Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 Guðni Þórðarson skrifar um sjávarútvegsmál: Uitifengsmikill blandað- ur rekstur þjóða um fisk- veiðar og fiskvinnslu Yfir 350 fyrirtæki starfa nú að sjávarútvegi, þar sem þróaðar fiskveiðiþjóðir taka beinan þátt í rekstri ok uppbygKÍngu fiskveiða, fiskvinnslu ok fisksölu. með þjóðum, sem eiga lítið notuð fiskimið, en skortir þckkingu ojí tæki til að veiða og hagnýta íiskstofna sina. Nú um nokkurt árabil, hefir það færst mjög í vöxt, að sam- starf hefir tekist milli einkafyr- irtækja og stjórnvalda af óiíku þjóðerni um framkvæmdir á sviði fiskveiða og fiskvinnslu, og einnig að hluta á sviði mark- aðsmála. Er hér átt við verkefni sem unnin eru af fyrirtækjum af fleiru en einu þjóðerni, þar sem viðskipta- og hagnaðarsjónar- mið er markmiðið. Er hér ekki átt við þróunarstarfsemi, sem unnin er á vegum Sameinuðu þjóðanna, FAO, sem íslendingar þekkja vel til, og hafa sjálfir komið þar töluvert við sögu. Fjölmargir Islendingar hafa unnið við þá þróunaraðstoð í ýmsum heimsálfum, bæði sem leiðbeinendur og stjórnendur. Sjálfir munu íslendingar annast um eitt slíkt verkefni alfarið, á Grænhöfðaeyjum. Það, sem hér er ætlunin að fjalla um, eru verkefni við fram- kvæmdir og rekstur á sviði sjávarútvegsmála, sem unnin eru af fyrirtækjum af fleiru en einu ólíku þjóðerni á hreinum viðskiptalegum grundvelli, starfsemi og rekstur sem stund- um héfir einmitt komið í kjölfar- ið á opinberri þróunaraðstoð, sem hefir þá orðið til að kveikja áhuga hjá einkaaðilum og stjórnvöldum á arðbærum rekstri og framkvæmdum. íslendingar þekkja lítilsháttar til slíkrar starfsemi, þar sem t.d. frændur okkar, Færeyingar, hafa falið íslenskum aðila að selja hraðfrystar fiskafurðir á Bandaríkjamarkaði. Þannig eiga íslensk fyrirtæki mismunandi stóra eignarhluta í verslunar- og fiskvinnsiufyrirtækjum í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Japan og ef til vill víðar, þar sem markmiðið er að tryggja fótfestu fyrir íslenskar sjávarafurðir og hrá- efni í viðkomandi markaðslönd- um. Fyrirtæki, einstaklingar og jafnvel opinberir aðilar í ýmsum háþróuðum fiskveiðilöndum hafa upp á síðkastið stofnað til umfangsmikilla verkefna og við- skipta á þessum nótum. Tilgang- urinn er þá ekki endilega sá að tryggja markaði fyrir fiskafla þann, sem dreginn er á land í heimalandinu, heldur í vaxandi mæli sá, að taka að sér sjálfar fiskveiðarnar og byggja upp fiskveiðifyrirtæki og útveg í öðr- um löndum, sem eiga mikil vannýtt fiskimið, sem vernduð eru nú með margfalt stærri landhelgi en áður var. Aðkomufyrirtækið kemur með tæki og verkkunnáttu, sem heimamenn vantar. Kemur þannig í verð fiskiskipum og verksmiðjum og öðrum tækjum, sem annað hvort eru orðin úrelt heima, vegna hinnar öru þróun- ar þar, eða samkeppni, eða beinlínis orðið of mikið af, vegna endurskipulagningar og tak- markana á veiðum, vegna stærð- ar fiskistofnanna. Auk þess verða með þessu móti til mörg vellaunuð störf, sem fylgir fiski- skipunum og vinnslutækjunum í landi. Oftast er sú einnig raunin, að þeir, sem leggja til veiði- og vinnslukunnáttuna og tækin, verða einnig til þess að stjórna markaðsmálum hins unna sjáv- arafla og geta þannig stækkað markaðsmöguleika og markaðs- áhrif heimalandsins. Það hefir skeð við íslands- strendur, að landsmenn búa nú einir að fiskimiðum mikilla haf- svæða, þar sem fjöldi veiðiskipa frá öðrum þjóðum sótti áður öldum saman fisk úr sjó. Þessi þróun hefir síðan átt sér stað annars staðar. Þannig hafa fiskimið horfið þjóðum, sem gert hafa út stóra fiskveiðiflota á mið annarra þjóða. Fyrst í stað hafa Væri hægt að finna hinum velbúna Lslenska loðnuskipaflota aukin verkefni í fiskvinaslusamvinnu við aðrar þjóðir? þessar útgerðarþjóðir fengið að veiða áfram takmarkað afla- magn með skertum fjölda veiði- skipa, samkvæmt sérstökum samningum við viðkomandi strandríki, en síðan orðið að sækja á enn fjarlægari mið í öðrum heimshlutum, sem einnig eru nú óðum að lokast þeim. Glöggt dæmi um mikla fisk- veiðiþjóð, sem illa hefir orðið fyrir barðinu á þessari þróun, eru Spánverjar og raunar einnig Portúgalir. Báðar eru þessar þjóðir meðal mestu fiskæta mið- að við fólkstölu. Hin gjöfulu þorskfiskimið í norðurhöfum hafa lokast þeim við Noreg, ísland og Grænland og einnig nú að mestu við Nýfundnaland, þangað sem fiskimenn þessara þjóða hafa sótt þorskveiðar mik- ið um aldaraðir. Höfðu þessar þjóðir áður fyrr mörg hundruð skip á þessum slóðum, en á síðasta ári fengu t.d. aðeins liðlega 30 spönsk veiðiskip að sækja takmarkað aflamagn á þessi fornu mið undan ströndum Kanada, þar sem landhelgin hefir verið færð út að 200 mílum, eins og víðast annars staðar. Spánverjar hafa því á síðustu árum komið sér upp stórum verksmiðjutogurum, sem sækja alla leið til Suður-Afríku og Suður-Ameríku, þar sem auðug fiskimið eru, einkum við strend- ur Chile og Argentínu. En hvort tveggja er, að framtíðaraðgang- ur að þessum veiðisvæðum er óviss, og enginn fæst þar þorsk- urinn, efniviðurinn í hina ljúf- fengu og eftirsóttu saltfiskrétti. Koma þessi verksmiðjuskip með aflann frosinn að landi úr sínum löngu veiðiferðum. Þessi skip koma með ýmsar eftirsóttar fisktegundir, sem fólk sættir sig nú orðið við í frosnu formi, þó áður hafi aðeins tíðkast að nota ferskan fisk eða saltaðan. Mik- ilvægasta og verðmætasta fisk- tegundin, sem þannig berst með verksmiðjuskipunum frá Afríku og Suður-Ameríku, er fiskur skyldur þorski, sem bragðast þó öðruvísi og er til dæmis ekki saltaður nema í saltfiskneyð. Kallast hann lýsingur á íslensku, en merluza á spönsku. Spánverj- ar og Portúgalir vöndust þessum fiski nýjum, sem eftirlætisfiski á heimamiðum, þar sem hann er nú með öllu horfinn. Þorskurinn fékkst hins vegar aldrei nema á fjarlægum miðum í norðurhöf- um og var saltaður þar um borð í veiðiskipunum, þar sem menn réðu þá ekki yfir annarri betri geymslutækni. Þess vegna er þorskurinn enn í dag, sá eini og sanni saltfiskur hjá mörgum fiskneysluþjóðum við Miðjarðar- hafið, og í Suður-Ameríku. Sagan frá Spáni og Portúgal um duglega fiskimenn og stóra fiskiskipaflota, án teljandi verk- efnamöguleika vegna horfinna fiskimiða, hefir gerst víða um lönd, einkum þó í Evrópu, svo ekki sé minnst á baráttuna um fiskimiðin meðal þjóða Efna- hagsbandalags Evrópu, en sem er kapituli út af fyrir sig, sem engu að síður hefir aukið áhuga fiskveiðifyrirtækja þessara þjóða á að flytja út þekkingu sína, vinnuafl og tæki til þeirra heimshluta og landa, sem eiga mikið af gjöfulum og lítið notuð- um fiskimiðum. Fólk í þessum löndum, sem skortir hvort- Linurnar á myndinni sýna hvernig fiskveiði- og fiskvinnslusamband tengist milli þjóða heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.