Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981 5 Minnisvarði um fyrstu krístniboðana: Húnvetningar minnast 1000 ára kristniboðs Kindahakk á sérverði I'ESS verður minnst á veglegan hátt norður i Húnaþingi 19. júli nk. að 1000 ár eru liðin frá upphafi kristniboðs á íslandi, en fyrstu kristniboðarnir, Þorvald- ur víðförli og Friðrik biskup, dvöidu að Stóru-Giljá i Húna- þingi á árunum 981—986. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, mun afhjúpa minnisvarða um fyrstu kristni- boðana við Gullstein i Þingi kl. 16, miðvikudaginn 19. júli nk. Hátíðarguðsþjónusta fer fram í Þingeyrarkirkju og hefst kl. 13.30 19. júlí nk. Prófastur Húna- vatnsprófastsdæmis, síra Pétur Þ. Ingjaldsson, prédikar, en fyrir altari þjóna síra Árni Sigurðsson, síra Andrés Ólafsson og síra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup Hóla- stiftis. Kirkjukórar Undirfells- og Þingeyrarkirkna syngja undir stjórn Sigrúnar Grímsdóttur með aðstoð Sólveigar Sövik, organista. Bæn í kórdyrum flytur Erlendur Eysteinsson, meðhjálpari. í guðs- þjónustunni verður þess minnst, að 1000 ár eru liðin frá upphafi kristniboðs á íslandi. Hátíðarsamkoma verður sett af síra Árna Sigurðssyni, sóknar- Gunnar Iijarnason Líkaböng hringir — væntanleg bók eftir Gunnar Bjarnason LÍKABÖNG hringir nefnist bók sem væntanleg er frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar á Akur- eyri i haust, en í bókinni er að finna ýmis brot minninga Gunn- ars Bjarnasonar fyrrum hrossa- ræktarráðunautar. Að sögn Geirs S. Björnssonar framkvæmdastjóra Bókaforlags- ins segir Gunnar meðal annars frá því í bókinni, er hann var skólastjóri Bændaskólans á Hól- um í Hjaltadal sögulegan vetur, og margt fleira forvitnilegt verð- ur að finna í bókinni. „Ýmsir þekktir menn koma við sögu,“ sagði Geir í samtali við Morgun- blaðið, „ekki síst í kaflanum um Hólaárið, enda var það um rnargt sögulegt ár. En þarna lýsir Gunnar því máli öllu eins og það kemur honum fyrir sjónir." Áður hafa komið út hjá Bóka- forlagi Odds Björnssonar tvær bækur eftir Gunnar, en það eru fyrsta og annað bindi Ættbókar og sögu íslenska hestsins á 20. öld. Þriðja bindið er væntanlegt í haust. Gunnar Bjarnason var hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfé- lags Islands um langt árabil, og kunnastur er hann vafalaust fyrir afskipti sín af málefnum hesta og hestamanna síðustu áratugi. Gunnar starfar nú sem ráðunautur á Keldum, en hefur einnig starfað að kynningu á íslenska hestinum erlendis. Þess má geta, að „Líkaböng“ nefndist stór klukka í Dóm- kirkjunni aö Hólum í Hjaltadal til forna, og var henni hringt við jarðarfarir. Mun þaðan vera komið nafn bókar Gunnars. presti, við Gullstein í þingi kl. 16.00 sama dag. Ávörp flytja síra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, herra Hinrik Frehen, biskup kaþ- ólskra á íslandi og Friðjón Þórð- arson, dómsmálaráðherra. Hátíð- arkvæði flytur Kristján Hjartar- son. Biskup þjóðkirkjunnar, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur síðan aðalræðu dagsins og afhjúpar minnisvarða um fyrstu kristni- boðana. Kirkjukórar Húna- vatnsprófastsdæmis annast söng undir stjórn Helga Ólafssortar, Hvammstanga. Minnisvarðinn, sem afhjúpaður verður, er eftir Ragnar Kjartans- son, myndhöggvara. doktor í HINN 29. júní sl. varði Helgi Þórsson doktorsritgerð í tölfræði við háskólann i Montpellier i Frakklandi. Ritgerðin nefnist: „Aðferð til tölfræðilegrar athug- unar á töflum um flutninga“ (Une Contribution a l'Analyse Statistique des Tableaux d'Ech- anges). Helgi Þórsson er þrítugur Reykvíkingur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971, BS-prófi í stærð- fræði frá Háskóla íslands 1975 og magistersprófi (maltrise) í stærð- fræði frá háskólanum í Stras- bourg 1976. Næstu 2 ár var hann kennari við Tækniskóla íslands og Kennaraháskólann, en hélt þá til Montpellier, þar sem hann hefur síðan unnið að rannsóknum í tölfræði. Aðalleiðbeinandi hans var prófessor Yves Escoffier. And- mælendur við doktorsvörnina auk hans voru stærðfræðiprófessor- arnir Charles og Lemaire svo og F. Auriac, dósent í landafræði. Helgi er sonur hjónanna Ragn- hildar Helgadóttur og Þórs Vil- hjálmssonar, Stigahlíð 73 í Reykjavík. Hann er kvæntur Guð- rúnu Eyjólfsdóttur. Foreldrar hennar eru Svanfríður Þorkels- dóttir og Eyjólfur Guðmundsson, Akurgerði 36, Reykjavík. Helgi og Guðrún eiga tvær dætur, 4 og 9 ára gamlar. Doktorsritgerð Helga Þórssonar er á sviði svokallaðrar gagna- greiningar eða lýsandi tölfræði. í ritgerðinni er þróuð nálgunarað- ferð, þar sem notaðir eru eigin- vektorar hermískra fylkja til að lýsa bæði heildarflutningum og flutningsjöfnuði á einni mynd. Fjallað er um nokkrar aðferðir til að velja hornalínu í flutningstöfl- ur, og einnig er nýleg aðferð til að lýsa röð af töflum löguð að flutningstöflum. Aðferðin er í ritgerðinni prófuð á töflum um búferlaflutninga milli kjördæma á íslandi. Þá er nokkuð fjallað um grundvallaraðferðir landafræð- innar til að lýsa búferlaflutning- um. I gæsluvarðhald en sleppt aftur MAÐUR um þrítugt var úrskurð- aður í gæsluvarðhald á föstudags- kvöld, en var sleppt aftur í gær. Var hann grunaður um að eiga aðild að árás sem gerð var á norskan ferðamann sem dvaldist á farfuglaheimili fyrir nokkru. Maðurinn er rúmlega tvítugur að aldri og hefur hann viðurkennt að hafa stolið þremur töskum á farfuglaheimilinu um líkt leyti. Töskurnar hafa komist til skila, en maðurinn hefur ekki viður- kennt árásina. 1000 ÁRA KRISTNIBOD Á ÍSLANDI S81-1SB1 tölfræði Helgi Þórsson KJÖTVINNSLUR á höfuðborg- arsvæðinu hafa ákveðið að selja kindahakk á sérverði næstu daga. Er það 30% lægra en skráð verð í dag eða 29,90 kr. kilóið. í Fréttabréfi upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins kemur fram að samtímis þessu nýja verði fari fram víðtæk kynning á gómsætum réttum úr kindahakki. Dreift verði ókeypis í matvöruverzlunum bæklingi með 5 uppskriftum að hakki, en það mun vera fáanlegt í öllum helztu matvöruverzlunum. Litir: Hvitt og bleikt. Sóli extra slitsterkur. Stæröir 34—41. Verö 190 Austurstræti :27211 Ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen VEÐUR „ ^ Matthias Jotiannessen Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544. Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 73055. Tveggja. bakka veður Vísir 27/6. 1981 Andrés Kristjinsson .. . ,Mér finnst þessi Ijóöabók vera skýrari vitnisburö- ur um þaö en flest annaö, sem Matthías Johannessen hefur iátiö frá sér fara, aö hann er kominn í tremstu röö Ijóöskálda eftirstríösáranna og túlkar gerjun, hrynjandi og sviptingar þess tímabits betur en önnur Ijóöskáld á íslandi. “ .. . Dagblaöiö 27/6. 1981 Rannva'tg G. Ágústsdóttir . .. .Matthías er engum líkur. Það er hægt aö þekkja Matthías á löngu færi. Hann samsvarar sér vel. Þó getur hann kinnroöalaust líkt eftir bestu söngfuglum: Steini Steinarr, Stefáni Heröi, Agli Skallagrímssyni. “ ... .Matthías er, ekki síöur en nafni hans heitinn, séra M„ snillingur í aö yrkja um menn og málefni og erfiljóð“... Tíminn 21/6. 1981 Jónas Guömundsson .. ..veröur þaö aö víöurkennast, aö sem skáld situr hann nú í traustu sæti."... Helgarpósturinn 26/6. 1981 Gunnlaugur Astgeirsaon .. „ég er ekki frá þvíað hugmyndln um Guö sé nálægt í fleiri Ijóöum en lítur út fyrir í fljótu bragði. Tilfinningar skáldsins koma viöa mjög einlægt fram íIjóðunum...“ Morgunblaöiö 13/6. 1981 Jóhann Hjélmarason .. „Bn þaö er umhugsunarvert aö eftlr þvísem listrænn þróttur skáldsins vex veröur rödd þess nærtækari og höföar beint tll lesandans. *... Helgi Þórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.