím.sdóttir.
Leikstjórn: Stefán Baldursson.
Sam Shepard mun hafa mótast
af lífsviðhorfum og skáldskap
beatkynslóðarinnar: skáldsögum
Jacks Kerouacs sem skrifaði On
the Road (1958) og ljóðum Allens
Ginsbergs. Kunnasta ljóð Gins-
bergs: Howl (1956) hefst á orðun-
um: I saw the best minds of my
generation destroyed by madness,
starving hysterical naked.
Shepard hefur gengið í skóla
utangarðsmanna með tilheyrandi
flökkulífi. Það er því engin tilvilj-
un að efni leikrita hans er oft sótt
í nöturlegustu hliðar bandarísks
samfélags.
Með sýningu Leikfélags Reykja-
vtkur á Barn í garðinum, Buried
Child (1979) er stigið markvert
spor í þá átt að halda áfram
kynningu nútímaleikritunar.
Leikritið fékk hin eftirsóttu Pul-
itzerverðlaun sem besta leikrit
eftir Bandaríkjamann 1979.
Að mínu viti sameinar Sam
Shepard eftirminnilega ýmsar
evrópskar hneigðir absúrdleikrit-
unar og leikritun sem er í eðli
sínu ákaflega bandarísk þótt efnið
hafi verið fyrirferðarmeira í
skáldsögum, til ;.ð mynda hjá
John Steinbeck og Erskine Cald-
well, samanber leikgerð eftir sögu
hins síðarnefnda: Tobacco Road.
Eftir Barni í garðinum að dæma
verður Shepard naumast kallaður
ádeiluhöfundur, en verk hans er
krufning bandarískra lífshátta og
spegilmynd þess hvernig mann-
legt eðli birtist í umhverfi sem er
fyrst og fremst bandarískt.
Barn í garðinum gefur nokkra
vísbendingu um leikritagerð
Shepards. Leikrit hans eru frem-
ur lauslega hnýtt saman, byggja
einkum á orðum og stemmningu.
Upphaf Barns í garðinum sýnir
Dodge einan á sviðinu, ósjálf-
bjarga liggjandi í sófa. Að ofan
berst rödd Halie konu hans. Sá
gamli hefur meiri áhuga á viskí-
inu sínu en orðræðum við konu
sína. í þessu atriði er kyrrstaða,
lítil hreyfing. En í því er inngang-
ur verksins, áhorfandinn getur
byrjað að geta í eyðurnar sem eru
margar í verkinu. Shepard leitast
við að vekja ímyndunarafl fólks,
fá það til að raða saman brotum
og mynda heild. Menn geta verið
ósammála um hvernig honum
tekst þetta, en eins og mörg
Ijóðskáld gætir hann þess að segja
ekki of mikið.
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Dodge, kona hans og synir eru
dæmigerð hnignunarfjölskylda.
Halie lifir að vísu enn í blekking-
unni um forna dýrðardaga þegar
synir hennar voru afreksmenn í
íþróttum, en innst inni veit hún
hvernig komið er og hefur líka
gefist upp. Óvænt heimsókn son-
arsonar þeirra hjóna og fylgikonu
hans verður til þess að fjöiskyldu-
leyndarmál er opinberað, en það
snýst um greftrun barns svo ekki
sé meira sagt.
Tilden, elsti sonurinn, er orðinn
ruglaður af einhverjum ástæðum
og er sífellt að grafa í garðinum í
óþökk foreldra sinna og Bradleys
bróður síns sem er fatlað rusta-
menni. Vince sonur hans, þ.e.a.s.
glataði sonurinn, virðist í fyrstu
venjulegur ungur maður sem
lagst hefur í flakk, en það kemur
á daginn að hann er hold af holdi
og blóð af blóði þessarar úrkynj-
uðu fjölskyldu og reiðubúinn til
að taka upp ónytjungshátt afa
síns að honum látnum.
Shelly, vinkona Vince, er af
öðru sauðarhúsi en hann, enda
flýr hún eftir stutt kynni af
fjölskyldunni. Séra Dewis er per-
sóna sem kemur dálítið við sögu,
en frá höfundarins hendi fremur
veikgerð og alltof hefðbundin í
slíku verki.
Samvinna þeirra Stefáns Bald-
urssonar og Þórunnar S. Þor-
grímsdóttur er löngu kunn og
hefur verið árangursrík. Þau
bregðast ekki frekar en endranær.
Ég hefði að vísu kosið að leik-
stjórinn hefði tamið sér meiri
hnitmiðun, sumt er einum of laust
í böndum þótt kenna megi höf-
undinum um það. Leikmynd Þór-
unnar S. Þorgrímsdóttur er ekki
jafn fjölbreytileg eins og oft áður
hjá henni, en undirstrikar firrtan
og vonlausan heim persónanna
undir merkjum einfaldleikans. Ég
veit ekki hvort stiginn er ein-
göngu hennar verk, bilið milli
þess sem er uppi og niðri, en
óneitanlega er sú lausn snjöll.
Birgir Sigurðsspn hefur þýtt
Barn í garðinum. Án samanburð-
ar við frumgerð er hér um að
ræða góðan lífrænan texta sem er
sýningunni styrkur.
Það er með ólíkindum hve
Steindóri Hjörleifssyni tekst vel
að túlka Dodge, einkum í niður-
lægingu hans og sjúkleika.
Engu að síður verður túlkun
Margrétar Ólafsdóttur á Halie
það sem maður man einna best,
tvíbentri persónunni gerir hún
slík skil.
Þorsteinn Gunnarsson sést ekki
nógu oft á sviði, en nú stjórnar
hann Leikfélagi Reykjavíkur
ásamt Stefáni Baldurssyni. Tilden
Þorsteins var óhugnanlegur í
geggjun sinni, vitnisburður um
mann sem glatað hefur öllu og
æðir um eins og hrætt, en um leið
grimmt dýr.
Annar góður leikari sem engan
svíkur er Sigurður Karlsson í
hlutverki Bradleys. Hann hefði
samt mátt gretta sig minna.
Hjalti Rögnvaldsson túlkar
Vince og sýnir okkur undir yfir-
borð persónunnar sem er afinn
Dodge endurborinn.
I hlutverki Shelly er Hanna
María Karlsdóttir. Ekki verður
annað sagt en hún nái æskilegum
tökum á þessari stúlku, afkvæmi
hippatímabilsins. Hljómlítil rödd
háði henni að vísu lítillega.
Guðmundur Pálsson er oft lag-
inn við hlutverk sem ekki eru stór
í sniðum. Prestinn Dewis túlkaði
hann á sinn ísmeygilega hátt og
gerði raunverulega meira úr hon-
um en ætlast mátti til sé persónu-
sköpun höfundar með í dæminu.
Sýningin naut lýsingar Daníels
Williamssonar.
Svo að þess sé getið sem vel er
gert skal að lokum minnt á
leikskrá. Páll Baldvin Baldvins-
son gerir grein fyrir Sam Shepard
og leikritum hans í fróðlegri
grein, en af henni er því miður
þýðingarkeimur, málfarið stirt.
Kaflarnir úr Rolling Thunder
Logbook eftir Sam Shepard sem
fjalla um hljómleikaferðalag um
Bandaríkin með Bob Dylan, Joan
Baez, Allen Ginsberg o.fl. eru
skemmtilegir, en hefðu þurft á
betri íslenskun að halda. Dæmi er
þýðing á Ijóði Sam Shepards um
fæðingarbæ Jacks Kerouacs: Low-
ell.
En viðleitnin til að kynna
rækilega Sam Shepard er góðra
gjalda verð.
Sýning
Eiríks Smith
Það var eitthvað óvenjulegt,
merkilegt og mikið að gerast, er
mig bar að garði á opnun sýn-
ingar Kiriks Smith að Kjarvals-
stöðum á dögunum. Liðin var þá
rúm klukkustund frá því að
listamaður lauk upp dyrunum inn
á sýninguna, og þó var þar ennþá
múgur og margmenni og löng
biðröð ákafra kaupenda við af-
greiðsluborðið. Mér tókst með
erfiðismunum að mjaka mér einn
skoðunarhring og var þá sannast
mála búinn að fá nóg. Kann mig
lítt í margmenni á sýningum og
er því sjaldan viðstaddur opnanir
þeirra enda fær maður þá rétt
nasasjón af því, er til sýnis er
hverju sinni. Þykir mér farsælla
að koma á þeim tímum er fæstir
eru gestirnir og helst vera einn
með myndunum. Ég hélt því
fljótlega á brott en kom aftur um
kvöldmatarleytið, er. viti menn,
ennþá var töluvert af fólki í
Kjarvalssal þar sem sýningin er
uppi, sem er mjög óvenjulegt á
þeim tíma, jafnvel á fyrsta degi.
Var mér tjáð, að stöðugur
straumur hafi verið á sýninguna
allan daginn. Rauðir miðar undir
fjölda mynda báru vott um vel-
gengni sýningarinnar enda mun
hér hafa verið sett met hvað
myndasölu snertir á fyrsta degi.
Ekki þó hvað fjölda mynda snert-
ir því að Guðmundur Erró mun
hafa selt 74 myndir við opnun
fyrstu sýningar sinnar í Lista-
mannaskálanum við Kirkju-
stræti. En þá var að miklum
hluta um smámyndir að ræða, en
slíkum er ekki til að dreifa á
sýningu Eiríks Smith.
Verður því að telja, að Eiríkur
standi með pálmann í höndunum
og er þetta jafnvel hliðstæða
hinnar frægu Kjarvalssýningar í
Listamannaskálanum í febrúar
árið 1945 er slegist var um
myndir hans. En myndir Kjar-
vals voru stórum færri enda
seldust þær allar sem ein. í
báðum tilvikum líktist það einna
helst sprengingu er dyr voru
opnaðar og fólk ruddist inn og
var líkast því sem stífla hefði
brostið. Þegar slíkt skeður grípur
fólk þvílíkt æði, að það festir sér
myndir eftir fyrsta augnakast og
án nokkurrar yfirvegunar enda
telur það mikið í húfi. Það er
vissulega ástæða til að óska
Eiríki til hamingju með viðtök-
urnar.
Ýmsar spurningar sækja ann-
ars stíft á er slík ósköp gerast,
sem ekki er mögulegt að skil-
greina né svara í stuttu máli. Þó
er eitt alveg víst og það er, að
íslenzkur listaverkamarkaður
lýtur allt öðrum lögmálum en
gerist erlendis og er mikil spurn
hvort hér sé um nokkur lögmál að
ræða. Ég hef t.d. orðið var við það
á uppboðum, að ágætar teikn-
ingar umrædds listamanns hafa
selst á því er nemur 10—20% af
eðlilegu markaðsverði og grafík-
myndir eftir Erró hafa selst á
þreföldu verði þess sem hægt var
á sama tíma að fá þær á hjá
útgefanda myndanna hér í borg,
Konráði Axelssyni í „Myndkynn-
ingu“. Slík hringavitleysa er nær
óhugsandi erlendis. Þá virðast
góðir listdómar og umsagnir um
einstaka listamenn hér- og er-
lendis hafa næsta lítið að segja,
alveg andstætt því sem var í
gamla daga er menn urðu heims-
frægir hér heima ef vinsamleg
smáklausa birtist um þá í erlendu
blaði. En hið síðastnefnda er að
vissu marki framför og ber vott
um aukið traust almennings á
eigin dómgreind.
Áður en vikið er að sjálfri
sýningunni er ekki úr vegi að
minnast lítilsháttar á frumraun
Eiríks á sýningarvettvangi, en
það var í Listamannaskálanum
gamla árið 1952. Hann fyllti
skálann í hólf og gólf enda jafnan
verið mjög atorkusamur og hugs-
að stórt — en hér var um
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
óhlutlægar myndir að ræða er
menn skildu lítt í þá daga.
Afraksturinn var sá, að Eiríkur
seldi eina ofurlitla mynd og varð
svo að slá lán fyrir vörubíl með
myndirnar aftur til Hafnarfjarð-
ar að sýningunni lokinni!
Samkvæmt öllum lögmálum
heimsmarkaðarins, ættu þessar
gömlu myndir Eiríks að vera
mjög verðmætar í dag en mér er
stórlega til efs að svo sé á
vettvangi íslenzks myndlistar-
markaðar, a.m.k hvað peninga-
fejald áhrærir. Þá væri í hæsta
máta eðlilegt ef að verðgildi
þekktustu mynda gömlu meistar-
anna, Ásgríms, Jóns Stefánsson-
ar og Kjarvals, væri svipað og