Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981
COSPER
Svo fáið þið miða á frumsýninguna!
I>ú blakar eyrunum ef það er
eitthvað sem éj? get gert!
Með
morgunkaffinu
Mér virðist sem frekar muni
þurfa að Krisja meðal veiði-
mannanna.
HÖGNI HREKKVÍSI
7
MiSI WNAIKM þ'RU mKoO mtfASb'M / "
Kleppsspitali
Hugleiðing um
Klepparaslagorð
1144—8682 skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Þar sem ég veit að dálkar þínir
eru mikið lesnir og eru vettvang-
ur hinna ýmsu þankaganga dag-
legs lífs, er það von mín, að
þessari línur nái til einhverra og
þá aðallega þeirra, sem hafa þá
áráttu að sjá eitthvert samhengi
með því, sem þeim líkar ekki í
þjóðlífinu og hinna svokölluðu
Klepparaslagorða.
Lýsir mikilli
vanþokkintfu
Dæmi: „Þetta er nú alger
Kleppari," eða: „Þeir væru nú
best geymdir á Kleppi," saman-
ber það sem einn skrifaði í dálka
þína um hljómsveit eina, sem
honum líkaði miður og taldi að
best væri fyrir þessa hljómsveit-
armenn að fá pláss inni við
Sundin blá og vera þar. Mér
finnst allt svona tal lýsa mikilli
vanþekkingu á málefnum þeirra
sem eiga við andlega erfiðleika
að stríða.
Fer ekki í mann-
greinarálit
Heilsan er það dýrmætasta
sem við eigum og er það nógu
sárt að missa hana, hvort heldur
er á líkamlega eða andlega
sviðinu, þó að ekki þurfi að hafa
þessa óhamingju fólks sífellt í
flimtingum og fara um það
niðrandi orðum. Enginn veit
hvar heilsuleysið ber næst niður
og eitt er víst að það fer ekki í
manngreinarálit.
Vonandi eykst þekking
og skilningur fólks
Og fyrir þá sem ekki vita, hvað
Kleppsspítali er: Hann er
sjúkrahús, sem tekur við mis-
jafnlega veiku fólki og margir fá
þar bata, þó að ekki læknist allir
þar, því miður, fremur en á
öðrum sjúkrahúsum.
Það er von mín, að nú, á ári
fatlaðra, og á komandi árum,
aukist þekking og skiiningur
fóiks á málefnum þeirra sem
sökum veikinda sinna sitja ekki
við sama borð og þeir sem telja
sig heilbrigða."
Áskorun til Saurbæ-
inga bæði f jær og nær
Árni Ketilbjarnar skrifar:
„Eins og mörgum er kunnugt, þá
fauk hin 82 ára gamla Staðarhóls-
kirkja í Saurbæ, Dalasýslu, af
grunni í ofsaveðri sem geisaði um
land allt í febrúar síðastliðnum og
lenti kirkjan á félagsheimili þeirra
Saurbæinga og stórskemmdist. Er
sárt til þess að hugsa, þar sem áður
hafði farið fram mikil viðgerð á
kirkjunni.
Nú hefur hinn áhugasami sókn-
arprestur Saurbæinga, séra Ingi-
berg J. Hannesson að Hvoli í
Saurbæjarhreppi, Dalasýslu,
ásamt sóknarnefnd kirkjunnar,
ákveðið að endurreisa kirkjuna, og
verður hafist handa hið bráðasta,
þrátt fyrir að verk þetta muni
kosta mikið fé.
Nú er það áskorun til allra
Saurbæinga, bæði nær og fjær, að
koma nú til hjálpar, ennfremur
annarra velunnara Staðarhóls-
kirkju, og mun sóknarpresturinn,
séra Ingiberg J. Hannesson, taka á
móti söfnunarfé ásamt Búnaðar-
banka Búðardals, þar sem Staðar-
hólskirkja hefúr bankareikning.
Breiðfirðingar, hefjumst handa
og stöndum saman um endurbygg-
ingu Staðarhólskirkju.
Staðarhólskirkja eftir óveðrið i febrúar.
* *