Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981
21
Geysilegt metaregn á meist-
aramótinu í kraftlyftingum
— Skúli setti Norðurlandamet í hnébeygju
— Tómas setti 8 íslandsmet í sínu fyrsta móti
Skúli setti eitt Norður-
Iandamet.
100 kg flokknum, lyfti samtals
645 kg.
110 kg flokkurinn.
Aðeins einn keppandi hér,
Guðmundur Eyjólfsson KR, og
setti hann engin met. En hann
lyfti samtals 710 kg (275—155—
280).
Mcistaramót íslands i kraft-
lyftingum var háð í Laugardals-
höllinni um hcigina og er óhætt
að segja að vcl hafi tekist til þó
svo að heimsmetin hafi haldið
velli. Eitt Norðurlandamet leit
dagsins ljós og sá Skúli um það.
en Islandsmetin urðu þegar upp
var staðið eigi færri en 27
talsins og má telja það prýðis-
afrakstur. Þó var mál manna.
að mestu jakarnir væru hrein-
lega að spara kraftana fyrir
Evrópumeistaramótið sem fram
fer í Parma á ítaliu um næstu
helgi. I>ó að margir hafi komið
við sögu í metaslættinum er
óhætt að fullyrða, að sá sem
mestu athyglina vakti hafi ver-
ið Tómas Guðjónsson úr KR, en
hann er betur þckktur sem
borðtennismaður. réttara sagt
sem íslandsmeistari I borðtenn-
is. Tómas gerði sér lítið fyrir og
setti 8 íslandsmet. en þetta var
fyrsta lyftingamótið sem hann
tekur þátt i. Hann er i 52 kg
flokki.
Ef litið er fyrst á flokk
Tómasar, þá var hann eini kepp-
andinn i þeim flokki að þessu
sinni, þannig að sigurinn var
mjög öruggur. En metin 8 voru
glæsileg. Hann lyfti 110 kg í
hnébeygju, 70 kg í bekkpressu og
160 kg í réttstöðulyftu. Samtals
lyfti hann 330 kílógrömmum.
Hann bætti íslandsmetin í öllum
greinunum, meira að segja þrí-
bætti metið í réttstöðulyftunni.
Og er hann gerði það, þríbætti
hann einnig metið í samanlögðu
þyngdinni. Hér eftir, er getið
verður árangurs keppenda í svig-
um, þá er fyrsta talan fyrir
hnébeygju, miðtalan fyrir
bekkpressu og þriðja talan fyrir
réttstöðulyftu.
56 kg flokkur:
Gísli Valur Einarsson úr KR
sigraði, lyfti samtals 337,5 kg
(110—75—152,5). Keppnin var
hörð, því Þorkell Þórisson lyfti
einnig samtals 337,5 kg (125—
75—137,5). Gísli Valur taldist
sigurvegari þar sem hann er
léttari en Þorkell, eða var það að
minnsta kosti er keppnin fór
fram.
60 kg flokkur:
Aðeins einn keppandi í þessum
flokki, Birgir Þorsteinsson KR.
Sigraði hann því af miklu ör-
yggi. Birgir lyfti samtals 320 kg
(110—70—140). Engin met hjá
Birgi.
67,5 kg flokkur:
Sama sagan hér, aðeins einn
keppandi. Heitir sá Kári Elísson,
ÍBA. Samtals lyfti hann 572,5 kg
(215-130-227,5). Hann setti
engin met.
75 kg flokkur:
Sama sagan hér, engin met, en
keppendur þó fleiri en einn.
Skúli Óskarsson átti öll metin í
þessum flokki áður en keppnin
Tómas setti 8 íslandsmet.
hófst og á því varð engin breyt-
ing. Skúli keppti sjálfur í næsta
flokki fyrir ofan að þessu sinni
og setti þar nokkur met. En
sigurvegari í þessum flokki varð
Daníel Olsen KR, hann lyfti
samtals 602,5 kg (240—117,5—
245). Annar varð Sigurður
Gestsson ÍBA með samtals 527,5
kg (180-117-230) og þriðji
Flosi Jónsson ÍBA með 485 kg
(180-105-200).
82,5 kg flokkur:
Skúli fór hér með léttan sigur
af hólmi, hann lyfti samtals 820
kg og setti Norðurlanda- og
íslandsmet í hnébeygju, 315 kg.
Einnig setti hann nýtt íslands-
met í réttstöðulyftu og í saman-
lögðu bætti hann eldra metið um
20 kg. Þá er athyglisvert, að
Skúli lyfti meiri þyngd í bekk-
pressunni heldur en í háa herr-
ans tíð, en bekkpressan hefur
jafnan verið hans veikasta hlið.
Annar í þessum flokki varð
Kristján Falsson ÍBA, en sam-
tals lyfti hann 560 kg (195—
125—230). Þorsteinn Leifsson
KR lyfti einnig samtals 560 kg,
en hann er þyngri en Kristján og
því í 3. sæti.
90 kg flokkur:
Sverrir Hjaltason KR hafði
gífurlega yfirburði í þessum
flokki og setti met bæði í
hnébeygju og réttstöðulyftu.
Sverrir lyfti samtals 820 kg, sem
einnig er íslandsmet. Lyfti
Sverrir 310 kg í hnébeygju, 185
kg í bekkpressu og 325 kg í
réttstöðulyftu. Ólafur Sigur-
geirsson varð annar í flokknum,
lyfti samtals 675 kg, en hann
setti nýtt íslandsmet i aukatil-
raun í bekkpressu, lyfti þá 190,5
kg. Þriðji í flokki þessum varð
Guðgeir Jónsson sem lyfti sam-
anlagt 645 kg.
100 kg flokkur:
Halldór Sigurbjörnsson KR
varð sigurvegari í þessum flokki,
lyfti samtals 787,5 kg (320—
177,5—290). Félagi hans, Hörður
Magnússon, varð annar með
samtals 772,5 kg. Þeir félagarnir
skiptust á að slá íslandsmetið í
hnébeygju, uns Halldór stóð
uppi með það, 320 kg. Alls var
metið bætt fjórum sinnum. Stef-
án Svavarsson KR varð þriðji í
125 kg flokkur:
Enn aðeins einn keppandi, en
stórtækur keppandi þó. Jón Páll
Sigmarsson úr KR setti hér met
í öllum greinunum og bætti
metið í samanlögðu um 20 kg.
Jón Páll lyfti 342,5 kg í hné-
beygju, 222,5 kg í bekkpressu og
347,5 kg í réttstöðulyftu. Jón er
greinilega afar sterkur um þess-
ar mundir og verður gaman að
fylgjast með árangri hans á
Italíu um næstu helgi.
Yfirþungavigt:
Víkingur Traustason, heim-
skautabangsinn, sigraði af miklu
öryggi, lyfti samtals 810 kg og
setti met í hnébeygju, 330 kg. 180
kg fóru upp í bekkpressunni og
300 kíló í réttstpðulyftu. Guðni
Halldórsson varð annar, lyfti
samtals 680 kg (240-190-250),
og Óskar JakobsSon varð þriðji.
Hann lyfti samanlagt 622,5 kg
(200-222,5-200). 222,5 kílóin
hans í bekkpressunni var ís-
landsmet, 12,5 kg meira en
gamla metið.
Besta afrekið
Jón Páll Sigmarsson vann
besta afrek mótsins og fékk
sérstök verðlaun fyrir það. Af-
rekið var að lyfta samtals 912,5
kg. Skúli Óskarsson og Sverrir
Hjaltason veittu Jóni harða
keppni, en allt kom fyrir ekki.
—KK.