Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 2

Morgunblaðið - 05.05.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1981 Hvorki gengur né rekur í kjaradeilu fóstra hjá ríki og Garðabæ: Málið væntanlega rætt í ríkisstjórninni í dag HVORKI GEKK né rak i kjara- deilu fóstra annars ve>tar við ríkið ob hins veitar við bæjaryf- irvold í Garðaba- í Bær og eru því öll daBvistarheimili rekin á vcn- um ríkisins ob Garðabæjar lokuð. Fóstrur gengu á fund fjármála- ráðherra ok ráðuneytisstjóra i Ba'rdaK ok afhentu þeim ályktun. þar sem skoraö var á ríkið að BanBa þenar til samninKa. „í þessari ályktun leggjum við fram samningsgrundvöll, sem í grundvallaratriðum byggir á þeim samningi, sem fóstrur og Reykja- víkurborg gerðu með sér fyrir skömmu," sagði Marta Sigurðar- dóttir, blaðafulltrúi Fóstrufélags Islands. Vegna lokunar dagvistarheimila rikisins, sem eru sjö talsins, sköp- uðust nokkur vandræði. Fjölmarg- ir starfsmenn Landspítala mættu með börn sín til vinnu í morgun. A Kleppsspítala og á Kópavogshæli gerðist það í morgun samkvæmt upplýsingum Mbl., að yfirvöld á stofnununum gerðu tilraun til að opna dagvistarheimilin, en komið var í veg fyrir það. Búizt er við, að kjaradeila fóstra við ríkið komi inn á ríkisstjórnar- fund í dag, og verður væntanlega tekin einhver afstaða um fram- haldið þar. Samkvæmt upplýsing- um Mbl. stendur það helzt í fulltrúum ríkisins að samþykkja að byrjunarlaun fóstra verði eftir 12. launaflokki, eins og gert er ráð fyrir í samningi þeirra við Reykja- víkurborg. Þeir vilja halda sig við Ekki hagkvæmt og ekki hægt 11. flokk, sem t.d. fóstrur í Reykjavík höfðu samið um í sínum sérkjarasamningum á síðasta ári. Sérkjarasamningar fóstra, sem starfa hjá ríkinu hafa hins vegar verið lausir síðan í ágúst á síðasta ári, þannig að byrjunarlaun fóstra hjá ríki hafa verið eftir 10. launaflokki. Gunnar Thoroddsen um verðlagsmálin: í gærkvöldi hafði ekki verið boðaður samningafundur með fóstrum í Garðabæ, samkvæmt upplýsingum Mbl. Frá aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands, sem hófst i gær. Fundarstjóri á aðaifundinum er Jón Bergs, en fundarritari Grétar Br. Kristjánsson. Fundinum lýkur i dag. Ingimar Óskarsson að gefa verðlag frjálst nú náttúrufræðingur látinn — er fylgjandi frjálsræði sagði forsætisráðherra LÁTINN ER í Reykjavík Ingim- ar Óskarsson náttúrufræðingur. Ingimar var fæddur að Kænings- hóli í Skíðadal i Svarfaðardals- hreppi þann 27. nóvember árið 1892 og var því tæplega 89 ára gamall. Ingimar var lengi kenn- ari og aðstoðarmaður var hann við Fiskideild Atvinnudeildar Iláskólans frá 1947. Ingimar gegndi ýmsum trúnað- arstörfum um ævina. Hann fékkst við skipulagðar rannsóknir á gróðri Islands frá árinu 1925, sérstaklega hundafíflagróðri frá 1950. Þá vann hann að athugunum á skeldýrum við Island og á Íslandi frá 1921. Hann var félagi í Vísindafélagi íslendinga frá 1931 og kjörinn heiðursfélagi Hins ís- lenska náttúrufræðifélags árið 1960. Ingimar skrifaði fjölmörg rit um náttúrufræði og auk þess hafa birst margar greinar eftir hann um þau mál í innlendum og erlendum tímaritum. Eftirlifandi kona hans er Mar- grét Steinarsdóttir. Ingimar Óskarsson „SUMIR mundu telja, að rétt væri nú að gefa allt verðlag frjálst og ég er að sjálfsögðu einn af þeim. sem er fylgjandi frjáls- ræði í þeim eínum,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra í ræðu á aðalfundi Vinnu- veitendasambands íslands i gær, „en eins og nú standa sakir, er það ekki þjóðhagslega hagkvæmt (>K ekki hægt að Kefa verðlaK frjálst, miðað við onnur þjóð- haKsleK markmið,“ saKði forsæt- isráðherrá ennfremur. Gunnar Thoroddsen sagði, að hugsunin væri sú að skapa meiri sveigjanleika í verðlagsmálum. Með því verðlagsaðhaldi, sem nú væri tekið upp, væri gert ráð fyrir rúmum heimildum til verðbreyt- inga. Forsætisráðherra kvaðst telja, að ummæli formanns Vinnu- veitendasambandsins (sem fram koma í frétt á baksíðu Morgun- blaðsins í dag) lýstu grundvall- armisskilningi á áformum ríkis- stjórnarinnar og kvaðst hann von- ast til, að þau yrðu leiðrétt, þegar VSÍ hefði kynnt sér málið betur. Þetta nýja skipulag er áfangi til sveigjanlegra og frjálslegra kerf- is,“ sagði Gunnar Thoroddsen ennfremur. Tíminn kemur út í breyttu formi DAGBLAÐIÐ Tíminn kemur út í breyttu formi i dag, en að sögn Jóhanns II. Jónssonar, fram- kvæmdastjóra, hafa verið gerðar gagngerar breytinKar bæði á útliti hlaðsins ok efni. „Hvað varðar efnið, þá hefur fjölbreytni aukizt mjög með þess- ari breytingu og fjöldi fréttasíðna verður til að mynda aukinn veru- lega," sagði Jóhann ennfremur. Það kom fram hjá Jóhanni, að útlitsbreytingarnar hafa verið hannaðar af útlitsteiknara blaðs- ins í samráði við yfirmenn. Þá verður sú breyting á útgáfu Tímans, að sögn Jóhanns, að sunnudagsblaðið verður borið út með laugardagsblaðinu á laugar- dagsmorgnum. — „Þetta er aðeins hagræðingaratriði, en ekki fækk- un blaða," sagði Jóhann. Eftir þessa breytingu á útkomu helgarblaðs Tímans er því ljóst, að Morgunblaðið er eina dagblaðið, sem kemur út á sunnudögum. Staðan í gærkvöldi var sú, að Jón á Hofi frá Þorlákshöfn var efstur með 1430 tonn en skip- stjóri er Jón Björgvinsson. Næst efstur var Þórunn Sveinsdóttir frá Vestmannaeyjum, sem land- aði 45 tonnum eftir nóttina, og var með 1425 tonn, skipstjóri er Sigurjón Óskarsson. I þriðja sæti er Friðrik Sigurðsson frá Þorlákshöfn með 1415 tonn, skipstjóri Sigurður Bjarnason. I fjórða sæti er Höfrungur III frá Þorlákshöfn með 1384 tonn, skipstjóri Þorleifur Þorleifsson. Og í fimmta sæti kemur Suðurey frá Vestmannaeyjum, sem land- aði 20 tonnum í gærkvöldi og er með 1381,5 tonn, skipstjóri Hörður Jónsson. Hörkubarátta um toppinn Lokasprettur vetrarvertíðarinnar: Fimm aflaklær í einum hnapp LOKASPRETTURINN á vetr- arvertíðinni er orðinn mjög spennandi í baráttunni um toppinn, mesta vertiðaraflann á þcssari sérstæðu vetrarvertíð, þar sem aflahrota hefur verið vikum saman hjá bátum. sér- staklcga við Suðurland og Suð- vesturland. Fimm bátar eru nokkuð hærri en þeir næstu, allir með um 1400 tonn. og hefur roð þeirra breyst frá degi til dags. Onnur eins aflahrota i svo langan tíma sem raun ber vitni hefur ekki komið hjá vcrtíðarbátum. liklega ekki síð- an um 1930, og til dæmis hafa um 10 Eyjabátar fengið yfir 1000 tonn, sem er frábær frammistaða. Þeir fimm bátar, sem skara nokkuð fram úr, eru frá Þorláks- höfn og Vestmannaeyjum og voru þeir í gærkvöldi með frá 1381’tonni til 1430 tonn í landi. Eyjabátarnir landa daglega, en Þorlákshafnarbátarnir yfirleitt annan hvorn dag. Aflaverðmæti þessara báta er að sjálfsögðu misjafnt, því bæði er aflasam- setningin misjöfn og einnig hafa þeir landað misgóðum fiski af ýmsum ástæðum, en aflaverð- mæti er ekki síður spennandi en tonnafjöldinn. Allir skipstjórarnir, sem eru í toppsætunum, hafa verið í fremstu röð í áraraðir, þótt þeir séu ungir að árum og því getur ailt gerst á lokasprettinum. 5. Horður Jónsson á Suðurey VE. 1. .Jón Bjorgvinsson á Jóni á II«»fi ÁR. 2. Sigujón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur VE. 3. Sigurður Bjarnason á Frið- 4. Þorleifur Þorleifsson á Höfr- rik Sigurðssyni ÁR. ungi III ÁR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.