Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981
19
Á myndinni eru írá vinstri: Ole
Skjeldal frá Noregi, en Norð-
menn urðu i þriðja sæti i keppn-
inni, Ra^nar Örn Pétursson frá
íslandi með sigurlaunin ok
Martti Hamalainen frá Finn-
landi, en Finnar hrepptu þriðja
sætið.
Barþjónar:
ísland sigraði á
Norðurlandamóti
NORÐURLANDAMÓT barþjóna
fór fram í síðustu viku ok sÍKraði
ísland í keppninni, eins ok fram
hefur komið i Mbl.. en að þessu
sinni var keppt í medium dry-
kokteilum. ísland laKði til tvo
drykki i keppnina. Heklu ok
Heimaey, ok hlutu þessir drykkir
samtals 30 stÍK ok þar með sÍKur í
keppninni. Þetta er í fyrsta
skipti sem ísland sÍKrar i slikri
keppni, en tsland hefur tekið þátt
í henni allt frá árinu 1964.
Fulltrúar íslands í keppninni
voru þeir Ragnar Örn Pétursson,
formaður Islenska barþjóna-
klúbbsins og Heiðar Sigurjónsson
varaformaður. Verðlaun fyrir sig-
ur í keppninni eru farandbikar, en
um hann verður næst keppt í
Kaupmannahöfn á næsta ári.
Sigurkokteilarnir eru þannig
lagaðir: Heimaeý: 2 cl vodka
Smirnoff, 2 cl Plessis (ísbrjótur)
og 2 cl kirsuberja 21. Rautt
kokteilber. Hrærður. Hekla: 3 cl
vodka Smirnoff, 2 cl Royal Mint
chokolade, 1 cl Campari. Rautt
kokteilber. Hrærður.
„VERÐI SÍI niðurstaða þessara
deilna, að Einar Hákonarson
skólastjóri fari frá skólanum og
að sjónarmið hans verði undir.
þá tel ég ástæðu til að óttast um
framtið skólans og heill hans,“
sagði Helgi TrygKvason bók-
bindari ok kennari við Mynd-
lista- ok handiðaskóla íslands i
samtali við Morgunblaðið i Kær.
er hann var spurður álits á
þeim deilum sem nú eru uppi i
skólanum. — HelKÍ er elsti
kennarinn við skólann. <>k hef-
ur starfað þar með stuttum
hléum i f jörutiu ár.
„Á þessum tíma hef ég fylgst
með skólanum og þroska hans,
og hvernig hann hefur smám
saman þróast í tímans rás“ segir
Helgi. „Inn í skólann hefur á
HelKÍ TryKKvason bókbindari
eins og sumir telja, eða lát-
bragðsleik eins og aðrir vilja
nefna þetta, fari úr skólanum. —
Annars væri fróðlegt að taka
þessa tvo sjónvarpsþætti fyrir,
er ég nefndi áðan, og fá Björn
Th. Björnsson listfræðing til að
fjalla um „listina" og útskýra
hana í smáatriðum. Ég vil taka
það fram að ég héf haft mikla
ánægju af þáttum Björns í
sjónvarpinu í vetur, þeir hafa
verið fróðlegir og skemmtilegir,
en ekki kæmi mér á óvart þótt
honum vefðist tunga um tönn við
útskýringar á nýlistinni svoköll-
uðu.“
Helgi sagði, að það væri sín
skoðun að menntamálaráðherra
„Þessi starfsemi á ekki heima í skóla
er kennir sig við myndlist og handíðir“
— segir Helgi Tryggvason sem kennt hefur við
Myndlista- og handíðaskólann í f jörutíu ár
þessum árum komið fjölmargt
fólk með ótvíræða listræna
hæfileika, og á móti því hafa
tekið kennarar, sem verið hafa
færir um að leiðbeina því og
hjálpa til nokkurs þroska í
listinni. Reynt hefur verið að
láta skólann starfa í anda Lúð-
víks Guðmundssonar stofnanda
hans, og það var því fengur fyrir
skólann og listina í landinu er
núverandi skólastjóri kom að
skólanum, harðduglegur hug-
sjónamaður og góður stjórnandi.
Hann hefur haft góða stjórn á
skólanum og hann hefur bein í
nefinu til að segja meiningu sína
umbúðalaust ef því er að skipta."
Helgi sagði, að sú deila, sem
nú er uppi innan skólans, væri
deila um það hvort innan Mynd-
lista- og handíðaskólans ætti að
starfa deild sem að flestra mati
ætti hvorki samleið með mynd-
list né handíðum. „Ég hef orðið
var við það hjá fjölmörgu fólki,"
sagði Helgi ennfremur, „að eftir
að sjónvarpið sýndi tvo þætti um
þessa svokölluðu nýlist, annan
úr skólanum og hinn frá Korp-
úlfsstöðum, að menn eru forviða
og spyrja sjálfa sig hvað sé
eiginlega á seyði hér innan
skólans. Ég hef aldrei orðið var
við aðra eins óánægju, og fólki
ofbýður hvað bjóða á þjóðinni
uppá, og margir hafa raunar
haft á orði að ætlunin hafi verið
að ganga fram af fólki eða gera
grín að því nema hvorttveggja
sé.
Það, sem Einar Hákonarson
skólastjóri er nú að gera, er í
rauninni ekki annað en það að
losa skólann við það, sem alls
ekki á heima innan veggja hans
og alls enga samleið á með
annarri starfsemi skólans. Fólk
getur að sjálfsögðu stundað sína
list eins og því líkar, „nýlist"
sem aðra list, en innan skóla sem
fæst við myndlist og handíðir á
þetta ekki heima. — Síst af öllu í
ljósi þeirrar staðreyndar, að
fjölda nemenda er hér vísað frá
árlega vegna þrengsla. Með það í
huga, verður varla erfitt að
skilja rökin fyrir því að „list“
sem meira á skylt við fíflagang
ætti að kynna sér þetta mál
mjög vandlega áður en hann
tæki ákvörðun um að ógilda
ákvörðun Einars Hákonarsonar
skólastjóra. „Hér hefur verið
stigið skref í þá átt að hreinsa
skólann af starfsemi sem ekki á
heima innan hans, og mennta-
málaráðherra hlýtur að hugsa
sig vandlega um áður en hann
gengur þar í mót. Nýlega var
sýnt í sjónvarpi hvar tvær
manneskjur stóðu hvor gegn
annarri, og blésu upp tyggi
gúmmíblöðrur þar til þær
sprungu. — Hver heilvita maður
sér að „list“ af því tagi á ekki
heima í skóla er kennir sig við
myndlist og handíðir. Verði
ákvörðun skólastjórans í þessu
máli hnekkt, skal að minnsta
kosti verða héraðsbrestur," sagði
• Helgi að lokum.
Frá blaðamannafundinum. Fremst á myndinni eru Jóna Sveinsdóttir, formaður félagsins. en við hlið
hennar Ásgerður Ingimarsdóttir, deildarstjóri. Gegnt þeim við borðið eru Oddur Ólafsson, formaður
hússjóðsins og Anna Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri vinnustofunnar.
■ 5-5 *
Oryrkjabandalag Islands 20 ára:
Húsnæðisskortur sameig-
inlegt vandamál öryrkja
ÖRYRKJABANDALAG íslands
er 20 ára í daK, en það var
stofnað hinn 5. maí 1961. Stofn-
endur voru 6 öryrkjafélöK cða
styrktarfélöK þeirra, en þau
voru: Blindrafélag íslands,
BlindravinafélaK íslands, SÍBS,
SjálfsbjörK, StyrktarfélaK lam-
aðra ok fatlaðra og StyrktarfélaK
vangefinna. Síðar hafa bætzt við
Geðverndarfélagið, Foreldra- <>k
styrktarfélaK heyrnardaufra,
Heyrnarhjálp <>k GÍKtarfélaKÍð.
Samkvæmt lögum Öryrkja-
bandalagsins er tilgangur þess: 1)
að koma fram fyrir hönd öryrkja
gagnvart opinberum aðiljum. 2) að
reka vinnumiðlunar- og upplýs-
ingaskrifstofu fyrir öryrkja. 3) að
koma á samstarfi við erlend fé-
lagasamtök er starfa á líkum
grundvelli og hagnýta reynslu
þeirra og 4) að vinna að öðrum
sameiginlegum málefnum öryrkja.
í lögum Öryrkjabandalags íslands
segir ennfremur: „Hvert félag
innan bandalagsins er algerlega
sjálfstætt um sín innri mál.“
Æðsta stofnun bandalagsins er
þing þess er kemur saman árlega
og samanstendur af þremur full-
trúum frá hverju aðildarfélagi.
Stjórn er kosin annað hvert ár en
í henni er einn fulltrúi frá hverju
félagi. Fyrstu starfsár Öryrkja-
handalagsins voru meginverkefni
þess margvísleg félagsleg þjón-
usta og vinnumiðlun. Fram-
kvæmdastjóri þess var þá Guð-
mundur Löve, hann mótaði störf
og stefnu bandalagsins þar til
hann féll frá, í maí 1978.
Á blaðamannafundi, sem stjórn
Öryrkjabandalagsins efndi til í
tilefni af 20 ára afmælinu, kom
fram að stjórnendum bandalags-
ins varð það fljótlega ljóst, að
erfiðasta sameiginlega vandamál
öryrkja var skortur á húsnæði.
Við könnun hafði komið í ljós að
öryrkjar bjuggu oftast í lélegu
húsnæði og sama ástand virtist
ríkja í nágrannalöndunum. Af
þessum ástæðum stofnaði Ör-
yrkjabandalagið hússjóð 1964 er
skyldi fá það hlutverk að byggja
og reka leighúsnæði fyrir öryrkja.
Byggingarframkvæmdir hófust í
sept. 1966 og nú á sjóðurinn 209
íbúðir i 3 háhýsum við Hátún í
Reykjavík og 41 íbúð við Fanna-
borg 1 í Kópavogi. Allar íbúðirnar
eru leigðar öryrkjum og öldruðum.
Auk þess leigir hússjóður Ríkis-
spítölunum 94 sjúkrapláss í Há-
túni — þar af hefur Öldrunardeild
Landspítalans 66 en 28 eru fyrir
geðsjúka. Þrátt fyrir þetta hús-
næði vantar mikið upp á að
húsnæðisþörf öryrkja hafi verið
fullnægt og eru að jafnaði um 300
manns á biðlista með að fá inni í
húsnæði félagsins.
Fljótlega varð ljóst að margir
íbúar höfðu hug á að dunda
eitthvað til gagns og gamans. Þess
vegna hefur Öryrkjabandalagið
síðustu árin rekið öryrkjavinnu-
stofuna Örtækni á 9. hæð í Hátúni
lOa. Hjá Örtækni eru nú fram-
leiddir gjaldmælar fyrir leigu- og
sendiferðabifreiðar, umferðartelj-
arar og fleiri rafeindatæki — auk
þess viðgerðir og hreinsun á tal-
símatækjum fyrir Landssíma ís-
lands og frágangur á prjónavörum
fyrir Álafoss hf.
Um áraraðir hefur skrifstofa
bandalagsins veitt öryrkjum
ókeypis lögfræðiaðstoð og fjöl-
breytta félagslega þjónustu, m.a.
séð um margháttuð störf í sam-
bandi við úthlutun öryrkjabif-
reiða.
Nýlega hófust framkvæmdir við
tengiálmu í Hátúni á vegum
Öryrkjabandalagsins. Þegar sú
bygging verður fullgerð mun að-
staða til vinnu og margskonar
þjónustu verða mun betri fyrir
skjólstæðinga félagsins. Að lokum
má geta þess að Öryrkjabandalag-
ið er meðlimur Alþjóðaendurhæf-
ingarsambandsins og hefur frá
stofnun haft náið samstarf við
ráðamenn þess.
Sveit VR
sigraði í
spurninga-
keppni SL
SVEIT VerslunarmannafélaKS
Reykjavíkur sigraði í spurninga-
keppni fagfélaganna. sem haldin
hefur verið í vetur á Sólarkvoldum
Samvinnuferða-Landsýnar. Sveit
VR lagði. í úrslitakeppni. sveit
Dagsbrúnar að velli í æsispennandi
keppni. Hlutu VR-menn 8 stig, en
Dagsbrúnarmenn svöruðu sjö
spurningum.
Það voru VR-mennirnir Baldur
Óskarsson, Pétur Maack og Sigur-
finnur Sigurðsson, sem skipuðu hina
harðsnúnu sigursveit. Fékk hver
þeirra í verðlaun tvær Lundúnaferðir
í leiguflugi með Samvinnuferðum-
Landsýn. Dagsbrúnarmenn fengu
verðlaun fyrir 2. sætið í keppninni,
kr. 1.000.- fyrir hvern keppanda, og
veglegan blómvönd að auki.
Á þessu síðasta sólarkvóldi nýlið-
ins vetrar komu einnig fram hinir
víðfrægu jassleikarar Chris Woods
og Lynett Woods. ítalska fyrirtækið
Gucci sýndi hluta af módelfram-
leiðslu sinni og ýmislegt var gert til
skemmtunar að venju.
Sólarkvöld Samvinnuferða-
Landsýnar hefjast á nýjan leik í
Súlnasal næsta haust.
(Fréttatilkynning)
Magnús Axelsson afhendir sveit VR verðlaunin. Frá vinstri:
Sigfinnur. Pétur og Baldur. Á myndinni er einnig Sigurður
Haraldsson, sem skipulagt hefur skemmtikvöld Samvinnuferða-
Landsýnar.