Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 149. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný verkföll boðuð í Póllandi Ilafnarverkamenn í Pól- landi og starfsmenn ríkis- flugfélagsins LOT boðuðu ný verkföll í dag. Hafnarverka- menn hafa boðað kiukku- stundarverkfail á morgun. miðvikudag. en starfsmenn fiugfélagsins boðuðu fjög- urra tíma verkfall á fimmtu- dag og ótimabundið verkfall frá 24. júli náist ckki sam- komulag við þá um nýjan forstjóra félagsins. Þá hafa námamenn í Slesíu hótað að minnka framleiðslu sina um helming verði framboð á matvælum ekki aukið. Þessar nýju hótanir verkalýðs- félaga í Póllandi koma í kjölfar heimsóknar Gromykos, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, til Varsjár um helgina, þar sem pólskir ráðamenn reyndu eftir megni að sannfæra hann um að Pólverjar réðu sjálfir við vanda- mál sín. Framundan er einnig sérstakt þing pólska kommún- istaflokksins, sem ráðgert er að hefjist innan viku, og er talið að aðgerðir verkalýðsfélaganna muni setja flokkinn í enn meiri vanda en ella. Allt með kyrrum kjörum í Liverpool Liverpool. I-nndon. 7. júli. AP. ALLT var með kyrrum kjörum í Toxteth-hverfinu í Liverpool í kvöld, en lögreglan i borginni hafði þó uppi mikinn viðbúnað til að koma i veg fyrir að atburðir undanfarinna kvölda Nýr kirkju- leiðtogi í Póllandi Páíagarði. Varsjá. 7. júli. AP. JÓHANNES Páll páfi 2. til- nefndi i dag i embætti yfir- manns kaþólsku kirkjunnar i Póllandi i stað Stefans Wysz- ynskis kardínála. sem er nýlát- inn. Fyrir valinu varð lítt þekktur biskup frá Warmia að nafni Jozef Glemp og verður hann erkibiskup í Varsjá og þar með yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í landinu. Glemp er 52 ára að aldri og er með yngstu mönnum, sem orðið hafa erkibiskupar í Varsjá. Hann var náinn samstarfsmað- ur Wyszynskis kardínála og er ekki búizt við að hann beiti sér fyrir miklum breytingum á samskiptum kirkjunnar og ríkisvaldsins í Póllandi. Búizt er við því, að Glemp verði gerður að kardínála áður en langt um líður. Jozef Glemp, hinn nýi crkihisk- up í Varsjá. endurtaki sig. Talið er að óeirðirnar i borginni á sunnu- dagskvöld hafi verið hinar mestu, sem orðið hafa i Bret- landi. William Whitelaw innanríkis- ráðherra kynnti sér í dag ástandið í Liverpool af eigin raun. Hann ók um Toxteth-hverfið og virti fyrir sér þá eyðileggingu sem orðið hefur í hverfinu. Whitelaw sagðist mjög hryggur yfir þessum atþurð- um en gagnrýndi jafnframt „óábyrga" foreldra fyrir að hafa leyft börnum sínum að taka þátt í óeirðunum. A.m.k. 260 lögreglu- þjónar meiddust í átökum við unglinga og tugir ungmenna slös- uðust. 67 ungmenni voru handtek- in fyrir þjófnað og árásir á lögregluna. Margaret Thatcher forsætisráð- herra sagði í dag í neðri málstofu brezka þingsins, að atvinnuleysið í Liverpool væri vafalaust ein af ástæðunum fyrir óeirðunum, en alls ekki sú eina. Hún sagðist mundu láta rannsaka nákvæmlega hverjar ástæðurnar væru og fara sjálf í heimsókn til borgarinnar innan tíðar. Þingmenn Verka- mannaflokksins sögðu í dag að efnahagsstefna stjórnarinnar, sem leitt hefði til svo mikils atvinnuleysis í borginni, væri und- irrót óeirðanna. Módir Teresa fordæmir hungurverkföllin á N-írlandi — Móðir Teresa, sem árið 1979 fékk friðarverðlaun Nóbels, er nú stödd á N-írlandi í boði þarlendra. í ræðu sem hún flutti fyrr í vikunni fordæmdi hún hungurverkföll félaga í írska lýðveldishernum IRA, og sagði að allar aðgerðir sem eyddu lífi væru rangar. Á myndinni sést móðir Teresa með nokkrum n-írskum börnum. Langvarandi samningar til að binda enda á hungurverkföll félaga IRA virtust í gærkvöldi komnir á lokastig, en brezka stjórnin og Sinn Fein, hinn pólitíski armur IRA, vörðust allra frétta um málið. Einn fangi úr röðum IRA-manna er nú hætt kominn í Maze-fangelsinu, þar sem hann hefur ekki neytt matar í 60 daga. (Símamynd AP.) Bani-Sadr talinn vera í Kiírdislan 12 frambjóðendur í forsetakosningunum í íran Teheran. Beirut, London. 7. júlft. AP. ÚTVARPSSTÖÐ í Kúrdahéruðum írans greindi frá því í dag, að Bani-Sadr fyrrum forseti landsins væri í felum í héruðum Kúrda. Engin frekari staðfesting hefur fengizt á þessum fregnum, en um nokkurt skeið hefur orðrómur verið á kreiki um að Bani-Sadr hefðist við með hópi Kúrda skammt frá tyrknesku landamærunum. Nú er talið að 12 menn muni bjóða sig fram í forsetakosning- unum í Iran 24. júlí nk. Fullvíst er talið að Rajai forsætisráð- herra verði í framboði en að auki er búizt við að nokkrir þingmenn og dómarar bjóði sig fram. Þá er talið líklegt að Mehdi Bazargan, fyrrverandi forsætisráðherra, verði í framboði og innanríkis- ráðherrann í stjórn hans, Dari- ush Forouhar. Einnig er talið að Carrington lávarður: Útilokar ekki viðræð- ur um Af ganistan 1-ondon. Washington. 7. júlft. AP. CARRINGTON lávarður, utanríkisráðhcrra Breta, gerði lávarðadeild brezka þingsins í dag grein fyrir viðræðum sínum við Grom- yko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna. um málefni Afg- anistans og tillögur EB& landanna 10 varðandi innrás Sovétríkjanna í landið. Carrington sagðist hafa gert hinum sovézka starfsbróður sín- um grein fyrir því að tillögur EBE-landanna væru hvorki end- anlegar né ófrávíkjanlegar og möguleikar væru fyrir hendi að breyta þeim til að koma til móts við óskir Sovétmanna. Sagðist hann vonast til að Sovétmenn myndu nú skoða þessar tillögur nánar og benti á að Gromyko hefði hvorki hafnað þeim alfarið né útilokað frekari viðræður. Ríkisstjórn Reagans Banda- ríkjaforseta skoraði í dag á Sov- étstjórnina að endurskoða hina upphaflega afstöðu sína til til- lagna ríkjanna tíu í Efnahags- bandalagi Evrópu. Af hálfu bandaríska utanríkisráðuneytis- ins var því jafnframt lýst yfir að Bandaríkjastjórn mundi vinna að því eftir mætti að fá Sovétmenn til viðræðna um pólitíska lausn Afganistanmálsins. Carrington lávarður og Alex- ander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast í Washington 17. júlí nk. og ræða mál þetta nánar, og gert er ráð fyrir að ráðherrarnir tveir muni taka máiið upp að nýju við Gromyko, þegar þeir hittast á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í New York í september. formaður kommúnistaflokksins Tudeh, Noreddin Kianoori, muni bjóða sig fram, en hann er mjög hallur undir stjórnina í Moskvu. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Tíu andstæðingar Khomeinis trúarleiðtoga voru teknir af lífi í dögun í morgun fyrir að hafa staðið að uppþotum til að mót- mæla frávikningu Bani-Sadfs af forsetastóli. Alls hafa nú um 140 menn verið líflátnir frá því Bani-Sadr var vikið frá fyrir örfáum vikum. Islamska leynilögreglan í íran telur sig nú hafa komist að því, hver kom fyrir sprengjunum tveim í höfuðstöðvum Islamska byltingarflokksins í Teheran í fyrri viku, þegar fjölmargir leið- togar flokksins biðu bana. í yfirlýsingu lögreglunnar segir að 22 ára gamall námsmaður, Mo- hammad Reza Kolahi, beri ábyrgð á verknaðinum, en Kolahi er sagður félagi í leynisamtökum islamskra marxista. Hans er nú ákaft leitað alls staðar í íran. Yfirvöld í íran lokuðu í dag skrifstofu Reuters-fréttastofunn- ar í Teheran og sökuðu starfs- menn hennar um að hafa sent frá sér litaðar og óáreiðanlegar frétt- ir af atburðum í landinu. Fréttamönnum Reuters, þrem- ur talsins, var gert að hverfa úr landi innan 48 klukkustunda. Aðeins örfáar alþjóðlegar fréttastofnanir eiga nú frétta- menn í íran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.