Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 27

Morgunblaðið - 05.05.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981 27 • Fyrirliði Arsenal. Pat Rice, tekur við bikarnum eítir að Arsenal sÍKraði Man. Utd. 3—2 1979. Lengst til vinstri er Karl Bretaprins. Stanley gamla til þess að vinna til einhverra verðlauna sem vit var í. En þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum benti fátt til þess að eitthvað slíkt væri í vændum, enda var staðan þá 3—1 fyrir Bolton. En þá tók Matthews til sinna ráða, sýndi slíka takta að leik- menn Bolton réðu ekki neitt við neitt. Þegar upp var staðið hafði Blackpool sigrað 4—3 og voru tvö síðustu mörkin skoruð á fjórum síðustu mínútunum. Leikmenn Bolton settu 2—3 leikmenn til höfuðs Matthews, en allt kom fyrir ekki, einn fékk krampa, annar slasaði sig á eigin bragði er hann reyndi að stöðva snillinginn með örþrifaráðum. Það var Matt- hews sem lagði grunninn að hin- um frækna sigri Blackpool, en góðvinur hans, Stan Mortensen, lék einnig stórt hlutverk, en hann afgreiddi þrjár vítaspyrnur rétta • Allt er jafnan í röð og reglu á boðleið í leiknum. Er það í eina Wembley og nágrenni þegar úr- skiptið sem leikmaður hefur skor- slitaleikirnir fara fram. Og til að svo sé þarf þúsundir af lögreglu- þjónum. Og þeir eru mættir til leiks snemma morguns sama dag og leikurinn fer fram. Því að aðdáendur félaganna þurfa jafn- an að undirbúa sig á bjórkrán- um. seinna stríðið og meðan það stóð yfir lá kriattspyrnuhald Breta niðri að mestu. Óvenjulegt atvik átti sér einnig stað í fyrsta úrslitaleiknum eftir stríðið. Þá áttust við Charlton og Derby. Er leikurinn var rétt að hefjast og dómarinn var að ræða við fyrirliðana sagði hann skyndi- lega: „Jæja strákar, möguleikarnir á því að knötturinn springi í leiknum eru einn á móti milljón." Enginn gerði sér grein fyrir því hvers vegna dómarinn lét orð þessi falla, en auðvitað sprakk knötturinn! Matthews sló í gegn Margir úrslitaleikir hafa ein- kennst af því að einn eða fleiri leikmenn hafa „brillerað". Einn leikur þykir þó standa hátt upp úr þeim leikjum sem þetta á við um og er það úrslitaleikurinn milli Blackpool og Bolton árið 1953. Stanley Matthews hafði lengi ver- ið stjarna Blackpooi og er það mál manna, að fáir hafi jafnast á við kappann er hann var upp á sitt besta. Blackpool hafði tvívegis leikið til úrslita, árið 1948 gegn Manchester Utd. og 1951 gegn Newcastle, en báðum hafði liðið tapað. Þess vegna litu menn svo á, að úrslitaleikurinn gegn Bolton myndi vera síðasta tækifæri að þrennu, eða „hat trick" eins og Bretar kalla fyrirbærið, í úrslita- leik þessum. Ekki alltaf einstakir leikmenn En það eru ekki alltaf einstakir leikmenn sem stela senunni. Vorið 1979 voru aðeins fjórar mínútur eftir af úrslitaleik Arsenal og Manchester Utd., er flestir voru á því, að einum lakasta úrslitaleik sögunnar væri senn lokið. Staðan var þá 2—0 fyrir Arsenal og ekki annað að sjá en að leikurinn ætlaði að fjara út í sömu logn- mollunni og hafði einkennt hann frá byrjun. En þessar síðustu 4 mínútur áttu eftir að verða ógleymanlegar og sjaldan hefur Wembley-leikvangurinn nötrað jafn hressilega. Gordon McQueen potaði knett- inum í netið fyrir United á 86. mínútu og flestir töldu að það yrði síðasta markið. En rúmri mínútu fyrir leikslok prjónaði Sammy Mcllroy sig í gegn um vörn Arsenal og jafnaði! Allt var ger- samlega á suðupunkti og fóru ýmsar bollaleggingar í gang. Töldu flestir skyndilega United sigurstranglegri aðilann ef út í framlengingu færi og sannarlega virtist allt stefna í það. En á síðustu mínútu leiksins geystist Liam Brady upp vinstri vænginn, sendi fyrir markið og leikmenn United höfðu í sigurvímu sinni gleymt að leikurinn var ekki búinn. Alan Sunderland beið við fjærstöngina og er hinn ungi markvörður United, Garry Bailey, missti knöttinn yfir sig, þurfti Sunderland ekki annað en að ýta honum í tómt markið. Innsiglaði hann þar með sigur Arsenal eftir ævintýralegar lokamínútur. Var það mál manna, að þessar fáu mínútur hafi haft margfalt skemmtanagildi á við þær 86 mínútur sem liðnar voru. En hver sem úrslit verða á laugardaginn má alltaf búast við atvikum á borð við þau sem hér eru nefnd. Leikir þessir eru oftast nokkuð frá því að teljast góðir knattspyrnulega séð, enda spenna alltaf mikil og geysilega mikið í húfi. En mitt í öllum taugaæs- ingnum og allri spennunni eru ólíklegustu hlutir vísir til þess að skjóta sér upp á yfirborðið. Það er gömul saga og ný í úrslitaleikjum F A-bikarkeppninnar. (Þýtt, endursagt, samantekið og fl. — gg.) Aston Villa hefur oftast sigrað HVAÐA lið skvldi nú hafa sigrað oftast í ensku bikar- keppninni frá því að keppnin hófst fyrir 100 árum? Það er Aston ViIIa. Liðið sem varð Englandsmeistari í ár. Aston ViIIa hefur sigrað alls sjö sinn- um í keppninni. Það var árið 1920 sem liðið sigráði siðast. Þá vann það Huddersfield 1—0 eftir framlengdan leik. Lið Newcastle og Blackburn hafa bæði sigrað sex sinnum. Þar næst koma lið Arsenal, Tottenham og Wanderers. Þau hafa sigrað fimm sinnum. Þau lið sem oftast hafa kom- ist í úrslitaleikinn eru þessi: Newcastle, Arsenal og WBA. Þau hafa leikið 10 úrslitaleiki frá upphafi. -þr. ■ ...... • í fyrra sigraði lið West Ham Arsenal nokkuð óvænt 1—0 í úrslitaleiknum. Á myndinni sjást þeir Trevor hlaupa sigurhringinn með bikarinn. Það vár Trevor Brooking sem skoraði sigurmark ieiksins. Brooking (t.v.) og Frank Lampard • Þó svo að sigur vinnist á Wembley er mikið eftir enn. Stærsta stundin er þegar liðin fara með hikarinn á heimaslóðir. Hér er það lið Arsenal sem er að mæta með bikarinn til Norður-Lundúna. kí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.