Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 41 félk í fréttum Útsala Verzlunin Lampinn, Laugavegi 87 auglýsir útsölu, þar sem verzlunin hættir rekstri á næstunni. Allflestar vörur seljast meö verulegum afslætti. Bruce súperstjarna + Þetta er rokk-súperstjarnan Bruce Spring- steen, sem nú fer eins og hvítur stormsveipur yfir V-Evrópulönd með KÍtar sinn og hljómsveitina E-street Band. Hann var í Parísarborg um páskana. en yfirleitt sést varla nokkur sála á ferli á götunum og öldurhúsin loka snemma. Blaðamenn urðu því mjög undrandi er þeir komu í íþróttahöllina. bar ætlaði þakið af höllinni er 8000 ungmenni æptu i einum kór Brúúúússs! í Evrópulandaför sinni kemur kappinn víða við og leggur leið sína norður til höfuðborga Norður- landa. Kaupmannahafnar. Óslóar og Stokkhólms, en í K-höfn byrjaði hann á laugardaginn var og verður í Stokkhólmi i kvöld og í Ósló á föstudaginn kemur. ... áður en það drepur okkur + Þessi mynd er tekin í miðborg Aþenu fyrir nokkru. Þá fóru hartnær 25.000 borgarbúar í mótmælagöngu til þess að mótmæla hinni miklu loftmengun í borginni. Voru borin kröfuspjöld í göngunni með áletruninni „Eyðið eiturloftinu áður en það drepur okkur!“ Margir göngumanna voru með grímur, eins og sjá má á myndinni. Loftmeng- unarvandamálið í borginni verður ekki auðleyst, hafði borgarstjórinn í Aþenu, Beis að nafni, sagt. Taldi hanp stjórnvöld í landinu vera höll undir sjónarmið verksmiðjureksturs stórfyrirtækja, en verksmiðjurnar eiga mikla sök á hinu alvarlega loftmengunarvandamáli höfuðborgarinnar, auk þeSs sem lega hennar hefur líka mikil áhrif. Móðir Bobbys + Þetta er móðir mannsins sem verið hefur einna mest allra manna í fréttum að undanförnu, Rosaleen, móðir IRA-mannsins og hins nýkjörna þingmanns Bobby Sands, sem (þegar þetta er skrifað) er í dauðadái eftir rúmlega 2ja mánaða mótmæla-sult í fangelsi. Myndin af móður fangans var tekin fyrir skömmu að lokinni heimsókn til sonarins. 24.550 feta tindur klifinn + Tveir kunnir amerískir fjallgöngu- garpar, John G. Norris og Robert Thomp- son. hafa fengið leyfi kinverskra yfirvalda til þess að ráðast til atlögu við einn af hæstu tindum Tíbet. Molamengan-tind- inn í Suður-Tibet. en hann er 24.550 feta hár og er suður undir landamærum Nepals. Sva'ðið kringum fjallið hefur litt verið kannað til þessa og tæplega að fullu kortlagt, sagði væntanlegur leið- angursstjóri. John G. Norris. Hann er 27 ára. Ilann kvað ráðgert að leiðangurinn legði upp í aprilmánuði 1982 og myndu verða í honum alls 15 menn og meðal þeirra verða 7 Kinverjar. Raftækjaverzlunin Lampinn Laugavegi 87 SIEMENS 105 Uppþvottavélin | Ar\\S • Vandvirk. T • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. SIEMENS Veljid Siemens — vegna gædanna Öll matreiótla er auðveldari, með Siemens eldavélinni: MEISTERKOCH SMITH & NORLAND HF„ Nóatúni 4, sími 28300. GRUnDIG Góð kjör-einstök gæði 3000 kr. útborgun og eftirstöðvar á 7 mán. LAUGAVEG110 SiMI 27788 HEBA heldur við heilsunni Nýtt námskeið aö hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar — Nuddkúrar Leikfimi — Músikleikfimi — Ljóa — Megrun — Nudd — Hvfld — Kaffi — o.fl. Konur athugið: Nú geta allir orðið brúnir í Hebu. Innritun í síma 42360 — 40935 — Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.