Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1981 15 ísrael: Peres játar ósigur sinn Tel Aviv. Beirut. 7. júli. AP. SHIMON Peres. leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael. viður- kenndi í dag, að Begin forsaetis- ráðherra og leiðtogi Likud- bandalagsins stæði betur að vigi við myndun nýrrar ríkisstjórnar en hann sjálfur. Gr þetta það næsta sem Peres hefur komist því að viðurkenna ósigur sinn i kosningunum i siðustu viku. Flokkur Begins hefur nú 48 þingmenn af 120 í ísraelska þing- inu, en Verkamannaflokkurinn hef- ur 47 menn. Talningu er ekki endanlega lokið og verða endanleg úrslit ekki kunngerð fyrr en á fimmtudag. Talið er nokkur öruggt að Begin hafi tryggt sér stuðning meirihluta hins nýkjörna þings, með samningum við ýmsa minni flokka, þ.m.t. flokka heittrúaðra gyðinga, og muni mynda nýja ríkisstjórn áður en langt um líður. Israelsmenn viðurkenndu í dag WashinKton 7. júli. AP. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti tilkynnti í dag að hann hefði skipað Söndru D. O'Connor, hæstaréttardómara, en hún hefur verið dómari við áfrýjunarrétt Arizona. Hún er fyrsta konan í 191 árs sögu Hæstaréttar sem tekur þar við dómarastarfi. að hafa misst eina mannlausa njósnaflugvél er hún var á flugi yfir Líbanon. Sýrlendingar segjast hafa skotið vélina niður, en herstjórnin í ísrael segir að bilun hafi orðið í vélinni og hún hrapað. Búizt er við því að Philip Habib, samningamaður Bandaríkjastjórn- ar í deilu Israelsmanna og Sýrlend- inga vegna eldflauga Sýrlendinga í Líbanon, komi á ný til Israels síðar í vikunni. Habib er nú í Washington og undirbýr för sína. Leiðtogi falangista í Líbanon, Pierre Gemayel, lýsti því yfir í dag, að hann væri reiðubúinn að skera á öll tengsl flokksins við ísrael, ef það mætti verða til að auðvelda friðar- umleitanir í Líbanon. Er þessi yfirlýsing talin munu verða sátta- semjurum Araba í landinu að gagni, en eldflaugadeilda Sýrlend- inga og ísraelsmanna er einmitt til komin vegna hinnar pólitísku ólgu í Líbanon. Sanda O’Connor er 51 árs, útskrifaðist frá Stanford-háskól- anum 1952 og hefur getið sér gott orð sem lögfræðingur. Reagan sagði við þetta tækifæri að hann skipaði O’Connor ekki í starfið bara til að skipa í það konu, heldur vegna þess að hún væri flestum öðrum hæfari í starfið. Veður Akureyri 7 skýjaö Amsterdam 25 heiöskírt Aþena 29 skýjaö Barcelona 26 þokumóða Berlín 27 skýjaö Brussel 25 skýjað Chicago 31 skýjaö Dublin 20 skýjaö Feneyjar 27 þokumóöa Frankfurt 25 heiðskírt Færeyjar 13 skýjað Genf 24 heiöskírt Helsínki 21 heiðskírt Hong Kong 29 þokumóöa Jerúsalem 31 heiöskírt Jóhannesarborg 16 heiðskírt Kairó 35 heiöskírt Kaupmannahöfn 23 skýjaö Las>Palmas 23 skýjaö Lissabon 27 heiðskírt London 23 heiöskírt Los Angeles 31 heiöskírt Madrid 30 heiöskírt Malaga 27 skýjað Mallorka 32 hálfskýjaö Mexicoborg 25 heiöskirt Miamí 30 skýjað Moskva 27 heiðskírt Nýja Dehlí 36 skýjað New York 31 heiðskírt Osló 17 skýjaö París 24 heiðskírt Perth 17 rigning Reykjavík 13 léttskýjaö Ríó de Janeiro 22 skýjað Rómaborg 30 heiöskírt San Francisco 17 heiöskírt Stokkhólmur 20 heiöskírt Sydney 16 heiöskírt Tel Aviv 32 heiöskírt Tókýó 31 heiöskirt Vancouver 18 rigning Vínarborg 24 heiöskirt Kötturinn Anna féll 15 hæðir — og lifði af Southíield. MichÍKan. 7. júlí. AP. FYRIR þremur árum vildi til sá atburður í North Park í Southfield að tveggja ára barn féll út um glugga á níundu ha-ð og lifði af. bótti það krafta- verk. Nú gerðist það svo í gær að sex mánaða gamall kettlingur datt út um glugga á 15. hæð í því sama húsi og lifði af. í báðum tilvikum er umhverfinu þakkað að nokkru, því að bæði barn og köttur lentu í 1,5 metra háu tréi eftir fallið niður, en trjágerði umlykur íbúðablokkina. Kötturinn sem heitir Anna hlaut af fallinu minniháttar meiðsl og gerði dýralæknir að sárum hennar, en sagði í kveðju- skyni að væntanlega hefði þá eitt af níu kattarlífunum dregizt frá. Mikill lunda- pysjudauði í Röst Osló. 7. júli. Frá fróttaritara Mbl. J.E. Laurio. FIMMTA árið í röð er útlit fyrir að lundapysjur deyi i stórum stil á hinni frægu fuglacyju Röst. Er óttast að um hálf milljón svelti til bana í ár, því að svo virðist sem foreldrunum takist ekki að afla nægilegrar fæðu handa pysjunni. Norskir fuglfræðingar hafa fylgzt náið með þessu og sögðu þeir að allt hefði gengið að óskum með fæðuöfl- un þar til fyrir hálfum mánuði og foreldrarnir kæmu nú tómnefjaðir heim. Telja fuglafræðingarnir að ástæðuna megi rekja til hruns á síldarstofninum á þessum slóðum. Galina farin til Bandaríkjanna Istanbul 7. júlí AP. GALINA CHURSINA, sovézka ball- ettdansmærin með Bolshoi-dans- flokknum sem bað um að fá hæli í Bandaríkjunum er dansflokkurinn var á sýningarferð í Tyrklandi, hélt frá Istanbul í dag áleiðis til Banda- ríkjanna, en þar hefur verið fallizt á að veita henni umbeðið hæli. Tals- maður bandaríska ræðismannsins í Istanbul sagði að Galina væri mjög kvíðin varðandi hvað yrði um fjöl- skyldu hennar í Sovétríkjunum og hún hefði verið lengi að gera það upp við sig hvort hún ætti að yfirgefa Bolshoi-hópinn eður ei. Ný olíuleiðsla Ferðum um Hormuz-sund fækkar STJÓRN Saudi-Arabiu hefur gert ráðstafanir til að draga úr oliu- flutningum i gegnum Hormuz- sund, sem tengir Persaflóa og Indlandshaf. 1. júli siðastliðinn var opnuð ný oliuleiðsla, sem tengir oliulindir Saudi-Araba við Persaflóa og útskipunarhöfn við Rauðahaf. leiðslan liggur sem sé þvert yfir Arabiuskagann. Um leiðsluna má flytja um 1,5 milljón tunnur af olíu á dag beint um borð í oliuskip, sem liggja við bryggju í Rauðahafsborginni Yanbu. Olían er síðan flutt norður á bóginn frá Yanbu um Rauðahaf í gegnum Súesskurð og inn á Mið- jarðarhaf. Síðar á þessu ári verður unnt að flytja 1,85 milljón tunnur af olíu um leiðsluna á degi hverj- um, sem er rétt innan við 20% af heildaroiiuframleiðslu Saudi- Araba, en hún nemur 10 milljón tunnum á dag. Bandarískir og aðrir vestrænir herfræðingar hafa hvað eftir ann- að bent á, hve mikla hættu það hefði í för með sér fyrir iðnríki Vesturlanda að eiga jafn mikið undir hindrunarlausum siglingum og raun ber vitni á um það bil 10 eftir Jim Landers km breiðri siglingaleiðinni í gegn- um Hormuz-sund, en Oman og íran eiga land að sundinu. Sjó- vátryggjendur þrefölduðu iðgjöld fyrir tryggingar á skipum, sem sigla um sundið, þegar styrjöldin hófst milli íraka og Irana. 60% af þeirri olíu, sem Vestur- lönd flytja inn, hafa farið um Hormuz-sund, þar af einn þriðji innflutnings Bandaríkjamanna. Þegar nýja leiðslan yfir Arabíu- skaga var opnuð, létu ýmsir varn- armálasérfræðingar í Washington í ljós þá skoðun, að með henni væri stuðlað að öryggi Vestur- landa. Einn þeirra komst svo að orði, að leiðslan sýndi nauðsyn þess, að Bandaríkjamenn seldu Saudi-Aröbum hinar fullkomnu AWACS-ratsjár- og flugstjórnar- flugvélar. „Olíuleiðslur verður að verja fyrir árásum úr lofti," sagði emb- ættismaður í Washington. Leiðsl- an er um 1200 km löng og er grafin í jörðu kostnaður við lagningu hennar nam 1,6 milljarði Banda- ríkjadala. Saudi-Arabar miða að því að auka flutningsgetu leiðsl- unnar í 2,35 milljón tunnur á dag frá og með 1985. „Lokist Hormuz-sund af ein- hverjum ástæðum, getum við engu að síður flutt út 2 milljón tunnur á dag,“ sagði háttsettur saudi-ar- abiskur embættismaður á síðasta ári. „Stjórnvöld okkar voru ekki ginkeypt fyrir leiðslunni 1977, en væri hún á hönnunarstigi í dag, er ég viss um, að þau vildu láta hana flytja 4 milljón tunnur á dag.“ Mikið af olíunni, sem dælt verður um borð í skip í Yanbu, mun verða dælt úr þeim aftur í Egyptalandi við móttökustöð Sumed-olíluleiðslunnar, sem teng- ir Rauðahaf og Miðjarðarhaf. Þessi háttur er á hafður vegna þess, hve grunnrist skip þurfa að vera, þegar þau fara um Súes- skurð. Unnið er að því að dýpka skurðinn, svo að 150 þúsund lesta skip, geti farið um hann. í hafnar- borginni Yanbu geta allt að 400 þúsund lesta skipum athafnað sig. (Úr Dallas Morning News — dreift af New York Times Service.) Reagan skipaði konu hæstaréttardómara Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Arnarfell ........ 15/7 Arnarfell ........ 29/7 Arnarfell ........ 12/8 Arnarfell ........ 26/8 ANTWERPEN: Arnarfell ........ 16/7 Arnarfell ........ 30/7 Arnarfell ........ 13/8 Arnarfell ........ 27/8 GOOLE: Arnarfell ........ 13/7 Arnarfell ........ 27/7 Arnarfell ........ 10/8 Arnarfell ........ 24/8 LARVÍK: Hvassafell ....... 14/7 Helgafell ........ 30/7 Helgafell ........ 10/8 Helgafell ........ 24/8 GAUTABORG: Hvassafell ....... 15/7 Helgafell ........ 29/7 Helgafell ........ 11/8 Helgafell ........ 25/8 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ....... 16/7 Helgafell ......:... 28/7 Helgafell ........ 12/8 Helgafell ........ 26/8 SVENDBORG: Mælifell ......... 16/7 Hvassafell ....... 17/7 Helgafell ........ 27/7 Dísarfell ........ 29/7 Helgafell ........ 13/8 Helgafell ........ 27/8 HELSINKI: Dísarfell ........ 24/7 Dísarfell ........ 18/8 HAMBORG: Mælifell ......... 14/7 GLOUCESTER, MASS: Skaftafell ....... 10/7 Jökulfell ......... 3/8 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 13/7 Jökulfell ......... 5/8 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.