Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981 47 Mannkyninu f jölgar um 80 milljónir á ári Jakarta. 4. maí. — AP. MANNKYNINU fjölj?ar um 80 milljónir aó ári ok um aldamót er líklcgt á með sama áframhaldi fjölgi því um 100 milljónir ár- lega, seKÍr í ályktun alþjóðlexrar sérfra'ðingaráðstefnu um fólks- fjölKunarmál. sem lauk i Jakarta í Indónesíu í dan. í ályktuninni er lagt eindregið til að fjárframlög til getnaðar- varna og rannsókna á því hvernig hægt sé að stemma stigu við hinni gífurlegu fólksfjölgun verði hækk- uð til muna. Atök Iraka og Irana halda áfram Nikósíu. i. maí. AP. ÍRAKAR héldu því fram í gær að þeir hefðu skotiö niður iranska Phantom-þotu á vigstöðvunum. íranir sögðust einnig hafa skotið niður íraska árásarþotu á laug- ardagskvöld i Vestur-íran. írakar sögðu í stríðstilkynningu að þeir hefðu fellt 242 íranska hermenn á einum sólarhring. Sjálfir sögðust þeir hafa misst 12 hermenn. Þeir bættu því við, að herlið þeirra héldi áfram stórskotaárás- um á herlið og liðssafnað írana á mið- og suður-vígstöðvunum, sam- tímis því sem íraskar þotur hefðu gert árásir á Nowsud- og Dezful- svæðin. íranir kváðust á hinn bóginn hafa afstýrt tilraun íraka til að sækja fram á Dezful-svæðinu og valdið „töluverðu manntjóni" í liði óvinarins. í Algeirsborg neitaði ríkisstjórn Alsírs í dag fréttum frá Wash- ington um að hún stæði fyrir vopnasendingum til írans. Lík tveggja þjóðvarðliða liggja á gólfi kaffihúss í Barcelona. þar sem vinstrisinnaðir skæruliðar skutu þá er þeir sátu að kaffidrvkkju í gærmorgun. Simamynd AP. Hershöfðingi og þrír aðrir vegnir á Spáni Madrid. 4. mai. AP. RÓTTÆKIR skæruliðar réðu spænskan herforingja af dögum og drápu þrjá lögreglumenn í dag. greinilega til að reyna að ögra heraflanum. tveimur mán- uðum eftir hina misheppnuðu herbyltingartilraun. Lögreglan segir að tilræðis- mennirnir hafi verið úr maoista- samtökunum Grapo.Arásirnar voru gerðar með hálftíma milli- bili. Andres Gonzales de Suso hershöfðingi var veginn í Madrid og lögreglumaður var einnig myrtur þegar hann reyndi að hindra undankomu tilræðismann- anna. Tveir aðrir Grapo-menn drápu tvo þjóðvarðliða í Barce- lona, þegar þeir voru að fá sér morgunkaffi. Juan Carlos konungur, sem Munkur ákærður fyrir flugrán Bcthunr. Frakklandi. 4. mai. AP. FYRRVERANDI munkur frá Ástralíu. James Downey, var formlega ákærður í dag fyrir að ræna Boeing 737-flugvél írska flugfélagsins Aer Lingus og beina henni til London á laugardaginn með 113 manns um borð. Hann á yfir höfði sér fimm til 10 ára fangelsi, en verður fyrst að sæta geðrannsókn. Hópur Frakka, sem er sér- þjálfaður í baráttu gegn hryðju- verkamönnum, yfirbugaði Dow- ney í flugstjórnarklefanum á flugvellinum í hafnarbænum Le Touquet við Ermarsund eftir um átta tíma samningaviðræður. Downey hefur krafizt birting- ar á þvoglulegri, níu blaðsíðna langri yfirlýsingu trúarlegs eðl- is í írskum dagblöðum. Ritstýrð útgáfa var birt í dag í Dyflinni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Downey viður- kennt flugránið í yfirheyrslum, en neitað að segja frá ástæðun- um til verknaðarins. í farangri hans fundust nokkrar guðfræðibækur og handrit, sem Downey hefur samið en ekki fengið útgefin. Heimildirnar herma að hann hafi sagt að athyglin, sem flug- ránið vekti, kynni að gera hon- um kleift að finna útgefanda. Downey er eftirlýstur fyrir 80.000 dollara lóðabrask í Ástr- alíu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur hann á heilan- um opinberun, sem þrjú portú- gölsk börn eiga að hafa orðið fyrir frá Maríu mey fyrir 64 árum. bældi niður herbyltingartilraun- ina, brást skjótt við og fór í heimsókn, sem á sér ekki fordæmi, til fjölskyldna fórnarlambanna í Madrid. Tilræðismenn hershöfðingjans voru vopnaðir skammbyssum og skutu hann þegar hann fór í opinberum bíl frá íbúð sinni í Madrid til vinnu. Bílstjóra hers- höfðingjans sakaði ekki, en Ign- acio Garcia lögreglumaður var skotinn til bana, þegar hann hljóp út úr lögreglubíl og lamdi einn tilræðismannanna á flóttanum. Lögreglan elti annan tilræðis- manninn til bílageymslu og særði hann á hálsi í skotbardaga, sem varð til þess að fjórir vegfarendur særðust. Hinn tilræðismaðurinn, sem mun hafa særzt, komst undan með neðanjarðarlest. I Barcelona drukku tveir ungir menn í samfestingum bjór á bar, gengu aftan að Justiniano Fer- nandez, liðþjálfa úr Þjóðvarðlið- inu, og Francisco Montenegro þjóðvarðliða og skutu þá í bakið. Báðir tilræðismennirnir komust undan. Juan Jose Roson innanríkisráð- herra sagði að tilræðismennirnir fjórir væru félagar úr Grapo. Lögreglan segir að tilræðismaður- inn sem særðist í Madrid heiti Emilio Avelino Gomez og kveðst leita að Miguel Angel Bergado. Þeir eru báðir 28 ára gamlir. Alls hafa 22 pólitísk morð verið framin á Spáni á þessu ári, að morðunum fjórum í dag meðtöid- um. Leopoldo Calvo Sotelo forsætis- ráðherra sagði í dag, þegar hann kom he'im frá Lissabon, þar sem hann ræddi við portúgalska ráða- menn, að her og ríkisstjórn Spán- ar væru þess albúin að heyja langa baráttu gegn hryðjuverkum. Sjónvarpseinvígi mun ráða úrslitum P»rí», 4. mai. AP. KAPPRÆÐUR í sjónvarpi milli Valery Giscard d'Estaings for- seta og Francois Mitterands forsetaframbjóðanda sósialista, geta ráðið úrslitum i siðari umferð forsetakosninganna i Frakklandi á sunnudaginn. Samkomulag virðist hafa náðst um að kappræðurnar fari fram á þriðjudagskvöld, en slíkt sjónvarpseinvígi hefur aðeins einu sinni áður verið háð í Frakklandi. Sumir sérfræðingar telja að Giscard d’Estaing muni ganga betur í sjónvarpsumræðunum, enda er hann vanur sjónvarps- maður og Mitterand er ekki talinn eins góður í kappræðum og hann. Framkoma hans gæti bjargað kosningabaráttu hans, því að samkvæmt síðustu skoð- anakönnuninni fyrir kosn- ingarnar hefur Mitterand heldur meira fylgi, eða um þrjá af hundraði atkvæða. Verðbréf hækkuðu í verði í kauphöllinni í París þegar frétt- ist um kappræðurnar, en þau lækkuðu þegar skoðanakannanir sýndu að Mitterand hefði meira fyigi- Starfsmenn kosningabaráttu Mitterands hafa látið í ljós ugg um að sjónvarpseinvígið verði endurtekning á sams konar ein- vígi 1974, sem almennt er talið hafa tryggt Giscard d’Estaing Giscard d'Estaing Mitterrand sigurinn þá, en hann var naum- ur, eða um 420.000 atkvæði. Sósíalistamálgagnið Le Matin segir í forystugrein að það sé uggvænlegt að úrslit í mikilvæg- um kosningum séu komin undir sjónvarpsumræðum og lýsir sig mótfallið hugmyndum um lýð- ræði sem dragi dám af pólitísku leikhúsi. Giscard d’Estaing hélt í gær fund með 120.000 stuðnings- mönnum í París og biðlaði ákaft til fylgismanna borgarstjóra gaullista, Jacques Chiracs. Sýrlendingar neita að f æra eldflaugar Beirút. 4. maí. AP. SÝRLENDINGAR hafa neitað að flytja burtu loftvarnaeldflaugar af gerðinni Sam-6, sem þeir hafa nýlega komið fyrir í Libanon, og setja í staðinn fram þá kröfu að ísraelsmenn verði beittir þrýst- ingi til að fá þá til að hætta allri íhlutun í Libanon að sögn vest- rænna stjórnarerindreka í dag. Heimildirnar herma að banda- rískir sendiráðsmenn í Damaskus hafi verið í daglegu sambandi við Sýrlandsstjórn til að reyna að koma því til leiðar að eldflaugarn- ar verði fluttar burtu frá Austur- Líbanon og eyða hættunni á hern- aðarlegu uppgjöri milli Sýrlend- inga og Israelsmanna. En Sýrlendingar eru óhaggan- legir og halda því fram að eld- flaugunum hafi verið komið fyrir í sjálfsvörn á fimmtudaginn, þegar ísraelskar herflugvélar skutu niður tvær sýrlenzkar fallbyssu- þyrlur nálægt kaþólsku borginni Zahle, sem er í umsátri. Hörð afstaða Sýrlendinga var undirstrikuð í fréttaskýringu í ríkisútvarpinu, þar sem sagði að Sýrlendingar tækju ekkert mark á einhverri „rauðri línu” ísraels- manna í Líbanon, og þegar Hafez Assad forseti hélt því fram að Bandaríkjastjórn væri að stuðla að því að tryggja „ísraelsk yfirráð í Líbanon". Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sendi Menachem Begin, for- sætisráðherra ísraels, skeyti, þar sem hann bað um meiri tíma til að leysa eldflaugadeilu Sýrlendinga og ísraelsmanna með diplómatísk- um ráðum að sögn ísraelska út- varpsins. Þetta var staðfest í Hvíta hús- inu og sagt að Reagan hefði beðið alla aðilja að gæta stillingar. „Við teljum ástandið ennþá alvarlégt,” sagði Larry Speakes varablaða- fulltrúi. „Við erum vongóðir um að það færist í eðlilegt horf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.