Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sígtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Kaldhæðni og afskiptaleysi Þaðvirðist skipta miklu máli hverjir eru við völd, blessaður 77 vertu. Nú heyrist varla stuna neins staðar frá, en fyrir nokkrum árum ætlaði allt um koll að keyra þegar gripið var til svipaðra aðgerða og verið er að grípa til í dag, þ.e. skerða kaupið með lögum, með því að taka af mönnum umsamdar vísitöluhækkan- ir.“ Þannig komast starfsmenn í álverinu í Straumsvík að orði við blaðamann Morgunblaðsins, eins og lesa mátti í blaðinu á föstudaginn 1. maí. Þessi kaldhæðni kemur fram í viðtölum við fleiri launþega í blaðinu þennan sama dag. Erna Magnúsdóttir í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa segir: „Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar skil ég engan veginn, frekar en hún sjálf að öllum líkindum, kaupgjaldsvísitalan er skert á nokkurra mánaða fresti og síðan eru hækkanir geymdar þar til vísitalan hefur verið reiknuð út. Annars fylgist ég lítið með pólitíkinni, mér finnst hún leiðinleg .. Og Auður Guðjónsdóttir trúnaðarmaður starfsfólks í sama frystihúsi segir: „Ég er ekki ánægð með störf verkalýðshreyfingar- innar, en ég veit að það er erfitt að fást við þessi mál, því mörg ljón eru í veginum. Hún hefur lítið getað gert fyrir okkur í skattamálum og því koma skattarnir mjög hart niður á okkur." Og niðurstaða þriggja trésmiða við vinnu í Breiðholtshverfi er þessi: „Annars nennum við helst ekki að tala um stjórnmál og verkalýðspólitík, nema rétt það sem snýr að okkur. Eitt er víst, að það er ekki verið að berjast fyrir samningum í gildi núna.“ Ofangreind ummæli eru í senn ádrepa á landsstjórnina og verkalýðsforystuna. Ahugaleysið stafar af því, að menn eru vonlausir um að mál geti stefnt til betri vegar undir forystu þeirra manna, sem nú skipa hin æðstu embætti. „Kröfugöngur eru núorðið sýndarmennska. Ganga þeir ekki Keflavíkurgöngur úr Kópavogi?" spurðu trésmiðirnir í Breiðholti, þegar þeir sögðust ætla að nota 1. maí til að hvíla sig. Jón Steinar Ragnarsson, farandverkamaður á ísafirði, sagði, þegar hann var að því spurður, hvort hann ætlaði í kröfugöngu 1. maí: „Nei þetta er orðinn áróðursdagur hernámsand- stæðinga og kommúnista yfirleitt og ég vil ekki vera með í þeim mislita hópi.. .Þetta er kommúnistadagur fyrst og fremst og það eru síðustu mennirnir til að hafa okkar hagsmuni í huga.“ Ríkisforsjármennirnir í ráðherrastólunum fá sinn skammt. Jósef Borgarson verkstjóri í sorpeyðingarstöð Suðurnesja, segir: „Númer eitt er að draga markvisst úr umsvifum ríkissjóðs og reisa skorður við frekari útþenslu ríkisbáknsins. Það er meginforsenda þess að lífskjör hér í landinu batni.“ Gunnar Snorrason, matsveinn á Coaster Emmy, orðar sömu hugsun með þessum hætti: „Nei, það sem þarf að gera er að minnka neysluna og ríkið verður að sýna gott fordæmi með því að draga úr ríkisútgjöldum. Það verður að eiga fyrsta leik og draga saman seglin." Og Ásmunda Olafsdóttir í öskjudeild Kassagerðar Reykjavíkur segir: „Þá er ríkisbáknið orðið svo mikið, að það tekur sífellt meira í sinn hlut; frá almúganum." Af viðtölunum við launþega má ráða, að með því að leggja hart að sér við vinnu og ástunda sparnað komast menn bærilega af. „Dagvinnan hrykki skammt er ég hræddur um,“ segir Einar Einarsson, hafnarverkamaður í Reykjavík. „Nei, af átta tíma vinnu myndi maður aldrei lifa,“ segir Ómar Baldvinsson í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hitt er jafnframt ljóst, að sæmileg afkoma heimila byggist nú orðið að verulegu leyti á því, að hjón vinni úti. Þá gerir ákvæðisvinna mönnum kleift að afla viðunandi tekna á tiltölulega hóflegum vinnutíma. Álagið, sem af henni leiðir, er hins vegar mörgum óbærilegt og vafalaust dregur kapphlaupið oft úr gæðum vinnunnar. „Það er eiginlega ekki leggjandi á nokkra manneskju að vera nema hálfan daginn í bónusvinnu," segir Þórhildur Snæland í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. „Það lifir enginn af því að vinna bara dagvinnu til þess er kaupið alltof lágt og því erum við að hamast þetta við bónusinn og yfirvinnuna," segir Auður Guðjónsdóttir í frystihúsi ÚA á Akureyri. Af þessum ummælum sést, að ekkert má slakna á atvinnustiginu, til þess að of nærri verkafólki og almennum launþegum sé gengið. Einmitt með tilliti til þessa hljóta menn að hafa áhyggjur af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að leggja allan þungann í „átökunum" við verðbólguna á atvinnufyrirtækin. Verðlagshöftin, sem ríkisstjórn- inni eru kærust ásamt með niðurgreiðslunum, kippa grundvellinum undan heilbrigðu atvinnulífi. Á meðan nægur afli berst á land og markaðir fyí-ir sjávarafurðir eru jafn góðir og við blasir, gefst kjörið tækifæri til að taka vanda þjóðarbúsins öðrum tökum. Hvergi sést votta fyrir viðleitni í þá átt, þvert á móti gengur ríkisstjórnin sífellt lengra inn á óheillaþrautina. Það er vissulega hættuleg þróun, ef þannig er haldið á málum af þeim, sem til forystu eru valdir, að með störfum sínum drepi þeir niður allan eðlilegan áhuga á gangi þjóðmála. Kaldhæðni og afskiptaleysi nái að skjóta rótum í stað trúnaðartrausts og umhyggju fyrir öðru en þvi, sem snýr að hverjum og einum. „Menn fólksins" eins og þeir kalla sig stundum, sem nú þykjast hafa tögl og hagldir í íslensku þjóðlífi, eru á góðri leið með að eyðileggja heilbrigðan þjóðarmetnað meðal fólksins. Dags Evrópu minnst í dag EVRÓPUDAGURINN er í dag en til hans var stofnað af Evrópuráðinu 1964 og notar það daginn m.a. til kynningar á starfsemi sinni. Nú eru öl) lýðræðisriki Evrópu aðiljar að ráðinu nema Finnland og eiga 22 riki aðild að ráðinu. í skýrslu utanrikisráðherra til alþingis um utanrikismál segir m.a.: Unnið var að því á árinu 1980 að aðiaga störf Evrópuráðsins breyttum aðstæðum í Évrópu og alþjóðamálum yfirleitt. Áukið atvinnuleysi í mörgum aðildar- ríkjanna og efnahagsörðugleikar í Evrópu áttu sinn þátt í að Evrópuráðið lét þessi mál meira til sín taka en áður. Ráðherra- fundur sem haldinn var í Lissa- bon í apríl 1980 fjallaði sérstak- lega um þetta efnahags- og félagslega misræmi í Evrópu. Þing Evrópuráðins kom að venju þrisvar saman á árinu. Var þar m.a. fjallað um afnám dauðarefsingar í öllum aðildar- ríkjunum og samþykkt ályktun, þar sem skorað er á þau að fella niður dauöarefsingu. Mannrétt- indamálefni voru að venju ofar- lega á baugi en mannréttindi hafa frá stofnun Evrópuráðsins verið eitt helzta verkefni ráðs- ins. Verndun mannréttinda er ávallt á dagskrá, bæði í ráð- herranefndinni og á þingi Evrópuráðsins, en Mannrétt- indanefndin og Mannréttinda- dómstóllinn sjá um framkvæmd samnings allra Evrópuríkja um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Á dagskrá Evrópuráðsins voru auk þess yfirleitt flest þau mál- efni er snerta hagsmuni Evrópu og var áfram lögð á það mikil áherzla að auka starfsemi ráðs- ins á sviði stjórnmála og sam- ræma skoðanir og stefnu aðild- arríkjanna i utanríkismálum. Árið 1981 er í Evrópuráðsríkj- unum helgað átaki til endurnýj- unar gamalla borgarhluta, en Island tekur ekki þátt í sam- starfi ríkjanna um það efni. Einnig lýkur á þessu ári átaki til kynningar á verndun viðkvæmra plantna og sjaldgæfra dýra í Evrópu sem staðið hefur frá seinasta ári. Stillum SAMBAND islenzkra sveitarfé- laga hefur farið þess á leit við sveitarfélögin og fyrirtæki þeirra, að þau haldi upp á Evrópudaginn, sem er i dag, með því að flagga með þjóðfán- anum eða Evrópufánanum. Einnig hafa sveitarfélögin fengið sent veggspjald, sem Evr- ópuráðið hefur látið gera í tilefni dagsins í ár — á því stendur: „Stillum Evrópu — Dagur Evr- ópu — Dagurinn þinn“ og minnir Evrópu myndin á samstarf ríkjanna um endurvarp sjónvarpsefnis um gervihnetti. Á Evrópudaginn eru útvarps- og sjónvarpsstöðvar í aðalríkj- um Evrópuráðsins, sem nú eru orðin 22, vanar að kynna Evrópu- stefið, sem er forspilið að „Óðnum til gleðinnar" úr níundu sinfóníu Beethovens. Jafnframt er þá oft kynntur einhver þáttur í hinu margvíslega samstarfi Evrópuráðsríkjanna. Ljósm. Mbl. Kristján. 12 ára krakkar keppa í góðakstri 12 ára krakkar í góðakstri Góðaksturskeppni 12 ára barna fór fram um helgina, en þau börn sem þátt tóku í keppn- inni höfðu áður þreytt spurn- ingakeppni um umferðarmál. í kcppnina, sem fram fór við Vörðuskóla í Reykjavík, mættu um 50 börn frá Suður-, Austur- og Vesturlandi, en i spurninga- keppninni höfðu tekið þátt um 4000 krakkar. Þau sem lentu í 12 fyrstu sætunum í keppninni munu taka þátt í úrslitakeppni sem fram fer í haust, en auk þeirra munu þar taka þátt krakkar sem keppa á Akureyri um næstu helgi. í fyrstu fjórum sætunum í keppninni urðu eftirtaldir: 1) Hjörtur Þór Grétarsson, Ár- bæjarskóla. 2) Theódór Krist- jánsson, Melaskóla. 3) Valdimar Svavarsson, Víðistaðaskóla. 4) Valtýr Þórðarson, Snælandsskóla. Lægsta tilboðið upp á 109% af kostnaðaráætlun Hið lægsta hins vegar upp á um 184% TILBOÐ í lögn hitaveituæðar á Eiðsgranda, 2. áfanga, fyrir Hita- veitu Reykjavíkur, Vöru opnuð fyrir skömmu. Lægsta tilhoðið kom frá Gerpi sf„ en það hljóðaði upp á um 109% af kostnaðaráætl- un Fjarhitunar. Loftorka sf. var með næstlægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á um 133,6% af kostnaðaráætlun. Þriðji var Sveinn Skaftason með um 145,82% af kostnaðaráætlun og loks Miðfell hf. með um 184% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætl- un Fjarhitunar hljóðaði upp á liðlega 536,6 milljónir króna. Þá voru fyrir skömmu opnuð tilboð í Elliðavogsæð, 2. áfanga, fyrir Hitaveitu ,Reykjavíkur, en kostnaðaráætlun Fjarhitunar þar var um 3.004 milljónir’króna. Með lægsta tilboð var Hlaðbær, en tilboð hans hljóðaði upp á um 100,93% af kostnaðaráætlun. Næstlægsti aðili var Ástvaldur og Halldór sf. með um 104,22% af kostnaðaráætlun. Með þriðja lægsta tilboðið var Ásberg hf., en það hljóðaði upp á 106,55% af kostnaðaráætlun. Þá bárust fjög- ur tilboð til viðbótar, sem hljóð- uðu upp á 107,33—115,24% af kostnaðaráætlun. Þrjú tilboð bárust síðan í gatna- gerð og lagnir á Eiðsgranda, en kostnaðaráætlun gatnamálastjóra hljóðaði upp á liðlega 1,8 milljarð króna. Með lægsta tilboð voru Ástvaldur og Halldór sf. með um 110% af kostnaðaráætlun. Þá kom Völur hf. með um 113% af kostn- aðaráætlun og loks Loftorka sf. með um 147,5% af kostnaðaráætl- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.