Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 23 Guðrún Ólafsdóttir Minningarorð Fædd 15. nóvember 1900. Dáin 27. júni 1981. í dag verður til moldar borin Guðrún Ólafsdóttir, Suðurgötu 56, Hafnarfirði. Útför hennar mun fara fram frá Hafnarfjarðar- kirkju. Guðrún var fædd í Gríms- nesi, þeirri fögru sveit, hvar enn í dag dafnar björk og víðir, auk gróinna grunda, mönnum og skepnum til lífsviðurværis og ynd- isauka. Fyrsta árið sitt í þessum heimi bjó Guðrún með foreldrum sínum og eldri bróður að Þóris- stöðum i nefndri sveit, en þegar Guðrún var um eins árs gömul fluttist fjölskyldan að Búrfells- koti, hvar þau bjuggu til ársins 1916, er foreldrar hennar brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Foreldrar Guðrúnar, þau Vigdís Jónsdóttir og Ólafur Þorsteinsson, áttu barnaláni að fagna, en börn þeirra urðu alls 11. Af þeim komust 7 til fullorðinsára, en 4 dóu í bernsku. Af systkinum Guðrúnar eru nú 4 á lífi. Eins og áður er sagt, fluttust foreldrar Guðrúnar til Reykjavíkur, er hún var 16 ára að aldri. Faðir hennar, Ólafur, hóf þá störf við almenna verkamannavinnu. Guðrún hins- vegar var ekki lengi aðgerðarlaus á mölinni, heldur hóf ’þegar störf og var í vist framanaf. Ber þar sérstaklega að nefna Þorstein Ein- arsson byggingarmeistara og konu hans, Ragnhildi, sem alla tíð voru nánir vinir í blíðu og stríðu, en þannig æxlaðist, að þau voru fyrstu grannar foreldra Guðrúnar, eftir komuna til Reykjavíkur. Nokkuð fljótlega eftir að fjöl- skyldan hafði komið sér fyrir og vanist bæjarbragnum, hóf Guðrún störf á Farsóttarsjúkrahúsinu í Reykjavík, hjá þeirri merku konu Maríu Maack. Má segja að þar hafi fyrst komið berlega fram tilhneiging og vilji Guðrúnar til að hjálpa öðrum, en þannig var hún ávallt. Guðrún giftist 5. október 1922 Jóni Sumarliðasyni, frá Bol- ungavík. Jón stundaði sjómennsku og var lengst af á togaranum Surprise frá Hafnarfirði. Þau Guðrún og Jón hófu sinn búskap við Njálsgötu í Reykjavík, en fluttu nokkuð fljótlega á Nýlendu- götu í hús, er nefndist Sandgerði. Þaðan fluttust þau, er Jón hóf störf á Surprise, en það skip var gert út frá Hafnarfirði, og lá þá beinast við að setjast að þar, og leigðu þau íbúð við Suðurgötu, en hófu jafnframt byggingu hússins Suðurgata 56, hvar þeirra heimili var haldið æ síðan. Svo sorglega vildi til, að Jón fór að finna fyrir ólæknanlegum sjúkdómi, þá í blóma lífsins, og fór svo að hann lést 11. nóvember árið 1950, aðeins 54 ára að aldri. Áður hafði hann verð illa haldinn, en Guðrúnu af sinni einstöku nýtni og sparsemi tekist að halda heimili þeirra með fullri reisn, þrátt fyrir mótbyr. Hvernig Guðrúnu tókst að ná endum saman skilja fáir aðrir en þeir, sem báru gæfu til að kynnast þessari hæglátu og göfugu konu, sem á sinn hljóðláta hátt með hógværð og þakklæti fól sig og sína í hendur Hans, sem öllu lífi ræður. Þeim Jóni og Guðrúnu varð 6 barna auðið, og lifa þau öll, utan einn drengur, sem lést af slysför- um, þá 7 ára að aldri. Auk þess ólu þau upp dótturson. Barnabörn Guðrúnar eru 14 orðin, og barna- barnabörn 12, öll hin mannvæn- legustu. Við öll, afkomendur og vinir, minnumst nú hennar, sem átti æðruleysi þess, sem reynt hefur og fundið jafnt mótlæti sem meðbyr. Víst er um það, að þrátt fyrir að Guðrún hafi verið fríð kona sýnum og kvenleg, þá er ótrúlegur styrkur hins granna reyrs, sem jafnvel hinn sterkasti stormur fær ekki brotið. Ávallt hélt Guðrún reisn og myndarleik til hins hinsta dags og fylgdist gjörla með atburðum líðandi stundar. Börnum hennar, barna- börnum, barnabarnabörnum, svo og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð, og bið Guð- rúnu Olafsdóttur vel að lifa í nýjum heimkynnum, hjá þeim, sem á undan okkur eru gengin, en við munum öll hittast síðar og fá að njóta samvista á ný. Steinunn. Laufey, Kristján og Páll. Guðrún Ólafsdóttir fæddist að Þórisstöðum í Grímsnesi alda- mótaárið. Foreldrar hennar voru hjónin Vigdís Jónsdóttir, fædd að Steinum undir Eyjafjöllum, og Ólafur Þorsteinsson, frá Heiðar- bæ í Þingvallasveit. Þau Vigdís og Ólafur eignuðust tíu börn. Var Guðrún elzt þeirra. Létust fjögur þeirra í æsku, en hin náðu fullorð- insaldri. Af þessum systkinum lifa nú þrjú Guðrúnu. Auk þeirra átti Guðrún einn eldri hálfbróður, Guðjón. Voru þau sammæðra. Guðrún giftist 5. okt. 1922 Jóni Sumarliðasyni, sjómanni, ættuð- um frá Bolungavík. Áttu þau heima í Reykjavík fyrstu hjúskap- arár sín. Síðan fluttust þau til Hafnarfjarðar, efi þar áttu þau heima upp frá því. Eftir fimm ára búsetu í Hafnarfirði reistu þau sér íbúðarhús að Suðurgötu 56 þar i bæ. Varð það heimili þeirra, unz Jón lézt árið 1950, þá þrotinn að kröftum eftir löng veikindi. Eftir lát manns síns átti Guðrún heima þar, fyrst í sambýli við börn sín, en síðustu tólf árin var hún ein í húsi sínu. Þau Guðrún og Jón eignuðust sex börn. Eru fimm þeirra á lífi, en dreng misstu þau af slysförum, árið 1940. Einnig ólu þau upp dótturson sinn sem sitt eigið barn. Þetta er hinn ytri rammi um líf Guðrúnar. Hann segir raunar ekki mikið um þann mann, sem Guðrún hafði að geyma. Strax við komu sína til Reykjavíkur fór Guðrún að starfa við hjúkrun. Var hún lengst af á Farsóttarhúsinu undir hand- leiðslu frk. Maríu Maack. Taldi Guðrún sér ávinning af að hafa kynnzt svo ung frk. Maríu og störfum hennar. Sú reynsla, sem Guðrún aflaði sér í þeirri vist og víðar, kom henni að góðum notum síðar, er hún þurfti að annast eiginmann sinn í langri sjúkralegu hans. Var hún þá sjálf orðin veik. Skömmu fyrir andlát manns síns gekk Guðrún undir mikla skurðað- gerð á mjöðm. Komst hún rétt á fætur til þess að vera við útför eiginmanns síns. Skömmu síðar veiktist Guðrún af sama sjúkdómi í hinni mjöðminni. Þá varð ann- arri skurðaðgerð ekki við komið. Upp frá þessu var Guðrún fötluð, og gekk við staf, er hún fór ferða Þessi áföll urðu ekki til þess að draga úr kjarki Guðrúnar og dugnaði. Hún var brekkuvön frá fyrri tíð. Tók hún að sér ýmsa vinnu, sem hún gat stundað heima. Lagði hún sig fram um að leysa þá vinnu af hendi sem bezt, eins og annað, sem hún tók sér fyrir hendur um sína daga. Guð- rún eignaðist marga vini, þótt hún kæmist ekki oft af bæ. Heimsóttu þeir hana, styttu henni stundir og þáðu góðgerðir hennar. Guðrún var heiðvirð og grandvör kona í lífi sínu öllu. Nú er lífi þessarar konu lokið hér á meðal okkar. Hún hvarf af þessum heimi, er sólar- gangur var hvað lengstur. Að leiðarlokum þökkum við henni fyrir samfylgdina og geymum í þakklátum huga minningu um konu, sem fremur kaus að verða öðrum að liði en þiggja liðsinni annarra. Hvíli hún í friði. G.T.S. Amma var eitt af því besta, sem við áttum, og þess vegna er það svo sárt að skilja og viðurkenna, að hún sé horfin að eilífu. Alltaf var hægt að koma til ömmu og ræða við hana í gamni og alvöru. Hún skildi allt. Það var líklega þessvegna, sem hún var svo vinamörg, alltaf voru einhverjir í kaffi á Suðurgötu, bæði ungir og gamlir. Eitt af því furðulega, sem við minnumst, þegar við lítum aftur, er, að við munum ekki eftir, að hún hafi nokkurn tíma beint til okkar einu styggðaryrði. Já, það voru margar gleðistundir sem við áttum með ömmu okkar. Hún var stór mynd í lífi okkar, sem við raunum aldrei gleyma. „Dýpsta sæla ok sorKÍn þunKa svíía hljoðlaust yfir stord. I>eirra mál ei talar tun«a. tárin eru beKKja orA.“ (Höf. ólöf frá HlöÖum.) Guð geymi elsku ömmu okkar. Elva Björk og Guðrún Dís Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, ANDREU GRÉTU LAURU «. Hansen Ljósheimum 20. Guöjón V. Þorsteinsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og w útför mannsins míns, VALS SÓLMUNDSSONAR, Melabraut 65. Sesselja Ásmundsdóttir, börn og tengdabörn. t Hjartans þakkir til hinna mörgu fjær og nær, sem auösýndu samúö og vinarhug, viö andlát og útför BJARNA JÓNSSONAR, Skólavöróustíg 40. Sérstakar þakkir til fyrrverandi samstarfsmanna og vinnuveitanda hjá Skeljungi hf. Fyrir hönd aöstandenda. Ragnheiður Hóseasdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐNA ÖRVARS STEINDÓRSSONAR. Björg Guölaugsdóttir, Eybjörg Ásta Guönadóttir, Magnús H. Guönason, Eyrún Guðnadóttir, Einar Steindór Guðnason, Guöni Örvar Þór Guönason, Ingi Guönason. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför móöur okkar. tengdamóöur og ömmu, GUDNYJAR GUÐRUNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólvallagötu 54. Daggrós Stefánsdóttir, Halldór Helgason, Sigríöur Stefánsdóttir, Gísli Vilmundarson og barnabörn. + Þökkum samúö viö andiát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Svignaskaröi. Valdís Kristjónsdóttir, Skúli Kristjónsson, Rósa Guömundsdóttir, Guöbjörg Skúladóttir, Guðmundur Skúlason, Sigríður Helga Skúladóttir. + Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR VERNHARDSDÓTTUR frá Stóru-Drageyri, Grettisgötu 27. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hafnarbúöa og deildar A-4 Borgarspítala. Þuríöur Guömundsdóttir, Halldóra Guömundsdóttir, Guöbjörg Guömundsdóttir, Vernharöur Guðmundsson, Guóbrandur Guðmundsson, Kristófer Guömundsson, barnabörn og Stefán Gíslason, Jón G.K. Jónsson, Kamilla Lydía Thejll, Elin S. Aöalsteinsdóttir, Hlif Traustadóttir, barnabarnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURDARDOTTUR, Fagurhóli, Vestmannaeyjum. Valgeröur Siguröardóttir, Fjóla Sigurðardóttir, Ásta Siguröardóttir, Erna Siguröardóttir, María Siguróardóttir, Rafn Sigurösson, Óskar Sigurðsson, Rúnar Siggeirsson, Bernharö Ingimundarson, Garðar Ásbjörnsson, Kristinn Jónsson, Magnúa Benjamfnsson, Fanney Sigurjónsdóttir, Júlíana Helgadóttir, Emil Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.