Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 45 Algjör undirlægju- háttur Framsóknar Þorkell Hjaltason skrifar: „Aldrei fyrr í íslenskri stjórn- málasögu hefur nokkur þingflokk- ur legið eins kylliflatur undir kommúnísku jarðarmeni eins og Framsóknarflokkurinn í atkvæða- greiðslunni um flugstöðvarmálið, er fram fór í neðri deild Alþingis þriðjudaginn 14. apríl sl. Mun slík atkvæðagreiðsla vera algjört eins- dæmi í sögu Alþingis á þessari öld. Aí einskærri undir- Keíni við kommana Það furðulegasta við þessa at- kvæðagreiðslu Framsóknar er það, að á aðalfundi flokksins nokkrum dögum áður, þar sem meðal annars fór fram kjör flokksformanns, hafði flokkurinn tjáð sig samþykkan byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og raunar talið hana bráðnauð- synlega framkvæmd, meðal ann- ars til að aðskilja herflug og almennt farþegaflug. En nokkrum dögum síðar er atkvæði um málið voru greidd á Alþingi, snerust framsóknarþingmennirnir önd- verðir gegn fyrri samþykkt sinni um flugstöðina og greiddu nú atkvæði á móti byggingunni og þar með gegn utanríkisráðherra sínum og fyrrum flokksformanni. Léku þeir sum sé þannig fullkom- Þorkell Iljaltason inn trúðleik af einskærri undir- gefni við kommana, sem þá höfðu kippt í spottann og skipað þeim að greiða atkvæði á móti flugstöð- inni. Ekki nothæfur stjórnaraðili En utanríkisráðherra hélt fullri reisn og virðingu sinni í málinu og greiddi að sjálfsögðu atkvæði með byggingu flugstöðvarinnar. Og verður hún áreiðanlega reist, þó ef til vill verði það ekki í tíð núverandi ríkisstjórnar. Satt að Frumvarp sem heimilar hjólreiðar á gangstéttum: Sendið það út í ystu myrkur K-118 skrifar: „'Ég trúði varla mínum eigin augum, er ég las í dagblaði fyrir nokkrum dögum að dómsmálaráð- herrá hefði lagt fram stjórnar- frumvarp á alþingi, sem fæli meðal annars í sér að heimila hjólreiðar á gangstéttum. Mér finnst þetta vera svo mikil fjar- stæða að ég held að þeir, sem að þessu frumvarpi standa, hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu hræðilegar afleiðingar gætu orðið af því, ef það yrði að lögum. Hafa þeir leitt hugann að því, á hverjum þetta myndi helzt bitna? Ef ekki, þá skal ég segja þeim það. Þeir sem mest nota gangstéttirn- ar, er roskið fólk og börn, sem hvorki eiga bíla né reiðhjól og ég býst við að það sé allstór hópur af þjóðfélagsþegnunum. En hér er ráðizt að þeim, sem minnst mega sín og hafa engan félagsskap að baki sér, sem gæti skorið upp herör gegn þessu gerræði. Afleið- ingin af þessu tiltæki er auðsæ hverjum, sem hefur oþin augu og sæmilega skýra hugsun. Gang- stéttarslys myndu stóraukast og aldrað fólk og fatlað myndi ekki þora að fara út fyrir hússins dyr, nema í fylgd annarra. Nei, góðir þingmenn, látið það ekki henda ykkur að samþykkja þetta vanhugsaða frumvarp. Sendið það út í ystu myrkur, svo að það sjái aldrei dagsins ljós framar. „Ekki veldur sá sem varar“.“ segja er Alþýðubandalagið alls ekki nothæfur stjórnaraðili og hefur raunar aldrei verið það vegna þvermóðsku sinnar og afturhaldssemi á flestum sviðum þjóðlífsins og í öllum þeim stór- málum, sem til heilla horfa fyrir þjóðina bæði í nútíð og framtíð. Þetta er hin mikla ógæfa íslensku þjóðarinnar við þessa sumarkomu. 13. aldar siðfræði á hér ekki heima nú Ég nefni hér nokkur mál, þar sem nátttröllin og steingerv- ingarnir í Alþýðubandalaginu leggjast gegn því, að þjóðhagslega mikilvægar aðgerðir til eflingar og uppbyggingar nái fram að ganga. Svo er um vísitölumál, orkumál, stóriðjumál og vinnu- löggjafarmál. Brýn nauðsyn er á því, að öll þessi ofanskráðu mál verði leyst á sem farsælastan hátt, ekki síst vinnulöggjafarmálið, ef ekki á allt að loga í upphlaupum og uppreisnum á vinnumerkaðn- um. Viturlega vinnulöggjöf á að setja um helstu ágreiningsefnin, þannig að friður geti orðið í þjóðlífinu á eyjunni við ysta haf. Þrettándu aldar siðfræði á hér ekki heima nú. Á þessum mikil- vægu punktum veltur framtíð lands og þjóðar, og öryggi." Þessir hringdu .. . Okkar menn ætla að bæta um betur RAM hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Það var kostu- legt að fylgjast með þeim Sig- hvati Björgvinssyni og Páli frá Höllustöðum í Þingsjánni á þriðjudaginn var (28. apríl). Þarna dásömuðu þeir til skiptis það sem stjórnin hafði gert SÍKhvatur |>áll Bjtíritvinsson í'ótursson annars vegar og það sem stjórn- arandstaðan hafði gert hins vegar og hallaði nú heldur á Alþýðuflokkinn. Þá kvað Sig- hvatur Alþýðuflokkinn ætla á komandi vetri að leggja fram áfengislagafrumvarp sem leggja mundi grunninn að nýrri áfeng- ismenningu í landinu, bindind- issamari þeirri, er núna ríkti. Þá greip Páll fram í fyrir honum og sagði: „Okkar menn ætla nú að bæta um betur.“ Þar sem ég sat fyrir framan skjáinn og horfði á þessa snillinga urðu þessar vísur til: Bindindisfrumvarp boúar i vetur hleiklitur Alþýðuflokkurinn. Okkar menn a'tla aA ha ta um betur. birtir framsoknarkokkurinn. Kn alþýða manna vill sjá hvað setur ok siðan leKKja* á það mat. hvort Framsókn hefur ei bætt um betur ok borað á frumvarpið K&t. NUDDSTOFA HILKE HUBERT AUGLÝSIR: Heilnudd, partanudd, hitalampi, sólarlampi að Hverfisgötu 39 Upplýsingar og tímapantanir í síma 13680 mánud. —föstudaga 14.30—18.30 nema þriðjudaga 13.00—17.00. Fyrir þvottahús fjölbýlishúsa VANDLÁTIR VEUA WESTINGHOUSE Westinghouse þvottavélin og þurrkar- inn eru byggð til að standa hlið við hlið, undir borðplötu eða hvort ofan á öðru við enda borðs i eldhúsi eða þvottahúsi, þar sem gott skipulag nýtir rýmið til hins ýtrasta. Traustbyggðar vélar með 30 ára reynslu hér á landi. Þið getíð verið örugg sé vélin Westinghouse KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ! við veitum allar nánari upplýsingar. ■ Véladeitd Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Hlustaðu á AKAI 1/3 út,eftirstöðvará 7mán. 5 ára ábyrgð ORÐSENDING TIL FORELDRA í þessari viku fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga 1981“, með upplýsingum um framboð á sumarstarfi neðangreindra stofnana. Foreldrar eru hvattir til þess aö skoöa bæklinginn vandlega með börnum sínum. fþróttaráð Reykjavíkur Tjarnargötu 20 s. 28544 Leíkvallanefnd Reykjavíkur Skúlatúni 2 s. 18000 Skólagarðar Reykjavíkur Skúlatúni 2 s. 18000 Vinnuskóli Reykjavíkur Borgartúni 1 s. 18000 Æskulýðsrái Reykjavíkur Fríkirkjuvegi 11 s. 15937

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.